Skessuhorn - 11.10.2006, Qupperneq 18
18
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006
SfflÉSSMMOBKI
•#
5
Martnlýsing
Mér er sagt að á karlaklósettinu sé
sérstakt samfélag sem okkur kon-
um er ómögulegt að komast inn í
eða skilja. Á dögunum rakst ég á
mannlýsingu sem einhver góður
hafði tekið saman, eftir reynslu
sína á karlaklósettinu.
SKAPBRÁÐUR: Hefur farið í
nærbuxumar öfugar, finnur ekki
klaufma - rífur buxumar.
FÉLAGSLYNDUR: Pissar með
vintun sínum hvort sem honum er
mál eða ekki.
RANGEYGÐUR: Horfir til
hinnar skálarinnar til að sjá hvem-
ig hinn náunginn er útbúinn, piss-
ar út fyrir.
HLÉDRÆGUR: Getur ekki ef
annar horfir á - skolar niður og
kemur aftur seinna.
KÆRULAUS: Allar skálar upp-
teknar - pissar í vaskinn.
SNIÐUGUR: Heldur ekkert,
lagar bindið, horfir í kringum sig
pissar venjulega á gólfið
ÁHYGGJUFULLUR: Er ekki
viss um hvar hann hefur verið
undanfarið gerir skyndikönnun.
MON'l'ÍNN: Beinir bununni á
móti straumnum, þvers og krass
um skáhna, reynir að hitta flugu.
UTAN VIÐ SIG: hneppir ffá
vestinu, tekur út bindið - pissar í
buxumar.
BARNALEGUR: Btmar beint í
botn á skálinni, finnst gaman að sjá
freyða.
LAUMULEGUR: Prampar
hljóðlega á meðan hann pissar, lít-
ur sakleysislega út, veit að náung-
anum við næstu skál verður kennt
um.
ÞOLINMÓÐUR: Stendur lengi
kyrr og bíður - les með lausu
hendinni.
BRÁÐLÁTUR: Biður í langri
röð, gnístir tönnum - pissar í bux-
umar.
KALDUR KARL: Slær tólinu í
skálarbarmana til að hrista af því.
HAGSÝNN: Býður þar til hann
þarf að gera meira - sameinar
hvoratveggja.
FEITUR: Bakkar frá skáhnni
- bunar í blindni - hittir á skóinn.
LÍ'l'JLLL: Stendur upp á kassa
- dettur í skálina og drukknar.
FULLUR: Tekur vinstri þumal-
fingur í hægri hendi - pissar í bux-
umar.
ÓÞOLINMÓÐUR: Stendur
augnabhk - gefst upp - gengur
burt.
HÉGÓMLEGUR: Heldur öllum
fimm sentímetrunum eins og
sleggjuskafd - reigir sig
Annars flokks
gúrkur
Á árunum þegar ég var í vinnu á
Borgfirðingi sáluga, tók ég m.a.
viðtal við garðyrkjubónda í Borg-
arfirði. Þar var rætt um allt er við-
kom ræktun, plöntum og mark-
aðssetningu afurða. Þar kom í við-
talinu að bóndinn sagði að ein-
ungis fyrsta flokks afurðir væra
teknar til sölu hjá sölusamtökun-
um. Er hann var ynntur eftir því
hvað gert væri við annars flokks af-
urðir, t.d. annars flokks gúrkur,
sagðist hann gefa þær nunnunum í
Hafiiarfirði. Þetta fór auðvitað í
blaðið, eins og það var sagt, trndir
gæsalöppum. Einn lesandi sá
ástæðu til að hringja í ritstjóra og
hella sér yfir hann fyrir að svívirða
þessar ágætu konur. Það eina sem
ritstjórinn gat sagt var: „Hverslags
hugsungarhátt ert þú með maður
minn?“ Fátt er við því að gera þótt
saurugar hugsanir mengi þanka-
gang manna.
Ekki fleiri sögur úr sveitinni að
sinni. Meira síðar.
Umýón: Bima Konráðsdóttir
l^mninn^.
Nýsköpun atvinnu og borgfirsk upplifun...
Borgarfjörð-
ur breytist
hratt þessi
misserin. Kýr
eru að verða
sjaldséðar, slát-
urhúsið farið, bílaverkstæði nær
engin eftir en um hverja helgi
streyma flotar bíla í hérað og úr um
tjargaðar stofnbrautir er liggja allt
fram í Húsafellsskóg. Á dögunum sá
ég hæla í vegkanti neðst í Lundar-
reykjadal sem benda til þess að nú
eigi að fara að eiga við veginn þar
líka - ég hélt þó að hann væri kom-
inn á minjaskrá Byggðasafnsins.
Betri samgöngum fylgir hins vegar
fleira fólk og fleira fólk kallar á við-
fangsefni bæði til uppihalds, starfa
og leiks. Mig langar til þess að nefha
þrennt því tengt sem ég hafði kynni
af um síðustu helgi í september:
I gömlu hústmum í Englendinga-
vík í Borgamesi hefur verið sett upp
sýning um hin döpra örlög rann-
sóknaskipsins Pourqui Pas? og
áhafnar þess. Sýningin sjálf, húsið,
sem hýsir hana, og nánasta umhverfi
falla saman í eina og merkilega heild
svo það er upplifun að njóta hennar.
Ása Harðardóttir safristjóri hefur
með sínu fólki unnið ffábært verk
með sýningunni sem ég hvet alla les-
endur blaðsins til þess að skoða og
njóta líka.
Ekki langt undan, sunnar við
sömu fjöra er Landnámssetrið. Fyrr
í sumar höfðum við notið kvöldsögu
Benedikts Erlingssonar, Mr. Skalla-
grimsson, sem er upplifun en nú
skoðuðum við Landnámssýninguna.
Þótt ekki sé hún stór er hún sam-
þjöppuð og þannig gerð að hún rifj-
ar upp, ffæðir og tengir saman sögu
og umhverfi, ekki síst borgfirskt um-
hverfi; hentar öllum, yngri og eldri.
Með Landnámssetrinu er að
spretta fram dálítið umhverfi til
upplifunar og fræðslu þarna við
Brákarsund þar sem skammt er til
Englendingavíkur, Safhahússins og
fleiri sögustaða. Ogn vandræðalegt
skipulag framandi mannvirkja sem
þama era að spretta upp þrengir að
vísu illa að svæðinu. Gert er gert og
þá er bara að hugsa til fjörunnar og
sundsins og þá ekki síst Brákareyjar-
innar sem með hæfilegri tiltekt og
hugvitsamlegu skipulagi nýtingar
getur orðið magnað svæði til margs-
konar upplifunar og viðfangs á
grundvelli þess sem þarna er þegar
hafið.
Síðan bar mig upp í Reykholt þar
sem mér hafði verið ædað að standa
fyrir norrænum vinnufundi. Við
fengum inni á hótelinu þar og hlut-
um góðan viðurgeming. Öll aðstaða
þess er orðin hin ágætasta, rúmgóð
herbergi og vel búin, fínar setustof-
ur og þá ekki síður heilsu- og hress-
ingaraðstaða þar sem gestír geta á
síðkvöldum gengið til laugar að
hætti Snorra: skrafað, skeggrætt og
hugsað djúpt og langt. Þama er aug-
ljóslega orðið til eitt af betri hótel-
um landsins og ekki spillir nábýlið
við Snorrastofu og Reykholtskirkju.
Þetta era aðeins fáein dæmi tun
nýsköpun atvinnu hér í Borgarfirði
sem engin ástæða er til þess að þegja
jdir. Gtillni hringurinn er góður en
mér sýnist óðum fjölga spennandi á-
fangastöðunum sem ferðamenn eiga
kost á hér á þessum hluta Vestur-
lands - þetta em ekki bara áfanga-
staðir aðkominna ferðamanna held-
ur staðir sem héraðsmenn ættu líka
að heimsækja og hafa orð á við vini
sína og kunningja.
Bjami Guðmundsson
Hvanneyri
7^enainn~t±
Byggðamálaráðhrerra og kóngur í borgríkinu?
Nýkjörinn
formaður
Framsóknar-
flokksins ætlar
nú að sækja
um vinnu sem
alþingismaður í Reykjavík. Þjóð-
hyggjumaðurinn Jón Sigurðsson
getur þá setið þar og hlúð áffam að
borgríkinu sem flokkur hans og
Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið að
byggja upp á valdatíma sínum.
Formaður Framsóknar slær þessa
dagana gjarnan um sig með frösum
um að flokkurinn og ríkisstjórnin
ædi að byggja upp gróandi þjóðlíf í
öllum byggðtun landsins.
Alvarlegar spurningar um ein-
lægni í þeim orðum hljóta að vakna
rýnt er í greinina „Byggðarmemað-
ur og þjóðarmetnaður,“ sem birtist
í Borgfirðingabók 2004 - Ársrití
sögufélags Borgarfjarðar. Höfund-
ur hennar er Jón Sigurðsson. Þá var
hann seðlabankastjóri, og hafði um
langt skeið verið einn af helsm hug-
myndafræðingum Framsóknar. I
þessari grein lýsir Jón ffamtíðarsýn
sirmi á þróun byggðamála á Islandi.
I dag er hann byggðamálaráðherra.
Borgríkið
og landsbyggðin
Strax í upphafi greinar sinnar
kveður Jón upp afdráttarlausan
dóm yfir byggðum landsins:
„Islenska sveita- og þorpasamfé-
lagið er úr sögunni. I stað þess er
hér risið nokkurs konar borgríki,
samfélag sem ber mjög ólík ein-
kenni og lýmr allt öðram lögmál-
um. Islendingar standa nú í rót-
tækri samfélagsbreytingu sem sést á
breytínum í byggðamálum, í bú-
ferlaþróun frá landsbyggðinni til
Suðvesmrlands. Samfélagið hefur
breyst - ffá því að vera keðja sjálf-
stæðra héraða, það er félags-, at-
vinnu- og þjónusmsvæða umhverfis
landið, - og yfir í að verða borgríki
með miðju á Suðvesturlandi og út-
stöðvar annars staðar“.
Skömmu síðar í greininni má lesa
þetta: „Effir um það bil áramg
(Innsk. mitt: það er um miðjan
næsta áratug) bendir margt til að
ástandið verði sem nú skal greina:
Islenska borgríkið verður samfellt
atvinnu- og þjónustusvæði frá
Hvolsvelli um Suðvesturland og
höfuðborgarsvæðið að Borgarnesi.
Nú þegar búa um 74% þjóðarinnar
á þessu svæði og það er ekki fráleitt
að um 85% þjóðarinnar muni búa á
þessu sama svæði eftír áratug eða
svo“.
Frumgreinamar og
atvi n n u réttu rin n
Hér fær landbúnaðurinn og sjáv-
Ný stjóm Vinstri grænna
á Akranesi og nágrenni
Aðalfundur Vinstri hreyfingar-
innar græns framboðs á Akranesi
og nágrenni var haldinn mánudag-
inn 2. október sl. Á fundinum var
samþykkt lokauppgjör kosninga-
barátmnar vegna sveitarstjórnar-
kosninganna sl. vor. Félagið hefur
greitt útistandandi skuldir og kem-
ur fram í tilkynningu frá því að
kosningabaráttan hafi kostað 273
þúsund krónur umffam tekjur. Á
fundinum var ný stjórn kosin. Sig-
urður Mikael Jónsson, varabæjar-
fulltrúi var kjörinn formaður,
Hjördís Garðarsdóttir tekur sætí í
stjórn eftír árs fjarveru og Katrín
Lilja Jónsdóttir tekur sæti í stjórn
sem fulltrúi nágrannasveitanna.
Garðar Norðdahl og Rún Hall-
dórsdóttír voru kjörin tíl vara í
stjóm. Vekur það athygli að aðal-
menn í stjórn eru allir á aldrinum
20 til 30 ára og er því um mikil
kynslóðaskipti að ræða hjá félaginu.
Þá samþykkti fundurinn eftirfar-
andi álykmn: „Aðalfundur VG á
Akranesi og nágrenni haldinn í
Garðakaffi 2. október 2006 fagnar
því að Bandaríkjaher sé nú farinn af
landi brott og að Islendingar skuli
effir áramga hersem vera herlaus
þjóð. Fundurinn skorar á stjóm-
völd að ganga úr NATO svo Island
geti loks verið ffjálst og óháð eins
og heitið var árið 1918. Þessi tíma-
mót opna möguleika á því að loks-
ins verði mótðu sjálfstæð utanríkis-
stefna sem byggir á afvopnun og
friðarviðleimi.
Fundurinn mótmælir því harð-
lega að Bandaríkjaher skuli hafa
verið leysmr undan skyldum sínum
við að hreinsa effir sig og skila
landinu í því ástandi sem við því var
tekið.“
MM
arútvegurinn sinn spádóm:
„Bændabýlum mun enn mjög fæklca
frá því sem nú er og víða kemur slit
1 byggðirnar. Allmörg fyrri býli
verða orðin að tómstundabústöð-
um og á öðrum verða heimili en at-
vinna sótt í aðrar greinar en land-
búnað. Afurðastöðvar landbúnaðar-
ins verða taldar á fingram. Mjög
mun enn fækka störfum í fisk-
vinnslu og við fiskveiðar“.
Hér fáum við skilgreiningu á
hugtakinu byggðaeining: „Tæplega
verður litið á byggð sem einingu ef
þar búa færri en 8 - 12 þúsund
manns, nema sérstakir landshættir
valdi. Slíkt gæti átt við t.d. á Vest-
fjörðum. Allt bendir tíl þess að
sveitarfélögum haldi enn áfram að
fækka“.
Hér sýnist mér blessað yfir það
að hægt sér að braska takmarkalaust
með atvinnurétt fólksins á lands-
byggðinni: „A undanförnum árum
hefur borið mjög á því víða í land-
inu að fólk á erfitt með að skilja þá
ffamvindu að fjármagnið er „losað
frá“ atvinnutækjunum. Síðan er
verið að kaupa og selja verðbréf at-
vinnuveganna og verðbréfin öðlast
„eigin“ tilveru að því er virðist“.
Framleiðslugreinar landbúnaðar-
ins fá líka sinn skammt af spádóm-
um. Hvað skyldi fólk í héruðum
sem nú eiga í vök að verjast og
byggja afkomu sína að stórum hluta
á áframvinnslu landbúnaðarafurða
segja? Við getum nefnt Dalina,
Norðvesturland, Skagafjörð, Norð-
austurland og Suðurland: „Hingað
til hafa Borgnesingar, Borgfirðing-
ar og Mýramenn einkum starfað að
hefðbundinni matvælaframleiðslu.
Sú atvinnugrein mun áfram undir-
gangast harkalega hagræðingu og
fækkun rekstrareininga og starfs-
manna á næstu áram. Það era eng-
in sóknarfæri í atvinnu á þessu
sviði.“
Nýsköpun og jarðnæði
Enn spáir byggðamálaráðherr-
ann að það sígi á ógæfuhliðina í
frumframleiðslugreinum lands-
byggðarinnar nema á Eyjafjarðar-
svæðinu: „Fyrir utan Akureyrar-
svæðið má gera ráð fýrir að utan
borgríkisins verði fámennur land-
búnaður, og útgerð og fiskvinnsla
með fækkandi mannskap líka. Hins
vegar má reikna með fjölgun starfa
við ferðaþjónustu, útivistarþjónustu
og þjónustu við margvíslegan veiði-
skap. Ýmsir telja að ísland hafi
möguleika í loðdýrarækt og fiskeldi
og er þá hugað að þeim greinum á
heimsvísu. En þá er þess að gæta að
veralegur árangur í þessum grein-
um getur fýrst orðið eftír að lokið
er tilraunum sem gætu tekið áratugi
enn sé miðað við erlenda reynslu“.
Hér er því gefið undir fótinn að
auðmenn kaupi upp jarðnæði á
landsbyggðinni, og vafalaust að þeir
geti hneppt bændur og búalið í
leiguliðahlekki: „Það er nú þegar
brýnt hagsmunamál byggðanna á
jaðri borgríldsins, þar með talið á
Miðvesturlandi, að beita sér fyrir
þeim breytingum á samfélagsregl-
um sem stuðla að tvöfaldri búsetu.
Þetta lýtur bæði að því að laða nýtt
tekjuhátt eignafólk til búsetu á
svæðinu og að hinu að koma í veg
fyrir að heimafólk neyðist til að
flytjast brott þótt það leiti sér starfa
annars staðar eða einhverjir í fjöl-
skyldunni þurfi að leita á önnur
mið“.
Niðurlag
Þegar litíð er yfir þessa grein þar
sem einn af nánustu ráðgjöfum
Halldórs Ásgrímssonar þáverandi
formanns Framsóknar, tjáir sig um
sýn sína um möguleika landsbyggð-
arinnar til ffamtíðar, er ekki laust
við að manni verði hverft við.
í þessari grein kastar framsóknar-
úlfurinn af sér sauðagærunni.
Flokkurinn hefur í raun ekki haft
neinn áhuga á því að viðhalda og
byggja upp samfélögin á lands-
byggðinni, nema þá kannski á Eyja-
fjarðarsvæðinu og á Miðaustur-
landi. Heldur skal reisa borgríki á
Suðvesturhorninu. Enda er það svo
fjölmargar byggðir allt umhverfis
land hafa hægt og bítandi verið
skornar niður og lífsmátturinn
dreginn úr þeim. Þetta hefur verið
hin raunverulega stefha ríkisstjórn-
ar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks. Er það virkilega svo að við
hin viljum stofna hér borgríki, og
leggja landsbyggðina í auðn?
Frjálslyndi flokkurinn mun aldrei
gangast undir slíka stefnu.
Magnús Þór Hafsteinsson,
alþingismaður og varaformaður
Frjálslynda flokksins.
(Heimild: Jón Sigurðsson, 2004.
„Byggðametnaður og þjóðarmetnað-
ur“. Grein í Borgftrðingabók 2004.
Sögufélag Borgaifjarðar 2004)