Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 ..■■.iiiin,.. | ✓ Ok á sama öryggisbitann í annað sinn á þremur mánuðvun Flutningabíl frá Flytjanda var ekið á öryggisbita í suðurmunna IIvalfjarðarganga sl. miðvikudags- kvöld og þar sat hann fastur. Lög- regla stjórnaði umferð fram hjá bílnum til að byrja með en göngun- um var síðan lokað alveg á meðan bíllinn var losaður og öryggisbún- aði þeirra komið í samt lag á ný. Sami flutningabíll kom við sögu á sama hátt þann 6. september síðast- liðinn. Flytjandabíllinn var á leið norður í land með stóran blásara á vagni. Lögleg hámarkshæð farms er 4,2 metrar en mæling lögreglu leiddi í ljós að hæð farmsins (blásarans) var 4,62 metrar, þ.e.a.s. ríflega 40 sentimetrar umfram það sem lög kveða á um. Stálbiti, sem er yfir gangamtmnanum til að verja blás- ara og annan búnað ganganna, losnaði úr festingum sínum beggja vegna en hékk uppi í öryggiskeðj- um. Atvikið átti sér stað um kl. 18 um kvöldið þegar umferð er hvað mest í göngunum og olli miklum umferðartöfúm. Bilstjóri sama flutningabíls reyndi að troða sér í gegnum Hvalfjarðar- göng með allt of háan farm fyrir tæplega þremur mánuðum og ruddi stálbita úr báðum festingum, ná- kvæmlega eins og gerðist í gær. HJ Kútter Sigurfari endurbyggour Kútter Sigurfari, sem nú er geymdur á Safnasvæðinu á Akra- nesi, verður innan tíðar fluttur er- lendis til endurbyggingar. Fjár- laganefnd Alþingis hefur lagt til að á fjárlögum næsta árs verði veittar 12 milljónir króna til verksins og jafhframt er stefnt að því að gera samning um endurbygginguna milli menntamálaráðuneytisins og Akraneskaupstaðar sem tryggir 60 milljónir króna til verksins á fimm árum úr ríkissjóði. Gunnar Sigurðsson, forseti bæj- arstjórnar Akraness segir að unnið hafi verið að málinu á undanförn- um mánuðum í samvinnu við menntamálaráðherra. Akurnesing- ar hafi alla tíð lagt áherslu á að varðveisla Kútters Sigurfara sé ekki einkamál eins bæjarfélags heldur þurfi þjóðin að standa að varðveislu þessara atvinnusögu- legu verðmæta. Tillaga fjárlaga- nefndar og sá samningur sem nú er í burðarliðnum séu því ánægjuleg- ur stuðningur við þau sjónarmið Akurnesinga. Gunnar segir að nokkur fyrirtæki sérhæfi sig í end- urgerð gamalla skipa og því verði leitað tilboða í endurbygginguna. Hann telur að með samstilltu átaki margra aðila eigi það að geta tekist og með framlagi ríkissjóðs verði hægt að bjóða verkið út fljótlega. „Draumur okkar er að skipið verði varðveitt á floti eftir endurbygg- ingu enda er það eina rétta leiðin. Við viljum að það verði lifandi safn um þann merkilega tíma sem skútuöldin var í atvinnusögu þjóð- arinnar og nú sést loks til lands í því máli.“ Kútter Sigurfari er 86 smálesta eikarseglskip sem var smíðað árið 1885 í Englandi og notað við handfæraveiðar við Islandsstrend- ur til ársins 1919 og síðan af Fær- eyingum til ársins 1970. Það ár hóf sr. Jón M. Guðjónsson sóknar- prestur á Akranesi að vinna að því að fá keyptan hingað til lands ein- hvern hinna gömlu kúttera sem héðan voru gerðir út. Arið 1972 reifaði hann hugmyndina við fé- lagsmenn í Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi. Leiddi það til þess að klúbbfélagar stóðu fyrir kaupum á kútternum árið 1974 og kom hann til Akraness 7. júlí það ár og var afhentur Byggðasafninu á Görðum til eignar. Fyrstu árin var unnið að endurgerð skipsins en hin síðari ár hefur lítið verið unn- ið í málinu vegna fjárskorts. Hefur skipið síðan látið verulega á sjá. Fyrir nokkru síðan var leitað til sérfræðinga Buchan, Hall & Mitchell í Skotlandi um að meta ástand skipsins og gera kostnaðar- áætlun um endurgerð og framtíð- arvarðveislu þess. Þeirra mat var að ráðast yrði hið bráðasta í endur- gerð til að hægt yrði að bjarga skipinu frá eyðileggingu. HJ Helga Vala birtir uppgjör prófkjörsins Helga Vala Helgadóttir í Bol- ungarvík, sem var einn frambjóð- enda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, hefur á spjallsíðu sinni birt uppgjör kostn- aðar við þátttöku sína í prófkjörinu. Hún telur að kostnaður hafi verið á bilinu 50-60 þúsund krónur. „Stærsti hlutinn er ferðakostnaður en ég flaug einu sinni á fund í Reykjavíkinni og tvisvar sinnum vegna funda nálægt Reykjavíkinni, enda kjördæmið með eindæmum stórt,“ segir orðrétt á síðu Helgu Völu. Aðrir útgjaldaliðir í próf- kjörsbaráttunni voru gisti- og bens- ínkosmaður. Sem kunnugt er bannaði Samfylk- ingin frambjóðendum í prófkjörinu að auglýsa í fjölmiðlum og því ekki um slíkan kosmað að ræða hjá Helgu Völu. Hún fjallar einnig um styrki til framboðsins á síðu sinni og þar seg- ir meðal annars: „ Einn styrk fékk ég til verksins frá einum aðila og má vel vera að með því verði ég bullandi vanhæf til starfa í stjómmálum. Það var bæjarstjórinn í Bolungarvik sem styrkti ffamboðið að öllu leiti. Hann þarf að auki að bera ábyrgð á mér ögn lengur vegna þess að ég seinkaði námi um eina önn vegna þessa brölts." Þess má geta að bæjarstjór- inn í Bolungarvík heitir Grímur Atlason og er eiginmaður Helgu Völu. 11] Hér undirritajón Sveinsson hrl., Gtsli Gíslason og Bjöm lngi Hrafnssonjrá Faxaflóa- höfnum og Hafsteinn Hafsteinsson og Þórhallur Arason kaupsamninginn. Faxanóahafhir kaupa Kataneslandið Faxaflóahafnir sf. hafa gengið frá kaupum hafnarinnar á landi Kata- ness og aðliggjandi lóðtrni í Hval- fjarðarsveit af ríkissjóði. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra er um að ræða land Kataness sem er 143 hektarar, tvær landsspildur úr landi vestra Kataness sem eru sam- tals 131,1 hektari, landsspildu úr landi Klafastaða sem er 80 hektarar og loks einn hektara sem skráður var eign Siglingastofhunar. Alls er því um að ræða 355,1 hektara sam- tals og var kaupverðið 110 milljón- ir króna. Það landssvæði sem tun er að ræða er land Kataness og það land sem verksmiðjur Norðuráls hf. og Islenska járnblendifélagsins hf. standa á. Faxaflóahafnir sf. eiga fyrir land Klafastaða og það lands- svæði sem Grundartangahöfn var byggð á og er því heildar eign hafn- arinnar í landi því um 615 hektarar. Gísli segir höfnina því búa vel að landi á Grundartanga sem verður skipulagt og þróað í ffamtíðirmi fyrir starfsemi hafnarinnar í sam- vinnu við sveitarstjóm Hvalfjarðar- sveitar. HJ Fisláhomið opnaði á Akranesi í síðustu viku Eins og sjá má erflskborð verslunarinnar glæsilegt. Hér erjói aðfylla á þaðfyrsta dag- inn sem verslunin var opin. í síðustu viku var opnuð á Akra- nesi fiskbúðin Fiskihomið. A undan- förnum ámm hefúr engin fiskbúð verið starfandi frá Reykjavík til Siglufjarðar og er opnun búðarinnar því nokkur tímamót í verslunarmál- um á landsbyggðinni. Búðin er í eigu þeirra hjóna Herdísar Þórðar- dóttur og Jóhannesar Olafssonar og er verslunin til húsa að Ægisbraut 29. Þar er einnig til húsa Fiskverkun Jóhannesar sem einnig er í eigu þeirra hjóna. I versluninni er neytendum boðið fjölbreytt úrval fisktegtmda og fisk- rétta og segir Herdís markmiðið að bjóða eins fjölbrev'tt úrval og mark- aðurinn býður hverju sinni. Krafa neytenda sé líka að geta keypt unna rétti og þeim kröfum verði einnig reynt að mæta. „Hér verður því mætt þörfum þeirra sem vilja vera lengi að elda og einnig þeim sem hafa styttri tíma til verka. Fyrst og fremst verður aðeins boðinn úrvals fiskur,“ segir Herdís. Heiðursgestir við opnunina vora foreldrar Jóhannesar þau Lilja Hall- dórsdóttir og Olafur Olafsson sem sama dag fagnaði 80 ára afinæli sínu. Fyrsti viðskiptavinur versltmarinnar var Gimnar Gunnarsson, fyrrver- andi kennari og fékk hann blóm í kaupbæti. Gunnar sagði í samtali við Skessuhorn að opnun verslunarinn- ar væri kærkomin því alltof langur tími væri hðinn síðan opin hefði ver- ið fiskbúð á Akranesi. Eftír því sem næst verður komist era um 16 ár lið- in ffá því síðast var opin fiskbúð á Akranesi. HJ Heiðursgestimir Ólafur og Lilja með Jóhannesi og Herdísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.