Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 29. NOVEMBER 2006 ..wmim.,; Bókaveisla í Snæfellsbæ A myndinnifrá vinstri eruAndrea Róbetsdóttir, Einar Kárason, Stefán Máni, Þórunn Valdemarsdóttir og Þorgrímur Þráinsson en hann hefur í öll skiptin fengiö höfunda til Bókaveislunnar í Olafsvík. Það var sannkölluð bókaveisla í Klifi í Olafsvík sl. miðvikudag en þá var lesið uppúr nýútkomnum bók- um. Þeir höfundar sem lásu upp voru Einar Kárason en hann las úr bók sinni og Olafs Gmmarssonar; Ut að aka, þá las Þórtmn Valde- marsdóttir úr bókinni Upp á Sigur- hæðir eftir hana sjálfa og loks las Stefán Máni úr bók sinni Skipið. Andrea Róbertsdóttir sýndi skemmtilegar myndir úr ferð sinni til Asíu en hún skrifaði bókina Spennið beltin til Asíu með Andreu Róberts. A milli þess sem höfundar lásu kynntu nemendur úr 10. bekk grunnskólans höfundana. Enn- ffemur sáu þau um sölu á vöfflum og heitu súkkulaði í hléi og rann ágóðinn í ferðasjóð. Þá fluttu þrír nemendur tónhst í hléi og stóðu allir krakkarnin í 10. bekk sig afar vel. Fjöldi fólks úr bæjarfélaginu kom og naut góðrar stundar í Klifi þetta kvöld. Það var Framfarafélag Olafsvíkur og lista- og menningamefhd Snæ- fellsbæjar sem sáu um ffamkvæmd- ina og er þetta í fimmta skiptið sem þessi flutningur er í Klifi. Ester Gunnarsdóttir, formaður Fram- farafélagsins bauð höfundana vel- komna og hafði orð fyrir skipu- leggjendum. PSJ Skemmtu í KB banka Því er jafnan tekið fagnandi þegar þekktar barna- og unglingastjörnur heimsækja lands- byggðina. Þessa dagana stendur KB banki fýrir slíkum viðburðum og í sl. viku mættu dáðar stjörnur í útibú bankans á Akranesi, í Borgarnesi og Stykkishólmi. Það voru hinar hressu stelpur sem skipa sönghópinn Nylon ásamt Bríet Sunnu sem svo eftir- minnilega sló í gegn í Idol keppn- inni sl. vetur, sem vom á ferðinni. Fullt var út úr dyrum þegar ljós- myndari brá sér í eina af þessum móðurmálinu eða bmðgðið fýrir uppákomum í bankaútibúið á Akra- sig engilsaxnesku; allir tóku undir nesi. Hressilega var tekið undir og með stjömunum. var sama hvort sungið var á ástkæra MM Úr einu atrióa „Maóur í mislitum sokkum. “ Hló svo imilega að leikfé- lagið býður honum aítur ,Maðurinn í rauðu flíspeysunni sem var uppí Brún sl. sunnudags- kvöld að horfa á leikritið Maður í mishtum sokkum, er beðinn um gefa sig ffam við einhvem leikar- anna í sýningunni. Hann sat við ganginn nálægt videovélinni." Þannig hljómar smáauglýsing ffá leikhópi Umf. Islendings, sem um þessar mundir er að sýna verkið Maður í mislitum sokkum“ effir Ammund Bachmann og er sýnt við miklar vinsældir í Félagsheimilinu Brún. Ástæða auglýsingarinnar er ekki sú að leikfélagið eigi eitthvað sök- ótt við manninn, heldur þvert á móti ætlar það að verðlauna hann með ffíum miða á verkið, að því er leikendur sögðu í samtali við Skessuhom. Okurmi maðurinn í rauðu flíspeysunni kom á sýningu hjá leikhópnum fyrir nokkm, hló svo mikið að efrir var tekið og vill hópurinn þakka honum fyrir sig með þessum hætti. Em leikendur mjög spenntir að sjá hvort auglýs- ingin beri árangur og maðurinn gefi sig fram. Hláturmildir áhorf- endur era semsagt alltaf velkomnir í Brún! KH Björg Agústsdóttir til starfa hjá Alta ehf. Björg Ágústsdóttir, fýrrverandi bæjarstjóri í Grandarfirði hefur verið ráðin starfsmaður ráðgjafa- fyrirtækisins Alta ehf. og mun starfa í útibúi fyrirtækisins í Grundarfirði. Alta var stofnað árið 2001 hefur sinnt margvíslegum ráðgjafaverkefnum og má þar nefna umhverfismál og skipulagsmál. Þá hefur fyrirtækið komið að stefnu- mótunarverkefnum hjá sveitarfé- lögum þar sem íbúaþing hafa verið haldin. Björg er lögffæðingur að mennt og lauk einnig námi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Hún stundar nú mastersnám í verkefha- stjórnun við verkfræðideild Há- skóla Islands. Hún var bæjarstjóri í Grandarfirði í 11 ár og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi sveitarstjórnar- og hafn- armála. í samtali við Skessuhorn segist hún taka við spennandi starfi enda hafi Alta vaxið mjög fiskur um hrygg að tmdanfömu og hafi að tmdanfömu ráðið fjóra nýja starfs- menn. Hún segist muna hafa aðset- ur í útibúi fyrirtækisins í Grundar- firði en verkefni hennar mtrni þó væntanlega verða mjög víða. HJ www.skessuhorn.is Fjárhúsgrillin þjappa fólkinu saman „Ég var á síntun tíma við nám í líffræði við Háskóla Islands, en vildi gjarnan breyta tdl. Hún móð- ir mín hafði eitt sinn samband við mig og hafði séð auglýsingu frá skólanum og benti mér á heima- síðu hans. Mér leist einfaldlega vel á það nám sem var í boði og ekki skemmdi það fýrir að það gerði mér kleift að komast úr borginni. Eg hafði svo samband við uplýs- ingafulltrúa LBHI og daginn eftir sendi ég inn umsókn og hér er ég nú,“ sagði Snæfellingurinn Smári Jónas Lúðviksson ffá Rifi á Snæ- fellsnesi, sem lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 2004 og nemi við Lbhí á Hvanneyri. Smári Jónas ákvað að sækja um í umhverfisskipulagi við skólann, sem er 90 eininga nám sem er ætl- ast til að sé lokið sé við á 3 áram, ef allt gengur að óskum. „Eg mtm að öllum líkindum fara út til fram- haldsnáms í landslagsarkitektúr eða skipulagsfræðum, en ég vil ekki skipuleggja alltof langt fram í tímann. Það er aldrei að vita hvað morgundagurinn hefur upp á að bjóða.“ Aðspurður um félagslífið hjá Lbhí sagði Smári Jónas að það væri nokkuð gott. „Það eru reglu- lega fjárhúsgrill sem þjappa hópn- um saman, svo era hin ýmsu félög sem skipuleggja alls konar uppá- komur og viðburði og hefur maður kynnst fjölbreyttum hópi fólks,“ sagði Smári Jónas sem dvelur yfir- leitt á Hvanneyri um helgar, en hann sagði að almennt færi fólk heim til sín þar sem margir ættu stutt að fara. Smári Jónas býr líka í ágætri 24 fermetra stúdíóíbúð með eldunaraðstöðu og baðherbergi. „Mér finnst gott að vera á Hvann- eyri. Það er líka hægt að nálgast allar nauðsynjar í Borgarnesi og svo er alls ekki langt í höfuðborg- ina ef það er eitthvað annað og meira sem maður þarf. „Eg get með fullum huga hvatt fólk sem hefur áhuga á þeim grein- um sem kenndar era við skólann að skoða Landbúnaðarháskólann sem mjög góðan kost með góðu fé- laglífi og aðstöðu," sagði Smári Jónas að lokum. MM Smári Jónas Lúðvíksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.