Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 31
Benedikt Gíslason, sem tók við starfi bankastjóra Arion í júlí, segir að bankarnir muni að endingu draga úr útlánum til stærri fyrirtækja af því að þeir eru ekki samkeppnisfærir vegna stífra eiginfjárkrafna og hárra skatta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
fyrir þá innleiðingu. Bankarnir hafa
hins vegar kosið að gera það ekki og
það hefur bitnað á af komunni. En
það gengur ekki upp til lengdar. Á
endanum munu bankarnir draga
úr þessari starfsemi, af því að þeir
eru ekki samkeppnisfærir, og fjár-
mögnun til stærri fyrirtækja færist í
auknum mæli á skuldabréfamarkað
eða vaxtaálag hækkar og arðsemi
bankanna batnar.“
Óarðbær útlánavöxtur
Er ekki sú þróun nú þegar hafin hjá
Arion banka þar sem sum stór fyrir-
tæki, nú síðast Hagar, eru að færa
fjármögnun sín annað?
„Við höfum verið í góðu samtali
við viðskiptavini okkar um að þeir
geti fengið betri kjör með því að
leitast eftir fjármögnun á skulda-
bréfamarkaði og vonandi mun
bankinn aðstoða þá við þær útgáfur.
Markaðurinn virðist í fyrsta sinn í
tíu ár vera móttækilegur fyrir þess
konar skuldabréfaútgáfum, þá helst
skráðra félaga sem eru fjárhagslega
sterk og með lága skuldsetningu.
Það er hins vegar áhyggjuefni að
minni fyrirtækin munu ekki hafa
aðgengi að þessari hagstæðu fjár-
mögnun í gegnum skuldabréfa-
markaðinn og þurfa því áfram að
reiða sig á bankakerfið. Stjórnvöld
ættu að mínu mati að innleiða Evr-
óputilskipanir þannig að eiginfjár-
binding bankakerfisins vegna lána
til lítilla og meðalstórra fyrirtækja
verði sambærileg og þekkist erlend-
is. Svo er ekki í dag. Það er verið að
meðhöndla lán til þeirra eins og um
væri að ræða lán til stórra fyrirtækja
með tilheyrandi hærri vaxtakostn-
aði fyrir þau.“
Í tölvupósti til starfsmanna
skömmu eftir að Benedikt tók til
starfa sagði hann að markmiðið
ætti ekki endilega að vera stærsti
bankinn en að það skipti máli að
skila hluthöfum arði.
Finnst þér að forgangsröðunin hafi
verið röng á undanförnum árum þar
sem of mikil áhersla hafi verið lögð
á að vaxa?
„Ég held að það sem hafi gerst,
ekki aðeins í Arion heldur bönk-
unum þremur, eigi sér eðlilega skýr-
ingu. Bankarnir skiluðu miklum
hagnaði 2013 til 2015 sem stafaði
einkum af uppfærslu á virði lána-
safna, einkum fyrirtækjalána, og
annarra eigna sem þeir fengu til sín
þegar þeir voru endurreistir 2009. Á
sama tíma voru tveir af bönkunum
í eigu slitabúa sem voru að vinna
að því að klára nauðasamninga
og leysa vandamál sem tengdust
krónueignum þeirra og stóðu í
vegi fyrir losun hafta. Þeir höfðu
af þeim sökum engan áhuga á að fá
til sín arðgreiðslur frá bönkunum
í krónum sem hefðu aðeins endað
hjá slitabúunum og gert vandann
enn stærri. Stjórnendur bankanna
fá þessi skilaboð frá hluthöfunum
og því fara þeir frekar í að stækka
efnahagsreikninginn með því að
auka útlán umtalsvert. Þetta gerist
hjá öllum bönkunum á sama tíma
og samkeppnin milli þeirra verður
mikil. Það var gott fyrir viðskipta-
vinina, sem fá betri vaxtakjör, en
ekki fyrir arðsemi bankanna.“
En mætti ekki segja að þessi staða
sem þú lýstir sé enn til staðar hjá
þeim bönkum sem eru í eigu ríkisins
þar sem er kannski ekki sama krafan
um að greiða út arð til hluthafans?
„Nú hafa stjórnmálamenn kallað
eftir því að bankarnir minnki og
maður hefði haldið að það væri þá
ákall til stjórnenda að þeir hagi vexti
í samræmi við það – ekki hvað síst
vegna þess að við sjáum að það eru
fjölmargir aðrir aðilar, eins og hinir
sístækkandi lífeyrissjóðir, sem geta
tekið sér það hlutverk að miðla fjár-
magni til fyrirtækja. En það virðist
ekki vera þróunin. Ef við lítum á
útlán á fyrri árshelmingi þá var
Arion sá eini þar sem útlánasafnið
var að minnka á meðan hinir bank-
arnir eru enn í vexti.“
Bankinn er á krossgötum
Áskorunin sem þú stendur frammi
fyrir er því að uppfæra viðskipta-
módelið að breyttu umhverfi?
„Ég held að við séum á ákveðnum
krossgötum núna. Við verðum að
nálgast verkefnið út frá þeirri for-
sendu að bankarnir muni búa við
háar eiginfjárkröfur, skattlagningin
verði íþyngjandi og að áfram verði
miklar áskoranir í rekstrar- og sam-
keppnisumhverfinu. Það er stefnu-
mótunarvinna í gangi innan bank-
ans og ég held að við munum sjá
viðskiptamódel sem byggir meira
á milliliðahlutverki þar sem efna-
hagsreikningurinn er notaður með
sértækari hætti og á því að veita
þjónustu sem felur ekki í sér mikla
eiginfjárbindingu. Ég verð að segja
að það að stýra fyrirtæki sem er
skráð á markað, og þurfa að standa
frammi fyrir hluthöfum ársfjórð-
ungslega og fara yfir reksturinn,
veitir okkur mikið aðhald.
Bankinn er í stöðugri samkeppni
við fjártæknifyrirtæki og önnur fjár-
málafyrirtæki sem geta hreyft sig
hraðar og sérhæft sig í einstökum
arðbærum viðskiptalínum. Sú staf-
ræna vegferð sem bankinn hefur
verið á er að skila því að á meðan um
900 manns heimsækja útibúin okkar
daglega eru hátt í 40 þúsund manns
að nota appið. Það er nýja útibúið og
miklu hagkvæmari dreifileið. Við
munum halda áfram að starfrækja
útibú á meðan viðskiptavinirnir
vilja koma þangað en þróunin er sú
að færri og færri heimsækja þau. Það
gefur okkur tækifæri til að hagræða
í rekstrinum enda þurfum við að
sníða okkur stakk eftir vexti. Ef efna-
hagsreikningurinn dregst saman þá
minnka umsvifin að sama skapi.“
Nýr aðstoðarforstjóri, Ásgeir
Helgi Reykfjörð Gylfason, tók til
starfa í bankanum síðasta fimmtu-
dag. Það er staða sem ekki hefur áður
verið til innan bankans.
Hvert verður hlutverk hans?
„Hann mun hafa mjög stórt hlut-
verk í þessari vegferð. Ef hefðbundin
bankastarfsemi fólst í því að öll lána-
fyrirgreiðsla endaði á efnahags-
reikningnum þá erum við núna að
fara í þá átt að aðeins hluti slíkrar
lánafyrirgreiðslu mun enda á efna-
hagsreikningi bankans. Bakgrunnur
Ásgeirs og þekking á þessu sviði er
mikil. Hann er að koma frá Kviku
banka sem hefur tekist vel til við
að aðlaga sitt viðskiptamódel nýju
regluverki og háum sköttum og sýnt
yfirburðaarðsemi í samanburði við
aðra banka. Það er aðdáunarvert
í ljósi þess að þeir hafa ekki sama
skalanleika og stóru bankarnir ættu
að hafa. Þetta er því eftirsóknarverð
þekking sem við sóttumst eftir og
við erum heppin að hafa fengið til
liðs við bankann.“
Hefur bankinn skoðað að fara
sambærilega leið og Kvika við inn-
leiðingu á kaupaukakerfi og gefa út
Viljum við að
atvinnulífð búi við
viðvarandi hærra vaxtastig,
sem tengist ekki gjaldmiðl-
inum sem slíkum, heldur
þeirri ástæðu að við erum
búin að innleiða mun hærri
eiginfjárkröfur?
„Mögulega var
orðalagið óheppilegt“
Í umsögnum sem stóru bank-
arnir sendu frá sér í liðnum
mánuði vegna fyrirhugaðrar
lagasetningar, sem er ætlað að
takmarka áhættu innistæðueig-
enda og ríkissjóðs af fjárfest-
ingarbankastarfsemi, voru færð
fyrir því rök að lögin ættu einnig
að ná yfir Kviku banka. Þannig
benti Arion banki á að reynslan
sýndi að gríðarlegt tjón gæti
hlotist af fjármálafyrirtækjum
sem ekki teljast kerfislega
mikilvæg og vísaði þar til Spari-
sjóðsins í Keflavík og hins fallna
bandaríska fjárfestingarbanka
Lehman Brothers.
Forstjóri Kviku, Marinó Örn
Tryggvason, brást illa við um-
sögn ykkar og sagði samanburð-
inn afar ósmekklegan. Gengið
þið of hart fram í þessari umsögn
og hvernig bregstu við orðum
Marinós?
„Umsögnin var einkum
skrifuð til að draga fram þá
staðreynd að allt séríslenskt
regluverk hefur neikvæð áhrif á
getu bankanna til að þjónusta
viðskiptavini. Þá vorum við að
vekja athygli á því að það væri
ekki nægjanlega vel skilgreint
hvað fælist í fjárfestingar-
bankastarfsemi. Hluti af þessari
séríslensku hugmynd er því að
undanskilja lítil fjármálafyrir-
tæki frá lögunum enda þótt
það megi ekki gleyma því að
þau geta líka valdið ríkissjóði
og neytendum tjóni. Við vildum
einfaldlega benda á dæmi um
lítil fjármálafyrirtæki sem hafa
valdið tjóni. Kvika er dæmi um
lítið fjármálafyrirtæki en það
er alls ekki rétt ályktun að við
séum þar með að segja að það
tiltekna fjármálafyrirtæki sé lík-
legt til að valda tjóni, alls ekki.
Mögulega var orðalagið óheppi-
legt en við Marinó höfum rætt
þetta okkar á milli.“
áskriftarréttindi að nýju hlutafé til
handa starfsmönnum?
„Það hefur ekki komið til sér-
stakrar skoðunar. Við þurfum að
stíga mjög varlega til jarðar í þessum
efnum. Kvika og minni fjármála-
fyrirtæki njóta þess að minna eigið
fé er bundið í rekstrinum. Öll slík
kaupaukakerfi hafa því fjárhags-
lega meiri þýðingu fyrir einstaka
starfsmenn og eignarhlutur þeirra
í félögunum hefur orðið meiri en í
stórum banka eins og Arion. Hvata-
kerfi eru mikilvæg ef þau eru sett
upp með langtímasjónarmið í huga.
Hagsmunir fara vel saman þegar
starfsfólk er hluthafar og hugsar
um bankann eins og hluthafar sem
hugsa til lengri tíma. Við skráningu
á markað í fyrra eignaðist nær allt
starfsfólk hlut í bankanum, sem ég
tel vera mjög jákvætt.“
Stjórnarformenn Arion banka og
Íslandsbanka, og nú síðast banka-
stjóri Íslandsbanka, hafa rætt mögu-
lega sameiningu banka til að draga
úr rekstrarkostnaði.
Hafa stjórnendur Arion átt í
óformlegum samtölum við fulltrúa
Bankasýslunnar eða forsvarsmenn
Íslandsbanka um slíkar hugmyndir?
„Nei, engin slík samskipti hafa átt
sér stað. Við erum bara að vinna í því
verkefni að laga hjá okkur rekstur-
inn og gera hann arðbærari. Í það fer
allur okkar tími. Það er hægt að færa
fram efnahagsleg rök sem mæla með
sameiningu banka en líka önnur rök,
einkum samkeppnissjónarmið, gegn
því. Það er vandséð að hægt yrði að
ráðast í sameiningu nema það kæmu
til einhverjar lagabreytingar. Þetta
er því spurning sem stjórnvöld þurfa
í raun að svara.“
Nú er verið að huga að næstu
skrefum í söluferli bankanna og
ráðherranefnd um efnahagsmál hafa
verið kynntar tillögur frá Banka-
sýslunni.
Ættu stjórnvöld að skoða sam-
einingarhugmyndir betur áður tekin
er ákvörðun um að ráðast í sölu á
Íslandsbanka eða Landsbankanum?
„Ég veit bara að söluferlið er
kostnaðarsamt, f lókið og langt ferli.
Og útkoman er háð mikilli óvissu.
Stundum er markaðir góðir og áhugi
fjárfesta á Íslandi er mikill. En svo
getur það breyst skyndilega. Þannig
að þetta verður ávallt að einhverju
marki kostnaðarsöm óvissuferð en
engu að síður mjög mikilvæg.“
Telurðu einhverjar líkur á að hægt
verði að selja þá banka sem enn eru í
eigu ríkisins, eins og stundum er rætt,
til annars erlends banka?
„Það er ekkert launungarmál að
þetta var skoðað mjög ítarlega við
söluferlið á Arion banka og það
reyndist ekki vera áhugi á slíku af
hálfu erlendra banka. Flestir evr-
ópskir bankar eru uppteknir af því
að uppfylla eiginfjárkvaðir og inn-
leiða hjá sér nýtt regluverk. Það fer
mikil vinna í það. Þá eru þeir að
hagræða í sínu útibúaneti og eins að
draga úr starfsemi erlendra starfs-
stöðva. Það er því ekki ofarlega á
þeirra lista að bæta við íslenskum
banka á landakortið hjá sér.“
Ef við horfum til sérhæfðari fjár-
festingasjóða, sem hafa í einhverjum
tilfellum verið að kaupa í evrópskum
bönkum, þá voru verðhugmyndir
þeirra talsvert frá því sem Kaup-
þing hafði í huga hvað varðar Arion
banka og ég tel að ríkið hafi varð-
andi sína banka. Þá værum við að
selja bankana á miklum afslætti
miðað við eigið fé.“
Mengi þeirra fjárfesta sem geta
keypt banka er afar lítið – ekki
erlendir bankar, sérhæfðir sjóðir né
heldur fyrirtækjasamsteypur.
Er þá ekki eina leiðin að selja þá í
alþjóðlegum útboðum?
„Ekki spurning. Eignarhaldið
verður sömuleiðis dreift þar sem
hinn hefðbundni hluthafi er verð-
bréfasjóður sem horfir til þess að
fjárfesta út um allan heim í mjög
dreifðu eignasafni. Þetta er það
eignarhald sem er komið á nánast
alls staðar í evrópskum fjármálafyr-
irtækjum sem eru skráð í kauphöll,
eins og til dæmis í DNB og Danske
Bank, þar sem slíkir alþjóðlegir verð-
bréfasjóðir eiga meira en helming
alls hlutafjár.“
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9
1
1
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
F
-8
7
E
8
2
3
B
F
-8
6
A
C
2
3
B
F
-8
5
7
0
2
3
B
F
-8
4
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K