Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. NOVEMBER 2006 Hvað segja bömin um aðventuna ogjólin? Þessi skreyting er með lifandi greinar og greni, potturinn þarfþví aí vera vatnsheldur. Settur er oasis ípott, ekki fyrir þurrskreytingar. Keilunum er komið vandlega fyrir. Yfirborðið er þakið með mosa. Stærri greinum sem slúta eiga útfyrir pottinn er stungið niður í oasisinn, næst brún. Slaufur eru búnar til úr borðunum. Gerviberjum, könglum og öðru skrauti komiðfyrir þar sem hverjum þykir best. Sprittkerti sett í keilum- ar og Ijósin tendruð. Þessi skreyting er heldur minni en súfyrri. Sama aðferð er notuð. Og enn gildir að láta hugmyndaflugið ráða. eins og já má. Skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum skreytingum. Allt sem nota þarf í þessar skreytingar fiest t BlómaBorg, Borgar- nesi. Það geta allir, á hvaða aldri sem er, gert svona skreytingar, eða aðrar sem hugurinn gimist. Það eina sem gildir er að láta hug- myndaflugið ráða. Starjsfólk BlómaBorgar aðstoðar þig við val á efni og gerð skreytinga. Marinó Elí Gíslason 10 ára, Akranesi Veistu hvað aðventa er? Eg man það ekki alveg í augnablik- inu. Eru það ekki sunnudagamir jjórir fyrir jól? Hvað er skemmtilegast við tímann fram að jólum? Bara spenningurinn að það sé að koma að jólunum og að bíða. Líka söngurinn sem er sunginn með kertin í skólanum. Gefurðu einhvetjar jólagjaf- ir? Já, gjafir sem ég bý til sjálfur. Ég geri þær í skólanum. Ijyrra var ég í smíði og bjó tilflugvél handa ömmu og afa í Borgamesi. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn? Já, þegar ég var tveggja ára. Þaðfá allir þegar þeir eru svona litlir. Það er bara vaninn. En hvaða skó tetlarðu að setja í gluggann? Eg set alltafsama skóinn. Spariskóinn. Eg er ekkert að nota þá nema þegar égfer í svona ættingjaaf- mœli. Hvað er í matinn heima bjá þér ájólunum? A aðfangadagskvöld? Þá eldar pabbi eitthvað gott, ojtast kaikún. Pabbi vann einu sinni sem þjónn, þess vegna er hannfrábœr kokkur líka. Hvað langar þig að fá íjólagjöf? Nokkrar bœkur. A skólabókasajhinu fann ég bók sem heitir Siljurvængur, kannski fie ég framhaldið í jólagjöf. Þetta eru spennusögur eftir enskan rithöjund en þær eru þýddar. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Stúfur. Enefþúert líka að tala um þessa eldgömlu þá erþað Litli pungur. Það voru nefnilega 80jólasvein- ar einu sinni en núna eru þeir 13 eftir, þeir sem hóguðu sér best. Faldafeyk- ir hljóp svo hratt á böllum að pilsið feyktist upp hjá stelpunum svo að sást í n,erbuxumar þeirra. Attu uppáhalds jólalag? Já, það er með Glámi og Skrámi þar sem þeir eru leiðinlegir viðjólasveininn. Tekurðu tilfyrirjólin? Já, það er regla hjá okkur. Ég tek til íherberginu mínu. Ég held það sé til að gera plássfyrirjólagjajimar. En égveitekki al- V vee hvort það er rétta ástœðan! V g _________________________________________________________y Sóldís Eyþórsdóttir Thoroddsen 9 ára, Bifröst Veistu hvað aðventa er? Það er hátíð. Jólahátíð. Hvað er skemmtilegast við tímann fram að jólum? Að pakka inn gjöfum, skrifa og fándra. Gefurðu einhverjar jólagjafir? >• Hvað langar þig að fá í jóla- gjöf? Mig langar mest í svona málningardót. Til að mála mynd. Hefurðu fengið kartöflu í skó- inn? Nei, aldrei. Hvað er í matinn heima hjá þér á jólunum? Við borðum svínakjöt og fullt af grænmeti og grœnar baunir. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Það er Stúfur. Hann er svo lít- ill og ég er líka svolítið lítil. Syngurðu jólalög? Já, ég er íkór ogsyngjólalögþar. Tekurðu tilfyrir jólin? Já, ég tek til alls staðar þar sem ég á að taka til. Líka þar sem er drasl. Afhverju höldum viðjól? Afþví þá fieddist Guð - eðajesú. Hvar fieddist hann? Ijötu í Betlehem. Hvar Uerðirðu það? Eg er. búin að læra um þetta í kristinfrœði og hjá kennaranum mínum. Er öðruvtsi að vera í skólanumfyrirjól?Já, maðttr kerir minna og byrj- ar aðfiöndra meira. Við gerum jólakort og vinab 'önd. Svo búum við til Aron Orri Tryggvason 10 ára, Bifröst Veistu hvað aðventa er? Er það ekki svonajóla... Uuu, hvað á ég að segja? Er það ekki bara að halda upp ájólin? Hvað er skemmtilegast við tímann fram að jólum? A ð skreyta. Líka að baka piparkök- umar, að glápa á alla pakkana og að hugsa hvað er í þeim. Gefurðu einhverjar jólagjaf- ir? Já, ég gerði eitthvað úr trölladeigi um síðustujól. En ég gef m'ómmu yfirleitt mynd, kort eða eitt- hvað svoleiðis. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn? Nei, aldrei. Hefekki rauðan grun um afhverju. En hvaða skó œtlarðu að setja t gluggann? Ég œtla að gá hvort ég geti notað gúmmítúttumar eða reiðstígvélin. Það er örugglega sniðugt. Eg hef aldrei prófað að setja reiðstígvélin en setti túttumar þegar ég var fjögurra ára. Þáfékk égsleikjó. Égfie ábyggilega kerti efégset reiðstíg- vélin, þau eru svo löng. Hvað er í matinn heitna hjá þér á jólunum? Það er pínu rjúpa, bangikjöt, einhver jólasteik og laufabrauð líka. Hefiur þúbúiðtil laufabrauð? Já, við gerum oft stafina okkar álaufa- brauðið. Ertuflinkur íþví? Nei, ég myndi nú ekki alveg segja það. En amma er alveg snillingur. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Veistu hvaðþeir eru marg- ir? Eg lék einu sinni Stúf en hann er reyndar ekki uppáhalds. Kjötkrókur, mér líst mjög vel á hann. Attu uppáhalds jólalag? Göngum við í kringum einiberjarunn. Eini- berjarunnur er tré, ég sá svoleiðis úti íNoregi. Það er mjög vont aðstinga sig á svoleiðis, alveg hræðilegt. Tekurðu til fyrir jólin? Eg tek oft til í hillunum hjá mér. Þœr eru oft eins og hafi verið gerð hryðjuverkaáras á þær. Kristjón Sigmjónsson 8 ára, Furubrekku í Staðarsveit Veistu hvað aðventa er? Þegar maður er að skreyta og svoleiðis. Hvað er skemmtilegast við tímann fram að jólum? A ð hlakka til. Gefurðu einhverjar jólagjaf- ir? Já, ég er að spá í að gefajóla- gjafir núna og er búinn að á- kveða nokkrar. Handa 'ömmu og afa og mömmu ogpabba kannski. Hefurðufengið kartöflu ískó- inn? Nei, aldrei. Hvað er í matinn heima hjá þér ájólunum? Svínakjöt með einhverj- um baunum og svoleiðis. Líka ís. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn Bjúgnakrœkir. Afþví hann krækir í bjúgun. Attu uppáhalds jólalag? Nei, eiginlega ekki. Bara mörg. Hvernig undirbýrðþújólin? Set jólaseríur og byrja að syngja. En afbverju höldum viðjól?Afþví að Guð á afmæli. Gefur maður Guði þá pakka? Nei, maður geturþað ekki. Hann býr svo langt uppi í himninum. Það er ekki hægt að senda pakka þangað. Eitthvað að lokum? Bara bless. Björk Gísladóttir 8 ára, Aljiavatni í Staðarsveit Veistu hvað aðventa er? Já, það er þegar við byrjum að undirbúajólin. Hvað er skemmtilegast við aðventuna? Mérfinnst gaman að gera tilbúið fyrir jólin. Taka til og skreyta og svoleiðis. Gefurðu einhveijar jólagjaf- ir? Já. Eg veit nú ekki alveg hversu margar. Ég er aðeins byrjuð aðfóndra í skólanum. Færðu t skóinn? Já, ég held það. Besta sem ég heffengið í skóinn er svona dýrabangsi. Ég geymi hann hjá hinum í bangsakassa sem ég á. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn? Já, einu sinni. Það var viljandi. Mig langaði að prófa það og neitaði að tannbursta mig. Ég gerði það reyndar á endanum enfékk samt kartöflu. Það var ekkert mjög skemmti- legt. Eg man ekki hvað ég gerði við hana. Ætli ég hafi ekki hent henni. Hvað er t matinn heima hjá þér á jólunum? Við borðum alltaf lambakjöt. Pabbi eldar oftast, hann ergóður tþvt. Svo eru kartöflur, sósa, rauðkál og stundum rabbarbarasulta. Langarþig í eitthvað sérstakt íjólagjöf? Bara eitthvað. Nei, ekkert sérstakt. Bangsa eðafót eða bara eitthvað. Eg er ekki búin að gera neinn óskalista. Attu uppáhalds jólaskraut? Já. Það er svona lítill engill sem heitir Bogga eftir langömmu minni. Ég held að hún hafi gefið mér hann. Ég hengi hann ájólatréð. Er öðruvísi að vera í skólanum á aðventunni? Já, maður gerir alls- konar jólakort ogfiöndrar. En afbvetju höldum viðjól? Utafþví að Jesú fiæddist ájólunum. f Annika Katrín Möller 6 ára, Akranesi Veistu hvað aðventa er? Nei, er það kannski að vera góður? Hvað er skemmtilegast við timann fram að jólum? Að vera í tölvuleikjum og að lita. Svo fær maður að vaka lengi og horfa á sjónvarpið. Mér finnst skemmtilegast að skreyta með frænda mínum Sævari. Þá hjálp- ar hann mér að setja seríumar en égfie að gera allt hitt. Gefurðu einhverjar jólagjafir? Sjaldan. En á þessum jólum ætla ég að gefa aðeins mikið. En ég er ekki alveg viss hvað ég ætla að gefa. Ilmvatn kannski eða eitthvað handa 'ömmu. En ég á bara ekki pening. Geturðu þá ekki bara búið til gjajir? Að búa til ilmvatn? Og geisla- diska? Það er ekki hægt. En geturðu þá ekki búið til eitthvað annað? Jú, það er hægt að búa til eitthvað úr tré. Svo er líka hægt að gera myndir og bók og allskonar listaverk. Og leikfangatölvu. Það er hægt að saga spýtu og negla nagla á endana og teikna lyklaborðið. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn? Nei, aldrei. Kannski þegar ég var þriggja ára eða eitthvað. En ég man ekkert eftirþví. Hvað er í matinn heima hjáþér ájólunum? Við borðum aldrei hérna heima. Viðfórum íjólaveislu til 'ömmu og borðum svínakjöt og lamb. Svo er alltaf óvæntur efthréttur. Ég kalla það óvæntan eftirrétt afþví hann kemur eftir að við erum búin að opna pakkana. Eitthvað að lokum? Ég ætla að hengja sokkinn minn upp á vegg. I teikni- myndunum gera þau það. Afþví þau eiga ekki skó. Eða nei, ég ætla ekki i að gera það. Þá gæti komið táfýla. Aðventu- og jólaskreytingar frá BlómaBorg í Borgamesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.