Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 34
Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Kaup kaups Kapallinn um kaup Guð- mundar Krist- jánssonar á HB Granda var ef til vill ögn lengri en flestir töldu. Til að fjármagna kaupin varð Brim meðal annars að selja minnihluta í Vinnslustöðinni snurðulaust. FISK-Seafood, undir stjórn vinar hans Þórólfs Gíslasonar, kom til bjargar. Þegar Guðmundur seldi HB Granda eignir sínar reis Gildi upp á afturlappirnar. Aftur kom FISK-Seafood til bjargar og keypti hlut lífeyrissjóðsins, meðal ann- ars í skiptum fyrir bréf í Högum sem útgerðin varð að selja innan tíðar. Guðmundur launaði greið- viknina því þremur vikum síðar seldu Skagfirðingar í HB Granda til hans með 1,3 milljarða hagnaði. Eigendavandi Sumir álíta að það skipti ekki sköpum í rekstri hverjir eiga fyrirtæki og hverjir veljast til stjórnenda- starfa. Það er rangt. Leiðarljós eigenda er dýrmætt og skyn- samir stjórnendur eru ekki á hverju strái. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, bendir á í mið- opnuviðtali við Markaðinn að þegar slitabú áttu bankana hafi þau ekki viljað að þeir greiddu út arð. Það hefði gert krónuvanda þeirra enn meiri. Segja má að stjórnendur bankanna hafi sætt lagi, vaðið stórhuga áfram og stækkað efnahagsreikninginn með óarðbærum hætti. Bank- arnir og viðskiptavinir þeirra eru enn að súpa seyðið af eigenda- vanda. Aftur í slaginn Tryggvi Björn Davíðsson, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka, og Haukur Skúla- son, fyrrverandi fjármálastjóri hjá Móbergi, hafa hleypt af stokkunum sex manna fjártæknifyrirtækinu Indó. Á meðal fjárfesta er Eldhrímnir sem er í eigu Ingimundar Sveins- sonar arkitekts og fjölskyldu. Þau uppskáru ríkulega á að fjárfesta í Siggi’s skyr. Tryggvi og Haukur unnu saman hjá Íslandsbanka. Skotsilfur Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hag- kerfið kólnað og þá reynir á hag- stjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgöngu- innviði. Ríkisfjármálin verða í jafn- vægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálf bærri nýt- ingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg vel- Fjárfest í hagvexti framtíðar Jack Ma kveður Alibaba með hvelli Alibaba, verðmætasta fyrirtækið í Kína sem skráð er á hlutabréfamarkað, varð tvítugt í gær. Hinn litríki stofnandi fyrirtækisins, Jack Ma, sagði við það tilefni af sér sem starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins. Sá sem tekur við af honum, Daniel Zhang, er öllu hefðbundnari stjórnandi. Hlutabréfaverð Alibaba hefur hækkað um níu prósent frá því tilkynnt var um lyklaskiptin í fyrirtækinu fyrr á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY Sigurður Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins megun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efna- hagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjár- festingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum. Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmæta- sköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbæt- ur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnu- markað. Framlög til framhalds- skólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfs- nám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangs- raði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tækni- greinum, verkfræði og stærðfræði. Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sér- fræðingum í hátækni- og hálauna- störf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rann- sóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjár- laga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekk- ingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raun aukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára. Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til sam- gönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjár- laga þar sem er rætt um að fjárfram- lag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkis- ins til málaflokksins á þessu tíma- bili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öf lugir samgöngu- innviðir leggja grunn að verð- mæt a sköpu n í s a m félag inu . Lykilútf lutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferða- þjónusta reiða sig á innviði lands- ins til að af la þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðan- legir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðar- búsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi inn- viðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnis- hæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu mála- f lokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja sam- keppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Fjölmiðlar eru ekki merkilegri en hvert annað fyrirtæki sem þarf að glíma við þær áskor- anir sem tækniframfarir hafa haft í för með sér. Annað má lesa úr fjöl- miðlafrumvarpinu sem sett hefur verið á dagskrá. Í grunninn snýst frumvarpið um að fjölmiðlar landsins verði bóta- þegar með því að fá 25 prósent af launakostnaði við rekstur ritstjórn- ar endurgreiddan úr ríkissjóði. Eins og við mátti búast var tillögunum illa tekið af Sjálfstæðismönnum til að byrja með og því hefur mennta- málaráðherra stefnt að því að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamark- aði. Útlit er fyrir að stofnuninni verði að mestu bætt tapið en samkvæmt nýjum fjárlögum hækka framlög til RÚV um 190 milljónir og útvarps- gjaldið hækkar um 2,5 prósent. Þannig er sótt að skattgreiðendum úr tveimur áttum. Annars vegar með því að niðurgreiða einkarekna fjölmiðla, og hins vegar með því að bæta Ríkisútvarpinu tekjutapið. Kjarninn er sá miðill sem virðist hafa haft hvað mestan áhuga á frumvarpinu. Í leiðurum sínum hefur ritstjórinn málað dökka mynd af rekstrarumhverfi f jöl- miðla og stillt málinu þannig upp að framtíð íslenskrar fjölmiðlunar sé undir. Þess má geta að Kjarninn og aðrir miðlar af sömu stærð njóta hlutfallslega meiri ávinnings af frumvarpinu enda er sett hámark á niðurgreiðslurnar. En er rekstr- arumhverfið jafn slæmt og ritstjór- inn lýsir? Myllusetur, útgáfufélag Við- skiptablaðsins, skilaði hagnaði samfellt á árunum 2010 til 2017. Stundin hagnaðist um 10 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagn- aðurinn um 4 milljónir á milli ára. Bæði Stundin og Viðskiptablaðið byggja rekstur sinn á áskriftalík- ani og hafa gert það með farsælum hætti. Báðir miðlarnir eru dæmi um að hægt sé að reka metnaðar- fullan fjölmiðil á Íslandi. Það er ekki og á ekki að vera sjálfsagður réttur að halda fyrir- tæki sínu í rekstri. Ávinningurinn af frjálsri samkeppni felst einmitt í því að góðar viðskiptahugmyndir skila hagnaði og slæmar skila tapi. Þetta er ein af undirstöðum efna- hagslegra framfara. En sumir una ekki niðurstöðu markaðslögmálanna. Þegar þeir bregða sér í hlutverk dómsdags- spámanna í því skyni að fá niður- greiðslur frá hinu opinbera þá skaltu halda fast í veskið. Haltu fast í veskið 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B F -6 F 3 8 2 3 B F -6 D F C 2 3 B F -6 C C 0 2 3 B F -6 B 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.