Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
akUSUIIuU'
Útsvar við
lágmark
HVALFJARÐARSVEIT:
Sveitarstjóm Hvalfjarðarsveitar
samþykkti á fundi sínum í gær
að útsvarsprósenta næsta árs
verði 11,61%. Hvalfjarðarsveit
varð til í vor við sameiningu
fjögurra sveitarfélaga sunnan
Skarðsheiðar sem öll höfðu
þessa sömu álagningarprósentu
á yfirstandandi ári og er þetta
með því lægsta sem gerist hjá
sveitarfélögum. Lægstur má
álagningarstuðullinn vera
11,24% en hæstur 13,03%.
Flest sveitarfélög á landinu
nýttu hámarksheimildir sýnar í
álagningu útsvars og var meðal-
tal síðasta árs 12,97%. íbúar
Hvalfjarðarsveitar munu því
áfram greiða mim lægra útsvar
en flestir landsmenn.
-bj
Dagblöð
og femur
SNÆFELLSBÆR: Undan-
farna daga hafa verið settir upp
gámar á þremur stöðum í þétt-
býli Snæfellsbæjar. Þeir eru ætl-
aðir undir dagblöð bæjarbúa
annarsvegar og hins vegar und-
ir drykkjarfernur. A Hellissandi
hefur gámunum verið komið
upp við Esso-stöðina, í Rifi var
gámunum valinn staður við
verslunina Virkið og í Ólafsvík
er þeir við bensínstöð Skelj-
ungs. Uppsetning gámanna er
hluti af breytingum í sorphirðu
í bæjarfélaginu.
~kj
Starfshópur um
þjóðveg
BORGARNES: Skipulags- og
byggingarnefnd Borgarbyggðar
hefur lagt til við byggðaráð
sveitarfélagsins að skipaður
verði starfshópur sem fari yfir
framkomnar tillögur og at-
hugasemdir um breytingu á
legu þjóðvegar 54 um athafna-
svæði Loftorku Borgarnesi ehf.
í jaðri byggðarinnar í Borgar-
nesi. Leggur nefndin til að
starfshópinn skipi fulltrúar frá
Borgarbyggð, Loftorku ehf.,
Vegagerð ríkisins og Umferð-
arstofu. Skal hópurinn ræða
leiðir til að auka umferðarör-
yggi á veginum.
-hj
Lbhí hlaut
veglegan styrk
HVANNEYRI: Landbúnaðar-
háskólinn Islands á Hvanneyri
fékk sl. fimmtudag afhentan 10
milljóna króna styrk til eflingar
á starfsemi sinni. Það var Eign-
arhaldsfélagið Samvinnutrygg-
ingar sem veitti styrkinn og var
hann afhentur við hátíðlega at-
höfn í Ráðherrabústaðnum í
Reykjavfk að viðstöddum
Guðna Agústssyni, landbúnað-
arráðherra. Við sama tækifæri
fékk Háskólinn á Hólum af-
hentan styrk að sömu upphæð.
-bj
Tveir kostir boðnir vegna
mislits hallarþaks
Bæjarráð Akraness hefur vísað til byggð á sama tfrna er ekki mislitt. að bæjarfélagið komi að málinu
framkvæmdanefndar mannvirkja
kaupstaðarins lausnum sem verk-
taki við byggingu Akraneshallar-
innar telur færar til þess að bæta
fyrir mislitt þak hallarinnar. Eins og
þeir sem Akraneshöllina hafa séð er
galvanhúð þakefnis hallarinnar
mislitt og sökum stærðar hússins er
þessi galli mjög áberandi. Ekki mim
fullljóst af hverju umræddur galli
stafar það er hvort hann er ffam-
leiðslugalli eða mistök við með-
höndlun þakefnisins eftir fram-
leiðslu. Hitt mun ljóst að þakinu
átti að skila með sömu áferð. I því
sambandi má nefna að þak hlið-
stæðs húss sem reist var í Fjarða-
Málið hefur verið til umræðu í
bæjarkerfinu um nokkurt skeið og
barst bæjarráði á dögtmtun bréf ffá
verktakanum Sveinbirni Sigurðs-
syni ehf. þar sem viðraðar eru hugs-
anlegar lausnir á vandanum sem
verktakinn, Húsasmiðjan hf. og
Vímet hf. hafa unnið að í samein-
ingu.
Annar kosturinn er að sprautu-
mála þakið, sem er um 10.000 fer-
metrar að stærð, með einni umferð
og áðurnefndir aðilar kosti efnis-
þáttinn en bæjarfélagið greiði
vinnuþáttinn. Bendir verktakinn á
að mála þurfi þakið hvort sem er
innan þriggja ára og því sé eðlilegt
með þessum hætti.
Hinn kosturinn er sá að þakið
verði einangrað með steinull sem
leggist á þakið og dúkur verði lagð-
ur þar yfir. Sú lausn kalli á svipaða
framkvæmd við gafla hússins. Em
áðumefrtd fyrirtæki tilbúin til þess
að veita „umtalsverðan afslátt af
efniskostnaði,“ segir í bréfinu.
Kostnaður við þessa leið er hins
vegar áætlaður 35-40 milljónir
króna. Verktakinn býðst tdl þess að
fjármagna ffamkvæmdina til sex ára
sem bæjarfélagið greiði til baka
með föstum greiðslum ásamt vaxta-
kostnaði.
HJ
Stefiit að öflugu félagslífi
Menntaskóla Borgar^arðar
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur
ráðið Guðmund Inga Þorvaldsson,
leikara og tónlistarmann, til ráð-
gjafarstarfa við uppbyggingu fé-
lagsstarfs skólans. „Stjórnendur
Menntaskólans em á einu máli um
að vanda vel til verka við uppbygg-
ingu félagsstarfs skólans og að þeg-
ar verði hafinn undirbúningur að
mómn þess. Það er markmið okkar
að heildstætt verði litið á uppbygg-
ingu félagsstarfs unglinga í öllu
sveitarfélaginu í samstarfi við
Menntaskólann og við völdum þá
leið að fá öflugan aðila til starfsins
sem getið hefúr sér gott orð bæði
fyrir félags,- tónlistar- og íþrótta-
starf,“ segir Torfi Jóhannesson, for-
maður stjórnar í samtali við Skessu-
horn. Hann segist fagna ráðningu
Guðmundar Inga og segir hana tví-
mælalaust styrkja undirbúning og
uppbyggingu öflugs skóla, en
gmnnur að góðu félagslífi sé ekki
síður mikilvægt en margt annað í
stefnumótun ffamsækins mennta-
skóla. „Við fengum Bjarka Þor-
steinsson, formann íþrótta- og
tómstundanefhdar Borgarbyggðar
á fúnd með Guðmtmdi Inga því
nefndin hefur verið að ræða eflingu
félagsstarfs tmglinga og hann hvattd
okkur tdl að leita eftir formlegu
samstarfi við sveitarfélagið" segir
Torfi. Það eru því allar líkur á að
frekari fregna sé að vænta af þess-
um vettvangi innan tíðar.
MM
A myndnni er Guðmundur Ingi að rœða
vii nemendur 9. og 10. bekkjar í Borgar-
nesi á kynningarfundi með þeim í liiinni
viku.
Nettó verður Kaskó á Akranesi
Verslunin Nettó á Akranesi, sem
er í eigu Samkaupa, lokaði verslun
sinni við Kalmansbraut sl. sunnu-
dag en nú á föstudaginn, þann 1.
desember verður opnuð ný verslun
í sama húsnæði undir merkjum
Kaskó. Samkaup rekur verslanir
undir ýmsum vörumerkjum og
heitum og eru Kaskóverslanirnar
lágvöruverðsverslanir fyrirtækisins.
Þar er vöruúrval mirma en í Nettó-
búðunum og verðlag lægra.
Sturla Eðvarðsson, framkvæmda-
stjóri Samkaupa segir í samtali við
Skessuhom að með þessum breyt-
ingum vilji Samkaup bjóða Skaga-
mönnum ennþá lægra vömverð en
áður. „Við sjáum í farvatninu tals-
verðar breytingar í verslun á Akra-
nesi því nýir aðilar hafa boðað
komu sína inn á markaðinn. Við
höfum þjónað íbúum á Akranesi
lengi með tveimur verslunum og
ætlum að gera það áffarn. Við ætl-
um okkur einnig að halda okkar
markaðshlutdeild og þessar breyt-
ingar era liður í því,“ segir Sturla.
Samkaup rekur eirrnig verslunina
Samkaup - strax og verður hún
opin áffam. HJ
Heimilt að selja
ýmsar eignir
VESTURLAND: Ríkissjóði
verður veitt heimild til sölu
ýmissa eigna á Vesturlandi nái
breytingartillögur meirihluta
fjárlaganefrtdar við framvarp til
fjárlaga fyrir árið 2007 fram að
ganga. Meðal þess sem veitt
verður heimild fyrir er að selja
eignarhlut ríkisins í læknisbú-
stað að Dflahæð 5 í Borgamesi
og kaupa annað hentugra hús-
næði í staðinn. Einnig að selja
hluta jarðarinnar Hraunsmúla í
Borgarbyggð og að selja land-
spildur í eigu rfldsins í Hval-
firði. -hj
Kaupa
flotbryggju
STYKKISHÓLMUR: Hafrt-
arstjórn Stykkishólmsbæjar
hefúr samþykkt að leggja til við
bæjarstjóm að hafnarsjóður
kaupi flotbryggju af Siglinga-
klúbbi Snæfells fyrir tvær millj-
ónir króna og að hún verði
staðsett í Snotra.
-hj
Æskulýðss j óður
styrkir
kynfræðslu
AKRANES: Menntamálaráð-
herra hefur samþykkt styrkveit-
ingar úr Æskulýðssjóði að fjár-
hæð 4,2 m.kr. til 23 verkefna.
Alls bárust sjóðnum 42 um-
sóknir. Meginhlutverk sjóðsins
er að styrkja verkefni á vegum
æskulýðsfélaga og æskulýðs-
samtaka sem unnin era fyrir
börn og ungmenni og/eða með
virkri þátttöku þeirra, þjálfun
æskulýðsleiðtoga og leiðbein-
enda, nýjungar og tilraunir í fé-
lagsstarfi barna og tmgmenna
og samstarfsverkefni. Að þessu
sinni var fremur litlu af fé
sjóðsins úthlutað til Vestur-
lands. Þó fékk ungmennadeild
Rauða kross Islands á Akranesi
125 þúsund króna styrk vegna
kynffæðslu og ráðgjafar fyrir
böm og unglinga.
-mnt
Krefjast afsökunarbeiðni firá
framkvæmdastjóra heilsugæslunnar
Framkvæmdanefnd Færeyskra
daga í Olafsvík hefúr krafist þess að
framkvæmdastjórn Heilsugæslu-
stöðvarinnar í Ólafsvík biðji nefúd-
ina afsökunar á tilraun stjómarinn-
ar til að innheimta hjá nefndinni
kostoað vegna heilsugæslu á hátíð-
inni Færeyskir dagar í sumar. Eins
og ffam kom í Skessuhorni á sínum
tíma sendi framkvæmdastjóri
heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvík,
Björg Bára Halldórsdóttir, nefnd-
inni reikning að fjárhæð 300 þús-
und krónur vegna heilsugæslu-
kostoaðar. I samtali við Skessuhorn
sagði hún alkunna að þeir sem
héldu útihátíðir greiddu fyrir
heilsugæslukostnað.
I grein sem ffamkvæmdanefndin
hefur ritað kemur ffam að Svanhvít
Jakobsdóttir, skrifstofústjóri í heil-
brigðisráðuneytinu hafi í samtali
sagt að ekki sé neinn grundvöllur
fyrir innheimtunni því slíkt þurfi að
byggja á samkomulagi beggja aðila.
Þá segir ffamkvæmdanefúdin að í
framhaldi þess samtals hafi nefnd-
inni borist bréf ffá ffamkvæmda-
stjórn heilsugæslustöðvarinnar um
að nefúdin geti neitað að greiða
reikninginn og því sé hann dreginn
til baka „þar sem greinilegt er að
það er ekki vilji nefndarinnar að
taka þátt í þessum kostnaði.“
Framkvæmdanefndin krefst þess
að verða beðin afsökunar á „þessum
klaufalegu vinnubrögðum fram-
kvæmdastjórnar heilsugæslunnar í
Olafsvík. I tvígang hefur fram-
kvæmdastjóri heilsugæslustöðvar-
innar haldið því fram að aðrir
mótshaldarar greiði heilsugæslu-
kostnað," segir ffamkvæmdanefúd-
in. „Við mótmælum því harðlega að
framkvæmdastjóri heilsugæslu-
stöðvarinnar í Ólafsvík beri það á
borð fyrir fólk að við séum eftirbát-
ar annarra í þessum efnum.“ Óskar
nefndin effir því að upplýst verði
hvaða aðilar hafi greitt slíkan
heilsugæslukostnað. Þá birtir
nefndin yfirlýsingar ffá forráða-
mönnum sjö bæjarhátíða víðs vegar
um landið sem fullyrða að þeir hafi
aldrei þurft að standa straum af
heilsugæslukostnaði vegna þeirra
hátíðarhalda. HJ
Gjaldskrár
hækka um 10%
SNÆFELLSBÆR: Bæjar-
stjórn Snæfellsbæjar samþykkti
í síðustu viku með sex sam-
hljóða atkvæðum að hækka
gjaldskrár sveitarfélagsins um
10% frá næstu áramótum.
Hækka þá meðal annars leik-
skólagjöld, tónlistarskólagjöld,
sorphirðugjölf og vatnsgjöld
svo einhver gjöld séu nefnd. Að
sögn Kristins Jónassonar bæjar-
stjóra er með hækkuninni verið
að bregðast við verðlagshækk-
unum á undanförnum áram.
Alagningarstuðull útsvars og
fasteignagjalda breytist hins
vegar ekki. Drífa Skúladóttir
bæjarfulltrúi sat hjá við af-
greiðslu tillögunnar.
-hj
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DACA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhom.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhom.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Bima G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is
Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is
Augl. og dreifing; Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhom.is
Umbrot: Cuðrún Björk Friðriksd. 4371677 gudrun@skessuhorn.is