Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 6
MIÐYIKUDAGUR 29. NOVEMBER 2006 s^ÉSsii'itiouæi Steftiir í mildnn niðurskurð og sumarlokanir hjá SHA. 9 Gafl SHA núfyrir upphaf aðventu. Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Oskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú bú- ast við fækkun aðgerða og sumar- lokanir deilda. Framkvæmdastjóri segir fækkun starfsfólks síðasta úr- ræðið sem gripið verður til. A sama tíma og ekki er orðið við fjárveit- ingarbeiðnum SHA er öðrum heil- brigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna vegna hallareksturs. Eins og ffam kom í Skessuhorni í júlí varð 67 milljóna króna halli af rekstri SHA á síðasta ári. Um helm- ingur hallans skýrist af hærra hlut- falli launa en áædanir gerðu ráð fyr- ir, meðal annars vegna stóraukinna lífeyrisskuldbindinga og einnig voru aðgerðir fleiri en áætlað var. I greinargerð sem Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA sendi frá sér á þeim tíma sagði að horfur í rekstri yfirstandandi árs væru þung- ar. „Ef ekki tekst að auka við fé til rekstrar á fjárlögum ársins 2007 verður ekki hjá því komist að draga úr þjónustu stofnunarinnar.“ sagði í skýrslu Guðjóns. Þá kom ffam í skýrslunni að SHA hefði á undan- fömum árum dregist aftur úr í fjár- veitingum til starfseminnar. I fjáraukalögum ársins 2006 sem nú em til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárffamlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. A sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austur- lands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167.2 milljónum króna til Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja og 73.2 milljónir króna til St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar em þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstr- arfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlaga- ffumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á þessu ári stefini í að halhnn verði 42-43 milljónir króna og á undanfömum mánuðum hafi vandi SHA verið kyimtur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinga- nefnd og þingmönnum Norðvest- urkjördæmis þannig að vandi stofin- unarinnar sé öllum ljós. Niðurstað- an sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjómenda hennar. Því standi stjómendtu- nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Hann segir endanlega ákvörðun ekki liggja fyrir en ljóst að dregið verði úr starfsemi, aðgerð- um verði fækkað og til skoðunar sé að loka deildum yfir sumartímann. Aðspurður hvort búast megi við uppsögnum starfsfólks segir Guð- jón að það sé síðasti kostur stjóm- enda að segja upp starfsfólki en ekki sé hægt á þessari stundu að útiloka að til þess kunni að koma á næstu mánuðum. Á árinu 2004 fékk SHA hvatn- ingarverðlaun fjármálaráðuneytis- ins í tengslum við útnefhingu fyrir- myndarstofhunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigð- isstofnun kom til álita í þessu sam- bandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofiiunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnk- andi fjárffamlögum á sama tíma og öðram stofhunum em veittar ríf- legar aukafjárveitdngar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjómendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu. Segir ríkisvaldið refsa vel reknum stofnunum Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi segir fféttir af hugsanleg- um niðurskurði á SHA koma vera- lega á óvart þó vandi stofhunarinn- ar hafi verið bæjaryfirvöldum ljós. „Fulltrúar bæjarins funduðu fyrir nokkra með fjárlaganefnd og þar lögðum við þimga áherslu á að tek- ið yrði á vanda stofhunarinnar því hún er eins og allir vita einn af homsteinum samfélags okkar. Það er auðvitað með ólíkindum að stofnun sem notið hefur virðingar og verðlauna fyrir góðan rekstur þurfi að standa í slíku stappi og stjórnendur hennar þurfi að eyða tíma sínum í að skipuleggja niður- skurð á afar hagkvæmri starfsemi. Með slíku ffamferði er ríkisvaldið að refsa þeim sem standa sig vel. Slík stefha getur ekki verið uppi nú á tímum og því hlýtur málið að fá farsælan endi á Alþingi. Við mun- um vandlega fylgjast með því hvernig þessum málum lyktar á næstu dögum því starfsfólk vel rek- inna stofnana á ekki að þurfa að vinna við aðstæður sem þessar." segir Gísli S. að lokum. Ekki tímabært að ræða sumarlokanir og niðurskurð Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- ráðherra segir í samtali við Skessu- hom að hluti fjárhagsvanda SHA sem og annarra ríkisstofhana sé sá að ekki sé að fullu leyst hvemig bregðast eigi við mikilli hækkun líf- eyrisskuldbindinga. Það mál sé til skoðunar í fjármálaráðuneytinu enda á forræði þess ráðuneytis. Siv segir að SHA fái hæstu fjárframlög heilbrigðisstofnana á hvern sjúkling að ffátöldum Landsspítala-háskóla- sjúkrahúsi og Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Hún segir að sam- kvæmt áætlun ársins hafi reksturinn átt að vera í þokkalegu jafhvægi. Þar sem stofnunin hafi verið að skipta um launa- og bókhaldskerfi hafi upplýsingar um hallarekstur á þessu ári borist seinna en ella. Því verði farið yfir málið á næstunni í ráðuneytinu. „Það hefur verið okkar stefna að eigi hallarekstur sér eðhlegar skýr- ingar þá verði honum mætt og því er ótímabært að ræða um hugsan- legar sumarlokanir og niðurskurð hjá stofnuninni." segir Siv. Aðspurð hvort bragðist verði við vanda stofhunarinnar við afgreiðslu fjár- aukalaga nú segist hún ekki geta sagt um. Það sé í ákvörðunarvaldi fjárlaganefhdar. Stjómendur ríkisfyrirtækja lattir til góðra verka Guðjón Arnar Kristjánsson, full- trúi Frjálslynda flokksins í fjárlaga- nefhd Alþingis segir ríkisstjórnina vera að senda kolröng skilaboð til stjórnenda ríkisfyrirtækja þegar ekki sé bragðist við rekstrarhalla SHA með auknum fjárframlögum. Guðjón Amar segir að á undan- förnum árum hafi rekstur SHA gengið vel og stofhunin hlotið lof stjórnvalda. Vegna hagkvæms rekst- urs hafi verkefhum hennar fjölgað sem eðlilegt sé að hans mati. Nefh- ir hann sem dæmi fjölgun liðskiptd- aðgerða og fjölgun fæðinga. Fjölg- un aðgerða kalli hins vegar á aukið rekstrarframlag ríkisins enda sé hagkvæmt að beina verkefnum til þeirra stofnana sem hagkvæmast eru reknar. Því séu skilaboð ríkis- stjórnarinnar til stjórnenda SHA nú með öllu óskiljanleg. „Stofnun sem verið hefur til fyrirmyndar í sínum rekstri er nú skilin eftir í halla sem myndast vegna góðrar frammistöðu starfsfólks hennar. Það sjá það allir sem vilja sjá að þetta getur ekki gengið og má ekki verða niðurstað- an. Með því er verið að letja stjóm- endur ríkisfyrirtækja til þess að ná góðum árangri í sínum rekstri." Guðjón segir að málefni SHA hafa verið til umræðu í fjárlaganefnd Al- þingis og harm hafi beitt sér fyrir því að framkvæmdastjóri hennar hafi verið boðaður á fund nefndar- innar en því miður hafi meirihluti nefndarinnar talið þörf á að rétta hlut stofnunarinnar þrátt fyrir góð- an árangur í rekstri. „Það er hörmulegt að þeir sem vel standa sig skuli fá þau skilaboð að skera þurfi niður." Aðspurður hvort minnihluti fjár- laganefndar muni leggja fram breytingartillögur við fjáraukalög og fjárlagafrumvarpið segir Guðjón Arnar að reglan sé sú að allar breyt- ingartillögur minnihluta séu felldar og því muni ekki verða lagðar ffam breytingartillögur við einstaka liði frumvarpanna. „Við munum hins vegar leggja áherslu á velferðarmál- in í heild í okkar málflutningi." HJ PISTILL GISLA Eina sorrt Fyrir mörgum árum kom maður einn, einhvurra er- inda, á bæ kunningja míns. Þetta var á bolludaginn. Þetta var einnig á kaffitíma og margvíslegt bakkelsi á borð- um. Þar á meðal bollur. Gest- uriim drakk kaffið og gæddi sér á brauðinu. Spurði síðan hvort ekki væri í lagi að hann fengi sér bara eina sort. Urðu síðan lyktir þær að gesturinn át allar bolludagsbollumar og kunningi minn og hans fólk fengu ekki snefil af þessum árstíðabundnu kræsingum. Þurftu þau að bíða næsta bolludags og þá hef ég fyrir satt að dregið hafi verið fyrir glugga og settur slagbrandur fyrir allar gættdr þangað til búið var að snæða bollumar. Þetta rifjaðist upp fyrir mér af afar langsóttu tilefni. Nefnilega vegna þess að þar sem því háttar þannig tdl að ég starfa við fjölmiðla, og hef gert síðustu tíu árin, þá velti ég að sjálfsögðu fyrir mér samskiptum fjölmiðla og al- mennings og öfugt. Eðli málsins samkvæmt hafa allir skoðtm á fjölmiðltun en era samt ekki endilega þeirrar skoðunar að fjölmiðlar megi hafa skoðun á þeim. Það er nefnilega svolítið ríkt í okkur Islendingum að fá okkur bara eina sort. Þá sem okkur líkar best. Það á við um samskipti vdð fjöl- miðla. Að undanfömu hef ég rekist á fjölmörg dæmi þar sem fólk sem er í sviðsljósinu kvartar yfir ágangi fjölmiðla. Oft er þetta fólk sem leggur mikið á sig til að komast í fjölmiðla þegar það vill koma sér eða sínu á framfæri. Þetta á t.d. gjarnan við um lista- menn, stjórnmálamenn og fleiri slíka sem hafa augljósan hag af því að láta á sér bera. Eg hef sjálfúr ítrekað lent í því að fólk sem hringir í mig á nóttu sem degi tdl að koma að einhverju sem undirstrikar eigin verðleika þess, bregst ókvæða við ef ég hringi á nóttu eða degi til að fá upp- lýsingar um eitthvað sem þeim finnst ekki eins skemmtilegt. Eg las viðtal í einhverju blaði, ágætu, um dagirrn við þekkta konu sem kvartaði yfir því að fá ekki að hafa einkalíf sitt í ffiði. Að öðm leyti fjall- aði viðtalið um hennar einka- líf þannig að ég áttaði mig ekki alveg á hver glæpur fjöl- miðlanna var. Onnur kona talaði á svipuðum nótum í öðm blaði, eða kannski því sama, fyrr á árinu. Hún kvartaði sáran yfir forvimi Is- lendinga sem hefði komið hart niður á hermi sjálfri. All- ir vildu vita allt um hana og það fannst henni ósvífið. Þetta viðtal fjallaði hinsvegar að mestu leyti um nýjan sjón- varpsþátt sem hún var að fara af stað með. Merkilegt nokk átti þátturinn að fjalla um einkalíf firæga fólksins! Við myndum með öðram orðum klára bollumar ef við ættum kost á því en láta allt annað á borðinu eiga sig. Gísli Einarsson, fjölmiðill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.