Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 37
r MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 37 Stöðvum ofbeldi gegn konum Staðið verður fyrir 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi í þriðja skipti hér á landi dagana 24. nóv- ember til 10. desember. Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er: „Eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum.“ Með yfirskriftinni er lögð áhersla á að ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot sem hvergi á að viðgangast. A fjórða tug samtaka og stofnana munu standa fyrir fundum, mótmæla- stöðu við dómstóla, málþingum, greinaskrifum, gjörningum, kvik- myndasýningum og öðrum við- burðum þá daga sem átakið varir. Atak sem þetta er sagt skila góð- um árangri og vakið máls á kyn- bundnu ofbeldi bæði hjá stjórn- völdum og almenningi. Hluti þess hóps sem stóð að 16 daga átakinu árið 2004 lagði ffam drög að að- gerðaáætlun gegn kynbundnu of- beldi sem hefur haft stefnumót- andi áhrif á málaflokkinn en það er gleðiefni að ríkisstjórnin hefur ný- lega samþykkt aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kyn- ferðislegs ofbeldis. Atakinu í ár er ætlað að að beina sjónum að þeim fjölmörgu samfé- lagsmeinum sem stuðla að ofbeldi gegn konum. Jafnframt verður lit- ið yfir farinn veg og þess minnst hvaða árangur hefur náðst í barátt- unni gegn kynbundu ofbeldi um allan heim ásamt því að endur- skoða hvaða leiðir eru best fallnar til að halda baráttunni áffam. Dagskrá átaksins er aðgengileg á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Islands, www.mannrettindi.is MM Kræsingar eru til að nióta þeirra Aðventan og jólin eru án efa tími matarins. Við gæðum okkur á alls kyns kræsingum og er það vissulega stór hlutd af allri ánægjunni við há- tíðimar. Þau em ófá aðventukvöld- in, litlu jóhn, jólaboðin og teitin öll sem okkur standa til boða. Það er reglan að við öll þessi tækifæri era í boði girnilegar veitingar. Þetta er þar að auki matur sem við fáum ekkd oft og eigum það því til að borða of mikið. Auðvitað á maðtu- að láta veislumatinn efrir sér og njóta hfsins. Það getur þó verið súrt að bæta á sig aukakílóum yfir jólin, eins og oft vill verða, til dæmis ef maður er búinn að vera duglegur það sem af er vetri að mæta í rækt- ina og borða hollt. Hér á effir era nokkur ráð sem gott er að hafa í huga á jólum og aðventu til að tryggja það að við fáum allt það góðgæti sem okkur langar í, líði vel og eigum gleðileg og samviskulaus jól. 1. Slepptu samviskubitinu Það er í fínu lagi að borða lítið magn af sælgæti eða öðru sem venjulega er á bannlistanum. Það er betra að einbeita sér að réttum skammtastærðum ffekar en að setja sér óraunhæf boð og bönn. Þú get- ur fengið þér allt sem þú vilt ef þú gerir það í hófi og skammtarnir eru ekki of stórir. Taktu einfaldlega minni skammta og bara af þeim mat sem þig virkilega langar í. Það verður enginn móðgaður þó þú smakkir ekki á öllu á hlaðborðinu. Ekki taka meira af neinu einu en lófastærð og slepptu því að fara aðra ferð. 2. Hefurðu hálftíma af- lögu? Farðu í göngutúr Klæddu þig vel og njóttu fegurð- arinnar og kyrrðarinnar sem ein- kennir timhverfið á þessum árs- tíma. Ef það er eitthvað sem þú ekki mátt missa af í sjónvarpinu taktu það upp. Ef þú ætlaðir að hitta vin eða vinkonu í spjall, stingdu þá upp á gönguferð. 3. Það kemur máltíð efitír þessa máltíð Ekki gleyma því að eftir eina óhollustumáltíð er næsta máltíð og þá getur þú valið að borða hollt. Haltu áfram að elda þér haff agraut- inn á morgnana eða fá þér skyr í há- deginu. 4. Enga afganga Það er alltaf gott ráð að leyfa gestunum að njóta veislumatarins áffam þó að matarboðið sé búið. Sendu gestina heim með afganga, þá ert þú ekki að narta í þá á milli mála. Tilvalin jólagjöf til starfsmanna! Allt í einum pakka Gjafakort MRA eru til sölu í útibúum Landsbanka (slands og Glitni á Akranesi. Fáanleg í þremur upphæðum kr. 2.500, 5.000, og 10.000. Handhafar gjafakortanna geta notað kortin hjá um 30 verslunar- og þjónustuaðilum á Akranesi MARKAÐSRAÐ AKRANESS Landsbankinn Banki allra landsmanna J / LATTU 0KKUR / r i ivin r A1 ÓÞVl ír,i i mv EGIÐ fmm Efnalaugin Múlakot ehf Borgarbraut 55 310 Borgarnesi íjnn-louq Sími 437 1930 - aupstaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.