Skessuhorn - 11.10.2006, Síða 24
m
»
Láttu ekki vandræðin
verða til vandræða
Ibúðalánasjóður
www.ils.is
www.skessuhorn.is
Daglegar ferðir
Opnunartímarvirka daga 8-12 og 13-17.
Engjaás 2 • 310 Borgarnes • Sími: 458 8880
landflutningar@landflutningar.is • www.landflutningar.is
Landfíutningar
SAMSKIP
Sameining björgunar-
sveita í SnæfeDsbæ
Stjóm Björgunarsveitanna Bjarg-
ar á Hellissandi og Sæbjargar í
Olafsvík munu á komandi aðalfimd-
um sveitanna óska eftir heimild til
sameiningar sveitanna. Aðalfundur
Bjargar verður haldinn 22. október,
en ekki liggur fyrir hvenær aðal-
fundur Sæbjargar verður haldinn,
þó er stefht að halda hann í þessum
mánuði. Gangi allt eftir munu
björgunarsveitirnar þegar í stað
sameinast óformlega, en síðan er
stefnt að því að formleg sameining
verði næsta sjómannadag. Sveitirnar
hafa nú þegar nokkurt samstarf með
sér. Þær samnýta í dag tæki og tól og
em með sameiginlegan útkallslista.
Saman hafa þær einnig séð um starf-
semi í Breiðuvík og starfssvæði
Bjargar nær einnig tdl Rifs. Má í því
sambandi nefha að bátur Bjargar
liggur í höfninni í Rifi.
Davíð Oli Axelsson, formaður
Björgunarsveitarinnar Bjargar, sagði
í samtali við Skessuhorn að hann
byggist við því að tillagan yrði sam-
þykkt. A síðustu aðalfundum hefðu
sveitdmar fengið heimildir til könn-
unarviðræðna um málið og hefðu
þær staðið yfir síðastliðið ár. Þær
viðræður hafi verið jákvæðar og því
sé sameining eðlilegt framhald.
Hann segir meirihlutann jákvæðan
gagnvart tillögunni, þó auðvitað séu
ekki allir á sama máli. „Það er kom-
inn tími á þetta, málið hefur lengi
verið í umræðunni og þetta er eði-
legt næsta skref,“ segir Davíð Oli.
Frá afingu Ijirrgunarsveita ogþyrlu
Landhelgisgcesltmnar í Rjfshöfn á
Snæfellsnesi.
Birgir Tryggvason, formaður
Björgunarsveitarinnar Sæbjargar,
bjóst einnig við að tillagan yrði sam-
þykkt á aðalfúndi félagsins. Hann
taldi að með sameiningu yrði tdl
mtm sterkari eining sem mundi nýt-
ast betur í öllum þáttum starfsins.
„Þetta er sama sveitarfélagið. Búið
að sameina slökkviliðið og því ekk-
ert annað að gera en að sameina
þetta líka. \úð höfum heyrt í mönn-
um annarsstaðar á landinu þar sem
sveitir í litlum stöðum sem stutt er á
milli hafa sameinast og af því er góð
reynsla,“ segir Birgir.
Stefnt er að því að eftir samein-
ingu muni stjómimar báðar starfa
um sinn, líklega fram að næsta aðal-
fundi eftir ár. Það verði því tveir for-
menn og tvöföld stjórn á meðan
verið er að koma hlutunum í fast
form. Ekki hefur verið rætt um nafri
á nýju sveitina. -KOP
Stöðu forvamarfulltrúa
komið á fót á Akranesi
Bæjarráð Akraneskaupstaðar sam-
þykktd á fundi sínum sl. fimmtudag,
að stofna stöðu forvamarfulltrúa í
bænum. Ráðið verður í stöðuna frá
næstkomandi áramótum. Aður hafði
tómstunda- og forvamarnelhd mælt
með því að stöðunni yrði komið á
fót og samið um hana starfslýsingu.
I hertni kemur ffarn að forvamar-
fulltrúa er ætlað að hafa umsjón með
og skipuleggja forvarnarstarf sem
unnið er á vegum Akraneskaupstað-
ar á hverjum tíma. Starf hans snúi að
börnum og ungmennum á grunn-
og framhaldsskólaaldri. Starf for-
vamarfulltrúa á að ná til flestra þátta
sem geta haft áhrif á heilbrigt líferni
ungs fólks, t.a.m. betri sjálfsmynd,
geðheilsu o.fl. Hann mun hafa sam-
vinnu við alla þá aðila sem hafa með
málefni barna og ungmenna að gera
og er sérstök áhersla lögð á sam-
vinnu við foreldra, foreldrafélög,
bæjarstarfsmenn, starfsfólk Fjöl-
brautaskóla Vesturlands, lögreglu og
fulltrúa frjálsra félagasamtaka.
Starfsvið forvarnarfulltrúans
verður mjög fjölbreytilegt en nefna
má að hann mun sinna forvamar-
starfi í Fjölbrautaskólanum og hafa
fasta viðtalstíma þar. Þá mun hann
vinna að forvörnum í samráði við
skólastjórnendur grunnskóla. Hann
mun mæta á fundi tómstunda- og
forvarnanefhdar þegar fjallað er um
forvarnamál og stýra starfi ffarn-
kvæmdanefndar í forvörnum. Þá
mun hann vinna með þeim aðilum
sem sinna vinnu gegn neyslu áfeng-
is, ólöglegra vímuefna og reykinga.
Gerð er krafa um að sá sem gegn-
ir starfinu hafi háskólamenntun á
sviði uppeldis-, heilbrigðis-, tóm-
stunda- eða félagsffæði. Æskilegt er
að viðkomandi hafi reynslu af
ffæðslustörfum og vinnu með ungu
Ný sldlgreining gæti fært lands-
byggðinni hundruði starfa
Sex þingmenn Samfylkingarinn-
ar hafa lagt ffam á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um störf án stað-
setningar á vegum ríkisins. Þar seg-
ir meðal annars að Alþingi álykti að
fela ríkisstjórninni að skilgreina öll
störf á vegum ríkisins sem unnt er
að vinna að mestu eða öllu leyti
óháð staðsetningu. Það verði með-
al annars gert til þess að jafha að-
stöðu fólks til að sækja um og sinna
margvíslegum störfum á vegum
hins opinbera, auka möguleika
fólks af landsbyggðinni til að gegna
störfum á vegum ríkisins með því
að gera hæfu fólki mögulegt að búa
víðar en í sveitarfélagi viðkomandi
stofnunar, stækka hóp hæffa um-
sækjanda um störf á vegum ríkisins
og auka skilvirkni og draga úr
kostnaði í opinberum rekstri.
Þegar slík störf verði auglýst laus
til umsóknar verði það sérstaklega
tekið fram að hún sé án staðsetn-
ingar. I greinargerð með tillögunni
segir að áætlað sé að störf hjá stofh-
unum og fyrirtækjum í eigu ríkisins
séu um 25-30 þúsund talsins.
Stærstur hluti þeirra sé á höfuð-
borgarsvæðinu. Stór hluti þeirra sé
alfarið unninn í háþróuðum fjar-
skiptakerfum og því í eðli sínu
óháður staðsetningu. Segir að
flutningsmenn leggi sértaka áherslu
á þann jöfnuð sem ffamkvæmd til-
lögunnar mundi skapa á milli
landsbyggðar og þéttbýlis. Flutn-
ingsmenn segja að engin athugun
liggi fyrir um hversu mörg störf
gæti þarna verið um að ræða en
telja ekki ólíklegt að hlutfall þeirra
gæti verið um 20% og með 6-7%
starfsmannaveltu á ári gætu losnað
um 300-400 slík störf á ári.
HJ
&
MNNINGUR GULLVILOAR '
HN0TSK.URN:
,00 war óeMtkortatersW
• 20U . riitnis-Ókeypis
. GreiösfuÞiórtUsta Glitms
. Netbaair' Glitnis - ÖkeyP'S
GuMebet«t:
.GU»e<J'tk°rt mvW
•6%,e:d:r,Sekki»i6umver«
ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ
VERA I GULLVILD
GULLVILD Glitnis skarar fram úr annarri vildarþjónustu.
Vaxtakjör GULLVILDAR eru í öllum tilfellum hagstæðari
en vaxtakjör hinna bankanna og munar allt að 2 prósentu-
stigum samkvæmt samanburði á vaxtatöflu bankanna.*
SAMANBURÐUR A VILDARÞJONUSTU
BANKANNA
Þjónusta
Yfirdráttar- Innláns
vextir vextir
Glitnir - GULLVILD 20,25%
KB Banki - Gullkjör 22,25%
Landsbankinn - Varðan 22,20%
SPM-Gull 21,70%
Vaxtakjör miðast vtð einstakling með 200.000 kr. innstæðu eða yftrdrátt
þann 3. oktöber 2006
FJARHAGSLEG VELGENGNI ÞIN ER
0KKAR VERKEFNI
■