Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 ..rlMlihi.. Til minnis Við minnum á bráðum 100 ára Gleðifund Ungmennafélags Reykdæla í Logalandi um helg- ina. Þar verður skv. skipuleggj- endum fundarins, taumlaus gleði fram á nótt, lendum dillað, vísur kveðnar og klingjandi vökv- um skolað um kverkar. Hattar og gott skap eru forsenda mætingar og byrja herlegheitin klukkan 21 að staðartíma. j Ve?Mrhorfw Veturinn og ófærðin komu með skyndi um s.l. helgi og þá sérstak- lega sunnan Skarðheiðar og á Akranesi. Þ.a.l. minnkaði frostið og er útlit fyrir skaplegra veður en hefur verið undanfarið. Á fimmtu- daginn er gert ráð fyrir austan 13- 18 m/s og slydda með köflum sunnanlands og hitinn frá 0 til 4 gráðum. Á föstudag og laugar- dag verður norðaustanátt og skýjað með köflum. Frost 0 til 7 stig. Sunnudagurinn verður bjart- ur og fagur því þá er spáð hægu veðri og frosti 1 til 10 stig. Mánu- dagurinn heilsar síðan með aust- an átt, slyddu eða snjókomu og frost 0 til 5 stig. Vaxandi vindur og úrkoma um kvöidið. Spfyrniru) viHnnnar í síðustu viku spurðum við um veðurfarið og hvort fólk héldi að veðrið undanfarið væri upphafið að erfiðum vetri. Það þarf greini- lega meira til þess að buga lands- menn því niðurstöðurnar voru þær að 40,3% svöruðu: Já, ég er hrædd/ur um það, 15.7% höfðu ékki hugmynd um það en 44% sögðu hinsvegar: „Nei, þetta verður góður vetur." Það er síðan óskandi að meirihlutinn hafi á réttu að standa. Spurning næstu viku er: „Ertu ánœgð/ur með : skipan framboðs-lista Sjálfstœðis-flokkins í NV-kjördœmi?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlenelmtjwr viMnnar Vestlendingar vikunnar eru sund- lið Skagamanna, sem þrátt fyrir miður góða aðstöðu, kalt og hryssingslegt veður sem olli því að ekki var hægt að æfa sem skyldi, náðu krakkamir og þjálfari þeirra mjög góðum árangri á ís- landsmótinu sl. helgi. Þar stigu nokkrir krakkar frá ÍA á verðlauna- pall og er þeim og félaginu óskað til hamingju með árangurinn. Húfur, treflar og vett- lingar KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI43I 1753 & 861 1599 Heildarendunnat fasteigna á Akranesi Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að óska eftir því við Fast- eignamat ríkisins að ffamkvæmt verði heildarendurmat fasteigna á Akranesi. Tilgangur endurmatsins er sá að allar eignir í bænum verði metnar með sömu forsendum. Það var að tillögu Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara sem þessi samþykkt var gerð. Endurmatið verður bæjarfé- laginu að kostnaðarlausu. Líklegt er talið að endurmatið geti farið fram í upphafi næsta árs. I bréfi sem Jón Pálmi sendi bæj- arráði kemur ffam að staða fast- eignamats eigna á Akranesi sé mjög mismimandi og dæmi séu um að sambærilegar eignir í aldri og stærð séu ekki sambærilegar í fasteigna- mati. Þá segir að endurmat hafi ekki farið ffam með heildstæðum hætti í bæjarfélaginu ffá upphafi fasteignamats að því er honum sé kunnugt um. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni fór endurmat fasteigna ffam í Grundarfirði fyrr á þessu ári og tók það gildi um síðustu mán- aðamót. Fasteignamat íbúðarhús- næðis, sem samanstendur af hús- mati og lóðarmati, hækkaði við endurmatið um 37% en einstakar eignir hækkuðu á bilinu 6-65%. I samtali við Skessuhorn segir Jón Pálmi að bæjaryfirvöld séu ekki með ósk um endurmat að leggja drög að hækkun tekna af fasteigna- gjöldum heldur sé einungist verið að tryggja að allar fasteignir séu metnar eftir sömu forsendum. Verði um umtalsverða hækkun fast- eignamats að ræða geti kjörnir full- trúar lækkað álagningarstuðul fast- eignagjalda á móti. m. Bergþór hættir sem aðstoðarmaður Sturlu Bergþór Olason, sem vmdanfarin ár hefur verið aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra, er hættur störfum. I tilkynn- ingu sem hann sendi starfsmönnum samgöngráðuneytisins í morgun kemur ffam að hann hafi ákveðið að halda á önnur mið og því óskað eftir því í liðinni viku að láta af störfum. I bréfi Bergþórs ræðir hann ekki ástæður uppsagnar sinn- ar en segir orðrétt: „Það er með þetta eins og annað sem ffam fer á milli ráðherra og aðstoðarmanns hans að það er í trúnaði, því verða ástæður uppsagnar minnar ekki ræddar sérstaklega eða útskýrðar.“ A laugardaginn var gengið ffá ffamboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og skipar Bergþór áttunda sæti listans. I að- draganda uppstillingar sóttu Skaga- menn mjög fast að fá sæti ofarlega á listanum og var þriðja sætið nefnt í því sambandi. Niðurstaðan varð sú að Herdís Þórðardóttir frá Akra- nesi skipar fjórða sætið. Nafn Berg- þórs var þó nefnt í umræðunni um það sæti. Aðspurður hvort ekki megi tengja uppsögn hans nú þeim átökum sem orðið hafa um upp- stillinguna vildi Bergþór ekki tjá sig en vísaði til þess sem ffam kemur í tilkynningu ráðuneytisins um að hann hafi ákveðið að róa á önnur mið. HJ Milálvægt að endurskoða reglur um skólaakstur FSN Héraðsnefnd Snæfellinga telur mikilvægt að endurskoða reglur um skólaakstur nema í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga svo sá kostnaður greiðist alfarið af ríkinu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðal- fundi nefndarinnar í Stykkishólmi á dögunum. Einnig telur nefndin mikilvægt að húsaleiga verði end- urskoðuð með tilliti til húsnæðis- kosnaðar og tryggja þurfi að þessir þættir stahdi undir sér og hafi ekki í för með sér auknar byrðar fyrir sveitarfélögin og skólann. Nefhdin þakkar stuðning stjórn- valda við skólann á upphafsárum hans og fagnar ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að Fjölbrautaskóla Snæfellinga skul falin fagleg ábyrgð á nýrri framhaldsdeild á sunnanvefðum Vestfjörðum. Með ákvörðuninni sé skólanum sýnt mikið traust og viðurkennt það mikla brautryðjendastarf sem þar fer fram í þróun kennsluhátta á Islandi. HJ Sparisjóður Mýrasýslu í víking - nú í Skagafirði Á stjórnarfundum Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skaga- fjarðar sl. föstudag var samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sparisjóðarma. Eins og kunnugt er á Sparisjóður Mýrasýslu 99,9% af stofnfé Sparisjóðs Siglufjarðar. Sjóðurinn var stofhaður árið 1873 og er elsta starfandi peningastofn- un landsins. í tilkynningu ffá sjóðunum kem- ur ffam að markmið þessarar sam- einingar sé að efla sjóðina, til að hægt sé að takast á við stærri verk- efni. Samrunanefnd verður skipuð af stjómum beggja sjóðanna. Stofhfjáraðilar í Sparisjóði Skagafjarðar em 140. Sjóðurinn var stofnaður árið 1907 og hét áður Sparisjóður Hólahrepps. Sjóðurinn Aramótadansleikur á Vesturgötu Stuðningsmannafélag IA, SkagaMörkin, stefnir að því að halda áramótadansleik í íþrótta- húsinu á Vesturgöm og hefur bæj- arráð Akraness tekið jákvætt í beiðni félagsins og falið rekstrar- stjóra íþróttamannvirkja að ræða við félagið um fyrirkomulag dans- leiksins með fyrirvara um sam- þykki sýslumannsins á Akranesi. I bréfi sem formaður stuðnings- mannafélagsins, Þórður Már Gylfason, sendi bæjarráði kemur ffam að ætlunin sé að dansleikur- inn verði fjáröflun fyrir starfsemi félagins. Þá kemur fram að enginn áramótadansleikur hafi verið hald- inn á Akranesi í níu ár. „Stemning- in á Akranesi er á hraðri niðurleið og margir farnir að flýja bæinn löngu fyrir miðnætti þann dag. Því skorum við á bæjarstjórn Akraness að koma til lið við okkur svo þetta verkefni verði mögulegt,“ segir orðrétt í niðurlagi bréfs félagsins. HJ starfaði í Hólahreppi ffam til ársins 2000, þegar starfsemi hans var flutt til Sauðárkróks. Núverandi spari- sjóðsstjóri Sprarisjóðs Skagafjarðar er Kristján Bjöm Snorrason, f.v. útibússtjóri KB banka í Borgamesi, en á Siglufirði stýrir Ólafur Jónsson skútunni. MM Kynningar- ftindur um umhverfismál HVALFJ ÖRÐUR: Norðurál hf. heldur kynningu fyrir al- menning um umhverfismál ál- versins og framleiðslu áls á morgun, fimmtudaginn 23. nóv- ember að Hótel Glym ffá klukk- an 15:30 til 20:30. Kynningin hefst klukkan 15:30 á fyrirlestri Alberts Albertssonar ffá Hita- veitu Suðumesja um starfsemi Hitaveitu Suðurnesja. Að lokn- um fyrirlestri verða salarkynni opnuð og verður þar hægt að fræðast um niðurstöður meng- unarvama og umhverfisvöktim- ar á veggspjöldum. Að auki verður saga, framleiðsla og notkunarmöguleikar áls lítillega kynntir. Starfsmenn ffá Norður- áli verða viðstaddir kynninguna til að svara spurningum sem upp munu koma. -mm Krefet betri þjónustu við fatlaða SNÆFELLSNES: Héraðs- nefnd Snæfellinga krefst þess að þjónusta við fatlaða á Snæ- fellsnesi verði efld og gerð verði markviss áætlun um upp- byggingu þjónustu við fatlaða á Snæfellsnesi. Ályktun þessa efhis var samþykkt á aðalfundi nefndarinnar sem haldinn var á mánudaginn í Stykkishólmi. Héraðsráði var falið að hafa áfrarn forgöngu um að halda hlut Snæfellinga í þessum éfn- um í samvinnu við Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. „Tryggja þarf að fatlaðir ein- staklingar á Snæfellsnesi njóti þeirra sjálfsögðu mannréttinda að búa í sinni heimabyggð,“ segir orðrétt í samþykkt Hér- aðsnefiidar Snæfellinga. -hj Stór hlutur slriptirum eigendur HB GRANDI: SJl ehf., sem er 100% dótturfélag Sjóvár, hefur selt hlut siim í HB Grandá hf. að nafhverði tæpar 100 milljón- ir króna eða 5,85% af heildar- hlutfé félagsins. Þetta kemur ffam í tilkynningu félagsins í Kauphöll Islands. -hj VÍS áftýjar eldri AKRANES: Starfsmenn Vá- tryggingafélags Islands telja ekki líklegt til árangurs að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem á dögunum dæmdi hafnsögumanni skaða- bætur vegna vinnuslyss um borð í dráttarbátnum Léyni. Eins og fram kom í Skessu- horni voru manninum dæmdar skaðabætur úr hendi Akranes- kaupstaðar að upphæð tæpar 5 milljónir króna vegna slyss sem varð á árinu 2001. Bæjarráð Akraness tekur ekki afstöðu til áfrýjunar málsins en vísaði því til afgreiðslu Faxaflóahafha. I bréfi VIS til Akraneskaupstaðar kemur fram að það sé mat fé- lagsins að ekki sé líklegt til ár- angurs að áfrýja málinu án þess að ný gögn komi til í því sem sýni ótvírætt að niðurstaða dómsins sé byggð á röngum forsendum. Þau gögn séu ekki til staðar í dag. -hj Tekjur og samstarf aukist SNÆFELLSNES: Héraðs- nefhd Snæfellsness hvetur til aukins samstarfs sveitarfélaga á Snæfellsnesi og bendir á að nú þegar eigi sveitarfélögin í miklu samstarfi „sem markvisst er hægt að auka til hagsbóta fyrir íbúa svæðisins,“ segir í sam- þykkt aðalfundar nefndarinnar ffá því í síðustu viku. Þá telur nefndin nauðsynlegt að jafna frekar fjárhagslega stöðu sveit- arfélaganna í landinu því svig- rúm þeirra til að mæta nýjum kröfum íbúa og ríkisvaldsins sé lítið sem ekkert. Nauðsynlegt sé því að styrkja tekjustofha sveitarfélaganna með sértækum aðgerðum eða í gegnum Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga. ' ~hJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.