Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 2
Veður Austanátt, 8-13 m/s og rigning í flestum landshlutum til kvölds. Norðan og norðvestan 5-13. Fer að rigna suðaustanlands um kvöldið. Hiti 6 til 15 stig, mildast SA-til. SJÁ SÍÐU 14 Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook MARKAÐSMÁL Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og pen- ingar“ og er unnið í samstarfi við Útvarp 101. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifa- valdurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heima- síðu Landsbankans með eftirfar- andi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og f lestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólg- in í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þátta- stjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Insta- gram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitt- on, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir við- brögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bank- ans, væri ekki markaðslegur blekk- ingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálma- syni, upplýsingafulltrúa Lands- bankans, kemur fram að mynd- bandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparn- aðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megin- áherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar. kristinnhaukur@frettabladid.is Með margra milljóna úr í sparnaðarherferð Háskólaneminn Pétur Kiernan er umsjónarmaður sjónvarpsþátta sem Lands- bankinn lét framleiða um ungt fólk og sparnað. Hann lýsir sér sem náms- manni með lítið á milli handanna en skartar þó í þáttunum rándýru úri. Pétur Kiernan lifir hátt, ef marka má myndir á Instagram. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Gengið til þinghússins Þingsetning var í gær en þá hófst 150. löggjafarþingið. Hér sjást Guðni Th. Jóhannesson forseti og Agnes M. Sigurðardóttir biskup leiða þingmenn úr Dómkirkjunni til þinghússins. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður verða svo í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Farðu á frettabladid.is Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Pétur Kiernan námsmaður SAMGÖNGUMÁL Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur með úrskurði staðfest ákvörðun Vegagerðarinnar frá 24. júlí síðast- liðnum varðandi eignarrétt, veg- hald og vegagerð á Ófeigsfjarðar- vegi. Þannig telst Ófeigsfjarðarvegur þjóðvegur eða landsvegur frá Eyri við Ingólfsfjörð að Hvalá í Ófeigs- firði. Vegagerðinni hafi því verið heimilt samkvæmt lögum að fram- selja veghaldið tímabundið til Vesturverks ehf. Hluti landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð kærði framferði Vegagerðarinnar til ráðuneytisins þar sem þeir töldu sig aldrei hafa heimilað afnot af veginum til ann- arra nota en grundvöllur framsals vegarins hefði verið. Vesturverk, sem hyggst reisa Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði, hefur í sumar unnið að endurbótum á Ófeigsfjarðarvegi en styrkja þarf veginn svo að hann geti tekið við umferð þungra vinnuvéla. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins staðfesti í fyrradag í samtali við RÚV að framkvæmdum á veginum væri lokið í bili. Þær muni hefjast að nýju næsta vor eins og lagt hafi verið upp með. – sar Úrskurður um veginn stendur Frá Seljanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REYKJAVÍK Fegrunarviðurkenning- ar Reykjavíkurborgar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Alls hlutu fimm aðilar viður- kenningar fyrir fallegar lóðir og þá voru veittar viðurkenningar fyrir vandaðar endurbætur á þremur gömlum húsum. Lóðirnar sem um ræðir eru Tryggvagata 12-14, Birki- melur 3, Hádegismóar 1, Starengi 8-20, 20a og 20b og Laugavegur 85. Húsin sem hlutu viðurkenningu eru við Túngötu 18, Laugarásveg 11 og Bókhlöðustíg 2. – sar Verðlaunuðu hús og lóðir Frá afhendingu viðurkenninganna í Höfða í gær. MYND/REYKJAVÍKURBORG +PLÚS 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B F -5 6 8 8 2 3 B F -5 5 4 C 2 3 B F -5 4 1 0 2 3 B F -5 2 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.