Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 50
50
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
^ttCuunuL
Athyglisverðir ungir listamenn
kveða sér hljóðs
Margrét Rán Magnúsdóttir mei geisladiskinn sinn.
Margrét Rán Magnúsdóttir,
nemandi í Brekkubæjarskóla á
Akranesi gaf nýverið út geisladisk
sem inniheldur 8 frumsamin lög,
eftir hana og félaga hennar, Ólaf
Aiexander Ólafsson. Saman kalla
þau sig Wipe Out og vekur athygli
hversu ung þau eru, en Margrét er
aðeinsl4 ára og Ólafur 12. Skessu-
horn hafði samband við Margréti
og lék forvitni á að vita meira um
þau, tónlistina og tilkomu disksins.
„Eg fékk minn fyrsta gítar
tveggja ára en hef stundað tónlist af
alvöru síðan ég var 11 ára“, segir
Margrét Rán. „Eg hef hins vegar
ekki farið í neina tónlistarskóla en
fikraði mig áffam í gegnum bækur
og sótti námskeið þar sem ég lærði
helstu tökin. Það er enginn í minni
fjölskyldu sem er sérstaklega tón-
listarlega sinnaður en ég hef alltaf
haft mikinn áhuga fyrir öllu sem
varðar tónlist og stefhi í ffamtíð-
inni að fara þá leið“.
Margrét segist vera alæta á tón-
list og enginn einn áhrifavaldur
öðrtun ffemur í hennar lífi. Hún
spilar ásamt félaga sínum Ólafi Al-
exander Ólafssyni, en hann er bú-
settur í Hafnarfirði. Ólafur er ætt-
aður frá Akranesi og
spilar á trommur, en
faðir hans Ólafur Páll
Gunnarsson, hjálpaði
þeim m.a. að láta geisla-
diskinn verða að veru-
leika. „Við hittumst hér
eða í Hafnarfirði til þess
að æfa okkur og semja
en upphaflega langaði
okkur til þess að stofna
hljómsveit. Við vildum
hafa bassaleikara en það
hefur þó gengið bara
ágætlega hjá okkur
tveimur. Faðir Ólafs
hvatti okkur að gera
eitthvað með efnið og
enduðum við í studíó
hjá Rúnari Júl, þar sem við tókum
upp diskinn".
Þegar blaðamaður spyr Margréti
um tónlistina á disknum, svarar
hún: „Ég á ekki auðvelt með að lýsa
tónlistinni, en hún er blönduð af
ýmsu, fjörugum lögum, rólegum og
jafnvel yfir í þungt rokk. Flest lög-
in eru eftir mig og þar sem við gef-
um þetta sjálf út, sjáum við um að
selja hann. Það verður líklegast
hægt að kaupa hann í 12 tónum í
Reykjavík, en einnig verður hægt
að kaupa hann hjá mér,“ segir Mar-
grét Rán. Blaðamaður fær að lokum
að heyra örlítið brot af einu lag-
anna á disknum og er dolfallinn yfir
kröftugri tónlistinni, þroskuðum
söngnum og auðheyranlegri færni
þeirra félaga á hljóðfærin. Það
verður því spennandi að fylgjast
með þessum efhilegu ungmennum
í framtíðinni.
KH
Fundir bæjaTytjámar Akraness
sendir út á netinu
Eitt af fyrstu verkum nýja bæjar-
stjómarmeirihlutans á Akranesi var
að sjá til þess að hljóðupptökur af
bæjarstjórnarfundum yrðu settar á
vef bæjarins (www.akranes.is). Þetta
var gert í góðri samvinnu við emb-
ættismenn bæjarins og tölvufyrir-
tækið sem sér um vef Akranesbæjar,
og hafði í raun verið í undirbúningi
um nokkra hríð þó ekki yrðu netút-
sendingar að veruleika fyrr en með
nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks
og Frjálslynda flokksins. Hugmynd-
in með útsendingum á Netinu er að
fólk geti þá hlustað á fundina í góðu
tómi þegar færi gæfist til þess.
Hvenær sem er og hvar sem það eig-
inlega er statt í heiminum og í góðu
tölvusambandi.
Þetta er hður í því að gera stjóm-
sýslu Akranesbæjar aðgengilegri fyr-
ir bæjarbúa. Vonandi verður þetta
einnig til þess að auka áhuga íbú-
anna á málefhum bæjarins, og tilefni
til opnari og lýðræðislegri umræðu
um bæjarmálin. Bæjarstjómarfundir
em háðir í heyranda hljóði og opnir
bæjarbúum sem geta komið og
fylgst með fundum í bæjarþingsaln-
um. Aður vora þeir einnig sendir
beint út á tiltekinni útvarpsrás sem
eingöngu heyrist á Akranesi og svo
er enn (FM 95,0). Þetta var þó þeim
annmörkum háð að ef fólk komst
ekki á fundi eða gat ekki hlustað á
útvarpsútsendingu, þá missti það af
bæjarstjórnarfundum. Fundirnir
gátu því farið fyrir ofan garð og neð-
an hjá bæjarbúum.
Ftmdir bæjarstjómar em ákaflega
mikilvægir sem umræðu- og ákvarð-
anavettvangur kjörinna fulltrúa al-
veg eins og þingfundir á Alþingi em
slíkur vettvangur þingmanna. Við
sem skipum meirihluta í bæjarstjóm
Akraness höfum viljað beina um-
ræðu meðal
kjörinna full-
trúa á þessa _____________________
fundi þar sem
fólk geti þá fylgst með. Eg tel því að
gagnrýni frá fulltrúa Samfylkingar í
minnihluta bæjarstjórnar fyrr í
haust, um að lítið fari fyrir fyrirheit-
um Frjálslynda flokksins úr kosn-
ingabaráttunni um opnari stjórn-
sýslu eigi ekki við rök að styðjast.
Það að setja alla bæjarstjómarfundi á
netið þar sem hjóðupptökur em
vistaðar er einmitt skýrasta dæmið
um það að við viljum opna stjóm-
sýsluna þannig að kjósendur geti þá
fylgst með því sem er í deiglunni á
hverjum tíma.
Magnús Þór Hafsteinsson,
alþmgismaður og varabæjarfulltrúi
Frjálslynda flokksins.
Sextíu ára áheit á
Hvanneyrarlárkju
Brynjólfur Einarsson, málarameistari að
störfum í Hvanneyrarkirkju.
Pétur Jónsson og Svava Krist-
jánsdóttir, eigendur Ardals tóku
þeirri áskortm sem í skilaboðunum
fólust og færðu Ingibjörgu Jónas-
dóttur, sóknarnefndarmanni and-
virði tveggja brennivínsflaska á nú-
virði. Þetta gerðu þau réttum 60
árum eftir að miðinn í flöskunni
hafði verið skrifaður. Þannig upp-
fylltu þau það áheit það sem í
flöskuskeytinu fólst og kirkjan naut
að sjálfsögðu góðs af.
MM
Þessa dagana stendur yfir við-
gerð á innviðum hinnar 100 ára
gömlu Hvanneyrarkirkju. Kirkj-
unni barst nýlega óvæntur stuðn-
ingur sem á sér nokkra sögu.
Þannig var að fyrir nokkm þegar
verið var að gera upp íbúðarhúsið í
Árdal í sömu sveit, að þar fannst
undir súð tóm brennivínsflaska en í
henni miði sem á stóð að finnandi
flöskunnar ætti að gefa Hvanneyr-
arkirkju krónur 100. Á miða utan á
flöskunni stóð að hún hafi kostað
50 krónur.
Flaskan góða og upprúllaður miðinn sem
í benni fannst.
Ævintýraldstan opnar
við Skólabraut
Fyrir skömmu var opn-
uð ný leikfangaverslun í
gamla miðbæ Akraness,
nánar tdltekið við Skóla-
braut ofanverða. Verslun-
in nefnist Ævintýrakistan
og er eigandi hennar
Bjarni Þorsteinsson. Þar
má finna hvers kyns
þroskaleikföng fyrir böm,
púsluspil, ásamt ýmsu
smádóti. Einnig er þar
„ömmuhorn,“ þar sem
hægt er að kaupa garn,
lopa og hannyrðavörar hvers kon-
ar. Dótahorn er í Ævintýrakistunni
fyrir börn til að leika sér í, meðan
foreldrar versla eða jafhvel fá sér
kaffitár, því þar er einnig hægt að
setjast niður, spjalla og fá sér tíu
dropa. „Eg hef fengið góðar við-
tökur við versluninni og salan farið
vel af stað,“ sagði Bjarni í samtali
við Skessuhom. „Það var ekkert hik
á mér að opna svona verslun, enda
vöntun á slíku hér á Akranesi og ég
er afar bjartsýnn með framhaldið,"
segir Bjarni. KH
Borgfirsk blanda á hljóðbók
Hörpuútgáfan
á Akranesi hefur
sent frá sér tvær
nýjar hljóðbæk-
ur með völdum
þáttum úr Borg-
firskri blöndu.
Þessir þættir era
einungis fáan-
legir á hljóðbók-
um. Bragi Þórð-
arson, höfundur
les.
Fyrri bókin
inniheldur Sög-
ur af fólki og
eftirminnilegum
atburðum. Þætt-
irnir heita:
Furðuskipið
Force, frásögn af
dularfullu flutningaskipi, sem strandaði við Langasker utan
við Elínarhöfða á Akranesi og sprakk í loft upp.
Eitt sumar með Oskari á Bakka. Júlíus Þórðarson á Akra-
nesi segir frá sumrinu 1926, þá var hann 17 ára, og vann á
síldarplani hjá ævintýramanninum Oskari Halldórssyni.
HL10ÐBÆKUR HORPUUTGAFUÍMNAR ;
rmmmlegum atburðum
loMntm Borg/lrik bU»da
Jól í Borgarnesi. Jórunn Bachmann segir frá jólum á
heimili foreldra sinna í Borgarnesi fyrir áttatíu áram.
Fyrsta ferð með bíl yfir Holtavörðuheiði. Sex menn fóra
þessa ferð á litlum pallbíl með húsi, sem komið var fyrir á
pallinum. Þá var gírinn með ,,ló“ og „hæ“.
Brúðkaup fyrir 100 áram. Sagt er frá brúðkaupi á Fitjum í
Skorradal og veisluhaldi að þeirrar tíðar hætti.
Vertíðarlíf á Akranesi um aldamótin 1900. Jón Arnason
skipstjóri og sjósóknari frá Heimaskaga á Akranesi, segir frá
lífi og starfi fólks í sjávarplássi og slarksömum sjóferðum
sínum.
Dularfullt skipshvarf. Þegar sviplegir atburðir verða,
komast á kreik sögusagnir. Þannig var það með flutninga-
skipið Balholm, sem týndist með allri áhöfn við Islands-
strendur.
Sögur um Surtshelli. Atján skólapiltar frá Hólum tóku sér
bólfestu í Surtshelli og herjuðu á byggðamenn með ránum
og ofbeldi.
Sjúkrahúsið á Bjargi. Kristrún Hallgrímsdóttir á Bjargi
starfrækti á heimili sínu fyrsta sjúkrahúsið á Akranesi 1886.
Hún hjúkraði sjúkum og hýsti þá þar til þeir fengu bata.
Seinni bókin inniheldur: Sögur af kynlegum körlum og
fleira fólki. Þættirnir heita:
Leirulækjar-Fúsi. Hann var kynlegur karl, kunnur af
brellum sínum og skringilegum uppátækjum. Samtímamenn
kölluðu hann galdramann og ákvæðaskáld.
Feðgarnir frá Jarðlangsstöðum. Sérstæðir feðgar, þekktir
fyrir hnyttin tilsvör.
Kristófer á Hamri. Kristófer Jónsson á Hamri í Borgar-
hreppi var frægur fyrir ýkjusögur sínar. Hér era nokkrar
þeirra endursagðar.
Davíð á Arnbjargarlæk. Hér eru sagðar nokkrar sögur af
Davíð Þorsteinssyni á Arnbjargarlæk, en hann var þekktur
fyrir hnittin tilsvör.
Gamanmál úr Borgarfirði.
Atján vikna umhleypingur. Ljóðabréf Sigurðar Vigfússon-
ar vigtarmanns og fréttaritara á Akranesi. Hann segir frá
mannlífi og aflabrögðum á Skaganum veturinn 1957.
Eiríkur á Þursstöðum. Borgfirskur bóndi, sem varð þjóð-
frægur fyrir sérvisku og furðuleg uppátæki.
Björn biblía. Furðufugl og flökkukarl, sem sóttist eftir
samneyti við fyrirmenn, og þótti ekki allur þar sem hann var
séður.
Sögur frá Þorsteini á Skálpastöðum
Syrpa Þórðar Hjálmssonar
Skopsögur úr Borgarfirði
Pungavísur. Vísnaþáttur um tóbakspung, sem stolið var af
sjómanni. Fyxsta vísan byrjar svona: „Aldrei sé ég aftur
punginn".
Einnig hefur Bragi Þórðarson hjá Hörpuútgáfunni lesið
inn á hljóðbók nýju bók sína; Lífskraftur á landi og sjó.