Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 9
Góð og uppbyggjandi sam-skipti innan fjölskyldu og samfélags eru nauðsynleg öllum, ávísun á meiri lífsgæði, skipta máli fyrir sjálfsmynd og félagslega aðlögun. Þeir sem venjast góðum tengslum sýna meira frum- kvæði og finna síður fyrir kvíða og streitu. Að viðhalda jafnvægi í lífinu krefst þrautseigju. Miklar kröfur eru um að standa sig við að sinna stör f u m, f jölsk yldu , v inu m, aðstandendum og áhugamálum. Oft geta orðið erfiðleikar við að samræma verkefni. Við skiptum með okkur ábyrgð á umönnun og uppeldi, aðstoð við eldra fólk, heim- ilisverkum, öf lun tekna og skipu- lag fjármála. Í fjölmiðlum koma fram ýmsar kröfur … útlit, tíska og samanburður o.f l. Við ættum að hlusta betur á eigið innsæi og læra að flokka og aðgreina. Vinnustaðamenning hefur áhrif á fjölskyldulíf sem getur haft áhrif á vinnustað. Auknar kröfur hafa ýtt undir streitu sem getur leitt til kuln- unar í starfi. Að sinna heimilinu þegar maður er í vinnunni, skreppa og redda og sinna vinnunni þegar maður er heima. Það getur valdið mikilli streitu að ná ekki að skilja að þessa þætti og getur valdið slíku álagi að það leiði til örmögnunar. Streita getur framkallað ástand sem felur í sér vanlíðan á sál og álag á líkama. Orsakir slíkrar streitu má oft og tíðum rekja til erfiðra sam- skipta í vinnu, sem getur valdið erfiðleikum í lífinu. Hvað veldur streitu og álagi? Er það vinna, fjöl- skylda, vinir, eða samfélagsmiðlar, eða eitthvað annað? Getum við sjálf tekið stjórnina? Hvað er í húfi? Heilsan, fjölskyldan, atvinnan. Erfiðleikar í samskiptum geta birst með ýmsum hætti og geta haft áhrif á félagslega og líkam- lega heilsu. Formið getur tekið á sig ýmsar myndir, svipbrigði, viðmót, aðfinnslur, klögumál, rógburður, kaldhæðni o.fl. Eftirfarandi dæmi varpar að nokkru ljósi á afleiðingar erfiðleika í samskiptum á vinnustað. A og B „Mér finnst B gera mannamun og vera kaldur í viðmóti, tekur ekki undir kveðjur, sýnir mér sérstök svipbrigði, er með ýmsar athuga- semdir við klæðaburð minn, gerir grín að mér þegar aðrir heyra og er með hæðnisglósur um hvernig ég vinn. Ég veit að það er erfitt heima hjá honum og hann sagði mér að hann ætlaði að skilja.“ A tekur þessu viðmóti B mjög illa og segir þetta ástand, sem hefur verið viðloðandi í nokkur ár valda sér vaxandi streitu. Samskiptin hafa slæm áhrif á líðan A. „Ég er gráti nær, með stöðugan kvíða um hvað dagurinn beri í skauti sér í þessum efnum. Þetta er farið að hafa áhrif í fjölskyldu minni.“ Að viðhalda jafnvægi í daglegu lífi RANGE ROVER SPORT HSE Dynamic 3.0 SDV6 Nýskr. 1/2016, ekinn 58 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 10.890.000 kr. Rnr. 103888 . JAGUAR F-PACE R sport 240D Nýskr. 6/2017, ekinn 60 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.990.000 kr. Rnr. 153725. BMW M2 Nýskr. 2/2017, ekinn 21 þús. km, bensín, sjálfskiptur. Verð 9.890.000 kr. Rnr. 420140. LAND ROVER Discovery 5 HSE 240D Nýskr. 8/2018, ekinn 9 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 12.990.000 kr. Rnr. 145994. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 LAND ROVER Discovery 5 HSE Luxury 3.0 TDV6 Nýskr. 6/2017, ekinn 57 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 11.990.000. kr. Rnr. 420196. RANGE ROVER VELAR S Nýskr. 2/2019, ekinn 2 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 10.990.000 kr. Rnr. 420114. AUDI SQ5 TDI Nýskr. 5/2015, ekinn 54 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 6.890.000 kr. Rnr. 420171. PORSCHE CAYENNE S e-hybrid Nýskr. 1/2017, ekinn 24 þús. km, bensín, rafmagn. Verð 9.490.000 kr. Rnr. 392121. E N N E M M / S ÍA / N M 9 5 6 7 9 J a g u a r n o t a ð ir 5 x 2 0 1 1 S e p t Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðis- sviði sem við viljum gera og það sem við þurfum að gera. Þá er mikilvægt að fá tækifæri til þess að auka þekk- ingu sína. Að hafa sjálfsforræði og finnast lífið tilgangsríkt. Þróa með sér jákvætt hugarfar, vanda sam- skipti, hreyfa sig reglulega og hvíla. Við erum öll mannleg, reynum að hlúa að því sem mestu skiptir, heill okkar, vellíðan og hamingju. Lokaorð Félagslegur vandi getur verið merki um frekari erfiðleika ef ekkert er að gert. Mikilvægt er að fá tækifæri til umræðna, athuga hvar skórinn kreppir. Grípa inn í sem fyrst ef upp koma vandamál. Orða hugsanir – tjá aðstæður. Ábyrgðin hvílir á öllum. Við þurfum sjálf að hlusta og þola gagnrýni annarra og læra að nýta tækifæri sem í henni felast til þess að bæta okkur, þroskast og vaxa í starfi, fjölskyldulífi og frítíma. Við erum sjálf hluti af heildinni, ekki yfir gagnrýni hafin og erum oft gagnrýniverð eins og „hinir“. Við erum líka hinir. Nauðsynlegt er að skilja hvaða streituvaldar hafa áhrif og reyna að verja sig fyrir þeim með skynsam- legum viðbrögðum. Hér er um yfirfærslu tilfinninga að ræða. B yfirfærir erfiðleika að heiman yfir á vinnustaðinn, með neikvæðu viðmóti. A yfirfærir nei- kvætt viðmót B yfir á fjölskyldu sína. Forvarnir Nauðsynlegt er að skilja hvaða streituvaldar hafa áhrif og reyna að verja sig fyrir þeim með skynsam- legum viðbrögðum. Skoða betur aðstæður þegar fram koma ein- kenni kvíða eða annars vanda. Þá þarf að eiga samtöl við fagfólk. Við getum upplifað streitu og vitum ekki hvaðan hún kemur. Æskilegt er að fá hjálp við að þekkja streitu- valda þannig að hægt sé að grípa inn í áður en vanlíðan kemst á alvar- legt stig. Skilgreina þarf ógnanir og fækka þeim og finna tækifæri og til- einka sér þau, taka frumkvæði og ná stjórn á eigin samskiptum í vinnu og einkalífi. Mikilvægt er að átta sig á hvort og hvaða breytingar er mögulegt að gera til þess að draga úr álagi. Skil- greina, skilja og draga úr áhrifum hindrana. Finna sín mörk og læra að setja öðrum mörk og koma auga á tækifæri við breyttar aðstæður. Að finna leiðir til þess að fara eftir með það í huga að ná markmiðum sínum og fá tíma til þess sem er mikilvægt fyrir okkur hvert og eitt. Reyna að hafa áhrif þannig að ekki séu gerðar meiri kröfur til okkar en við getum með góðu móti staðið undir, þannig að við ráðum vel við verkefnin. Það S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B F -6 A 4 8 2 3 B F -6 9 0 C 2 3 B F -6 7 D 0 2 3 B F -6 6 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.