Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 33
I
...KMIIH..L '
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
33
Haukur Guðlaugsson meðan hann starfaði við Akraneskirkju. Mynd Ragnar Th.
Germani. Þá kom í ljós að þeir voru
persónulegir vinir og þannig vildi
það til að ég komst í þetta nám. Einn
daginn var ég svo kominn með bréf
í hendumar þar sem ég var boðinn
velkominn. Öll fjölskyldan hélt því
til Rómar eftir áramótin 1966 og við
dvöldum þar í átta mánuði. Þannig
rættist þessi draumtir minn. Síðar
þegar ég var orðinn söngmálastjóri,
ffétti ég að Germani væri hættur að
spila og búinn að selja orgehð sitt.
Eg hringdi strax í hann og spurði
hvort við hér á Islandi gætum keypt
nótumar hans. Það var auðsótt mál
svo við skröpuðum saman pening-
um, á ýmsan hátt. AHir hjálpuðumst
að, kirkjur, kórar og organistar, og
nómasafrdð var keypt til Islands. Eg
tel að það hafi verið ómetanlegt því
á nótumar sínar var hann búin að
skrifa fingra- og fótasetningu og
þetta var tækni sem hann var búinn
að þrautprófa og var í raun og vera
ævistarf hans.“
Tekið við starfi Söng-
málastjóra Þjóðkirkjunnar
Þegar Haukur tekur við starfi
söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar 1974
er mikið um að vera í tónlistarlífinu.
Nýjar kirkjur höfðu verið reistar,
eins og Hallgrímskirkja og Lang-
holtskirkja, sem hleypti nýju lífi í all-
an tórdistarflutning.
„Eg var sá þriðji sem gegndi þessu
starfi," segir Haukur. „Forverar
mínir vora Sigurður Birkis og Ró-
bert A. Ottósson. I raun var starfið
tvíþætt. Annars vegar var um að
ræða Söngmálastjóra Þjóðkirkjunn-
ar og hins vegar skólastjóra Tón-
skóla Þjóðkirkjunnar. Markmið
Tónskólans var að ala upp organista
fyrir kirkjur landsins. Viðkomandi
þurfti ekki að vera orðinn organisti,
heldur hafa lokið þriðja stigi í hljóð-
færaleik, til að fá inngöngu í skól-
ann. Og þar sem forveri minn, Ro-
bert A. Ottósson var látinn þegar ég
kom að starfinu, þurffi ég að móta
það nokkuð efdr mínu höfði. Sumir
vora ánægðir með það, aðrir minna,
eins og gengur,“ segir Haukur og
brosir. „Ég heimsótti kóra og kirkjur
efidr. Þá spiluðu organistamir yfir-
leitt fyrir mig og ég reyndi að leið-
beina þeim, bæði með spilamennsk-
una og kórstjómina. Svo var leitast
við að aðstoða við val á orgelum í
kirkjur. Það er mildð vandaverk og
smekksatriði. Svokölluð orgelnefhd,
sem ég átti sæti í, var til leiðbeining-
ar við það. Eg fór nokkar ferðir er-
lendis með organistum til að skoða
hljóðfæri. Þegar nýjar kirkjur komu
til með betri hljómburð og hljóðfæri
var það einnig hvatd fýrir organista
að standa sig betur í starfi, bæði hvað
varðaði orgelleik og eins kórstjóm-
un. Þekking hefur vaxið svo allt hef-
ur þetta verið á hinn betri veg.“
Skálholt vagga námskeiða
Margir þeir sem syngja í
kirkjukórum hafa án efa bragðið sér
í Skálholt til að taka þar þátt í nám-
skeiðum sem haldin vora að frum-
kvæði söngmálastjóra Þjóðkirkjunn-
ar.
„Það er ekki nóg að þjálfa einung-
is organistana, það þarf líka að þjálfa
söngfólkið, og þar sem góður org-
anisti er, er yfirleitt góður kór,“
heldur Haukur áffam samtalinu.
„Því settum við á fót námskeið í
Skálholtd þar sem nokkur þjálfun átti
sér stað. Eg leitaði til margra skálda
með texta við hin ýmsu lög og tón-
verk. Svo tók ég saman í möppur
verkefrú bæði fýrir kóra og org-
anista, milH 100-200 blaðsíður, hver
mappa, fýrir hvert námskeið. Að
minnsta kosti helmingurinn af efh-
inu var veraldlegur, því kirkjukórar
syngja oft við önnur tækifæri en
kirkjulegar athafnir. Meðan ég starf-
aði sem söngmálastjóri tók ég saman
um 25 möppur með blönduðu efhi
og fór síðan að gefa slíkt efhi út. Um
75 bækur og hefid litu dagsins ljós.
Þetta var mikil vinna. Bæði að leita
uppi verkefiú og eins að lesa vel
próförk. Við hjónin höfum unnið
mikið saman að þessu. Grímhildur,
kona mín, hefur lesið yfir hvem ein-
asta staf sem ég hef látdð frá mér
fara.“
Gagnrýni varð hvatinn
að kennslubók
Þeir sem lögðu stund á orgelleik
hér áður fýrr vita að ekki var um
auðugan garð að gresja í kennslu-
bókum. A íslensku sérstaklega vant-
aði bækur þar sem þessi sérstaka að-
ferð pedalspilsins var kennd.
„Eg vildi endilega koma pedal-
tækni Germanis á framfæri,“ heldur
Haukur áffam. „Kenndi hana öllum
mínum nemendum. Það hafa verið
skiptar skoðanir um þessa tækni,
eins og aðra strauma og stefhur, en
ég hef haldið mig við hana því eins
og áður kom ffam, var Germani víð-
frægur fýrir í pedaltækni sína. Mér
fannst skorta kennsluefhi og ákvað
því að skrifa kennslubók í orgelleik,
þar sem notkun pedals er sérstaklega
kennd. Hvatinn að bókagerðinni var
eiginlega gagnrýni sem kom í Org-
anistablaðið, þar sem þessi kennslu-
aðferð mín var gagnrýnd. Eg ákvað
hins vegar að svara greininni á þann
hátt að skrifa kennslubók, þar sem
vandlega er farið í pedaltækni
Germanis. Nú er kennsla í þessari
tækni til á bók á íslensku, sem ég tel
vera af hinu góða. Einhverjir snúa
baki við þessari tækni og taka upp
aðra, sem er í góðu lagi, en hafa samt
kynnst henni og geta þá ffekar vafið
og bragðið henni fýrir sig. Eg er
þegar búinn að gefa út tvær bækur
og sú þriðja er í smíðum. Þetta er
vandasamt verk og enn kemur
Grímhildur mín inn í þessa vinnu
með prófarkalestur og stuðning.
Þessi þriðja bók er nokkuð sem ég
æda að klára áður en ég fer úr þess-
ari jarðvist. Fyrsta og annað heftd
hafa þegar verið þýdd á ensku.
Kennslubókin er tíleinkuð fýrram
nemanda mínrnn, KarH J. Sighvats-
syni, sem lést um fertugt. Eg hef
reynt að hafa skemmtileg lög og
verk í bókunum sem höfða til nem-
enda, en KalH hafði einhvem tíma á
orði að ég væri „létt poppaður."
Ekki setið auðum höndum
Effir að Haukur hætti störfum
sem söngmálastjóri Þjóðkirkjunar,
þegar hann varð sjötugur fýrir fimm
árum, hefur hann sannarlega ekki
setið auðum höndum.
„Þegar ég varð sjötugur var mér
gefin fjárapphæð, frá vinum og
velunnurum, sem á að nota til að
spila inn á disk. Það er um að gera að
halda áfram við það, áður en maður
verður of garnall," segir Haukur
brosandi. „En hvað sem því líður, þá
er ég búinn að velja verkin sem ég
ætla að hafa á diskmum og búinn að
spila inn í fimm kirkjum. Eg vel org-
el efidr því hvaða verk ég er að spila,
hvaða hljómur eða tónn það er sem
ég vil ná fram. Þetta er gífurlega
gaman en tekur tíma að fara í kirkj-
umar og gera samanburð. Eg er
þegar búinn að spila nokkur verk,
eins og áður segir, og hin era í
vinnslu. Meðal annars mun ég spila
á tvö íslensk orgel. Svo er ég aðeins
að kenna, ekki mikið þó, en vinnsla
við bækumar tekur mestan tíma hjá
mér. Það er algjör lúxus fyrir mig að
hafa bæði orgel og píanó heima, oft
geng ég á milfi hljóðfæra, eftir því
hvað ég er að spila. Sérstaklega er
gott að hafa orgefið þegar ég er að
skrifa bækumar og eins núna þegar
ég er að æfa mig fýrir geisladiskinn.
Eg er aðeins farinn að kvitta fyrir
starfsvettvanginn í fiðunum. En ég
hef verið svo heppinn að þetta háir
mér ekki. Enn er ég beðinn um að
spila hér og hvar, til dæmis við brúð-
kaup, aðventukvöld eða jarðarfarir.
Svo er ég aðeins að spila með Gunn-
ari Bjömssyni og Gunnari Kvaran
svo það er ekki setið auðum höndum
þótt ég sé löglega hættur að vinna.
Dagurinn er enn alltaf stuttur, og
vikumar líka,“ sagði þessi glaðværi
maður að lokum.
Blaðamaður kveður hinn notalega ,
viðmælanda sinn, fullviss um að nafii
hans muni prýða sögubækur ffarn-
tíðarinnar.
BGK
Jólatónleikar
Jólatónleikar í boði Sparisjóðs Mýrasýslu
verða haldnir fimmtudaginn 14. desember
kl. 21.00 í Reykholtskirkju
Þeir sem koma fram eru:
Freyjukórinn
Kammerkór Vesturlands
Karlakórinn Söngbræður
Kirkjukór Borgarness
Kirkjukór Saurbæjarsóknar
Kór eldriborgara Borgarnesi
Sameinaðir kórar frá Reykholts- og
Hvanneyrarkirkjum
Samkór Mýramanna
Tvísöngur
Cuðmundur og Stefán Sturlusynir
Allir velkomnir
Kaffi og smákökur í hléi
II