Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006
^uoaunuu'
Runólfur segir upp og Bryndís Hlöðversdóttir skipuð í rektorsstöðu til bráðabirgða
Dramatískir dagar í sögu Bifrastar
Runólfur Agústsson, fráfarandi rektor Háskólans á Bifröst.
Ekki er ofsögum sagt að mikið
uppnám hafi ríkt sl. miðvikudag og
fimmtudag í háskólasamfélaginu á
Bifröst og ljóst þótti fljótlega að
drægi til tíðinda í máli sem átt hef-
ur sér nokkurn aðdraganda. Hópur
fyrrverandi og núverandi nemenda
hafði nokkrum dögum áður sent
inn nafnlausar kærur á hendur
Runólfi Agústssyni rektor Háskól-
ans á Bifröst til siðanefndar skól-
ans. Kærurnar voru afhentar for-
manni skólafélagsins og fulltrúa í
Háskólaráði og óskað eftir því að
þeir kæmu þeim til siðanefndar
skólans og háskólastjórnar. Þeim
fylgdu þau orð að viðkomandi
væru reiðubúnir að koma fram
undir nafni hjá siðanefnd. Stjórn
Háskólans tók umræddar kærur
fyrir og þar sem um var að ræða
nafhlaust bréf, vísaði stjómin kær-
unum frá og afhenti rektori þær.
Þrátt fyrir að efhi kæranna væri
merkt sem trúnaðarmál mat Run-
ólfur á þeim tímapunkti stöðu
málsins þannig að hann sendir afrit
þeirra út til nemenda og starfs-
manna þar sem hann vissi til að
umræddum kæmm hafði þá þegar
verið dreift með tölvupóstum um
háskólasamfélagið. Hann boðar til
fundar um nónbil sl. miðvikudag
þar sem hann gerði grein fyrir sín-
um málum út frá ávirðingum þeim
sem fram koma í kæranum.
Kærunum
dreift á netinu
I samtali við Skessuhorn sl.
mánudag segir Runólfur það al-
rangt að hann hafi verið fyrstur til
að senda umræddar kærur á hans
hendur út með tölvupósti og ítrek-
aði að það væri lykilatriði málsins
að hann hafi ekki verið fyrstur til
og þannig brotið trúnað gagnvart
siðanefnd. „Það sem rétt er í mál-
inu er að á þriðjudag í síðustu viku
var búið að senda umrædd skjöl í
tölvupóstum sem þá þegar fóm
manna á milli mjög hratt og stór
hluti háskólasamfélagsins vissi þá
þegar um efnisinnihaldið. Enda
fóra fjölmiðlar strax á miðviku-
dagsmorgun að hringja í mig og
spurja út í efni kæranna," sagði
Runólfur í samtali við Skessuhorn.
Að öðra leyti vildi hann ekki tjá sig
um málið umffam það sem ffam
kemur í yfirlýsingu hans á fimmtu-
dag og viðtölum við sjónvarps-
stöðvarnar í liðinni viku.
í upphafi fundarins komst Run-
ólfur þannig að orði: „Nú í haust
hefur ekki verið vinnuffiður í þess-
um skóla. Gagnrýni kom fram á
mín störf og innra skipulag skól-
ans, gagnrýni, sem að mörgu leitd
var réttmæt. Við henni hefur verið
bragðist. En sumir gagnrýnenda
hafa kosið að láta ekki við svo búið
sitja. Einhverjir innan þessa skóla
sætta sig hvorki við stefnu skólans
né starfandi rektor. Markmið þessa
hóps virðist vera orðið að koma
þeim sem hér stendur úr stöðu
sinni með öllum þeim meðulum
sem þar þykir þurfa. I þeim efnum
skiptir heiður eða orðspor skólans
engu, í þeim efnum skiptir réttur
fólks til einkalífs engu, í þeim efn-
um skiptir æra mín, eða minna,
engu. Engu skal vægt til að ná því
fram sem að er stefnt."
Fundinum á miðvikudag lauk
með atkvæðagreiðsla um traust eða
vantraust á störf hans við skólann
þar sem hátt á þriðja hundrað
manns tóku þátt. Hópur
kennara skólans hafði
áður en til atkvæða-
greiðslunnar kom yfirgef-
ið fundinn þar sem þeim
„misbauð framganga
rektors," eins og sumir
þeirra komust að orði í
samtali við Skessuhorn.
Niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar varð sú að
um 70% þeirra sem kusu
studdu störf Runólfs
Agústssonar. I samtali við
fjölmiðla þá um kvöldið
taldi hann sig í framhaldi
atkvæðagreiðslunnar
njóta breiðs stuðnings há-
skólasamfélagsins.
Alvarlegar
ávirðingar
I kæram þeim sem hóp-
ur nemenda hafði sent inn
komu fram ýmsar ásakan-
ir á hendur Runólfi bæði í
störfum hans og einkalífi.
Má þar nefna ásakanir um
að hann teldi sig ekki
þurfa að fara eftir settum
reglum og nefnd eru í því
sambandi brot á reglum
um dýrahald, brot á umgengnis-
reglum og náið samneyti við nem-
anda skólans og það sem kallað er
dómgreindarleysi að sá nemandi
skuli sitja í háskólaráði fyrir hönd
nemenda. Þá er hann einnig sakað-
ur um brot gegn 2. gr. siðareglna
skólans þar sem segir að starfsfólki
og nemendum sé frjálst að gagn-
rýna stefnu og starfshætti skólans á
málefnalegan hátt. Segja þeir að
rektor hafi komið málum þannig
fyrir að þeir sem gagnrýna stefnu
og starfshætti skólans á málefna-
legan hátt séu oftar en ekki teknir
fyrir og farið offorsi gegn þeim.
I þeim kemur einnig fram að
rektor hafi veðjað við einn af nem-
endum skólans hvenær nýbygging
nemendagarða skólans yrði tilbú-
in. Ef nemandinn fengi ekki íbúð á
tilsettum tíma hugðist rektor
greiða persónulega skólagjöld ann-
arinnar fyrir viðkomandi íbúa.
Segir að veðmálinu hafi lokið með
því að rektor greiddi umsamda
upphæð.
Umdeild áhrif fundar
Um hádegisbil á miðvikudag
boðar rektor með tölvupósti, eins
og áður segir, til fundar starfsfólks
og nemenda skólans. Með fundar-
boði var affit af kæranum sem
siðanefnd höfðu verið sendar. A
fundinn mættu vel á þriðja hund-
rað manns; starfsmenn og nem-
endur skólans, en um fjögurhund-
rað manns stundar staðnám á Bif-
röst. Á fundinum fór Runólfur yfir
þær ávirðingar sem á hann höfðu
verið bornar og óskaði síðan eftir
traustsyfirlýsingu ffá fundinum á
störf sín. Um 70% fiindarmanna
samþykkti traustsyfirlýsinguna.
Kennarar og starfsmenn skólans
sem blaðamaður Skessuhorns
hafði samband við á miðvikudag
vora í miklu uppnámi vegna fund-
arins. Enginn þeirra vildi þó koma
fram undir nafni. Þeir sögðu ffam-
komu rektors hafa gengið fram af
starfsmönnum og þeim hefði verið
mjög misboðið. Því hefðu þeir yf-
irgefið fundinn áður en til at-
kvæðagreiðslu kom. Nefndu þeir í
því sambandi að rektor hefði send
trúnaðargögn með fundarboði og
ekki hefði verið leyfðar umræður á
fundinum. Einnig var nefnt að
fundinn hefði aldrei átt að halda
því málið hefði verið í eðlilegum
farvegi hjá stjórn og siðanefnd
skólans. I máli þeirra kom fram að
ástand mála á Bifröst hefði verið
með þeim hætti að stjórn skólans
gæti ekki vikist tmdan ábyrgð leng-
ur.
Siðanefnd Háskólans á Bifröst
sendi frá sér tilkynningu á mið-
vikudagskvöldið þar sem fram kom
að hún teldi að birting þeirra
gagna sem lágu fyrir nefndinni
samrýmdust ekki siðareglum skól-
ans.
Þeir sem blaðamenn Skessu-
horns hafa rætt við eftir fundinn á
Bifröst á miðvikudag era flestir á
einu máli um að boðun hans og út-
sending kæranna hafi verið póli-
tískur afleikur Runólfs. Fundurinn
hefði ekki lægt neinar öldur, held-
ur þvert á móti. Telja flestir sem
rætt var við að Runólfur hefði átt
að láta siðanefnd skólans um að af-
greiða umrædda kæra, eða eins og
einn starfsmanna orðaði það;
„Hann hefði átt að segja upp án
þess að boða til fundar með þess-
um hætti - eða berjast ella fyrir
sínum málstað og án þess að rjúfa
trúnað um gögn sem siðanefnd
hafði til umfjöllunar." Hér skal ít-
rekað það sem Runólfur sagði hér
að framan að hann hefði ekki verið
fyrstu til að senda umræddar kærar
út í samfélagið með tölvupósti á
miðvikudagsmorgun, það hafi aðr-
ir verið búnir að gera deginum
áður.
Uppsögn
Á fimmtudag dró síðan til tíð-
inda. Ljóst þótti að ófriður sá sem
ríkt hefði um persónu Runólfs í
starfi yrði ekki lægður nema eitt-
hvað nýtt gerðist í stöðunni. Það
kom síðan á daginn. Stjórn Há-
skólans á Bifröst sendi eftir hádegi
á fimmtudag frá sér fréttatilkynn-
ingu um starfslok Runólfs Ágústs-
sonar, rektors skólans. Þar sagði: „I
dag, 16. nóvember 2006, hefur
stjórn Háskólans á Bifröst borist
uppsögn Runólfs Ágústssonar,
rektors frá 1. desember næstkom-
andi. Runólfur hefur gegnt starfi
rektors undanfarin 7 ár. Á þeim
tíma hefur Bifiröst tekið miklum og
jákvæðum breytingum. Uppbygg-
ing á aðstöðu við skólann hefur
verið mikil og hröð og skólinn
undir forystu Rimólfs hefur verið í
fylkingarbrjósti nýrra hugsana í
fræðslu- og menntamálum. Á þess-
um tímamótum vill stjórn Háskól-
ans á Bifföst þakka Runólfi fyrir
óeigingjarnt starf í þágu Bifrastar.
Stjórnin hefði kosið að njóta
starfskrafta Runólfs út umsaminn
ráðningartíma, en virðir þessa
ákvörðun hans.“
Þá tilkynnti stjórn að þá þegar
hefði Bryndís Hlöðversdóttir að-
stoðarrektor tekið tímabundið við
starfi rektors þar til nýr rektor
verði ráðinn.
„Einkalífið gef ég ekki“
Runólfur Ágústsson, rektor
sendi jafhffamt ffá sér yfirlýsingu á
fimmtudag:
„Sá ófriður sem ríkt hefur í
skólahaldi á Bifröst að undanförnu
hefur traflað bæði nemendur og
starfsfólk og að auki valdið skólan-
um sjálfum skaða. Enda þótt spjót-
um sé beint að mér einum, og nán-
ast eingöngu vegna persónulegra
mála en ekki málefna skólans, bitn-
ar þessi aðför einnig á fjölskyldu
minni, nánum vinum og samstarfs-
mönnum.
Eg hef undanfarin sjö ár gefið
þessum skóla allt mitt líf, allan
minn tíma og alla mína orku.
Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki
gefið.
Eg hef því tekið ákvörðun um að
segja upp starfi mínu sem rektor
skólans ffá og með 1. desember
næstkomandi. Þetta geri ég þrátt
fyrir að njóta óskoraðs stuðnings
háskólastjórnar til minna starfa,
sem og háskólasamfélagsins á Bif-
röst. Á fjölmennum fundi í gær tók
ég þá djörfu ákvörðun að bera störf
mín og hæfi undir atkvæði nem-
enda og starfsfólks þar sem hátt á
þriðja hundrað manns tóku af-
stöðu. Mikill meirihluti þeirra lýsti
yfir stuðningi við mig sem ég met
mikils og er þakklátur fyrir. Átök-
um innan skólans þarf hins vegar
að linna tafarlaust svo skólahald
geti orðið með eðlilegum hætti.
Eg lít hreykinn um öxl til þeirr-
ar miklu uppbyggingar sem átt
hefur sér stað á Bifföst í rektorstíð
minni. Eg óska starfsfólki og nem-
endum skólans velfamaðar og læt í
ljós þá von að Háskólinn á Bifröst
eigi efrir að halda áffam að vaxa og
dafha um langa ffamtíð.
Runólfur Ágústsson.“
Eldhugi
Engum þeim sem á undanförn-
um áram nefur fylgst með máiefn-
um Háskólans á Bifröst hefur
dulist að Runólfur Ágústsson, ffá-
farandi rektor hefur lyff grettistaki
í uppbyggingu háskóla sem í hans
tíð hefur breyst úr að vera fámenn-
ur, en góður sveitaháskóli - í að
verða stór og ffamsækinn háskóli
með vaxandi fjölda námsgreina.
Litið er til Háskólans á Bifföst
með virðingu og jafnvel hefur örl-
að á ákveðinni öfund annarra
skólastofnana sem ekki hafa sömu
snerpu og einkennt hefur skólann í
Norðurárdal.
Þó svo að viðskilnaður Runólfs
úr starfi á Bifröst hafi verið
stormasamur er öraggt að tíma
hans þar verði minnst sem ffam-
faratíma í sögu skólans. Storma-
samur viðskilnaður er e.t.v. eins og
Runólfur sagði sjálfur í viðtali við
fjölmiðla sl. fimmtudag, í anda
þess baráttuvilja sem hann ávallt
sýndi fyrir hönd Biffastar. „Eg lít
hreykinn tun öxl til þeirrar miklu
uppbyggingar sem átt hefur sér
stað á Bifföst í rektorstíð minni,“
sagði hann f yfirlýsingu sinni sl.
fimmtudag og er með öllu óhætt
að taka tmdir með honum og segja
að hann geti verið hreykinn.
Skessuhorn óskar Runólfi
Ágústssyni allra heilla í þeim verk-
efnum sem fyrir honum munu
liggja. Jafhffamt liggur það ljóst
fyrir að stjórn Háskólans á Bifröst
og nýjum stjórnendum mun bíða
krefjandi verkefni við að halda
áffam því starfi sem Runólfur hóf
og skapa eðlilega ró um skólahald
á Bifröst.
MM/HJ