Skessuhorn - 11.10.2006, Side 13
jnC.93linu^.]
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006
13
Theodór yfirlögregluþjónn tekur við myndavélinni frá Svavari Sigurðssyni baráttu-
manni gegn fikniefnavandanum. A milliþeirra er lögreglukonan Laufey 0. Gísladóttir
meífíkniefnaleitarhundinn Ttru sem hefiir reynst mjög vel við að upplýsa fíkniefnamál
hjá lögreglunni í Borgamesi að undanfómu.
Höfðingleg gjöf til lög-
reglunnar í Borgamesi
Sjálfskipaður baráttumaður gegn
fíkniefnavandanum, Svavar Sig-
urðsson gaf lögreglunni í Borgar-
nesi í síðustu viku stafræna mynda-
vél til notkunar við fíkniefnarann-
sóknir. Sagði Svavar við afbending-
una að þetta væri hans framlag til
lögreglunnar í Borgarnesi fyrir öfl-
ugt starf að fíkniefnarannsóknum.
Hann kvaðst fylgjast vel með því
hvar vel væri unnið í þessari mikil-
vægu baráttu gegn fíkniefhabölinu.
Að sögn Theodórs Þórðarsonar,
yfirlögregluþjóns kemur þessi gjöf
sér mjög vel fyrir lögregluna. Öll
haldlögð fíkniefni þarf að Ijós-
mynda og sá búnaður sem lögregl-
an átti fyrir stóðst illa kröfur nú-
tímans og þurftí endurnýjunar við.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Borgarnesi hefur aldrei
verið lagt hald á meira magn fíkni-
efna en það sem af er þessu ári.
Samtals hefur verið lagt hald á
rúmlega 11 kg af kannabisefnum,
222 stk. kannabisplöntur og 25 gr.
af amfetamíni.
KÓP
Ymiss kostnaður og
óþægindi við bankaskipti
Bæjarritarinn á Akranesi telur
ýmis óþægindi og kosmað fylgja
því að bæjarfélagið skipti hugsan-
lega um viðskiptabanka. Hann seg-
ir samskipti við núverandi við-
skiptabanka hafa verið góð og þar
hafi þróast ýmsar nýjungar í rekstri
sveitarfélaga. Hann telur Lífcyris-
sjóð Akraneskaupstaðar ekki bund-
inn af samþykkt bæjarráðs. Ekki
liggur fyrir hver kosmaður við gerð
útboðsgagna verður.
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni ákvað bæjarstjórn
Akraness á dögunum að segja upp
viðskiptum bæjarfélagins við
Landsbanka Islands á Akranesi.
Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar óskaði eftir
minnisblaði um viðskipti þessara
aðila og á bæjarráðsfundi í gær var
umrætt minnisblað, unnið af Jóni
Pálma Pálssyni bæjarritara, lagt
ffam. I því kemur ffam að banka-
viðskipti kaupstaðarins hafa að
meginstofni frá stofnun hans verið
hjá Landsbankanum á Akranesi eða
forvera hans, Sparisjóði Akraness.
Sömu sögu er að segja af tmdir-
stofnunum kaupstaðarins. Við-
skiptin hafa því staðið í um 65 ár.
I gildi er samningur um ráðgjöf
um skulda- og áhættustýringu frá
19.12 2003 sem er uppsegjanlegur
með eins mánaðar fyrirvara. Þá er
samningur um innheimtu fast-
eignagjalda sem rennur út í lok
þessa árs og samningur um inn-
heimtuþjónustu sem gildir fyrir
árið 2006 án uppsagnarákvæða.
Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar
er einnig með samning við bank-
ann um fjárvörslu ffá árinu 2002 og
er hann ótímabundinn en uppsegj-
anlegur með sex mánaða fyrirvara.
Bæjarritari telur að samþykkt
bæjarstjórnar eigi einungis við um
samninginn um skuldastýringu og
bendir á að sé það meiningin að
segja upp samningi um fjárvörslu
lífeyrissjóðsins þá sé það verk
stjórnar sjóðsins að fjalla um það
mál „enda stjórnin ekki háð sam-
þykktum bæjarráðs eða -stjórnar,"
eins og segir orðrétt í minnisblað-
inu.
Þá er rakið hvað skiptí á við-
skiptabanka hafi í för með sér. Gera
þurfi breytingar á tölvukerfi bæjar-
ins og nauðsynlegt sé að halda úti
tveimur kerfum á meðan kröfur
bæjarins ganga út. „Slíkt kallar á ó-
hagræði, meiri vinnu bæjarstarfs-
manna, aukinn kostnað við tölvu-
þjónustu á meðan á slíkum breyt-
ingum stendur." Þá þarf að endur-
nýja öll eyðublöð bæjarins svo og
að breyta heimasíðu bæjarins. „Við
skipti á viðskiptabanka þurfa starfs-
menn að „fóta“ sig á samskipmm
við nýja samstarfsaðila,“ eins og
einnig segir í minnisblaðinu. Þá
segir „að sé það vilji bæjaryfirvalda
að bjóða út bankaviðskipti bæjarins
kallar það á nokkurn kostnað við
gerð útboðsgagna. Slíkur kostnað-
ur liggur ekki fyrir skv. vitneskju
undirritaðs,“ þ.e. bæjarritarans.
Jón Pálmi segir að viðskipti við
Landsbankann hafi í heild sinni
gengið mjög vel. Nýjar leiðir hafi
verið þróaðar sem séu nýjtmgar í
rekstri sveitarfélaga til dæmis inn-
heimta fasteignagjalda sem hafa
verið bænum mjög farsæl að hans
mati. Þá hafi samstarf við útbú
bankans á Akranesi verið gott „og í
flestum málum hafa aðilar náð
saman um úrlausn mála varðandi
viðskiptakjör á milli aðila í þeim til-
fellum sem slíkt hefur þurft að
fjalla um,“ segir í niðurlagi minnis-
blaðsins.
HJ
Fulltrúi framkvæmdastjórnar
Norðuráls
Norðurál óskar eftir að ráða fulltrúa framkvæmdastjórnar fyrirtækisins
Um framtíðarstarf er að ræða.
í hverju felst starfið?
• Margvíslegri aðstoð og vinnu með
framkvæmdastjórn
• Undirbúningi skýrsina og fyrirlestra
• Skipulagningu og umsjón funda
• Skipulagningu ferða og umsjón með móttöku gesta
• Samantekt og úrvinnslu upplýsinga
ásamt skjalastjórnun
• Samskiptum við aðila innan sem utan fyrirtækisins
• Þátttöku í verkefnahópum og ýmsum tilfallandi
verkefnum
Hvaða kröfur gerum við?
• Háskólapróf eða gott stúdentspróf ásamt reynslu
• Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund
• Mjög góð færni í íslensku og ensku
• Góð þekking á helstu töivuforritum
(t.d. word, excel, powerpoint)
• Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulagshæfileikar
• Metnaður til að takast á við krefjandi verkefni
og vaxa í starfi
• Nokkurra ára reynsla úr sambærilegu starfi
er æskileg
Hvað er í boði?
• Góður aðbúnaður og góð aðstaða hjá fyrirtæki í
mikilli sókn
• Kraftmikill og góður hópur samstarfsfólks
Jafnrétti
Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og
kvenna til stafa hjá Norðuráli.
Hvernig sækir þú um?
Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir
18. október n.k. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins:
www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið
umsókn@nordural.is eða póstlagt umsóknina,
merkta: Fulltrúi framkvæmdastjórnar
Trúnaður
Við förum með umsókn þína og allar persónulegar
upplýsingar sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Rakel Heiðmarsdóttir,
framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, í síma 430 1000.
Norðurál
Hjá okkur starfa nú um 360 manns að margvíslegum verkefnum og gert
er ráð fyrir að starfsfólki fjölgi enn frekar næsta ári. Framleiðslugeta
álversins er 220.000 tonnn á ári og unnið er að stækkun sem felur í sér
að framleiðslugeta verður aukin í 260.000 tonn á næsta ári.
NORÐURÁL
CenturyAiuMiNUM
Grundartanga* 301 Akranesi* Sími 430 1000» Fax430 1001* nordural@nordural.is* www.nordural.is
orn.is
Lifandi tónlist meðan á borðhaldi stendur
Hljómsveitin Gammel dansk leikur fyrir dansi
Forréttir: Gæsapaté m. villisveppum • Laxa- og kavíarmousse • Salat m. reyktum lunda og furuhnetum
• Ferskt sjávarréttasalat m. koníakskokteifsósu • Innbakað hreindýrapaté m. rauðlaukssultu
• Anisgrafinn Paradísarlax m. estragonsósu • Fylltegg m. túnfiskfrauði
• Reyktur og grafinn hreindýravöðvi m. bláberjasósu • Hreindýrabollur í volgri villibráðarsósu
Síldarþrenna að hætti Paradísar • Heimabakað rúgbrauð
• Heimabakað heilsubrauð m. kúmeni og pecanhnetum
Aðalréttir: Kalkúnabringa m. púrtvínssósu • Villibráðakryddað lamb m. villisveppasósu
• Reykt svmaskinka m. rauðvínssósu • Hangikjöt m. öllu tilheyrandi
Eftirréttir: Páradísarsúkkulaðikaka m. rjóma • Volgeplakaka m. rjóma • Kaffi ogTe
1 Meðlæti: • Sæt kartöflumús m. rósmarín og engifer • Brúnaðar kartöflur • Kalkúnastuffing m. brauði
I og salvíu • Hangikjötsjafningur m. nýjum kartöflum • Heimalagað rauðkál m. eplum
s Estragon-rauðlauks kartöflusalat • Epla-kanil chutney • Strengjabaunir meo furuhnetum, maís og rauðlauk
• Grænar baunir • Laufabrauð • Sósur - sultur - ferskt salat
24v 25. nóvv 1. og 2. desember
Einnig er hægt að sérpanta hlaðborðið fyrir stærri hópa á öðrum dagsetningum
Verb: 5.500 kr.