Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Page 16

Skessuhorn - 11.10.2006, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER 2006 §2!SSIÍii©BK! Breiðfjarðarparadísin Flatey Flatey er af ótal ástæðum einstök meðal Breiðafjarðareyja. Hún er landnámsjörð, höfuðból, menning- arstaður, verslunar- og samgöngu- miðstöð, útgerðarbær og þar varð Flateyjarbók til. Fæstir hafa heim- sótt þessa íslensku paradís í Breiða- firði þar sem hægt er að upplifa sögu og menningararfleifð Islend- inga svo ekki sé minnst á einstaka náttúru sem fær hvern og einn til að kikna í hnjánum. Þá var hún helzta miðstöð menningar og lista á Is- landi um miðja 19. öld. Hér verða birtar nokkrar myndir sem teknar voru í eynni á ferð blaðamanns Skessuhoms þangað um sl. Versl- unarmannahelgi. Ymiss fróðleikur, sem höfundur var upplýstur um á ferð hans um Flatey, er hér látinn fylgja með. KÓÓ Mikil stemning myndast jafnan á hryggjunni í Flatey þegarferjan Baldur leggst að höfn meiI gesti ogferíamenn. Sumir stígafrá borði og aðrir um borð. Svo er veifað tilfjöldans á bryggjunni þegarferjan heldur leið sinni áfi-am til Brjánslœkjar. Þessi athöfn, ef svo má að orði komast, gerir það að verkum að hin ódauðlega kvikmynd Titanic kemur upp í huga manns. Það er eitthvað manneskjulegt við það að sjá fólk faðmast á innilegan hátt og barnabörn gráta erþau kveðja afa og ömmu. í máli og myndum A myndinni má sjá frystihúsið sem byggt var áfimmta áratug stðustu aldar t kjölfar stofnunar nokkurra útgerðar- og hraðfiystingarfe'laga. Þess má til gamans geta að enn þann dag í dag hefur enginn fiskur verið borinn inn ífrystihúsið þar sem rekstur þessara félaga varð ekki langlífur vegna aflatregðu og annarra erftðleika. Flateyjarþorp er ein merkasta heild gamalla húsa á íslandi. Þau eruflest frá 19. öld og bytjun þeirrar 20. og standa á gamla kauptorginu sem áður var miðstóð athafnalífsins. Húsin hafa verið endurbœtt ogfierð til upp- runalegs útlits og er hvergi annarsstaðar á landinu hægt að ganga um þorp þar sem ævintýralegt svipmót gamla tímans hefur haldistjafh vel. Eins og kannski margir vita varð þorpið að kvikmyndaveri sumarið 198 7 þegar kvikmyndin um Nonna og Manna var tekin þar upp og átti þorpið að tákna Akureyri skömmu eftir miðja 19. öldina. Um aldamótin 1900 stóð byggðin í Flatey í sem mestum blóma og voru íhíamir allt að 400 talsins. Síðan hefur byggð að mestu lagst af og í dag búa þar einungis tveir bændur ásamt konum sínum. Lítillfugl hvíslaði því að blaðamanni að bændumir tveir værufjaiTÍ því að vera góðir vinir. Ætla má að sambúðin á eynni geti því verið eifið þegar nálægðin er svo mikil. Eyjan erfull af lífi á sumrin þar sem húsin, semflest eru í einkaeigu og notuð sem sumarhús, fyllast af afkomendum Flateyinga. Það þykir afar eftirsóknarvert að eiga sumarhús á þessum fallega stað vegna góðs veður- fars ogfriðsældar og ætti enginn aðfurða sig áþví. Að sögn sumarhiísa- eigenda er mjög erfitt að eignast eitt afþessum húsum þar sem þaufara að öllujöfnu aldrei á sölu heldur ganga í erfðir kynslóða á milli. Þá er lít- ið eða ekkert um að ný hús séu byggð í Flatey nema á grunni eldri húsa. Þetta hús er í einkaeigu og notað sem sumarhiís. Flateyjarkirkja, sem byggð var árið 1926, er afar sérstök að því leyti að hún er án efa eitt glæsilegasta listaverk okkar Islendinga en allt loftið og altaristaflan er máluð af Baltasar Samper listmálara sem sótti innblástur í atvinnu- hætti og menningarltf Breiðfirðinga. A bak við kirkjuna er gamla bókasafnshúsið, sem er eittfáira minja um forystuþátt eyjarskeggja í menningu landsmanna. Húsið, sem nýlega var endurgert, er elsta hókhlaða landsins, byggð árið 1864 á mesta blómaskeiði menningarltfs í Flatey. I hlöðinni er aðfinna Ijósprent af Flateyjarbók, sem er eitt merkasta handrit Islendinga og var varðveitt í Flatey á mið- öldum. Hótel Flatey er gistiheimili og veitingahús í þremur uppgerðum pakkhús- mn við Grýluvog sem er gamalt skipalægi frá þeim tíma þegar Hansa- kaupmenn stunduðu verslun á eyjunni. Veitingastofan býður upp á heima- tilbúinn, íslenskan mat sem er að mati blaða?nanns eitt mesta lostæti allra tíma og hefur sú sem þetta ritarþó víða komið við. Hlýlegt viðmót starfs- fólks og notalegt andrúmsloft er einkennandi fyrir staðinn og þykirfátt betra en að gæða sér á alíslenskum mat við kertaljós og vínglas viðþessar aðstæður. Tíminn stendur í stað, áhyggjur hverfa og amstur hverdagsleik- ans er nokkuð hundruð kílómetra í burtu. Þama getur enginn kvartað. Þótt íbúar séu ekki margir erýmis konar þjónusta fyrir hendi. Þetta litla pósthús þjónar sínum tilgangi jafn vel og önnur stærri útibú Póstsins. Aður hefurþað vafalaust verið grænt að lit ogþá þjónað sem vegavinnu- skúr. Þarna sómir það sér vel í nálægð við gamalt stýrishús á bakkanum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.