Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 28
Azmodee hefur keypt upp fjölmarg-
ar útgáfur á undanförnum árum.
Þegar kemur að borðspilum hafa Frakkar ávallt verið stór-ir, bæði í hönnun og fram-
leiðslu. Risk, þekktasta stríðsspil
heims, var til að mynda hannað af
frönskum kvikmyndaleikstjóra
árið 1957. Aðeins Þjóðverjar og
Bandaríkjamenn stóðu Frökkum
framar. Á undanförnum árum hafa
þeir hins vegar yfirtekið bransann.
Hönnuðirnir skara fram úr og
risinn Azmodee keypt upp flest
allar útgáfurnar.
Antoine Bauza, Bruno Faidutti,
Bruno Cathala, Marc Andre og
Maxime Rambourg eru ekki
nöfn sem allir þekkja. En þeir eru
á meðal þeirra úrvalshönnuða
þekktra borðspila sem Frakkar
státa af í dag. Það mætti segja að
gullöld franskrar borðspilahönn-
unar sé í gangi, bæði hvað varðar
gangverk, útlit og vinsældir.
Fyrir fimm árum var franska
leikfangafyrirtækið Azmodee ekki
stórt á borðspilamarkaðinum. En
á undanförnum árum hefur það
keypt upp flestar útgáfur, bæði
stórar og litlar, og með þeim rétt-
inn á þekktum borðspilum. Má
þar nefna Z-Man Games (Carcas-
sonne, Pandemic), Days of Wonder
(Ticket to Ride), Fantasy Flight
Games (Arkham Horror), Repos (7
Wonders), Mayfair (Catan), CGE
(Codenames) og mörg, mörg fleiri.
Á síðasta ári var Azmodee síðan
keypt af PAI Partners, sem einnig
er franskt.
Margir hafa haft áhyggjur af
þessari samþjöppun á markað-
inum og óttast að gæðin minnki,
eins og gerðist þegar leikfangaris-
inn Hasbro keypti upp fjölda-
framleiðslufyrirtækin á síðustu
öld. Frá því borðspilabyltingin
hófst árið 1995 hefur útgáfan verið
mjög dreifð. Azmodee hefur hins
vegar passað upp á að halda hinum
keyptu fyrirtækjum og hönnunar-
deildum þeirra aðskildum, og enn
sem komið er hafa gæðin haldist
nær óbreytt.
Frakkar kaupa
borðspilaiðnaðinn Búast má við dularfullu balli í Kópa-voginum. NORDICPHOTOS/GETTY
Marga hefur væntanlega dreymt um að fara á „masquarade ball“, eða
grímuböll líkt og haldin voru í
konungshöllum Evrópu á 18. og
19. öld. Á föstudaginn verður slíkt
ball einmitt haldið, á opnunar-
degi Midgard-ráðstefnunnar í
Fífunni. Leyndardómsfull böll
sem þessi eru samofin nörda-
menningunni og má í því sam-
hengi nefna költmynd Stanley
Kubrick, Eyes Wide Shut.
Sven van Heerden, fram-
kvæmdastjóri Midgard, segir
að undirbúningurinn gangi vel.
„Þetta verður partí, í stíl Viktoríu-
tímabilsins, þar sem gestir bera
grímu. Við vonumst til að sjá
sem f lesta með grímu en það er
ekki skylda.“ Á staðnum verður
einnig hægt að kaupa grímur.
„Svo er fólki líka frjálst að mæta í
búningi.“
Grímuball í anda Viktoríutímabilsins
Leikurinn Pokémon Go er endalaust
vinsæll hjá ungum sem öldnum.
Pokémon-keppni verður haldin á Midgard-hátíðinni í Fífunni. Á laugardag etja
kappi reyndari Pokémon-spil-
arar en yngri spilarar geta tekið
þátt á sunnudag. Þá verða einnig
á staðnum kennarar í Pokémon.
Jón Kristján Pétursson verður
mótsstjóri á laugardag og Óli Már
Hrólfsson á sunnudag en báðir
munu verða þar til skrafs og ráða-
gerða.
Hægt er að skrá sig til keppni
á heimasíðu Midgards, midgar-
dreykjavik.is og finna nánari
upplýsingar um leikreglur fyrir
keppnina.
Leitað að Pokémon
DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345
8 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RNÖRDABLAÐIÐ
1
1
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
B
F
-7
4
2
8
2
3
B
F
-7
2
E
C
2
3
B
F
-7
1
B
0
2
3
B
F
-7
0
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K