Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 54

Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 > Jk «; * % Snæfell féll úr bikarkeppninni Um helgina fór var leikið í 32 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og voru Vesturlandsliðin í sviðsljós- inu. Lið Snæfells mætti liði Crindavíkur og fór leikurinn fram í Grindavík. Snæfellingar byrjuðu mun betur og voru með forystu eftir fyrsta leikhluta og einnig í leikhléi. í síðari hálfleik náðu Grindvíkingar hins vegar foryst- unni og lauk leiknum með sigri þeirra 87-82. Justin Shouse var stigahæstur Snæfellinga með 28 stig og Hlynur Bæringsson skor- aði 13 stig. Skallagrímsmenn sóttu heim b- lið Fjölnis og báru sigur úr bítum með 109 stigum gegn 65 stigum Fjölnismanna. Lið Mostra í Stykk- ishólmi sigraði svo b-lið Breiða- bliks með 74 stigum gegn 47 stigum. HJ Fjölmennt héraösmót HSH um liðna helgi Á sunnudaginn var héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss haldið í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík og stóð frjálsíþróttaráð Víkings/Reynis fyrir mótinu. Skráð- ir keppendur voru 87 að tölu og var þetta stærsta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið í íþrótta- húsinu til þessa. Keppt var í sjö grein- um í sjö aldursflokk- um drengja og stúlkna. Mótið hófst kl. 10 og var fram- kvæmd þess rögg- samleg því mótinu lauk kl. 14. Móts- stjóri var Lilja Stef- ánsdóttir og styrkt- araðili mótsins var Sparisjóður Ólafsvíkur. Sigurvegarar mótsins voru kepp- endur frá Grundarfirði sem hlutu 117,5 stig. Snæfell varð í öðru sæti með 97,5 stig og Víkingur og Ungmennafélag Staðarsveitar urðu jöfn í 3.-4. sæti. HI Björgunarfélag Akraness fær nýjan bíl Björgunarfélag Akraness hefur fengið nýja bíl til umráða af gerð- inni Toyota Tundra árgerð 2006. Bílinn keypti félagið á síðasta ári og hefur hann verið í umfangs- miklum breytingum síðan til þess að uppfylla þær kröfur sem gerð- ar eru til björgunarbifreiða. Það var jeppaþjónustan Breytir sem sá um breytingar á bílnum en þetta mun vera í fyrsta skipti sem bíl af þessari tegund er breytt á þennan veg. Bifreiðin hefur þegar fengið eldskírn sína því um þarliðna helgi þegar félagar í Björgunarfé- laginu aðstoðuðu fólk í ófærð á Akranesi. HJ Landslið Islands í flokki kvenna undir 19 ára aldri tapaði fyrsta landsleiknum sem fram fór í Akraneshöllinni. Liðið mætti á þriðjudag í síðustu viku landsliði Englands og lauk leiknum með því að lið Englands skoraði fjögur mörg gegn engu marki okkar kvenna. Frítt var á leikinn og nýtti nokkur hópur knattspyrnu- áhugamanna það og horfði á leikinn við bestu aðstæður inn- anhúss. Frekar kalt hefur verið í veðri á Akranesi undanfarna daga og því var frekar kalt í höll- inni eða um þrjár gráður þegar leikurinn hófst. Leikmenn létu það ekki á sig fá og léku skemmtilega knattspyrnu. Enska iiðið var mun sterkara í heildina en þó áttu okkar konur sín færi. HJ SkagaMörkin og ÍA undirrita samstarfssamning Gísli Gístason og Þórður Gylfason handsala nýja samninginn. í síðustu viku undirrituðu Rekstrarfélag Meistarafé- lags ÍA og stuðnings- mannafélag IA, Skaga- Mörkin, samstarfssamning. Tilgangur samningsins er að efla samstarf milli félag- anna öllum til hagsbóta, bæði innan vallar sem utan. Með því að gerast félagi í SkagaMörkunum gefst stuðningsaðilum og öðrum velunnurum ÍA tækifæri á að leggja sitt af mörkum fyrir félag- ið og sem dæmi þá er hagstæð- ara að gerast aðili að SkagaMörk- unum heldur en að greiða að- qanqseyri á völlinn á alla heima- leiki ÍA. Þess utan fylgir félagsaðild trefill eða treyja auk funda með þjálfurum og stjórn en svo má ekki gleyma því að handhafar fé- lagsskírteinis í SkagaMörkunum koma einnig til með að njóta af- slátta auk annarra fríðinda á upp- ákomum tengdum starfi Skaga- Markanna. HJ Snœfellingar í blaki Á dögunum var haldið íslandsmót yngri flokka í blaki í Mosfellsbœ og fór stór hópur ungmenna frá Ung- mennafélagi Grundfirðinga og Vík- ingi/Reyni til keppni í mótinu. Af ár- angri liðanna í mótinu má ráða að blakið er í talsverðri sókn á Snœfells- nesi. Hj Ragnheiður unglingaþjálfari S5Í Ragnheiður Runólfsdóttir, yfir- þjálfari Sundfélags Akraness hefur verið valin unglingaþjálfari Sund- sambands íslands árið 2006. Til- kynnt var um valið á lokahófi sam- bandsins sem haldið var á sunn- dagskvöld. Á heimasíðu Sundfélags- ins segir að þetta sé mikill heiður fyr- ir Ragnheiði persónulega en einnig fyrir Skagamenn. Þá segir að það hafi ekki skyggt á ánœgjuna yfir val- inu að Ragnheiður varð fertug þenn- an sama dag. Hj Körfu- knattleikssystur Körfuknattleikssysturnar Guðrún Ósk og Sigrún Sjöfn Ámundadœtur úr Borgarnesi, sem nú leika með Hauk- um í Hafnarfirði, hafa að undanförnu átt annasama daga í boltanum eins og stöllur þeirra í Haukaliðinu. Liðið tekur þátt í Evrópukeppninni í körfuknattleik og á dögunum léku þœrgegn liðum ÍFrakklandi og á ítal- íu. Þrátt fyrir að úrslit leikjanna hefðu getað orðið betri hefur Sigrún Sjöfn náð að komast á lista yfir þá leik- menn í Evrópukeppninni sem hirt hafa flest fráköst. Er hún í 25. sœti yfir tekin varnarfráköst og í 37. sæti yfir heildarfráköst. Hj Skagamenn á landsliðsœfingum Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari landsliðs karla undir 19 ára aldri hef- ur kallað Guðmund Böðvar Guðjóns- son og ísleif Örn Guðmundsson leik- menn ÍA til œfinga landsliðsins sem fram fara á nœstunni. Þá hefur Lúkas Kostic þjálfari karlaliðs skipað leik- mönnum undir 17 ára aldri kallað á Trausta Sigurbjörnsson, Aron Ými Pétursson, Björn Bergmann Sigurðs- son og Ragnar Leósson leikmenn ÍA til œfinga. Hj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.