Skessuhorn - 29.11.2006, Qupperneq 54
54
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
>
Jk
«;
*
%
Snæfell féll úr
bikarkeppninni
Um helgina fór var leikið í 32
liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og
voru Vesturlandsliðin í sviðsljós-
inu. Lið Snæfells mætti liði
Crindavíkur og fór leikurinn fram
í Grindavík. Snæfellingar byrjuðu
mun betur og voru með forystu
eftir fyrsta leikhluta og einnig í
leikhléi. í síðari hálfleik náðu
Grindvíkingar hins vegar foryst-
unni og lauk leiknum með sigri
þeirra 87-82. Justin Shouse var
stigahæstur Snæfellinga með 28
stig og Hlynur Bæringsson skor-
aði 13 stig.
Skallagrímsmenn sóttu heim b-
lið Fjölnis og báru sigur úr bítum
með 109 stigum gegn 65 stigum
Fjölnismanna. Lið Mostra í Stykk-
ishólmi sigraði svo b-lið Breiða-
bliks með 74 stigum gegn 47
stigum. HJ
Fjölmennt héraösmót
HSH um liðna helgi
Á sunnudaginn var héraðsmót
HSH í frjálsum íþróttum innanhúss
haldið í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í
Ólafsvík og stóð frjálsíþróttaráð
Víkings/Reynis fyrir mótinu. Skráð-
ir keppendur voru 87 að tölu og
var þetta stærsta frjálsíþróttamót
sem haldið hefur verið í íþrótta-
húsinu til þessa.
Keppt var í sjö grein-
um í sjö aldursflokk-
um drengja og
stúlkna. Mótið hófst
kl. 10 og var fram-
kvæmd þess rögg-
samleg því mótinu
lauk kl. 14. Móts-
stjóri var Lilja Stef-
ánsdóttir og styrkt-
araðili mótsins var
Sparisjóður Ólafsvíkur.
Sigurvegarar mótsins voru kepp-
endur frá Grundarfirði sem hlutu
117,5 stig. Snæfell varð í öðru sæti
með 97,5 stig og Víkingur og
Ungmennafélag Staðarsveitar
urðu jöfn í 3.-4. sæti.
HI
Björgunarfélag
Akraness fær nýjan bíl
Björgunarfélag Akraness hefur
fengið nýja bíl til umráða af gerð-
inni Toyota Tundra árgerð 2006.
Bílinn keypti félagið á síðasta ári
og hefur hann verið í umfangs-
miklum breytingum síðan til þess
að uppfylla þær kröfur sem gerð-
ar eru til björgunarbifreiða. Það
var jeppaþjónustan Breytir sem sá
um breytingar á bílnum en þetta
mun vera í fyrsta skipti sem bíl af
þessari tegund er breytt á þennan
veg. Bifreiðin hefur þegar fengið
eldskírn sína því um þarliðna
helgi þegar félagar í Björgunarfé-
laginu aðstoðuðu fólk í ófærð á
Akranesi.
HJ
Landslið Islands í flokki kvenna
undir 19 ára aldri tapaði fyrsta
landsleiknum sem fram fór í
Akraneshöllinni. Liðið mætti á
þriðjudag í síðustu viku landsliði
Englands og lauk leiknum með
því að lið Englands skoraði fjögur
mörg gegn engu marki okkar
kvenna. Frítt var á leikinn og
nýtti nokkur hópur knattspyrnu-
áhugamanna það og horfði á
leikinn við bestu aðstæður inn-
anhúss. Frekar kalt hefur verið í
veðri á Akranesi undanfarna
daga og því var frekar kalt í höll-
inni eða um þrjár gráður þegar
leikurinn hófst. Leikmenn létu
það ekki á sig fá og léku
skemmtilega knattspyrnu. Enska
iiðið var mun sterkara í heildina
en þó áttu okkar konur sín færi.
HJ
SkagaMörkin og
ÍA undirrita
samstarfssamning
Gísli Gístason og Þórður Gylfason handsala
nýja samninginn.
í síðustu viku undirrituðu
Rekstrarfélag Meistarafé-
lags ÍA og stuðnings-
mannafélag IA, Skaga-
Mörkin, samstarfssamning.
Tilgangur samningsins er
að efla samstarf milli félag-
anna öllum til hagsbóta,
bæði innan vallar sem
utan.
Með því að gerast félagi í
SkagaMörkunum gefst
stuðningsaðilum og öðrum
velunnurum ÍA tækifæri á að
leggja sitt af mörkum fyrir félag-
ið og sem dæmi þá er hagstæð-
ara að gerast aðili að SkagaMörk-
unum heldur en að greiða að-
qanqseyri á völlinn á alla heima-
leiki ÍA.
Þess utan fylgir félagsaðild
trefill eða treyja auk funda með
þjálfurum og stjórn en svo má
ekki gleyma því að handhafar fé-
lagsskírteinis í SkagaMörkunum
koma einnig til með að njóta af-
slátta auk annarra fríðinda á upp-
ákomum tengdum starfi Skaga-
Markanna.
HJ
Snœfellingar
í blaki
Á dögunum var haldið íslandsmót
yngri flokka í blaki í Mosfellsbœ og
fór stór hópur ungmenna frá Ung-
mennafélagi Grundfirðinga og Vík-
ingi/Reyni til keppni í mótinu. Af ár-
angri liðanna í mótinu má ráða að
blakið er í talsverðri sókn á Snœfells-
nesi. Hj
Ragnheiður
unglingaþjálfari S5Í
Ragnheiður Runólfsdóttir, yfir-
þjálfari Sundfélags Akraness hefur
verið valin unglingaþjálfari Sund-
sambands íslands árið 2006. Til-
kynnt var um valið á lokahófi sam-
bandsins sem haldið var á sunn-
dagskvöld. Á heimasíðu Sundfélags-
ins segir að þetta sé mikill heiður fyr-
ir Ragnheiði persónulega en einnig
fyrir Skagamenn. Þá segir að það
hafi ekki skyggt á ánœgjuna yfir val-
inu að Ragnheiður varð fertug þenn-
an sama dag. Hj
Körfu-
knattleikssystur
Körfuknattleikssysturnar Guðrún Ósk
og Sigrún Sjöfn Ámundadœtur úr
Borgarnesi, sem nú leika með Hauk-
um í Hafnarfirði, hafa að undanförnu
átt annasama daga í boltanum eins
og stöllur þeirra í Haukaliðinu. Liðið
tekur þátt í Evrópukeppninni í
körfuknattleik og á dögunum léku
þœrgegn liðum ÍFrakklandi og á ítal-
íu. Þrátt fyrir að úrslit leikjanna hefðu
getað orðið betri hefur Sigrún Sjöfn
náð að komast á lista yfir þá leik-
menn í Evrópukeppninni sem hirt
hafa flest fráköst. Er hún í 25. sœti
yfir tekin varnarfráköst og í 37. sæti
yfir heildarfráköst. Hj
Skagamenn á
landsliðsœfingum
Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari
landsliðs karla undir 19 ára aldri hef-
ur kallað Guðmund Böðvar Guðjóns-
son og ísleif Örn Guðmundsson leik-
menn ÍA til œfinga landsliðsins sem
fram fara á nœstunni. Þá hefur Lúkas
Kostic þjálfari karlaliðs skipað leik-
mönnum undir 17 ára aldri kallað á
Trausta Sigurbjörnsson, Aron Ými
Pétursson, Björn Bergmann Sigurðs-
son og Ragnar Leósson leikmenn ÍA til
œfinga. Hj