Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Side 23

Skessuhorn - 11.10.2006, Side 23
■ ■tAlllH... j MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 23 Skallagrímur féll úr leik í undanúrslitum Lið Skallagríms hélt suður til Reykjavíkur sl. fimmtudag, og mætti Keflavík í undanúrslitum fyrirtækjabikarsins í körfunni. Val- ur Ingimundarson, þjálfari Skalla- gríms, mætti þar lærisveinum bróður síns, Sigurðar Ingimund- arsonar í Keflavík. Fjölmargir stuðningsmenn fylgdu Skalla- grími og sýndu stuðning sinn í orði og verki frá fyrstu stundu. Það dugði þó ekki til og Skalla- grímur tapaði 81-88. Leikurinn fór vel af stað og var æsispennandi allan tímann. Skallagrímur náðu forystunni í upphafi, en Keflavík var aldrei langt undan. í fjórða leikhluta náði Keflavík forystunni með mik- illi baráttu. Borgnesingum tókst ekki að nýta sóknirnar eins vel og áður og misstu því forystuna og Keflvíkingum tókst að halda fengnum hlut. Jovan Zdravevski var áberandi í liði Skallagríms og skoraði 29 stig Keflvíkingar hefndu því ófar- anna frá úrslitakeppninni í vor þar sem Skallagrímur sló liðið úr keppni. Keflavík fór síðan alla leið þegar liðið marði sigur á Njarðvík í úrslitum 76-74. Skallagrímur mætir Keflvíking- um á ný þegar fslandsmótið hefst fimmtudaginn 19. október. Snæ- fell leikur fyrsta leik sinn föstu- daginn 20. þegar liðið sækir KR- inga heim. KÓP Tinna Kristín er Stúlknameistari íslands Tinna Kristín Finnbogadóttir tekur við verðlaununum úr hendi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur forseta Skáksambands íslands. Skákþing íslands 15 ára og yngri fór fram um liðna helgi. Borgfirðingurinn Tinna Kristín Finnbogadóttir varð efst stúlkna og ber nú titilinn Stúlknameistari íslands í skák í fyrsta sinn. Flún varð í áttunda til tólfta sæti á mótinu með fimm og hálfan vinn- ing af níu mögulegum. Fyrirliði Norðurlandameistara Laugalækj- arskóla, Daði Ómarsson, varð ís- landsmeistari í skák í flokki 15 ára og yngri, og ber nú titilinn Drengjameistari íslands 2006. Flann fékk átta og hálfan vinning. Auk Tinnu Kristínar kepptu fjór- ir skákmenn fyrir hönd UMSB. Það voru þau Auður Eiðsdóttir, Fjölnir Jónsson, FHulda Rún Finn- bogadóttir og Jóhann Óli Eiðs- son. Þeim gekk öllum vel og Ijóst er að hér er um öfluga skákmenn að ræða. Keppendur á mótinu voru 39. GS Eldri borgarar í Borgarnesi gera það gott í boccia Meðfylgjandi mynd er af keppendunum úr Borgarnesi ásamt Helga K. Hjálms- syni formanni Félags eldri borgara í Garðabæ, sem afhenti verðlaun. Vetrarstarf eldri borgara í Borg- arnesi er nú að komast á fulla ferð. Meðal þess sem á dag- skránni er má nefna Bocciamót en sú iþrótt hentar öldruðum sér- lega vel. Fyrsti merkisatburðurinn á því sviði ( haust var mót sem haldið var í Garðabæ fimmtudag- inn 5. október sl. Þar kepptu 12 lið frá Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Flafnarfirði, Keflavík og frá Borgarnesi. í Borgarnesliðinu voru þau Guðrún Jónsdóttir, Laufey Stefánsdóttir, Jenni R. Ólason og Aðalbjörg Ólafsdóttir. Er skemmst frá því að segja að lið úr Keflavík sigraði en Borgarnesliðið varð númer tvö. „Við erum auðvitað alveg uppi í skýjunum og vafalaust verður þetta nokkur lyftistöng fyrir íþróttastarfið okkar hér,“ sagði Jenni R Ólason í samtali við Skessuhorn. Hann vildi koma því á framfæri að regiulegir æfinga- tímar væru í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi klukkan 11 á sunnu- dagsmorgnum. MM Strákar í fótbolta hjá FVA - stelpur vonandi um áramót Eins og Skessuhorn greindi frá í ágúst sl. er fyrirhugað að gera til- raun með fótboltaáfanga í Fjöl- brautaskóla Vesturlands (FVA) í tengslum við tilkomu Akraneshall- arinnar. Skessuhorn hafði sam- band við Hörð Helgason, skóla- meistara, til að forvitnast um það hvernig gengi með undirbúning á- fangans. Hörður segir að 20 strák- ar væru í áfanganum og hæfu þeir skóladaginn þrisvar í viku á klukkustundar æfingum í Akranes- höllinni. Þar að auki væri einn bók- legur tfmi í viku. Aðspurður hvers vegna eingöngu væri um stráka að ræða sagði Hörður að ekki hefði í pistli sem Gísli Gíslason, for- maður stjórnar rekstrarfélags meistaraflokks ÍA ritar á heima- síðu félagsins kemur fram að Reynir Leósson fyrrum leikmað- ur félagsins sé ekki á leið til fé- lagsins að nýju. Reynir hélt sem kunnugt er í víking til Svíþjóðar á síðasta ári en hefur nú ákveðið á flytja að nýju til íslands. í pistli tekist að búa til stúlknahóp, ekki hefðu nógu margar stúlkur sótt um. „Það voru of fáar stúlkur sem völdu þetta til að við gætum kom- ið stúlknahóp á fót. Við verðum að reka áróður fyrir þessu hjá stúlk- unum og vonandi getum við bætt við stelpnahópi um áramótin." Hörður segir að ákveðið hafi verið að blanda ekki saman strákum og stelpum á þessu fyrsta stigi. Hörður segir að einungis sé um fyrsta skrefið að ræða og ætlunin sé að víkka þetta enn frekar út. Það hefur þó ekki verið rætt um að koma á fót sérstakri knattspyrnu- Gísla kemur fram að áhugi hafi verið hjá félaginu að njóta krafta Reynis en ekki hafi gengið sam- an með honum og félaginu „og hafði hvor sínar ástæður í því efni,“ segir í pistlinum. Orðrómur er nú um að Reynir hyggist ganga til liðs við sinn gamla þjálfara Ólaf Þórðarson sem nú hefur tekið við liði Fram. braut, enda sé það flóknara mál. „Hugmyndin er að þetta komi inn á íþróttafræði og þjálffræði og við getum fiéttað námið inn í þjálfara- menntun hjá KSÍ. Þetta nýtist síð- an á ýmsum brautum, félagsfræði- braut og náttúrufræðibraut svo eitthvað sé nefnt,“ Hörður segir að skólayfirvöld hafi mætt miklum skilningi hjá bæjaryfirvöldum og því sé ekkert því til fyrirstöðu að bæta við hópi um áramótin. Það er því ekki úr vegi að hvetja stúlkur til að sækja um að komast í áfangann svo að hægt sé að koma stúlknahópi á laggirnar um áramótin. -KÓP á leið í ÍA „Því miður er félaginu okkar þröngur stakkur skorinn og eins og nefnt er í pistli á heimasíðunni er verk að vinna til að við getum skapað þá umgjörð sem er við hæfi - það tekur tímam“ segir orðrétt f niðurlagi pistils Gísla. HJ Reynir Leósson ekki m Enduru/Cross Sandkeppni og prjónkeppni meðal keppnisgreina Laugardaginn 21. október mun Vélhjóla íþróttaklúbburinn (VÍK) standa fyrir bikarkeppni á Langa- sandi á Akranesi. Stefnt er að því að gera þessa keppni að árlegum viðburði á keppnisskrá VÍK, segir í fréttatilkynningu frá klúbbnum. Einnig verður Prjón-keppni í upp- hafi keppnidags fyrir þá sem telja sig vera góða á afturdekkinu. Um nýjung er að ræða hjá VÍK og er þetta liður í því að lengja keppnis- tfmabilið fyrir vélhjólaökumenn. Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa tekið þessari nýjung í notkun á Langasandinum opnum örmum og lítur á þetta sem hluta af fjör- ugu íþróttalífi sem þrífst í bæjarfé- laginu. „Það má gera ráð fyrir því að þetta geti orðið einstök upplif- un fyrir áhorfendur þar sem fjöl- breytt dagskrá verður á sandinum og öll dagskráin er í sjónfæri. Hið árlega Hvalfjarðarknattrak Körfuknattleiksfélags Akraness fór fram á laugardaginn var. Lagt var af stað klukkan 6 að morgni laugardags og kom síðasti hópur í bæinn um klukkan 12:30. Allir í félaginu tóku þátt, Krakkarnir voru í því að rekja boltann en hin- Hindranir verða lagðar fyrir ofur- huga á afturdekkjunum, kvenfólk sem hefur í fullu tré við karlöku- menn og aðra sem telja sig geta ráðið við allar hindranir sem lagð- ar verða fyrir þá. Keppni á sandi er sennilega eitt það erfiðasta sem vélhjólaökumenn eiga við í íþrótt sinni þar sem hann grefst mikið niður og myndast miklir hólar og hæðir sem geta gert fólki lífið leitt í akstrinum og þá sér- staklega þegar líður á keppnina og ökumenn orðnir þreyttir," segja félagar í Vík. Þeir segja að áhorfendastæðin verði algjörlega einstök, keppnin innanbæjar og brautin verður þannig útbúin að fyrir þá sem telja sig vera í „ofur- mannaflokknum" verða gerðir út- úrdúrar með erfiðum þrautum, dekkjum - símastaurum - olíu- tunnum og jafnvel fleiru sem ger- ir eldri sáu um að fylgja hópunum í bíl. Knattrakið tókst í alla staði mjög vel, veður var gott og stóðu allir sig frábærlega vel. Að loknu hlaupi var Pizzaveisla í íþrótta- miðstöðinni og undu þar aliir glaðir og ánægðir við sitt. MM ir brautina erfiðari yfirferðar. Dagskráin hefst klukkan 11 með prjónkeppni. Klukkan 12 verður keppni í 1. flokki, kvenna- flokki, 85cc flokki, 125 flokki og byrjendaflokki. Klukkan 13 keppir 2. flokkur, reyndari ökumenn og stærri hjól. Síðan klukkan 14:30 verður úrslitakeppni 10 bestu ökumanna úr fyrsta flokki og 10 bestu úr 2. flokki. Mótinu lykur síðan klukkan 15:15 með úrslitum í prjónflokki hjá þremur bestu prjónurunum. MM Helga Sjöfn ÍA- landsliðið Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, 21 árs Skagastúlka sem nú spilar með Stjörnunni í knattspyrnu, er aldeil- is búin að gera það gott í sumar. Hún var í U-21 árs landsliðinu sem náði frábærum árangri á opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð, var valin besti leikmaðurinn í Stjörn- unni bæði af þjálfara og leikmönn- um og var að lokum valin í A- landsliðið sem náði góðum árangri gegn Bandaríkjunum nú á dögun- um. Glæsilegt sumar að baki hjá Helgu Sjöfn. „Vonandi er bara að meistaraflokkur kvenna hjá ÍA fari í gang nú á næstu árum svo ungar og efnilegar stúlkur fái notið leið- sagnar Helgu Sjafnar í framtíð- inni,“ sagði Jón Þór Þórðarson hjá ÍA í samtali viö Skessuhorn. MM Hvalfjarðar- knattrakið gekk vel Hópurinn úr minniboltahópnum með Örnólfi þjálfara sínum. Ljósm. JÞÞ * m * m i

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.