Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 12
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Sigurgestur Ingvarsson
múrarameistari,
Sævangi 14, Hafnarfirði,
lést að morgni 1. september.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 12. september kl. 15.
Sigrún Erlendsdóttir
Þórdís Björk Sigurgestsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson
Áslaug Sigurgestsdóttir Dagbjartur Jónsson
Frosti Sigurgestsson Sigurlín Hrund Kjartansdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Steinn Guðmundsson
frá Mykjunesi í Holtum,
Mánatúni 2,
lést 22. ágúst sl. á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför hans fór fram frá Fossvogskapellu
5. september sl. Þökkum innilega alla samúð og hlýju sem
okkur hefur verið sýnd vegna andláts hans.
Trausti Steinsson
Kolbrún Steinsdóttir Jón Elvar Björgvinsson
Guðmundur Steinsson
Berglind Steinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum samúð og hlýhug vegna
fráfalls móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Önnu Gestsdóttur
ljósmóður,
Aflagranda 40.
Marín Magnúsdóttir Knud Degn Karstensen
Þorbjörg Magnúsdóttir Kristján Jónatansson
Elín Magnúsdóttir Pálmi Guðmundsson
Trausti Magnússon Guðný Anna Vilhelmsdóttir
og allir yngri afkomendur, stórir og smáir.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
Bjarni Eyjólfur Guðleifsson
náttúrufræðingur,
Hamratúni 1, Akureyri,
áður Möðruvöllum í Hörgárdal,
lést laugardaginn 7. september.
Útförin fer fram frá Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal
mánudaginn 16. september kl. 13.30. Blóm og kransar
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri.
Pálína Sigríður Jóhannesdóttir
Brynhildur Bjarnadóttir Sigurður Ingi Friðleifsson
Brynjólfur Bjarnason
Sigurborg Bjarnadóttir Jónatan Þór Magnússon
Sigríður Bjarnadóttir Brynjar Þór Hreinsson
afabörn og systur.
Okkar elskulegi faðir,
tengdafaðir, afi, bróðir og mágur,
Atli Eðvaldsson
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi þann 2. september.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 12. september kl. 11.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
Atla er bent á styrktarreikning barna hans:
0546-14-403322, kt: 120582-7129.
Sérstakar þakkir frá aðstandendum til starfsfólks
líknardeildar Landspítalans og annarra velunnara Atla.
Egill Atlason, Sif Atladóttir, Sara Atladóttir, Emil Atlason,
Björk Gunnarsdóttir, Björn Sigurbjörnsson,
Ármann Viðar Sturlaugsson, Hanna Sólbjört Ólafsdóttir,
Atli Steinn, Emil, Sólveig, Leó og Máni Steinn.
Jóhannes Eðvaldsson, Catherine Bradley,
Anna Eðvaldsdóttir og Gísli Guðmundsson
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Kjartan Konráð Úlfarsson
andaðist 4. september
á hjúkrunarheimilinu Boðanum,
Hrafnistu, Kópavogi.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Andersdóttir
Anders Kjartansson Dagbjört Þuríður Oddsdóttir
María Ingibjörg Kjartansdóttir Andrés Eyberg Jóhannsson
Úlfar Kjartansson Ingunn Heiðrún Óladóttir
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín og amma okkar,
Sólveig Guðný Gunnarsdóttir
Baugakór 15-17,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
síðastliðinn föstudag, 6. september.
Útförin fer fram frá Lindakirkju
mánudaginn 16. september kl. 11.00.
Anton Kristinsson
Andri Már Helgason Ragna Lind Rúnarsdóttir
Ævar Þór Helgason
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Björn Jensson
Kirkjusandi 1,
lést á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni, þann 30. ágúst.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
mánudaginn 16. september klukkan 15.00.
Elín Óladóttir
Guðrún S. Björnsdóttir Trausti Sigurðsson
Arndís Björnsdóttir Sigurður Einarsson
Jens Gunnar Björnsson Kwan Björnsson
afabörn og langafabörn.
Sigurjón Einarsson er í fuglaleið-sögn með ferðamenn þegar ég truf la hann með símhring-ingu. „Við erum á leið í Gríms-nesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur.
Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evr-
ópu vaknar sú spurning hvort það sé
ekki eins og að leita að nál í heystakki.
„Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er
aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar
kemur að fuglum.“
Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar
annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30,
ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fugla-
tegundir sem auðvelt er að nálgast í
Borgarfirðinum og sýna myndir af
þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og
lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns.
„Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir
á bökkunum, er með ungana á vatninu
og á sjónum við suðvesturhornið á
veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir
hann.
Endurnar hafa það líka gott í Borgar-
firðinum, eins og örnefnið Andakíll ber
vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er
brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999,
sem farfugl fyrst og nú hafa um 100
fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði,
einu mikilvægasta fuglasvæði á Vestur-
landi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann
segir áhugann á fuglum hafa vaknað
snemma. „Afi og amma bjuggu í Skál-
eyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá
þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann.
Sigurjón er áhugaljósmyndari líka
og nokkrar myndir eftir hann prýða
grunnsýninguna Ævintýri fuglanna
í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að
mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl
sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég
er í grúppu fólks sem eltist við tegundir
sem sjást hér sjaldan. Við söfnum teg-
undum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi
að staðaldri en sá sem hefur séð flestar
hefur séð 330 tegundir. Það er Björn
Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálf-
drættingur, rétt kominn í 230.“
Eftir erindi Sigurjóns í Safnahús-
inu verður spjall og heitt á könnunni.
Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur
á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starf-
seminni lið.
gun@frettabladid.is
Eltist við sjaldgæfa fugla
Sigurjón var að eltast við bláþyril í skógarrjóðri þegar þessi mynd var tekin.
Sigurjón Einarsson, nátt-
úrufræðingur og áhuga-
ljósmyndari, heldur fyrir-
lestur og myndasýningu
um fugla í borgfirskri
náttúru í Safnahúsi Borgar-
fjarðar annað kvöld.
1973 Herinn, undir forystu Augustos Pinochets herforingja, rænir
völdum í Chile með leynilegum stuðningi Bandaríkjanna.
1976 Fjölbrautaskóli Suðurnesja er settur í fyrsta skipti.
1988 300.000 manns taka þátt í mótmælum gegn yfirráðum
Sovétríkjanna í Eistlandi.
1990 George H. W. Bush heldur ræðu í sjónvarpi þar sem hann
hótar beitingu hervalds til að reka Íraka frá Kúveit.
1997 Skotar samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að endurreisa
skoska þingið eftir 290 ára samband við England.
2001 Al-Kaída rænir fjórum farþegaþotum og flýgur á byggingar í
New York og Virginíu. Alls 2.973 láta lífið í árásunum.
2003 Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, deyr á sjúkrahúsi
daginn eftir að ráðist var á hana í verslunarmiðstöð og hún stungin
margsinnis.
Merkisatburðir
1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
1
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
F
-5
1
9
8
2
3
B
F
-5
0
5
C
2
3
B
F
-4
F
2
0
2
3
B
F
-4
D
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K