Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 18
Það er erf itt að horfa framan í hluthafa þegar a rð sem i n er u nd i r áhættulausum vöxtum í landinu. Á hverjum degi höfum við þá ekki verið að búa til verðmæti fyrir hluthafa heldur að rýra þau. Þessu þurfum við að breyta og laga,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, í viðtali við Markaðinn en um tveir mánuðir eru liðnir frá því hann tók við starfinu. Breytingar á bankastjórastól Arion fyrr á árinu komu fæstum á óvart. Miklar breytingar höfðu orðið á eignarhaldinu og afkoman var undir væntingum. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var arðsemin aðeins rúmlega þrjú prósent en á síðustu misserum hefur talsvert útlánatap, einkum vegna United Silicon í Helguvík og gjaldþrots flug- félaganna WOW air og Primera air, sett þar strik í reikninginn. Hvernig kom það til að þú sóttist eftir starfinu? „Ég kom inn í stjórn bankans í september í fyrra og þegar Hösk- uldur segir starfi sínu lausu í apríl fer stjórnin að leita að eftirmanni hans. Sem stjórnarmaður tók ég þátt í því ferli en tek síðan ákvörðun um að leggja mitt nafn í þann pott og stíg þá um leið út úr ráðningarferlinu. Það var ákvörðun sem ég tók að vel íhuguðu máli enda um mjög spenn- andi starf að ræða. Ég tók hins vegar skýrt fram í ferlinu að ég myndi starfa áfram í stjórninni færi svo að ég fengi ekki starfið.“ Skynjarðu það að stærstu hlut- hafar bankans, Taconic Capital og aðrir sjóðir, hafi stutt þig í stólinn? „Það gæti hafa hjálpað en það var þá ekki stuðningur sem var komið á framfæri við mig. Þetta var auðvitað ákvörðun stjórnar. Að hvaða marki hún leitaði eftir endurgjöf frá hlut- höfum þekki ég ekki.“ Benedikt var einn af helstu ráð- gjöfum stjórnvalda við áætlun um afnám fjármagnshafta en hún fólst meðal annars í stöðugleikaskilyrð- um sem lutu að eignarhaldi Kaup- þings á Arion. Í kjölfarið var Bene- dikt ráðinn til Kaupþings, þar sem hann starfaði í tvö ár sem ráðgjafi við sölu og síðar skráningu bankans á markað, og þá var hann kjörinn í stjórn Arion banka fyrir um ári. Heldurðu að það hafi ráðið miklu að stjórnin hafi viljað fá mann sem þekkti Arion banka vel? „Já, það gæti hafa skipt máli við ákvörðunina, og eins vonandi reynsla mín. Ég hóf störf á fjármála- markaði 1998 hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og mín starfsreynsla er úr bankageiranum enda þótt ég hafi starfað í um tvö ár fyrir stjórn- völd að losun hafta. Það var mjög ánægjulegt og fróðlegt að fylgja því verkefni eftir sem ráðgjafi Kaup- þings í söluferli Arion banka. Hug- myndafræðin með stöðugleika- skilyrðunum var að fela slitabúinu það hlutverk að skrá bankann á markað og koma á dreifðu eignar- haldi. Það var ekki litið á það sem eðlilegt ástand ef ríkið hefði eignast alla bankana. Þess vegna var mjög mikilvægt fyrir þróun fjármála- kerfisins á Íslandi að það tækist vel til við skráningu bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð.“ Erfitt að vera stór eigandi Traust almennings í garð banka- kerfisins mælist enn afar lítið. Skiptir máli að breyta því og hvernig hyggst þú leggja þitt af mörkum? „Það skiptir bankann höfuðmáli. Við breytum því aðeins með því að veita góða þjónustu og stunda heil- brigða stjórnarhætti. Það er hið dag- lega verkefni okkar að ávinna okkur þetta traust aftur. Það er hins vegar ekki eitthvað sem gerist yfir nóttu heldur verðum við að vinna okkur það inn yfir tíma. Ég myndi segja að það sé eitt af okkar lykilverkefnum.“ Frá falli bankanna hefur allt regluverkið tekið stakkaskiptum og má segja að bankakerfið í dag eigi lítið sameiginlegt með því sem féll haustið 2008. Samt er þetta van- traust mjög ríkjandi. Hefur þeim sem eru í forsvari fyrir bankana ekki mistekist að útskýra fyrir fólki hvað hefur breyst? „Það má örugglega til sanns vegar færa. Ein af þeim lykilbreytingum sem ekki hefur verið komið nægjan- lega vel á framfæri er að það gildir nú mun stífara regluverk um virkt eignarhald og hvað virkur eigandi má eiga í miklum viðskiptum við bankana. Þetta þýðir að það er ekki eftirsótt fyrir fyrirtækjasamsteypur og efnameiri einstaklinga að vera stór eigandi í banka af því að það hamlar viðskiptaumsvifum þeirra. Það er hins vegar margt í regluverk- inu sem hefur gert starfsemina meira íþyngjandi og kostnaðarsamari. Ísland hefur gengið þjóða lengst við innleiðingu á regluverkinu frá ESB.“ Hvernig þá? „Það sést best í samanburði á vogunarhlutföllum sem eru einn helsti mælikvarði þess hversu sterk eiginfjárstaða banka er. Um síðustu áramót var vogunarhlutfall íslensku bankanna að jafnaði um 15 prósent en til samanburðar um 5,5 prósent í Evrópu. Sjónarmiðin sem þarna tog- ast á eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar að starfsumhverfi bankanna sé með þeim hætti að það sé skilvirkt og hagkvæmt. Fjármálaáföll eru vissu- lega þjóðarbúinu dýr en óskilvirkt fjármálakerfi getur að sama skapi grafið undan getu fjármálafyrir- tækja til að þjóna fyrirtækjum og heimilum og þannig dregið úr hag- vexti. Við þurfum ávallt að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum. Þessi umræða snýst öðrum þræði um alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands.“ Vandinn liggur ekki í krónunni Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur bankanna var hækk- aður í maí um 0,5 prósentur og fjár- málastöðugleikaráð hefur mælt fyrir því að hann hækki á ný um 0,25 pró- sent í byrjun næsta árs. Telurðu að það hafi verið mistök? „Ef sveif lujöfnunaraukinn á að vera framsýnn og milda hagsveif l- una þegar aðstæður kalla á það, þá er hægt færa fyrir því rök að síðasta hækkun hafi verið misráðin.“ Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor Vandinn ekki krónan heldur kvaðir á banka Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion, segir fjármögnun fyrirtækja eiga eftir að færast á skulda- bréfamarkaðinn. Bankarnir ekki samkeppnisfærir. Stjórnvalda að svara hvort skoða eigi sameiningar. Benedikt Gíslason, sem tók við starfi bankastjóra Arion í júlí, segir að bankarnir muni að endingu draga úr útlánum til stærri fyrirtækja af því að þeir eru ekki samkeppnisfærir vegna stífra eiginfjárkrafna og hárra skatta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabankans, varaði samt nýlega við við því í grein að slakað yrði á eiginfjárkröfum. Það myndi gera bönkunum kleift að auka útlán meira og hraðar með þeim af leið- ingum að minnka gæði útlánsafns þeirra og útlánatap yrði meira. Er það ekki rétt athugað? „Ég myndi segja að allar sérís- lenskar innleiðingar á regluverki ESB þurfi að skoða með aðstæður Íslands í huga og spyrja sig um leið hvaða rök liggi að baki því að við þurfum að vera með mun hærri vogunarhlutföll en bankar annars staðar í Evrópu. Kannski eru rök sem standa til þess sökum einsleitni hagkerfisins en þá þurfum við að vera meðvituð um þann kostnað sem fylgir því að fara þá leið. Það verður dýrara fyrir banka að gegna hlutverki sínu í að miðla fjármagni milli sparifjáreigenda og lántaka og hærri fjármögnunarkostnaður hækkar rekstrarkostnað fyrirtækja og dregur þannig úr getu þeirra til að fjárfesta í nýsköpun og byggja upp sinn rekstur. Spurningin er þá hvort við viljum að okkar atvinnulíf búi við viðvarandi hærra vaxtastig en erlendir keppinautar, sem tengist ekki gjaldmiðlinum sem slíkum, heldur þeirri ástæðu að við erum búin að innleiða mun hærri eigin- fjárkröfur en önnur Evrópuríki.“ Erum við þá of mikið að einblína á Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Á hverjum degi höfum við ekki verið að búa til verðmæti fyrir hluthafa heldur að rýra þau. Telur Valitor hafa fjárfest skynsamlega Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári og er ætlun Arion banka að selja félagið hluta eða fullu. Gert er ráð fyrir að niður- staða fáist í ferlið á þessu ári. Áhugasamir fjárfestar skiluðu inn óskuldbindandi tilboðum í fyrir- tækið um miðjan júlímánuð en í reikningum Arion banka er Val- itor bókfært á rúma 13 milljarða. Af hverju ættu fjárfestar að vilja greiða háar fjárhæðir fyrir fyrir- tæki sem tapaði meira en tveimur milljörðum á fyrri árshelmingi? „Þessi taprekstur er vegna fjár- festinga í innviðum og uppbygg- ingu á rekstri Valitor. Valitor er að byggja upp mjög mikla starfsemi erlendis, á sviði færsluhirðingar til smásala í Bretlandi, og er að nota lausnir sem félagið hefur sjálft þróað og eru að mælast vel fyrir. Þá hefur Valitor einnig verið að fjárfesta í vörulínu sem hefur verið vísað í sem alrásarlausn (e. omni-channel solution) sem er sú vegferð sem færsluhirð- ingarfyrirtæki, ekki bara í Evrópu heldur alþjóðlega, eru á af því að tekjumódel þeirra er að breytast mikið. Þær viðbótarþjónustur sem felast í alrásarlausninni ættu að skapa meiri tekjur fram í tímann heldur en hefðbundin færsluhirðing. Við teljum að Val- itor hafi verið að fjárfesta skyn- samlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en horfa á þá fjár- festingu sem sokkinn kostnað.“ gjaldmiðilinn sem orsök hárra vaxta frekar en heimatilbúnar aðgerðir? „Ekki spurning. Ég held að vanda- málið liggi frekar í því hvernig við höfum stillt upp starfsumhverfi bankanna. Við höfum sennilega aldrei búið við jafn styrkar stoðir undir krónuna. Þjóðin hefur aldrei átt stærri gjaldeyrisforða, það hefur verið afgangur á viðskiptum við útlönd samfellt síðustu tíu ár, sparn- aðarstigið hefur sjaldnast mælst hærra og erlend eignastaða þjóðar- búsins er jákvæð um sem nemur um fimmtungi af landsframleiðslu. Þessi sterka staða er að skila sér í því að í fyrsta skipti í langan tíma er hægt að lækka vexti myndarlega samhliða því að hagkerfið er í niður- sveiflu. Gjaldmiðillinn er stöðugur þar sem við sem þjóð söfnuðum ekki upp skuldum við útlönd í uppsveiflu síðustu ára eins og svo oft áður og hefur iðulega endað að lokum með gengisfalli.“ Er Ísland þá að færast nær því að vera skilgreint sem lágvaxtaríki? „Ég held það. Það eina sem ég sé standa í vegi fyrir því eru þessar háu eiginfjárkvaðir á bankana. Það sem bankarnir hafa gert, að ein- hverju marki, er að þeir hafa tekið á sig þessar auknu kröfur sem endur- speglast þá í lægri arðsemi þeirra. Þær breytingar sem hafa orðið á regluverki og sköttum á fjármála- fyrirtæki síðasta áratug hafa leitt til þess að vaxtaálag á útlánum til fyrir- tækja þyrfti að ríf lega tvöfaldast ef við ætluðum að ná sömu arðsemi og 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B F -8 7 E 8 2 3 B F -8 6 A C 2 3 B F -8 5 7 0 2 3 B F -8 4 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.