Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 24
Midgard styður
sérstaklega við
spilamennsku án tölva
því félagslegi hluti slíkra
spila er mjög mikil-
vægur.
Frettabladid_10x20_outl.indd 1 9/10/19 00:59
Gísli Einarsson er framkvæmdastjóri Nexus og mikill aðdáandi myndasagna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Gísli Einarsson, framkvæmda-stjóri Nexus, segir hátíðina hafa verið lengi í pípunum.
„Það vantaði svona hátíð. Hún
var í raun eina púslið sem vantaði
í fantasíu- og vísindaskáldskapar-
menningu landsins. Nexus hafði
lengi verið til sem sérhæfð verslun,
allar helstu myndirnar koma í bíó,
mikið af sjónvarpsefni er aðgengi-
legt og allir tölvuleikir innan
seilingar sem og upplýsingar á
netinu,“ segir Gísli fullur tilhlökk-
unar en sams konar hátíðir eru
haldnar í öllum helstu borgum
Evrópu og þær stærstu laða að
þúsundir gesta.
„Það var bara spurning hvenær
höfuðborg Íslands fengi sína eigin
hátíð,“ segir Gísli. Aðkoma Cosplay
Iceland skipti þar sköpum. „Ein af
undirstöðum hátíðahaldsins er
fólkið sem mætir í búningunum
sínum, yfirleitt heimagerðum
og oft byggðum á persónum úr
einhverjum þeirra fjölmörgu
fantasíuheima sem til eru á prenti
og á skjánum. Á ensku heitir þetta
áhugamál „cosplay“ og hefur
áhugi Íslendinga á því farið hratt
vaxandi,“ útskýrir Gísli.
Samhliða auknum áhuga á
cosplay hefur áhugi á LARP-hlut-
verkaleik færst í aukana hér á landi
en í LARP klæðast þátttakendur
búningum.
„Við gerðum okkur nokkuð góða
grein fyrir því hvernig hátíðin yrði,
þegar nær dró fyrstu Midgard-
hátíðinni í fyrra, en þó gátum við
ekki vitað hve mikið af gestum
legði metnað í að mæta í búning-
um. Það kom okkur því þægilega
á óvart að fjöldi fólks í búningum
varð töluvert meiri en við bjugg-
umst við,“ upplýsir Gísli.
Hátíð fyrir alla fjölskylduna
Midgard-aðdáendahátíðin er ekki
einungis fyrir fólk sem á búning.
„Alls ekki. Meirihluti gesta
mætir í hversdagsfötunum sínum
til að taka þátt í því sem í boði
er, hvort sem það eru fyrirlestrar
eða spjall með erlendum gestum,
pallborðsumræður, uppákomur,
sviðsetning á bardögum eða bara
að setjast niður og spjalla. Svo
verða á staðnum sölu- og kynn-
ingarbásar með aðilum sem bjóða
upp á sitthvað sem tengist þessum
furðuheimum en á hátíðinni er
mikið lagt upp úr því að bjóða upp
á afþreyingu fyrir ungt fólk, leyfa
því að spila, setja saman módel og
taka þátt í uppákomum. Þetta á að
vera hátíð fyrir alla fjölskylduna,
allar gerðir og stærðir af fjöl-
skyldum,“ segir Gísli og vonast til
að sjá sem flesta.
Hann segir fantasíu- og vísinda-
skáldskaparmenningu höfða
Ísland vantaði alvöru nördahátíð
Nexus er einn af hornsteinum fantasíu- og vísindaskáldskaparmenningar á Íslandi. Verslunin
tekur þátt í undirbúningi Midgard-hátíðarinnar og stendur þar fyrir spennandi viðburðum.
jafnt til stráka og stelpna, karla og
kvenna.
„Það hefur breyst mikið á síðustu
tveimur áratugum og eru kynja-
hlutföllin orðin ansi jöfn á flestum
sviðum þessara áhugamála. Það er
ótrúleg breyting og eitt það allra
mest gefandi fyrir mig hin síðustu
ár að sjá hversu hratt þetta breytt-
ist. Íslenska kvikmyndin Astrópía,
frá árinu 2007, var alls ekki svo
ýkt hvað þetta varðaði, hún sýnir
vel hvernig var í Nexus nokkrum
árum fyrir gerð hennar. Núna
varðveitir hún þennan liðna tíma,
næstum eins og heimildarmynd,“
segir Gísli.
Spil ýta undir félagsþroska
Margt séríslenskt verður í boði á
Midgard-hátíðinni um helgina.
„Fjölmargir íslenskir gestir, til
dæmis Hugleikur Dagsson og Ævar
vísindamaður, munu setja svip
sinn á hátíðina og einnig skipa
víkingar stóran sess á hátíðinni
þar sem víkingaáhugafélagið
Rimmugýgur verður með sitt eigið
víkingaþorp og sýnir bardaga-
listir með reglulegu millibili alla
helgina,“ upplýsir Gísli.
Áhersla á spil og spilamennsku
sé líka meiri á Midgard en sams
konar hátíðum úti í heimi.
„Þá á ég við spil sem fólk spilar
saman yfir borði. Tölvuleikir verða
alltaf vinsælir í samfélaginu en
Midgard styður sérstaklega við
spilamennsku án tölva því hinn
félagslegi hluti slíkra spila er mjög
mikilvægur,“ segir Gísli.
Nexus hefur frá upphafi rekið
spilasal meðfram versluninni til að
kynna helstu spilin sem í boði eru
og styðja við „öðruvísi“ spil, svo
sem kortaspilin Magic the Gather-
ing, Pokemon og Yu-Gi-Oh.
„Líka herkænskuspil eins og
Warhammer, X-Wing og Flames of
War og auðvitað hlutverkaspil eins
og Dreka og dýflissur. Allt eru það
spil sem þarf að spila við aðra og
því virkar spilasalur Nexus eins og
samkomusalur. Þar er mismunandi
dagskrá eftir dögum svo allir
spilahópar komist að. Á sumum
kvöldum geta verið tugir fólks að
spila í nýja salnum í Glæsibæ en á
Midgard koma margir aðilar að því
að sjá um spilamennsku og spila-
kynningar, til dæmis spilaverslun-
in Spilavinir. Alltaf er áherslan sú
sama; að fólk spili við hvert annað í
návígi,“ upplýsir Gísli.
Ungt fólk skortir áhugamál
Nexus aðstoðar og hýsir námskeið
undir nafninu Nexus Noobs sem
rekin eru af Sentíu sálfræðistofu og
barna- og unglingasálfræðingnum
Soffíu Elínu Sigurðardóttur.
„Noobs er enskt slangur yfir
orðið byrjendur,“ útskýrir Gísli.
„Nexus Noobs-námskeiðin eru
fjölbreytt en aðalnámskeiðin eru
um 10 vikur og fá þátttakendur
að kynnast hinum ýmsu furðu-
heimum. Við leggjum áherslu á að
spila saman mismunandi spila-
gerðir sem fást í Nexus og eru nám-
skeiðin sérstaklega sniðin að ungu
fólki sem vantar ný og krefjandi
áhugamál; eitthvað til að virkja
hugann og ekki síst finna félaga til
að deila með áhugamálum. Þannig
komast þau aðeins frá tölvunni og
snjallsímanum, en foreldrar hafa
tekið þessum námskeiðum mjög
vel og komast færri að en vilja,“
segir Gísli um Nexus Noobs-nám-
skeiðin sem eru sífellt að aukast að
fjölda og úrvali.
Myndasögur efla læsi
Nexus hellti sér út í bókaútgáfu
í fyrra og gaf út myndasögur um
ofurhetjuna Batman á íslensku.
„Við fengum formlegt leyfi til að
íslenska nafn Batmans og heitir
bókaserían því Leðurblakan, eða
Blakan. Útgefandinn, DC Comics,
leyfði okkur meira að segja að
gera íslensk lógó fyrir Blökuna.
Þetta hefur verið mjög lærdómsrík
vinna og við höfum lært heilmikið,
stundum af mistökum,“ segir Gísli
og brosir.
Út eru komnar sex bækur um
Blökuna og á Midgard verður
frumsýnd ný bók með Blökunni,
Ofurmenninu, Undrakonunni,
Grænu luktinni, Marmenninu
og Leiftri, sem saman mynda
ofurhetjuteymið Réttlætisbanda-
lag Ameríku (e. Justice Leage of
America).
„Við ritstjóri Blökunnar, Pétur
Yngvi Leósson, erum miklir aðdá-
endur myndasagna. Við ólumst
upp við lestur þeirra og vildum
gjarnan sjá fleira ungt fólk á Íslandi
njóta þess listforms. Myndasagan
er nútímalistform sem þróaðist
samhliða nýjum listformum
20. aldar á borð við reyfarann,
útvarpsþáttinn, bíómyndina og
sjónvarpsþáttinn. Myndasögur
eru heill heimur af skemmtun og
fróðleik, ólíkar hefðbundnum
myndskreyttum bókum eða skáld-
sögum,“ upplýsir Gísli.
Til að lesa myndasögu þurfi að
læra á formið, skilja hvernig mynd
og texti vinna saman og hvernig
myndræn uppbygging síðunnar
hefur áhrif á tíma og flæði.
„Svo ef þig langar að lesa
japanskar myndasögur þarftu að
læra að lesa síðurnar frá hægri til
vinstri. Við í Nexus höfum áhyggj-
ur af minnkandi lestri ungmenna
og tengjum það við að þau finni
ekki nógu mikið af efni sem höfðar
til þeirra. Eitthvað sem tekur við af
Andrési Önd; efni sem gerir ungt
fólk að reglulegum lesendum og
undirbýr þau í að lesa samfelldan
texta. Myndasögur virka mjög vel
til að þjálfa lestur því myndræn
frásögn styður við og skýrir les-
textann. Það vantar bara meira af
efni á íslensku og í sumar kom nýr
myndasöguútgefandi til sögunnar,
Hetju-myndasögur sem gefur út
Marvel-ofurhetjubækur. Því ber
að fagna; ofurhetjubíómyndir eru
vinsælustu bíómyndir samtímans,
en allt byrjaði það í myndasögum,“
útskýrir Gísli.
Aðalverslun Nexus er í kjallar-
anum í Glæsibæ, sem áður hýsti
sportverslunina Útilíf, og einnig er
verslun á jarðhæð Kringlunnar.
Sjá nánar á nexus.is
4 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RNÖRDABLAÐIÐ
1
1
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
F
-5
B
7
8
2
3
B
F
-5
A
3
C
2
3
B
F
-5
9
0
0
2
3
B
F
-5
7
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K