Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 ■ ^ ■M... j Góðir Vestlendingar! Árlega sendir Skessuhorn eitt tölublað sitt í kynningarskyni til allra heimila og fyrirtækja í gamla Vesmrlandskjördæmi, starfssvæði okkar. Þetta gerum við til að minna á okkur og hvetjum þá sem eklá þegar em orðnir áskrifendur að blaðinu að vinda nú bráðan bug á því. Það er og hefur alla tíð verið metnaður og markmið Skessu- homs að gefa út vandað og virt landshlutablað, sem þjónar hags- munum íbúa í sem víðustum skiln- ingi. Utgáfunni hefur vaxið ás- megin undanfarin ár og hefur hún og rekstur miðla hennar gengið vel. Netmiðlun á www.skessuhom.is var efld stór- lega sl. vor og er vefúrinn nú tví- mælalaust besta mögulega upp- hafssíðan sem íbúar hafa völ á. Góður árangur prent- og vef- miðils okkar er einungis raunin vegna þess hve íbúar á Vesturlandi taka Skessuhomi vel og vilja hag öflugs og framsækins miðils sem mestan. í Skessuhorn er nú vimað nær daglega í stærri og landsþekj- andi dagblöðum og á öldum ljós- vakans. Það er besta sönnun þess að starfsfólk Skessuhoms er vak- andi yfir því sem ffam fer - og þið ágæm íbúar emð duglegir að benda okkur á efiú til umfjöllunar. Við þökkum fyrir og einsetjum okkur að verða áfrarn ómissandi sem helsta Fréttaveita Vesmrlands. Magnús Magniísson, ritstjári. Tilminnis Við minnum á samkomur út um allt á Vesturlandi á næstu dögum þegar Ijós verða tendruð á fjölda jólatrjáa á torgum og strætum. Við hvetjum sem flesta að drífa sig í hiífoarfatnaðinn til að fyrirbyggja slagsmál við kuldann og rifja upp barnið í okkur með börnunum. Ekki væri verra að gera ráð fyrir heitu kakói í brúsa þegar heim verður komið. fVc,3 VeJfyrhorfw' Enn eru umhleypingar í kortunum. Það verður norðaustanbál um hér- uð og sér ekki fyrir endann á því í bráð. Á fimmtudaginn er gert ráð fyrir norðaustan 10-18 m/s en það verður þurrt að kalla. Vaxandi vind- ur og úrkoma síðdegis. Hiti 0 til 7 stig. Á Fullveldisdaginn 1. desem- ber er gert ráð fyrir hvassri norðan- átt og snjókomu eða slyddu. Kóln- andi veður. Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag halda norð- lægar áttir áfram og frost verður á bilinu 0 - 8 stig. SpMmincj viNnnar í síðustu viku var spurt á Skessu- homsvefnum: „Ertu ánægð/ur með skipan framboðslista Sjálfstæðis- flokks í NV- kjördæmi?" Því miður gerðist það að könnunin var eyðilögð þar sem sami/sömu aðilar kusu nokkur hundruð sinnum. Slík „skemmdarverk" eru möguleg fyrir þá sem hafa ákveðna tölvuþekkingu og í þessu tiffelli nýttu sér hana. Niðurstaðan er þvf ekki marktæk. Spurning þessarar viku á vef Skessu- horns er: „Hvar gerir þú megin- hluta jólainnkaupanna?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendimjwr viMnnar Er tónlistarfólk vítt og breitt um Vesturland sem æfir nú af kappi metnaðarfulla dagskrá til að flytja á aðventusamkomum sem víða eru í undirbúningi. Daníelsslippur flytur á Akranes Daníelsslippur ehfi, sem um 70 ára skeið rak slipp í Reykjavík, hef- ur óskað eftir viðræðum við Akra- neskaupstað um kaup eða leigu á skipalyftimni við Lambhúsasund á Akranesi. Verði af samningum mun starfsemi fyrirtækisins flytjast á Akranes. Að sögn Gunnars Richter, framkvæmdastjóra fyrirtækisins hefur málið fengið góðar undir- tektir hjá stjórnendum Akranes- kaupstaðar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í upptöku skipa, hreinsun þeirra og málun og voru starfsmenn þess sex að tölu þegar starfsemi þess lauk í Meirihluti fjárlaganefndar Al- þingis hefur gert tillögu um að veittar verði á fjárlögum 15 millj- ónum króna til Dalabyggðar og UMFI vegna ungmenna- og tóm- stundabúða sem þessir aðilar reka í sameiningu að Laugum í Sæhngs- dal. Búðimar em reknar í anda hugmyndafræði UMFI og mark- miðið er að efla sjálfstraust, sam- vinnu og tillitssemi ásamt því að hvetja til sjálfstæðra vinnubragða. Einnig kynnast þátttakendur heimavistarlífi, ffæðast um sögu- slóðir og kynnast landinu og nán- asta mnhverfi. Þá er ffæðsla um mikilvægi forvarna. Ungmennabúðirnar vom stofn- aðar árið 2005 og em ætlaðar ung- Fjárlaganefnd Alþingis hefur lagt til að veittar verði tímabundið 135,5 milljónum króna til hækk- unar á ffamlagi til Húsaffiðunar- sjóðs vegna endurbóta á tilteknum Samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni hönnun á breikkun vegar á Kjalamesi og vonast til þess að ffamkvæmdir geti hafist á næsta ári og segir ráðherra að með því hefjist í raun framkvæmdir við Sundabraut á Kjalamesi. Hann telur ekki hægt að bíða lengur með ffam- kvæmdir við Sundabraut. Eins og fram kom í fréttum Skessuhoms í síðustu viku lagði for- sætisráðherra ffam á Alþingi stjóm- arffumvarp sem felur í sér að fjár- veitingum þeim af söluandvirði Landssíma Islands, sem verja átti til gerðar Sundabrautar, seinkar að hluta um eitt ár. Upphaflega var áætlað að verja 1.500 milljónum króna til verksins árið 2007 og 2.500 milljónum króna árið 2008. Sam- kvæmt ffumvarpinu verður aðeins Reykjavík fyrir skömmu. Starfsem- in hefur hinsvegar skapað mörg at- vinnutækifæri fyrir fyrirtæki á öðr- um sviðum viðhalds skipa og má þar nefna vélsmiðjur, rafverktaka og fleiri iðngreinar. Á undanförum ámm hefur fyrirtækið unnið við um 50-60 skip á ári en Gunnar segir skipalyftuna á Akranesi gefa fyrir- tækinu möguleika á að sinna stærri skipum en það gerði í slippnum í Vesturhöfninni í Reykjavík. Akraneskaupstaður eignaðist skipalyffuna í Lambhúsasundi árið 1994 og hefur leigt hana til Þor- geirs og Ellerts hf. síðan. Að sögn mennum úr 9. bekkjum gmnnskóla og dvelur hver hópur fimm daga í senn. Þær starfa ffá því í september og þar til í maí ár hvert. Mjög góð húsum. Meðal þeirra húsa sem framlög fá eru verslunarhúsin í Englendingavík í Borgarnesi sem fá 3 milljón króna fjárveitingu, til gamla mjólkursamlagshússins í 100 milljónum króna varið til braut- arinnar á næsta ári og 3.900 milljón- um króna árið 2008. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir í samtali við Skessuhom að í raun sé ekki verið að ffesta ffamkvæmdum við Sundabraut með þessari tilfærslu á fjármunum heldur sé einfaldlega verið að bregðast við aðstæðum því ekki hggi ennþá fyrir hvar brautin eigi að hggja. Hins veg- ar þoh ff amkvæmdir við Sundabraut og breikkun vegarins um Kjalames enga bið lengur og því hafi hann falið Vegagerðinni að ráðast í hönn- un á breikkun vegarins um Kjalames og vonast hairn til þess að ffam- kvæmdir við verkið geti hafist strax á næsta ári. Því hefjist ffamkvæmdir við Sundabrautina að norðanverðu. Akvörðun ráðherra þarf ekld að Gísla S. Einarssonar, bæjarstjóra hefur þeim leigusamningi nú verið sagt upp og beiðni Damelssfipps sé nú til umræðu hjá stjórnendum bæjarins. Gísli segist fagna þeim möguleika að Daníelsslippur flytji starfsemi sína til Akraness því það geti aukið mjög verkefni þjónustu- fyrirtækja í bæjarfélaginu. Hann segir stefht að því að niðurstaða í viðræðum við fyrirtækið liggi fyrir á næstu dögum. Gunnar Richter segir fyrirtækið geta flutt á Akranes fljótlega og vonar að það geti orðið ekki síðar en um áramót. HJ aðsókn hefur verið að búðtmum ffá stofnun þeirra og talsverðar bókan- ir hafa borist fyrir næsta ár. Borgarnesi em veittar 3 milljónir króna og Norska húsið í Stykkis- hólmi fær 2 milljónir króna. HJ koma á óvart því í ræðu á Alþingi í apríl sagðist hann telja óhjákvæmi- legt að kanna hvort hægt verði að hefjast handa við Sundabraut að norðanverðu. Með því sagðist hann hægt að taka verkið úr „gíslingu meirihlutans í Reykjavík," eins og hann komst þá að orði. Áður hafði stjóm Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi lagt til að kannaður yrði sá möguleiki að hefja ffamkvæmdir við þvemn Kollafjarðar og lagningu brautarinnar um Álfsnes og Geld- inganes að Gufúnesi. Aðspurður segir ráðherra að fjár- munir til breikkunar vegarins á Kjal- amesi hggi fyrir því veitt hafi verið einrnn milljarði króna til öryggisað- gerða á vegum og þeir fjármimir muni nýtast í ffamkvæmdir á Kjalar- nesi. HJ Gefumblóð LANDIÐ: Mikill blóðskortur er nú hjá Blóðbanka Islands. Mörg alvarleg slys hafa á und- anförnum dögum orðið hér á landi sem kallað hafa eftir mik- ill blóðnotkun við aðgerðir. Blóðskortur er því meiri en öllu jafnan. Era Vestlendingar nær og fjær beðnir um að bregðast skjótt við; skreppa í kaupstaðar- ferð til Reykjavíkur og gefa blóð. -mm Kajakræðari fannst látinn HVALFJÖRÐUR: Skipverjar af varðskipi fundu skömmu fyr- ir kl. 2 aðfararnótt mánudags mann á fimmtugsaldri látinn úti fyrir Hvammsvík í Hvalfirði. Maðurinn hafði farið róandi á kajak út Hvalfjörðinn skömmu effir hádegi á sunnudag. Leit var hafin að honum um kl. 23 um kvöldið þar sem maðurinn hafði ekki skilað sér um kl. 20 eins og hann hafði ætlað. Tóku björgunarsveitir af Vesturlandi þátt í leitinni bæði á sjó og á landi. Bíll mannsins fannst á bryggjunni við Olíustöðina f Hvalfirði. Mjög slæmt veður var í Hvalfirði um miðjan dag í gær. Maðurinn fannst við hlið kajaksins en ekki er vitað nánar um tildrög slyssins. Maðurinn var búsettur á höfuðborgar- svæðinu. -hj Svifdrekamaður slasast ifla BORGARFJ ÖRÐUR: Alvar- legt slys varð við Svignaskarð í Borgarfirði á sunnudag þegar maður á nokkurs konar dráttar- segli, sem meðal annars skíða- og sjóskíðamenn nota til þess að draga sig áfram í góðum byr, brotlenti með þeim afleiðing- um að hann slasaðist illa. Til- drög slyssins virðast hafa verið þau að vindhviða feykti mann- inum á skurðbakka af miklu afli. Við höggið slasaðist mað- urinn illa og var fluttur til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð um kvöldið og nóttina. Liggur hann á gjörgæslu og var líðan hans er eftir atvikum sl. mánu- dag. -hgk Tflboð í banka- viðskipti AKRANES: Opnun tilboða í bankaviðskipti Akraneskaup- staðar fór ffam á bæjarskrifstof- unni á Akranesi sl. miðvikudag. Kemur þetta ffiam á vef bæjar- félagsins. Viðstaddir vora full- trúar allra bankastofnana á Akranesi, fulltrúar bæjarstjóm- ar ásamt bæjarstjóra, bæjarrit- ara og fjármálastjóra. Eins og fram hefúr komið í fréttum Skessuhorns ákvað bæjarstjórn Akraness nýverið að bjóða út bankaviðskipti kaupstaðarins og vora í ffiamhaldi af því útbú- in tilboðsgögn sem bankastofii- unum á Akranesi vora send og óskað eftir tilboðum á grund- velli þeirra. Allar bankastofú- anir á Akranesi sendu inn fúll- gild tilboð og verða þau metin á næstu dögum og lögð fyrir bæj- aryfirvöld til nánari ákvörðun- ar. -mm Framlag til ungmennabúða á Laugum * „ -,-y- . Laugar í Sælingsdal. H.7 Fjárveitingar til endurbóta gamalla húsa Englendingavík í Borgamesi. Norska hiísið í Stykkishólmi Framkvæmdir við Sundabraut hefjast á Kjalamesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.