Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 10
KÖRFUBOLTI „Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfu- knattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnar- meðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudags- kvöld fór fram samstöðu fundur á Akureyri þar sem framtíð körfu- bolta liðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslita- keppnina árið 2008 og hefur aldr- ei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spu rðu r út í aðd r ag a nd a samstöðu fundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknatt- leiksdeildar félagsins og skulda- staða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erf- itt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt Ræddum aldrei að draga liðið úr leik Körfuknattleiksdeild Þórs sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem fram kom að framtíð félagsins væri tryggð eftir að orðrómur komst á kreik um að félagið myndi draga sig úr keppni í vetur. Aðalstjórn Þórs hafði áhyggjur af skuldastöðu og manneklu í stjórn. Þórsarar fagna hér deildarmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum síðasta vor þegar sætið í efstu deild var tryggt. MYND/PÁLL JÓHANNESSON saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og feng- um hana á þessum samstöðu fundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tef la fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lyk illeik mönnum og var þv í ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karla- lið Þórs verði með fjóra erlenda leik- menn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erf- itt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“ kristinnpall@frettabladid.is Það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni. Hjálmar Pálsson, stjórnarmaður kkd. Þórs Akureyri Kæli- og frystiskápar, iQ300 Fullt verð: 113.900 kr. Tækifærisverð (stál): Tækifærisverð (hvítur): KG 33VVI31 KG 33VXW30 87.900 kr. „hyperFresh“-skúffa sem tryggir ferskleika grænmetis og ávaxta. Þrjár frystiskúffur, þar af ein stór („bigBox“). Hraðfrysting. H x b x d: 176 x 60 x 65 sm. Orkuflokkur Öryggisgler Fullt verð: 12.900 kr. Rommelsbacher Vöfflujárn Tækifærisverð: RRWA 1000/E 9.900 kr. 1000 W. Viðloðunarfrítt yfirborð. Vandað og gott vöfflujárn. Tæki færi FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 2-4 tap gegn Albaníu á útivelli í H- riðli undankeppni EM 2020 og staða Íslands orðin erfið þegar fjórar umferðir eru eftir. Tyrkir og Frakkar eru komnir með þriggja stiga for- skot á Ísland og líklegt er að Ísland verði að sækja sigur til Tyrklands í lokaleikjum riðilsins. Íslenska liðið var ólíkt sjálfu sér framan af og var lítið um jákvæða punkta hjá Strákunum okkar í fyrri hálf leik. Var ekki hægt að segja annað en að Albanir hafi átt forskotið skilið eftir að þeir komust yfir um miðbik seinni hálfleiks. Það reyndist í fyrsta skiptið af þremur sem Albanir komust yfir en Íslandi tókst tvívegis að jafna metin með mörkum frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórssyni sem skoraði með fyrstu snertingu sinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Ísland hótaði því að komast yfir þegar staðan var jöfn 2-2 en þegar Albanir komust yfir í þriðja sinn var fjórða markið handan hornsins sem gerði út um vonir Strákanna okkar sem fóru tómhentir heim frá Albaníu þegar fjórir leikir eru eftir af undankeppninni. – kpt Verðskuldað tap í Albaníu Jón Daði vann sig inn í leikinn í seinni hálfleiknum. NORDICPHOTOS/AFP 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B F -6 5 5 8 2 3 B F -6 4 1 C 2 3 B F -6 2 E 0 2 3 B F -6 1 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.