Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 A Snæfellsnes með rætumar í farteskinu Rætt við Jóhönnu Halldóru Sigurðardóttur, skólastjóra Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi í Laugagerðisskóla, sem rekinn er af gamla Kolbeinsstaðahreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi, ræður ríkjum Jóhanna Halldóra Sigurðar- dóttir, skólastjóri. Vakið hefur at- hygli hið góða starf sem skólastjóri og foreldrar hafa innt af hendi, und- anfarin ár. Foreldraráðið fékk m.a. viðurkenningu Heimilis og skóla á síðasta ári. Arið áður var grænfánan- um flaggað á staðnum og skólinn hafði þá starfað í fjörutíu ár. For- eldraráð og foreldrafélag hafði einnig tilnefiit mánaðarlegt frétta- bréf skólans til foreldraverðlauna Heimilis og skóla. Blaðamann fysti að kynnast konunni á bak við skóla- stjórann og auðvitað var fyrst spurt, hvemig stæði á því að Jóhanna væri í Laugagerðisskóla? „Rætumar em af Snæfellsnesi," svarar Jóhanna. ,Móðurfólk mitt er þaðan, amma mín er frá Rauðamel og Gerðubergi og ég heiti Jóhanna Halldóra í höfuðið á ömmu minni sem þama er fædd. Þegar ég og maðurinn minn, sem alinn er upp í Stykkishólmi, vorum að leita okkur að jörð fyrir rúmum 11 árum, þá var einhvem veginn allt ómögulegt, nema á Snæfellsnesinu. Svo endirinn varð sá að við keyptum jörðina Innra Leiti á Skógarströnd, sem reyndar er nú búið að færa yfir í Dalasýslu. Eg var á þeim tíma að vinna í Mosfells- bæ en hafði áður starfað lengi í sveitaskóla á Kjalamesi. Við keyrð- um alltaf framhjá Laugagerði á leið- inni í sveitina og ég sagði eitt sinn við manninn minn að næst þegar yrði auglýst efdr skólastjóra í Lauga- gerði myndi ég sækja um. Og þegar að því kom, sótti ég um og fékk starfið, vorið 2001.“ Ólafsfjörður bernskunnar Allir byrjuðu snemma að vinna og auðvitað var farið í fisk. „Eg er fædd og uppalin á Olafsfirði. Foreldrar mínir vom aðflutt þangað. Faðir minn var ffá Strandhöfh í Vopna- firði en móðir mín af Seltjamamesi og Snæfellsnesi, eins og komið hefur ffam, af vondu fólki,“ segir Jóharma og kímir. „Faðir minn var bæjarfó- geti á Olafsfirði. Það var kallað að vera bæjarfógeti ef umráðasvæðið var einungis bærinn sjálfur, ekki sveitin. Sem reyndar var ekki raunin í tilfelU föður míns, bæði bær og sveit heyrðu undir embættd hans, sem sagði gjaman að hann væri yfir stærsta bæ á landinu. Þar var ekki aðsldlið, bærinn og sveitin. Þetta skapaði meiri heild og samstöðu, sveitin og bærinn áttu saman. Það var æðislegt að alast þarna upp. Allt snerist um fisk og ég var auðvitað í fiski, byrjaði þar tólf ára á sxnnrin eins og þá var algengt." Þá var gengið í pilsum Á þessum árum var margt öðm- vísi. Skormr á ýmsu sem okkur finnst sjálfsagt í dag. „Eg man vel þegar ég fékk fyrstu stredsbuxumar, sem vom kallaðar skíðabuxur, því annars gengum við í ekki í buxum. Það var svo mikill skortur á þessum árum, þegar ég var krakki, að ekki var hægt að kaupa mikið af fötum eða efnum til að sauma úr. Faðir minn fékk einkenn- isfatnað og þegar hann var búinn að sh'ta botninum á buxunum, vora þær teknar og saumað upp úr á eldri syst- ur mína. Þegar hún var búin með þær, þá var aftur sniðið upp úr þeim á mig. Svona gekk þetta koll af kolli. En þetta hangir svolítið í manni. Það er ekki hægt að henda nokkra, allt þarf að nýta,“ Farið með Maríu Júlíu Ferðamátinn hefur sannarlega breyst, ffá því að vera á sjó eða ein- ungis á hestbaki. Víða vora engir vegir og fólk þurftí að bjarga sér á annan hátt. „Það er gaman að segja ffá því þegar ég fór í Vopnafjörð fyrst. Pabbi var í yfirkjörstjórn, líklega 1953 og varðskipið María Júh'a kom tíl að sækja kjörgögnin og við ætluð- um með. Þetta var mikið ævintýri því ég fékk að vaka ffameftir, í fyrsta skipti. Svo kom eina drossían í bæn- um og sótti okkur heim og ég hafði aldrei farið í svona bíl fyrr. Og þegar við gengum um borð, þá stóð öll áhöfnin og gerði svona „honor“. Þeir fóra með okkur til Akureyrar. Þar förum við í Esjuna, mamma með okkur stelpurnar, en pabbi kom seinna því hann var að stússast eitt- hvað í þessari kjörstjórn. En þegar við komum til Vopnafjarðar, þá vor- um við hífð fyrir borð, í árabát sem kom ffá bænum og sótti okkur, því þá vora engir bílvegir þama. Og þegar við fórum affur heim, þurftum við að fara í kaupstaðinn í Vopna- firði, ríðandi, það var ferðamátinn þá.“ Varst þú til í gamla daga? Vopnafjörðurinn er fagur og ræt- ur Jóhönnu sterkar þar. Meha að segja fóra þau Jóhanna ogjón Zim- sen, maður hennar, í brúðkaupsferð til Vopnafjarðar. „Eg var svo heppin að eiga ömmu og föðursystkmi í Vopnafirði og var þar nokkur sumur í sveit fyrst þegar ég var 5 ára. Meðal annars fór ég þangað í síld 15 ára og hafði miklar tekjur. Og þegar ég varð stúdent og sum bekkjarsystldni mín fengu að fara til útlanda, þá fór ég í Vopna- fjörð og fékk að vera þar í heilan mánuð, bara í ffíi, því mér leið svo einstaklega vel þar. Hjá ömmu var allt til alls. Þar hafði verið rafinagn frá 1915 vegna þess að afi minn virkjaði bæjarlækinn aðallega til að geta nýtt rekann. En hjá sumum föðursystkinum mínum var allt ann- að uppi á teningnum. Þar var ekkert raffnagn og heyjað upp á gamla mát- ann. Bundið í bagga og reitt heim á hestum. Þetta var allt eins og var í gamla daga. Meira að segja heystabbi í hlöðunni, eins og var. Ríkisraftnagnið kom ekki fyrr en all- nokkra síðar. Og þegar ég er að tala um þessa tíma við nemendur mína, segja þau gjaman: „Varst þú til í gamla daga? Það er samt ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til að upplifa þennan tíma sem núna er löngu horfinn." Skærin urðu dýrkeypt Það er ekki bara til að vera með leiðindi að foreldrar banna börnum sínum að leika sér með skæri, þau era ekki bamameðfæri, eins og dæm- in sanna. „Eg fór í MA og eftir það var farið í Kennaraskólann. En ég hafði meitt mig á auga á skæram. Þau héngu í bandi og ég var eitthvað að fikta í þeim og þau stungust í aug- að. Eg hef átt erfitt með lest- ur út af þessu og var eiginlega stranglega bannað að lesa, hér á áram áður. Þetta olli mér heilmiklum vandræðum og ég var áheyrnarfulltrúi sem kallað var í menntaskól- anum. Ef ég var að lesa eitt- hvað að ráði, þá fékk ég gíf- urlegar höfúðkvalir. Eg var nokkram sinnum búin undir það að augað yrði tekið, en af því hefur aldrei orðið. En ég hef nú komist í gegnum þetta einhvern veginn og náði mér í kennaraprófið, þótt augað hái mér enn í dag, því ég sé bara mun dags og nætur með því, ekkert annað. Síðar tók ég svo sérkennara- próf og lauk þrjátíu eininga stjórn- tmamámi ffá Kennaraháskólanum og einnig hef ég tekið ótal námskeið, tengt kennslunni.“ Mikið fadað bam I samskiptum við foreldra er mik- ilvægt fyrir kennara og skólastjóm- endur að hafa reynslu, beggja megin borðs og Jóhanna hefur sannarlega kynnst því. „Eiginmaður minn er Jón Zimsen og við eigum þrjú böm,“ heldtu Jó- hanna áfram. „Elsta bamið okkar, sem er drengur, er mildð fatlað svo ég veit vel hvemig það er að vera hinu megin við borðið. Það er mikil vinna, mikið álag og mikil binding að eiga bam sem á við mikla fötlxm að stríða. Eg hafði hann á handlegg meira og minna í 10 ár. Yngsta bam- ið okkar er dugleg stúlka sem greind hefur verið einhverf. Eg skil því vel hvað foreldrar era að tala um þegar umræður beinast í þessa átt. En nú er sonur okkar orðinn fullorðinn og kominn á sambýli og fyrst á eftir vissum við í raun ekki hvað við átt- um að gera við tímann. Við höfum aldrei getað farið neitt, eða ferðast að neinu ráði, einfaldlega vegna þess að hann þurfti allan okkar tíma. Eg hef því grínast með það að við höf- um ekld einu sinrú getað gert neitt við peningana okkar nema saftia þeim.“ Tilbúin að nýta reynsluna Ymis konar starfsemi er í Lauga- gerði sem ekld er endilega í öllum skólum. Hægt er að nýta sér smæð- ina, sem sumum myndi kannski finnast að væri til baga. „Eftir að fatlaði sonur okkar flutti að heiman var ég eiginlega tilbúin að nýta alla þá reynslu sem ég hef safn- að í sarpinn," heldur Jóhanna áffam. „Það má segja að ég hafi kennt allt, nema leikfimi drengja. Eg hef alltaf haft það mottó að gera eins og vel og ég get, svo ég er ekki með neitt sam- viskubit yfir verkum mínum. Skól- inn okkar er ekki stór og því ættum við kennararnir að þekkja hvem nemanda vel og geta mætt hon- um þar sem hann er staddur í náminu. Það hefúr ekki verið fækkun í skólanum síðustu ár. Núna eru um 50 böm ffá eins árs og upp úr. Yngstu börnin fá að koma til að kynnast öðrum börnum, læra hvemig það er að um- gangast börn. Það er dýrmætt fyrir foreldra að hafa þennan mögu- leika, ef þarf að vinna útiffá og í sveitinni era ýrnis verk sem ekki er auðvelt að hafa ung böm nálægt við. Þetta er svona smá-deild, vís- ir að leikskóla. Deildin fylgir algjörlega skóla- dagatalinu. Hún er ekki starffækt á sumrin og aldrei þegar skólinn starfar ekki. Eg er nokkuð montin þegar ég lít yfir hópinn minn. Einn er jafnvel fimmtán, sext- án ára og alveg niður í litla stubba, það er skemmtilegt.“ Foreldrastarfið frábært Eftir því hefur verið tekið að for- eldrastarf í Laugagerðisskóla er gíf- urlega gott. Meðal annars fékk for- eldrafélag skólans verðlaun Heimilis og skóla á síðasta ári og foreldraráð og foreldrafélag hefúr einnig tilnefnt mánaðarleg fréttabréf skólans til verðlaunanna. „Foreldrastarfið er bara foreldr- anna verk, ekki mitt“ segir Jóhanna. ,Áuðvitað þarf ég að koma að því og ég hef einnig upplifað að foreldra- starf hefur koðnað niður af því að foreldrum er ekki sýnt traust og komið ffam við þá eins og um ann- ars flokks þjóðflokk sé að ræða. Það þarf gagnkvæmt traust til að svona samvinna gangi upp og ég held að okkur hafi tekist það í Laugagerði. Árangurinn byggist á trausti. For- eldrastarf sem byggist bara á því að koma hlaupandi til að hita kaffi þeg- ar þér hentar, verður hvorki fúgl né fiskur. Það er ffábært að foreldrar sem eiga böm í Laugagerði gefa sér tíma til að koma í skólann, fylgjast með því sem bömin þeirra era að gera og taka til hendi ef þarf. Það er ekki síst mikilvægt. Foreldrafélagið vinnur gífúrlega gott starf, kemur að öllu skipulagi sem hefur með félags- starf með börmmum að gera. Sem dæmi má nefna að þegar árshátíð stendur fyrir dyram þá koma kon- umar og sauma alla búninga úr 70 metrum af efnum. I skólanum hefur tmdanfarin ár verið settur upp söng- leikur á árshátíðinni. Hún Steinunn Pálsdóttir nær afar góðum árangri í tónlistarkennslu við skólann og nýt- um við okkur það. Við svona starf Uppfiersla nemenda Laugagerðisskóla ájesus Christ superstar. Helga Jóhannsdóttir í Haukatungu tekur vió verðlaunum jjrir hönd foreldra hama í Laugagerðisskóla hjáfulltrúa Heimilis og skóla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mermtamálaráðherra stendur hjá. Jóhanna Halldóra Sigurðardóttir, skólastjóri Laugagerðisskóla Skólasljórinn stingur góðgœti að bömunum „sínum “ á lokadegi skólans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.