Skessuhorn - 11.10.2006, Side 19
SiBeSSijggOElSJ
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006
19
T^etitiititi^-
Opið bréftil Samgönguráðherra Sæll Sturla! Grundarhverfið verður líka strax Ég var ásamt að hefjast handa við vegbrýrnar nokkrum þing- sem þarna eru nauðsynlegar. Þeim •• 1 ' 1 1 X 1* '1 ^
staddur á fundi sem íbúasamtök á
Kjalarnesi héldu í gærkvöldi [5.
október]. Þar var mörgum heitt í
hamsi. Óttinn og öryggisleysið er
eins og mara á fólkinu sem býr þar.
Eg þekki leiðina vel og veit að
þau hafa fulla ástæðu til að óttast
um líf og heilsu sína og sinna. Þar
var rætt um þau geigvænlegu
vandamál sem þar eru vegna hrak-
legrar stöðu umferðarmannvirkja
og hraðaksturs á svæðinu. Eg
saknaði þín á þeim fundi vegna
þess að þú getur ef þú kýst svo að
gera beitt þér fyrir því að koma á-
standinu í viðunandi horf á sem
skemmstum tíma. Yfirlýsing frá
þér um nauðsynlegar skammtíma-
ráðstafanir og skynsamlega fram-
kvæmdaröð vegna lagningar
Sundabrautar er nauðsynleg.
Skammtímaráðstafanir
Ég þarf ekki að lýsa ástandinu á
þessu svæði. Þú þekkir það vel.
Þetta er nú versti slysakafli á Þjóð-
vegi 1.
Skammtímaráðstafanirnar sem
þarf að fara í strax eru: Gerð að-
reina á öll gatnamót, lýsing vegar á
þeim svæðum sem þarf, lækkun
umferðarhraða á allri leiðinni frá
Grundarhverfi til Mosfellsbæjar
og aukin löggæsla. Þessar ráðstaf-
anir kosta lítið í samanburði við þá
hagsmuni sem eru í húfi og taka
stuttan tíma ef menn vilja. Þessu
þarf að ljúka fyrir áramót og það
er vel hægt. Eigi Þjóðvegur 1 að
liggja á óbreyttum stað í gegn um
Uppbygging
Kjalamesvegar
En samhliða þessu þarf að taka
ákvörðun um að hefjast þegar
handa við uppbyggingu Þjóðvegar
1 um þetta svæði sem er auðvitað
hluti Sundabrautarverkefnisins.
Þú hefur oft og mikið gagnrýnt
stjórnvöld Reykjavíkurborgar fyrir
hægagang í undirbúningi Sunda-
brautar.
En hefur þú beitt þér fyrir því
að ljúka undirbúningi fyrir þennan
hluta vegarins?
Þau vandamál sem borgaryfir-
völd eru að glíma við eru ekki uppi
á Kjalarnesi. Tafir á undirbúningi
Sundabrautar eru ekki boðleg af-
sökun fyrir því að ekkert hefur
verið gert á þessu svæði. Þar er
hægt að taka ákvörðun um legu
vegar og að hefja framkvæmdir
óháð því hvernig ferðast verður
yfir sund og firði. Ef þú gengur í
málið er hægt að hefja fram-
kvæmdir við þennan hluta verk-
efnisins og ljúka honum á tveimur
árum eða svo.
Afstaða þín og nauðsynleg for-
ysta ræður mestu um hve hratt
þessi mál munu ganga. Hver eru
svör þín Sturla ?
Kjalnesingar þurfa að vita hver
þau eru. Við hin líka.
Jóhann Arsœlsson.
Einar Gunnarsson
sældst eftir 3. - 4. sæti
á lista Sanrfylkingar
Einar Gunnarsson er búsettur í
Stykkishólmi og hefur starfað sem
stærðfræðikennari í Grunnskólan-
um í Stykkishólmi, Fjölbrautaskóla
Vesmrlands á Akranesi og við Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga eftir að
hann lauk stærðffæðikennaranámi
frá Kennarháskóla Islands. Hann
sækist nú efrir 3.-4. sæti á lista Sam-
fylkingarinnar í NV kjördæmi fyrir
prófkjörið sem haldið verður síðar í
þessum mánuði. Þjóðmálin hafa
vakið áhuga hans um margra ára
skeið og núna er hann tilbúinn að
láta til sín taka á vettvangi stjóm-
málanna. Velferðar-, mennta- og
umhverfismál em mál sem Einar
leggur sérstaka áherslu á.
Að sögn Einars er afar brýnt að
leiðrétta þann ójöfriuð sem myndast
hefur í þjóðfélaginu síðustu ár. Ó-
jöfriuðurinn hefur m.a. orðið á milli
launahópa í landinu og ekki síst á
milli íbúa landsbyggðarinnar og
íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þörf er
á að efla landsbyggðina með breyt-
ingum á tekju- og verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga en núverandi
staða er ekki viðunandi þar sem
mörg sveitarfélög berjast í bökkum
fyrir því að halda úti eðlilegri þjón-
ustu við íbúana.
„Þegar litrið er til framtíðar mun
nám verða enn mikilvægara fyrir
fólkið í landinu, hvort sem um
grunnnám er að ræða eða nám á efri
stigum. Standa þarf vörð um hlut
landsbyggðarinnar í skólamálum og
tryggja aðgengi fólks til náms óháð
búsetu. Samfylkingin stendur fyrir
metnaðarfullum og færum leiðum
til að stjóma landinu og ég er tilbú-
inn að leggja mitt að mörkum til að
flokkurinn vaxi og dafrii til ffamtíð-
ar í anda jöfriuðar, ffelsis og bræðra-
lags,“ segir Einar.
Hann segir mikil tækifæri vera
fyrir Samfylkinguna í Norðvestur-
kjördæmi, eins og á öllu landinum,
þar sem flokkurinn hefur þroskast
mjög á núverandi kjörtímabili og af-
rakstur mikillar vinnu flokksmanna
er að koma í ljós. „Því tel ég að
flokkurinn geti náð miklu fylgi í
komandi kosningum vegna sterkrar
málefriastöðu. Ég stefrii á að starfa í
ffamtíðinni af heilindum með Sam-
fylkingunni og fyrir hana og sækist
því eftír stuðningi í 3.-4. sæti í
komandi prófkjöri.“
MM
'ðtltutltl^.
Virðisaukaskattur á gangnagjaldið
Lekkar um helming
43% lækkun gjaldsins á tveimur árum
Fyrir síð-
ustu alþingis-
kosningar lofaði Sjálfstæðisflokkur-
inn því að lækka matarskattinn svo-
kallaða um helming, það er úr 14%
í 7%. Loforðið var mikilvægur
hluti af því að lækka álögur á mat-
væli og þjónustu. A mánudaginn
gekk ríkisstjórnin enn lengra en
lofað var, lægra þrep virðisauka-
skattsins var lækkað um helming og
á sama tíma voru kynntar aðgerðir
til lækkunar á ýmsum vörugjöldum
og sömuleiðis voru vöru- og þjón-
ustuflokkar sem áður höfðu verið í
hærra virðisaukaþrepinu færðir í
hið lægra. Glæsilega staðið við það
kosningaloforðið.
Það er þó eitt atriði í þessu máli
sem er sérstaklega ánægjulegt fyrir
okkur Vestlendinga. Sérstaklega þá
sem nota Hvalfjarðargöngin mikið,
en það er sú staðreynd að þegar
þessi breyting gengur í gegn lækkar
virðisaukaskatturinn á gangagjaldið
í Hvalfjarðargöngtmum um helm-
ing.
Efrir að virðisaukalækkunin tek-
ur gildi verður staðan sú að á tæp-
um tveimur árum hefur gjaldið fyr-
ir staka ferð fólksbíls á mesta af-
slætti lækkað úr 440 krónum á ferð
niður í 250 krónur á ferð. 43%
lækkun. Glæsilegt það! Fyrir und-
irritaðan sem fulltrúa í samráðs-
nefrid ríkis og Spalar um rekstur
gangana er þetta sérstaklega
ánægjulegt.
Nú styttist í að Sundabrautin
losni úr þeirri skipulagslegu gísl-
ingu sem hún hefur verið í síðusm
árin. Því miður var unnið að mál-
um með þeim hætti á vettvangi
Reykjavíkurborgar að það leit út
fyrir að allar aðgerðir miðuðu að
því að þurfa ekki að taka ákvörðun
um legu brautarinnar. Nú er unnið
að þeim undirbúningi fullum fetum
á vettvangi Borgarinnar og ákvörð-
un er væntanleg. Þessi bið hefur
verið óþolandi fyrir okkur áhuga-
menn um lagningu Sundabrautar
og hefur reyndar orðið til þess að
samgönguráðherra sá sig til þess
knúinn í vor að leggja tíl að hafist
verið handa að norðanverðu með
framkvæmdum á Kjalarnesi. Þær
framkvæmdir eru í tmdirbúningi
núna með það fyrir augum að bjóða
þann hluta verksins út á næstu
mánuðum.
Þegar Sundabrautin verður kom-
in alla leið, vegurinn um Kjalarnes
hefur verið breikkaður og 2+1 veg-
ur lagður upp í Borgamesi verður
staðan sú að Akranes og Borgar-
fjarðarsvæðið verða með greiðastan
aðgang að höfuðborgarsvæðinu af
þeim sveitarfélögum sem eru í svip-
aðri fjarlægð frá höfuðborginni.
Þau tækifæri sem í því felast verða
íbúar og fyrirtæki á svæðinu að nýta
tíl að Vesturlandið megi blómstra
hér eftir sem hingða tíl.
Bergþór Olason
Aðstoðarmaður ráðhe?ra ísam-
gönguráðuneytinu.
l^CHtÚtUl^á.
Hverflokkur neytenda?
Er það satt
að íslenskir
neytendur láti
hvað sem er
yfir sig ganga?
Bíti bara á
jaxlinn eins og forfeður okkar þeg-
ar mjölið var skemmt og vogin
röng á dögum danskra einokunar-
kaupmanna? Eru það einu við-
brögð okkar við vaxtaokri bank-
anna, ólögmætu verðsamráði olíu-
félaganna og hæsta matarverði í
heimi? Við hristum höfuðið,
hneykslumst svolítið og höldum
svo áfram einsog ekkert hafi í
skorist. Rödd neytenda heyrist
sjaldan, lítið fer fyrir gagnrýninni,
krefjandi umræðu eða mótmælum.
En það eru til samtök hér á landi
sem starfa í þágu neytenda.
Um næstliðna helgi héldu Neyt-
endasamtökin þing sitt. Félagar í
samtökunum eru rúmlega tíu þús-
und. Það þýðir að stór hluti ís-
lenskra heimila tengist samtökun-
um. Félagar fá Neytendablaðið
sent ársfjórðungslega fullt af hag-
nýtum upplýsingum og fróðleik.
Samtökin reka upplýsinga- og
kvörtunarþjónustu sem þúsundir
manna notfæra sér á hverju ári..
Þau reka margháttaða starfsemi og
standa vörð um hag neytenda í
landinu. Áhrif samtakanna eru
hinsvegar ekki í samræmi við fé-
lagafjölda og mikilvægi. Samtök
framleiðenda og þrýstihópar fyrir-
tækja virðast hafa greiðari aðgang
að stjórnmálaflokkum og stjórn-
málamönnum sem ráðið hafa í ís-
lensku samfélagi síðustu árin.
Þessu þarf að breyta.
Neytendur vilja virka
samkeppni, ekki
einokun eða fákeppni
Á þingi Neytendasamtakanna
voru samþykktar ályktanir þar sem
fram koma kröfur íslenskra neyt-
enda. Þær helstu eru:
- Matvöruverð lækki nú þegar:
Vörugjöld verði afnumin, virðis-
aukaskattur afnuminn, samkeppn-
iseftirlit hert.
- Landbúnaðarstefnunni verði
breytt. Tollar og innflutningskvót-
ar á kjúklinga- og svínakjöti verði
lagðir af nú þegar og innflutning-
ur gefinn frjáls. Tollar á innflutt-
um mjólkurvörum, nautakjöti og
lambakjöti lækki þegar í stað og
falli niður innan fárra ára.
- Fjármálastarfsemi: Bil milli út-
láns- og innlánsvaxta lækki, lán-
tökukostnaður lækki, uppgreiðslu-
gjöld falli niður að mestu og
stimpilgjöld af lánum falli niður.
- Kröfur um aukið eftirlit og
upplýsingagjöf varðandi trygg-
ingastarfsemi, lyfjamarkaðinn og
erfðabreytt matvæli.
- Að ákæruvaldið og dómstólar
dragi til ábyrgðar þá sem stóðu
fyrir mesta viðskiptasamsæri síðari
ára með verðsamráði olíufélag-
anna.
Hvar eru málsvarar
neytenda?
Nú þegar kosningar eru í
aðsigi og stjórnmálamenn og
flokkar kynna stefnumál sín, ættu
íslenskir neytendur, almenningur í
landinu, að kynna sér málflutning
þeirra ofan í kjölinn. Hver er af-
staða þeirra til sjónarmiða neyt-
enda? Hverjum er treystandi? Tak-
ið vara á úlfum í sauðagærum,
varist fagurgala stjórnmálamanna
sem varið hafa forréttindi olíufé-
laga, tryggingafélaga, úrelts land-
búnaðarkerfis, vaxtaokurs og lyfj-
arisa. Hvaða flokkar hafa setið að
kjötkötlunum með risunum í ís-
lensku efnahagslífi? Hverjir hafa
skammtað sneiðarnar? Islenskir
neytendur geta tekið málin í sínar
hendur með því að beina stuðningi
sínum og atkvæðum í þann farveg
sem tryggir afkomu þeirra og
framtíð. Nú er tækifærið!
Sigurður Pe'tursson.
Fyrirspum um mengun firá
jámblendiverksmiðjunni
Kolbrún Halldórsdóttir þing-
maður Vinstri-grænna hefur lagt
fram fyrirspurn á Alþingi til um-
hverfisráðherra um járnblendiverk-
smiðjuna á Grundartanga. Fyrir-
spurnin er í tíu liðum og er
svohljóðandi:
1. Hvernig er háttað eftirliti með
losun mengunarefna frá járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga
(Islenska járnblendifélaginu ehf.)?
2. Hvað veldur þvf að ryklosun
frá verksmiðjtinni hefur aukist mik-
ið undanfarið?
3. Hefur fjölgað kvörtunum
um sýnilega mengun frá verksmiðj-
unni á þessu ári?
4. Hversu mikið ryk sleppur
gegnum hreinsivirki verksmiðjunn-
ar og hversu mikið sleppur út frarn
hjá því?
5. Hvers vegna er ekki skylt að
tilkynna um ryklosun sem varir
skemur en þrjár klukkustundir?
6. Hvað hefur úttekt á þung-
málmum frá hráefni og fram-
leiðsluferli leitt í ljós?
7. Hvernig samræmist staðfest
losun mengandi efna starfsleyfi
verksmiðjunnar?
8. Hvernig verður staðið að
undirbúningi fyrir endurnýjun
starfsleyfis verksmiðjunnar sam-
kvæmt reglugerð nr. 785/1999?
9. Hvaða áform eru uppi um
stækkun verksmiðjunnar og/eða
breytingu á framleiðslu hennar?
10. Hverjir koma að ákvörðun
um hugsanlega stækkun verksmiðj-
unnar eða breytingu á framleiðslu
hennar? HJ