Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 11
 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 11 Anna Kristín þiggur þriðja sætíð Anna Kristín Gunnarsdóttir al- þingismaður hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins í kjördæminu eru tveir og sem kunnugt er fór prófkjör fram á dögunum um skipan listans og sóttist Anna Kristín eftír 1. eða 2. sæti listans en lenti í því þriðja á efdr Guðbjarti Hannessyni og KarU Valgarði Matthíassyni. I samtali við Skessuhorn staðfestir Anna Kristín að hún taki þriðja sæt- ið á hstanum. „Eg tek þriðja sætið enda h't ég á að það sé baráttusæti hstans og mun leggja allt mitt af mörkum til þess að sigur flokksins verði sem glæsilegastur í vor.“ Kjördæmisþing Samfylkingarinn- ar í Norðvesturkjördæmi verður haldið um næstu helgi að Reykjum í Hrútafirði og þar mun kjömefhd bera upp tillögu að skipan fram- boðshstans. HJ Bamið ávallt í fyrimum Ragna Guðbrandsdóttir, félags- ráðgjafi flutti erindið „Áhrif kyn- ferðislegs ofbeldis á börn.“ Hún fjallaði m.a. um kynferðislegt of- beldi, líkamlegt- og andlegt ofbeldi og vanrækslu en fór einnig inn á ferli kynferðisofbeldismála. Al- gengusm brotaaðilar em kunningj- ar eða ættingjar og em um 70% þolenda stúlkur, en 30% strákar og rakti Ragna helstu einkenni bama sem hafa orðið fyrir ofbeldi og af- leiðingar þess. Hún fór einnig yfir það hvemig best væri fyrir fólk að bregðast við ef barn leitaði til þeirra með slík mál og sagði mikilvægt að sýna mikla yfirvegun, vera leiðbein- andi eins og hægt væri og sinna til- kynningarskyldum. Alls sóttu um 130 manns fræðslufundinn en það vora starfs- menn leik- og grunnskóla, starfs- menn íþróttamannvirkja ásamt öðrum starfsmönnum Akranes- kaupstaðar sem koma að máltun barna og ungmenna. Auk þess sóttu þjálfarar frá IA fræðslufundinn. kh Nýlega var haldinn fræðslufund- ur í Grundaskóla með starfsfólki Akraneskaupstaðar sem starfar með bömum og ungmennum. Þar fluttu erindi Páll Ólafsson, félagsráðgjafi í Garðabæ og Ragna Guðbrands- dóttir, sem vinnur hjá Bamavernd Reykjavíkur og var yfirskrift fúnd- arins „Barnavernd kemur okkur öllum við.“ Erindi Páls hét „bamavernd - til- kynningar - framkoma“ og kom hann þar inn á þær lagalegu til- kynningaskyldu starfsfólks sem starfar með börnum og unglingum. Ef grunur leikur á um að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska á einhvem hátt í hættu, er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd. Páll kom einnig inn á mikilvægi góðra sam- skipta við ungmenni og sagði áber- andi hvað margir íslenskir foreldrar væm ókurteisir og hryssingslegir við böm sín. Nauðsynlegt væri að leita samvinnu við þau, forðast refs- ingar og hætta að nota uppeldisað- ferðir sem gerðu fátt annað en að Ragna Guðbrandsdóttir Páll Ölafsson innræta sektarkenndir og vanlíðan hjá barninu. Hann lagði ríka áherslu á að léki granur á vanrækslu af einhverju tagi ætti að tilkynna það félagsmálayfirvöldum. Alltaf ætti að horfa tíl barnsins og velferð- ar þess en ekki falla í meðvirknis- gryfju með foreldrunum. Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í verkið: AHALDAHðSSVINNA f B0RGARNESI Um er að ræða rekstur og viðhaldsverkefni á áhaldahússviði sbr. verk vegna gatna, gangstétta, opinna svæða auk annarra tilfaNandi verkefna. Sem dæmi um verkþætti má nefna viðhalcí gangstétta, merkingar á götum og plönum, sópun gatna og gönguleiða, snjómokstur, sláttur á opnum svæðum o.s.frv. Stefnt er að því að gera samning um verkið til fjögurra ára. Útboðsgögn verða seld í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Verð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 16. janúar 2007, kl. 14:00. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar Sfy/kir tií menningarstarrs á Vesturlandi 2007 Umsóknarfrestur vegna styrkja til menningarstarfs á Vesturlandi 2007 rennur út 5. janúar 2005. Allar frekari upplýsingar á heimasíðu www.menningarviti.is og í síma 892 5290 MenningarráðVesturlands Saman erum við sterk AU Senses Group - Uppíifðu allt á Vesturlandi All Senses Group - Upplifðu allt á Vesturlandi er samstarfsverkefni 21 ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi Meginmarkmið hópsins er að kynna og markaðssetja Vesturland, auka gæði í ferðaþjónustu á svæðinu og efla tengslanet okkar. Við vinnum saman að nokkrum kynningum á ári og höldum námskeið og vinnufundi. Samstarfið er gefandi og skemmtilegt og ef þú vilt slást í hópinn skaltu endilega hafa samband við Þórdísi G. Arthursdóttir, verkefnisstjóra í síma 895 1783 eða info@westiceland.is fyrir 1. desember nk. Snæþvottur - Besta Grundargötu 61 • Grundarfirði Hjá okkur færð þú allt til þrifa á húsinu þínu fyrir jólin, jólaseríur, jólapappír og ýmislegt fleira. Hreinsum sparifötin 25% afsláttur af þvotti á sængum, koddum, yfirdýnum, rúmteppum og gluggatjöldum í nóvember. Skoðið heimasíðurnar: www.besta.is • www.snaethvottur.is Hjá okkurfærð þú það ný þvegið... Þvottahús & fatahreinsun Fagurhólstún 2 Gntndarfirði Slmi: 438 6500 Gsm: 849 9552 Fliigger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.