Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Qupperneq 17

Skessuhorn - 11.10.2006, Qupperneq 17
^kuouiiu^i MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 17 Efla samstarf Safiiahúss og Landnámsseturs í Borgamesi Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Amar Gauti Helgason kokkur kynntu fyrir gestum nýjungar á matseðli og opnunartíma veitingastaðarins í Landsnámssetrinu. Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt Land- námssetrið í Borgar- nesi á fyrstu starfs- mánuðum fyrirtækis- ins, en það opnaði 13. maí í vor. Eins og gef- ur að skilja með nýj- ung sem slíka, var að talsverðu leyti rennt blint í sjóinn með hvaða viðtökur stað- urinn og starfsemi hans fengi. Þó er mál manna að vel hafi tek- ist til þessa fyrstu mánuði og um sé að ræða eina athyglis- verðustu nýjung í ís- lenskri ferðaþjónustu á þessu ári. Eigendur Land- námssetursins eru sífellt að þróa nýjungar, breyta áherslum og bæta við þjónustu. I síðustu viku var m.a. kynnt sú til- raun að hafa veitingastað Land- námssetursins opinn oftar en verið hefur. Undanfarið hefur hann ein- vörðungu verið opinn þegar sýn- ingar hafa verið í húsinu, en hér eftir verður það öll kvöld. Þá býð- ur veitingastaðurinn framvegis upp á salatbar í hádeginu. Einnig er hægt að fá þar kaffi og kökur alla daga, bregða sér á Internetið og eiga notalega stund í gamla Búðarklettshúsinu. „Við erum að feta okkur áfram í starfseminni og viljum bæta nýtingu hússins og auka um leið fjölbreytnina í þjón- ustunni hjá okkur,“ sagði Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, þegar hún og eiginmaður hennar Kjartan Ragnarsson, kynntu ýmsar breyt- ingar fyrir gestum sl. fimmtudag. „Við viljum koma til móts við íbúa hér á svæðinu með því að auka vægi veitingasölu. Þá höfum við ráðið Arnar Gauta Helgason kokk til starfa og væntum við góðs af vinnu hans enda kemur með pilt- inum ferskur blær og margar góð- ar hugmyndir,“ sagði Sigríður Margrét. Auka samstarf við Safnahúsið Kjartan Ragnarsson sagði í sam- tali við Skessuhorn að mikill og gagnkvæmur vilji væri milli Land- námssetursins og starfsfólks Safna- húss Borgfirðinga að auka samstarf þessara aðila og vonandi myndi það samstarf leiða til góðs. „Við hefjum í raun samstarf okkar formlega með ákveðinni þjónustu við Safnahúsið. I framhaldi þess að safnið setti upp einkar áhugaverða sýningu í Englendingavík í haust til að minnast Pourqui Pas? slyss- ins, munum við taka að okkur leið- sögn um þá sýningu fyrir Safna- húsið og leiða þannig gesti okkar á vit örlaga Dr. Jean Baptiste Charcot vísindamanns sem fórst á- samt áhöfn út af Mýrum fyrir 70 árum síðan. Við og Asa S Harðar- dóttir, forstöðumaður Safnahúss- ins höfum ákveðið að efla samstarf þessara tveggja aðila með það fyrir augum að koma í góðum takti til móts við óskir íbúa og gesta um áhugaverða þjónustu. Við höfum ýmsar góðar hugmyndir í fartesk- inu og héraðið býr yfir ríkri sagna- hefð sem þarf að miðla. Safhahús- ið hefur á að skipa þekkingu, hefð og góðu starfsfólki og Landnáms- setrið býr yfir tengslum við marga hagsmunaaðila, virkri markaðs- setningu og þörfinni til að vera sí- fellt að skapa eitthvað spennandi fyrir gesti. Við viljum nýta styrk hvors annars og báðir aðilar hafa sínar hugmyndir um framboð efn- is fyrir íbúa og ferðafólk og við eigum að vinna saman og það höf- um við ákveðið að gera,“ sagði Kjartan. Meðal þess sem í undirbúningi er á næstu misserum í starfseminni nefna þau Kjartan og Asa hjá Safnahúsinu, dagskrá fyrir börn, kvöldvökur vikulega á fimmtudög- um sem hefjast 2. nóvember og á- framhald sýninganna sem opnar eru á báðum stöðunum. Leiksýn- ingin Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson hefur t.d. notið mikilla vinsælda í Lands- námssetrinu í sumar og er nú upp- selt á allar þær sýningar sem fyrir- hugaðar eru á þessu ári. Hlé verð- ur gert á þeim eftir þennan mánuð þar sem Benedikt hverfur til ann- arra verkefna. Þráðurinn verður síðan tekinn upp í sýningum á verkinu í apríl á næsta ári. Ratleikur í fótspor Þor- gerðar og Skalla-Gríms Leiðsögn Kjartans hjá Lands- námssetrinu með hópa um Egils- slóð hefur einnig notið vinsælda. Nú hefur hann búið til nýjan rat- leik þar sem hann leitast við að feta í fótspor Þorgerðar Brákar og Skalla-Gríms. Leikurinn hefst í Sandvík og berst niður bæinn að Brákarsundi. „Ratleikurinn, sem tekur um klukkutíma, er af sumum talinn fara um einhverja dæma- lausustu söguslóð Islendingasagn- anna, en á þessari leið flúði Þor- gerður Brák niður í gegnum nú- verandi bæjarstæði Borgnesinga undan Skalla-Grími eftir knatt- leikinn fræga. Ambáttin Brák bjargaði þar með lífi Egils Skalla- Grímssonar en lét sitt eigið líf. Eg flétta ýmislegt inn í ferðina og meðal annars þurfa menn að finna nokkra viðkomustaði þar sem von er á hressingu sem yljar. Eftir leik- inn geri ég svo að sjálfsögðu ráð fyrir að allir verði svangir og taki vel til matar síns á veitingastaðn- um hjá okkur,“ segir Kjartan. Hann hefur nú í undirbúningi nýtt leikverk sem, líkt og Mr Skallagrímsson, byggir á sögunni. „Við höfum sótt um styrk frá leik- listarráði til að skrifa verk út frá Pourque Pas? slysinu úti af Mýr- um. Það verður Bryndís Guð- mundsdóttir leikari, sem brilleraði í Edit Piaf, sem mun þar segja sögu fransmannanna og leiðang- ursins sem tók svo snöggan enda fyrir 70 árum síðan. Sýning sú fer síðan á fjalirnar næsta vetur ef allt gengur upp,“ sagði Kjartan að lok- um. MM Snæfeflsbær styrldr uppbyggingn í Bosníu Bæjastjórn Snæfellsbæjar sam- þykkti á fundi sínum sl. föstudag að veita 100 þúsund króna styrk til söfnunar vegna uppbyggingar í Bosníu. Fyrir fundinum lá erindi frá Sadik Crnac, en hann er ættað- ur frá Sibenica nálægt borginni Jajce í Bosníu. Hann hefur búið hér á landi síðan árið 1996. Heimabær hans varð illa úti í stríðinu á Balkanskaga á árunum 1992-1996. Eitt af þeim verkefnum sem eru í gangi til uppbygginar svæðisins, er endurgerð vegarins frá heimabæ hans til Jajce, sem er um 6,5 kíló- metra langur. Nú, tíu árum eftir að átökum lauk, á eftir að leggja 4.8 km af veginum. Fjórir einstaklingar ffá þessu svæði eru búsettir í Snæ- fellsbæ og fóru þeir þess á leit við bæjaryfirvöld að þau styrktu verk- efnið sem þau hafa nú samþykkt. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sagði í samtali við Skessuhorn að um móralskan stuðning við verkefnið væri að ræða. Bæjaryfirvöld litu svo á að um mannúðarverkefni væri að ræða. „Hingað hefur komið töluvert af fólki frá fyrrum Júgóslavíu og það hefur lagt sitt af mörkum til samfé- lagsins. Okkur finnst að okkur beri skylda til að hjálpa þeim og sýna þeim móralskan stuðning. Þetta er ekki há upphæð en hún hefur von- andi sitt að segja,“ segir Kristinn að lokum. Enn er verið að safna fé til þessa verkefnis. Þeim sem áhuga hafa á að styrkja það er bent á að hafa samband við Sadik Crnac í Olafs- vík. KÓP Afinæflshátíð Grundaskóla lokið Nemendur og starfsmenn Grundaskóla á Akranesi fögnuðu aldarfjórðungsafmæli skólans sl. fimmtudagsmorgun með mikilli skrúðgöngu. Safnast var saman um níuleytið um morguninn og hafði hver bekkur í skólanum ákveðirm lit. Undir styrkri stjóm trommu- leikara var síðan genginn hringur um næsta nágrenni skólans. Að göngu lokinni hófst brekkusöngur á lóð skólans og síðan skemmti fólk sér í ýmsum leiktækjum sem komið hafði verið fyrir á skólalóðinni. Afmælishátíðinni lauk á fösmdag með afmælisveislu enda er þá hinn eiginlegi afmælisdagur skólans. A meðfylgjandi myndum var gerð tdl- raun til þess að fanga þá miklu og litríku stemningu sem ríkti við Grundaskóla á fimmtudag. HJ Tengibraut við hafiiarsvæðið fyrirhuguð í Grundarfirði Bæjaryfirvöld í Grundarfirði hafa hug á að koma tengibraut frá hafn- arsvæðinu við þjóðvegakerfið inn á vegaáætlun. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er fyrirhugað að koma upp tengibraut á hafnar- svæðið fyrir þungaumferð. Er það ekki síst gert til þess að losna við umferð stórra flutningabíla um gatnakerfi bæjarins. Nú þegar er búið að koma upp bráðabirgðavegi vegna ffamkvæmda á hafnarsvæð- inu. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri í Grundarfirði, sagði í samtali við Skessuhorn að afar brýnt væri að koma þessum vegi inn á vegaáætlun. Það væru hags- munir bæjarbúa sem og bflstjór- anna að þurfa ekki að þræða oft og tíðum þröngar götur og gatnamót bæjarins. ,„Menn hafa séð það í sumar eftir að bráðabirgðavegurinn kom hve miklu skiptir að hafa beina tengingu frá þjóðveginum að hafn- arsvæðinu. Við vonumst til þess að þetta komist sem fyrst inn á vega- áætlvm, vonandi næsta árs þó við reisum okkur ekki neinar skýja- borgir hvað það varðar. Vegagerð- inni ber að tengja megin athafha- svæði bæjanna við þjóðvegakerfið og við munum vinna að þessu í góðri samvinnu við hana,“ segir Guðmundur að lokum. KÓP Ósk um höggmyndagarð í Hvalfiarðarsveit Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarð- arsveitar í vikunni sem leið var tekið fyrir erindi frá Hallsteini Sigurðs- syni, myndlistarmanni. Oskaði hann þar eftir því að möguleikarnir á því að hann fengi land í sveitinni undir höggmyndagarð og vinnustofu sína yrðu kannaðir. Hallsteinn býr í Reykjavík en hyggst flytja búferlum í Hvalfjarðarsveit ef af þessu yrði. Hann er Vestlendingum og öðrum að góðu kunnur, en m.a. má sjá verk hans í Borgarnesi og víðar. Einar Orn Thorlacius, sveitar- stjóri Hvalfjarðarsveitar, sagði í samtali við Skessuhom að máhð væri til umræðu hjá sveitarstjóm. Það hafi verið kynnt á fundinum og menn ákveðið að taka sér umhugs- unarfrest. Hann segir að erindið hafi hins vegar fengið jákvæð við- brögð og menn séu tilbúnir til að vega það og meta. Mönnum finnist málið skemmtilegt og jákvætt. Hallsteinn hafði sjálfur samband við Einar og ræddi málin við hann áður en erindið var sent. Einar og Amheiður Hjörleifsdóttir, fulltrúi í sveitarstjóm, heimsóttu listamann- inn síðan á vinnustofu sfna í Reykja- vík. „Við áttum erindi til Reykjavík- ur og ákváðum að líta þar við í leið- inni. Okkur leist mjög vel á og Hall- steinn fær fi'n meðmæli, m.a. hrós- aði Elísabet Haraldsdóttir, menn- ingarfulltrúi Vesturlands, honum við okkur,“ segir Einar. Einar segir Hallstein óska efrir landi sem sé ekki ofan í þjóðvegin- um, en samt þannig að verkin sjáist frá veginum. Sveitarstjórn er að íhuga málið og mun væntanlega taka ákvörðun á næsta fundi sínum. KÓP < »■ * 9

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.