Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Síða 7

Skessuhorn - 11.10.2006, Síða 7
akuaunu^' MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 7 Skrifstofustjóri Grundar- fjarðarbæjar hættír störfum Bjöm Steinar Pálmason, skrif- stofustjóri Grundarfjarðarbæjar, hefur sagt upp störfum. Var þetta tilkynnt á síðasta fimdi bæjarstjórn- ar um leið og bæjarstjóra var veitt heimild til þess að auglýsa í starfið og hefur það þegar verið gert. Björn Steinar hefur gegnt stöðunni í þrjú og hálft ár, en hann mun á leið til Reykjavíkur þar sem hann ólst upp. Björn sagði í samtali við Skessu- horn að honum hafi líkað dvölin í Grundarfirði afskaplega vel. Grundarijörður væri góður staður og hann hefði haft gott af dvölinni. „Lífið heldur hins vegar áffam og ég er bara aðeins að breyta til,“ sagði Björn. Hann er nú að leita sér að vinnu á höfuðborgarsvæðinu en hann mun gegna starfinu áffam eitthvað fram að áramótum. Björn er annar stjórnandinn sem hættir á skömmum tíma á Grundarfirði, en líkt og Skessuhom greindi ffá réðst Jökull Helgason bæjartæknifræð- ingur til starfa sem umsjónarmaður verklegra ffamkvæmda í Borgar- byggð í haust. Tilviljun ein ræður því þó að þetta gerist á svipuðum tíma. KÓP Snæfellsbær endumýjar tölvukerfi Samþykkt var á síðasta fundi bæj- arstjórnar Snæfellsbæjar að leita til- boða í nýtt fjárhagskerfi fyrir sveit- arfélagið. Það kerfi sem nú er not- ast við er orðið nokkuð gamalt og nú er svo komið að einungis tvö sveitarfélög á landinu nota kerfið, Snæfellsbær og Dalvík. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sagði í samtali við Skessuhorn að því miður yrði að leggja út í þenn- an kostnað. Kerfið hefði hrunið fyrir nokkru og nú væri ekki hægt að fresta endurnýjun lengur. Það að einungis tvö sveitarfélög notuðu kerfið þýddi að öll þróunarvinna lenti á fárra höndum með tilheyr- andi kostnaði. Mörg sveitarfélög á landinu not- uðust við kerfið áður, en hafa skipt úr því á síðustu þremur - fjórum ámm. Kristinn segir að bæjarstjórn hafi frekar viljað eyða peningum í áþreifanlega þjónustu við bæjarbúa en nú verði hreinlega að skipta um. „Þetta kerfi hefur verið hér síðan áður en ég byrjaði hér árið 1998. Við höfum ffekar viljað setja fjár- muni í uppbyggingu leikskóla og fleiri mjúk mál, en efdr að búnað- urinn hrundi er okkur ekki til set- unnar boðið.“ Ekki er vitað hver kosmaður við endurnýjun tölvu- kerfisins mun verða, en tillagan var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. KÓP LATTU OKKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarhraut 55 310 Borgarnesi Sími 437 1930 <S> ATVINNA GAMAMONUSTA VESTURLANDS H F. Starfsmaður/menn óskast á gámastöðina við Sólbakka 12 í Borgarnesi sem fyrst. Um er að ræða eitt hlutastarf sem fleiri en einn geta skipt með sér. Vinnutíminn er frá kl. 13 til kl. 18 alla daga nema sunnudaga. Nauðsynlegt er að viðkomandi séu i snyrtilegir og hafi góða þjónustulund. | Áhugasamir hafi samband við Pétur Vaidimarsson fjármálastjóra hjá Gámaþjónustu Vesturlands í síma 660 2842. Fjöliðjan í Borgarnesi * * ° M ATVINNA Fjöliðjan óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf (leiðbeinanda) á vinnustaðinn í Borgarnesi. Leitað er eftir áhugasömum, ábyggilegum starfsmanni sem hefur frumkvæði í starfi. Einnig er skilyrði að hann eigi gott með mannleg samskipti. Upplýsingar veitir Þorvarður B. Magnússon í síma 862-2994 Umsóknarfrestur er til 16 okt nk. Umsóknir sendist til Fjöliðjunnar pósthólf 712 302 Akranesi Framkvæmdir að heíjast við biyggjuna í Flatey Btyggjan í Flatey. Ljósm. KOO Á næstunrú verður farið í ffam- kvæmdir við bryggjuna í Flatey. Settar verða svokallaðar fenderpyls- ur, eða rússapylsur, á bryggjukant- inn. Um er að ræða plast-, eða póli- fólínrúllur, fýlltar ffoðu sem virka sem demparar á millu bryggju og skips. Búið er að setja fjórar slíkar rúllur upp í höffdnni í Stykkishólmi. Að sögn Sigurðar Áss Grétarssonar hjá Siglingastofnun gætu fram- kvæmdir hafist þegar í þessari viku þar sem fjárveiting liggur fyrir. 1 það minnsta munu ffamkvæmdir hefjast á næstu vikum. Sigurður Áss sagði að ekki væri til fjárveiting fýrir ffekari ffamkvæmd- um. Líkt og Skessuhorn greindi ffá var samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, á ferð í Flatey í sumar og ræddu heimamenn við hann um að lengja bryggjukantinn. Nýi Bald- ur er um 60 metrar að lengd, en bryggjukanturinn er aðeins um 20 metrar. Að sögn Sigurðar hefur ekki enn verið útfært hvernig kanturinn yrði lengdur. Til greina kæmi að koma svokölluðum einbúum upp við land, en þá eru frístandandi staurar reknir niður sem skipið leggst að. Er þá ekki um bryggjugólf að ræða, í mesta lagi stífingu við land. Ekkert hefur þó verið ákveðið með útfærslu á lengingunni og mtm ekki verða gert fyrr en fjárveiting fæst og hönn- un getur farið á fullt skrið. KOP Fyrsti rjúpnaveiðidagurinn er á sunnudaginn Gæsaveiði hefitr verið góð undanfarnar vikur endafuglinn búinn aðfœra sig niðtir í byggð á leið sinni til vetrarstöðvanna. A með- fylgjandi mynd er Ólafur Birgissm með góða grágæsarveiði. Hann er einn þeirra sem ætlar að ganga til tjúpna á sunnudaginn kemur. kvæmt reglum sem umhverfis- ráðuneytið gaf út fyrir skömmu er nú bannað að veiða rjúpur á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum yfir veiðitímann sem stendur til 30. nóvember. Samkvæmt h e i m i 1 d u m Rjúpnaveiðin hefst formlega næstkomandi sunnudag. Sam- Skessuhorns hyggjast margir veiði- menn fara til veiða nk. sunnudag. Skotveiðimenn sem rætt var við eru flestir ánægðir með þetta fyrir- komulag sem Umhverfisráðneytið hefur komið á fýrir tímabilið. „Eg ætla að fara á sunnudaginn, allavega að fá mér göngutúr," sagði skotveiðimaður sem blaðið ræddi við í Dölunum og það sama sagði veiðimaður frá Akranesi: „Þetta verður stutt helgi núna en aðal helgin er síðan sú næsta og þá eiga margir veiðimenn eftir að fara til rjúpna," sagði veiðimaðurinn á Akranesi. Sölubann á rjúpu gildir nú eins og í fyrra. GB Erum að flytja Við flytjum timabundið að Smiðjuvöllum 3. (lóðTrésmiðju Akraness og Vélsmiðju Guðlaugs Ketilssonar) Af þeim sökum biðjumst við Viðskipatvini okkar velvirðingará þessari röskun á meðan á flutningum stendur. Sími 431 2622 893 2621 (Maggi) - 863 2622 (Óli) BílásJjjcs. WuwnjJ/ Tómstundastarf öryrkja - Akstur í félagsstarf aldraða - Heilsuefling Tómstundastarf öryrkja Við viljum minna á tómstundastarf öryrkja að Kirkjubraut 40, sem þegar er hafið og verður í vetur alla þriðjudaga frá kl. 13:00-16:00. I boði er ýmis konar föndur svo sem leir og glerlist. Einnig geta eínstaklingar komið með sína eigin handavinnu eða bara komið í kaffisopa. Akstur í félagsstarf aldraða í vetur verður í fyrsta skipti boðið upp á akstur í féiagsstarf aldraðra. Þjónustan er fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir og geta ekki ekið eigin bíl eða nýtt sér almenningssamgöngur. Sótt skal um þessa þjónustu til öldrunarfulltrúa, Sigrúnar Gísladóttur, á bæjarskrifstofunni, Stillholti 16-18, síminn er 433 1000. _ Heilsuefling | Föstudaginn 13. október hefjast líðleikaæfingar fyrir eldri borgara að Kirkjubraut 40. 1 Leiðbeinandi verður Katrín Harðardóttir, íþróttakennari. Æfingarnar verða tvisvar sinnum í viku, | á þriðjudögum ki. 11:00 -12:00 og á föstudögum kl. 14:15 - kl. 15:15. •Q Svidsstjóri fjölskyldusviðs Akraneskaupstaður

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.