Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 14
9,5 milljarðar er bókfært virði breytanlegs skuldabréfs lífeyrissjóðanna. 6,64 milljarðar var samanlagt kaupverð FISK-Seafood á 10,18 prósenta hlut í Brimi. FISK-Sea food , dót t u r félag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, keypti hlutinn af FISK, samtals 196,5 milljónir hluta á genginu 40,4 eða fyrir um 7,94 milljarða króna. Eftir viðskiptin fer ÚR í dag með 48 prósenta hlut í Brimi. Útgerðarfyrirtæki kaupfélags- ins kom fyrst inn í hluthafahóp Brims, sem áður hét HB Grandi, þann 18. ágúst síðastliðinn þegar félagið keypti um 8,3 prósenta hlut af Gildi lífeyrissjóði. Gengið í þeim viðskiptum nam 33 krónum á hlut og var kaupverðið því sam- tals fimm milljarðar króna. Fjórum dögum síðar bætti FISK-Seafood við eignarhlut sinn með kaupum á 34 milljónum hluta að nafnverði á genginu 36 og þá keypti félagið að lokum 11 milljónir hluta á genginu 36,06 þann 28. ágúst síðastliðinn. FISK-Seafood greiddi því saman- lagt um 6,62 milljarða króna fyrir bréf sín í Brimi – samtals 10,18 pró- senta hlut – sem félagið hefur núna skömmu selt frá sér með 1.320 millj- óna króna hagnaði fyrir skatta. FISK-Seafood, sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, gekk á síðasta ári frá kaupum á öllum eignarhlut Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem er stærsti hlut- hafi Brims, í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum en um var að ræða þriðjungshlut. Kaupverðið nam 9,4 milljörðum króna. – hae Útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði Kynningarfundur um Nopef (Norræna verkefnaútflutningssjóðinn) og NEFCO (Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið) fer fram fimmtudaginn 12. september nk. kl. 9.00 - 10.30. Íslensk fyrirtæki eiga möguleika á styrkjum og fjármagni til verkefna erlendis sem tengjast umhverfisvænum lausnum. Á fundinum verða hlutverk og starfsemi Nopef og NEFCO kynnt auk þess sem tvö fyrirtæki segja frá verkefnum og reynslu af samstarfi við félögin. Framsögumenn á fundinum verða: • Mikael Reims, framkvæmdastjóri Nopef • Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingarstjóri NEFCO • Þorsteinn Ingi Víglundsson, Thor Ice Chilling Solutions • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Carbon Recycling International (CRI) Mikael og Þórhallur verða einnig til viðtals eftir fundinn fyrir þá sem vilja ræða einstök verkefni eða verkefnahugmyndir. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar og skráning hjá Íslandsstofu – islandsstofa.is NORRÆN FJÁRMÖGNUN GRÆNNA VERKEFNA Kynningarfundur 12. september Birna Hlín Káradóttir, sem hefur starfað sem yfirlögfræð-ingur Fossa markaða í nærri fjögur ár, hefur sagt upp störfum hjá verðbréfafyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Markaðarins mun Birna Hlín vera á leið til starfa hjá Arion banka. Í tilkynningu frá Arion b a n k a s í ð a s t l i ð i n n mánudag var greint frá því að Jónína S. Lárus- dóttir, framkvæmda- stjóri lög fræðisviðs bankans, hefði óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum. Hún h a f ði ver ið f r a m- kvæmdastjóri lögfræði- sviðs og setið í fram- kvæmdastjórn Arion banka frá því í nóv- ember 2010. Áður en Birna Hlín fór til Fossa markaða gegndi hún starfi yfir- lögfræðings á árunum 2009 til ársloka 2015 hjá Straumi fjárfestingar- banka og síðar samein- uðum banka MP banka og Straums auk þess að sitja í framkvæmdastjórn Straums. Þá hefur Birna Hlín einnig starfað á lögfræði- sv iði St rau ms- Burðaráss og á einkabankasviði Landsbankans Íslands í skatta- ráðgjöf. – hae Birna Hlín hætt hjá Fossum og á leið til Arion Birna Hlín hefur verið yfirlögfræðingur Fossa markaða í nærri fjögur ár og þar áður hjá Straumi fjár- festingabanka. Hl u t h a f a r k í s i l -versins á Bakka við Húsavík, þýska f y r ir t æk ið PCC SE og íslenskir líf-eyrissjóðir, skoða nú leiðir til að leggja fyrirtækinu til aukið fjármagn á næstu vikum svo tryggja megi rekstrargrund- völl þess. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir ráð fyrir því að kísilverið þurfi mögulega að fá innspýtingu að fjárhæð um 40 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um fimm milljarða íslenskra króna. Sú fjármögnun, sem áformað er að kæmi að stærstum hluta frá þýska fyrirtækinu, yrði þá að líkindum annaðhvort í formi nýs hlutafjár eða hluthafaláns. Miklar tafir og erfiðar aðstæður á hávörumörkuðum, þar sem kísil- verð hefur farið lækkandi, hafa einkennt starfsemi kísilversins en það var formlega gangsett í maí í fyrra. Þá hafa vandræði í hreinsi- virki verksmiðjunnar valdið því að slökkva hefur þurft á ljósbogaofn- um en vonir standa til að hægt verði að byrja að starfrækja þá á fullum afköstum áður en árið er liðið. Íslenskir lífeyrissjóðir, meðal annars Gildi, Stapi og Birta, ásamt Íslandsbanka, fara með 13,5 pró- senta hlut í kísilveri PCC á Bakka í gegnum samlagshlutafélagið Bakka stakk auk þess að hafa fjár- fest í breytanlegu skuldabréf i útgefnu af því félagi að fjárhæð 62 milljónir dala. Samtals nemur fjár- festing lífeyrissjóðanna og bankans í kísilverinu, bæði í forgangshlutafé og breytanlegu skuldabréfi, samtals jafnvirði um tíu milljarða króna. Á síðustu vikum hafa stjórnir líf- eyrissjóðanna fengið kynningu á stöðu mála og hvaða leiðir séu færar til að bæta fjárhagsstöðu kísilvers- ins en það er Summa rekstrarfélag sem hefur umsjón með þeirri vinnu. Þá hefur einnig verið leitað til Íslandsbanka til að kanna fleiri val- kosti í tengslum við fjármögnun og eins breytingar á fjármagnsskipan félagsins. Til stendur að gera hlut- höfum Bakkastakka nánar grein fyrir stöðunni á fundi þriðjudaginn 17. september næstkomandi. Samkvæmt heimildum Markað- arins hefur verið rætt við lífeyris- sjóðina hvort þeir hafi áhuga á að koma með aukið fjármagn inn í reksturinn ásamt PCC SE en það hefur nú þegar lagt kísilverinu til aukið fé í formi hluthafaláns að fjár- hæð 34 milljónir dala sem var veitt í fyrra. Samþykki lífeyrissjóðirnir að hafa aðkomu að því að leggja kísil- verinu til aukið fjármagn þá yrði hlutur þeirra hins vegar mun minni en þýska fyrirtækisins en eignar- hlutur þess í PCC BakkaSilicon er 86,5 prósent. Á meðal þeirra breytinga sem eru einnig til skoðunar varðandi fjármagnsskipan félagsins, í því skyni að bæta sjóðsstreymið til skamms tíma, er að fresta tíma- bundið vaxtagreiðslum af breytan- lega skuldabréfinu til lífeyrissjóða. Skuldabréfið, sem var bókfært á nærri 9,5 milljarða króna í árslok 2018 í reikningum Bakkastakks, er með breytirétti og ber 8,5 prósenta vexti. Miðað við það nema árlegar vaxtagreiðslur af bréfinu því um 800 milljónum króna. Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust fyrst í júní árið 2015 og á árleg framleiðsla að nema um 32 þúsund tonnum. Alverktaki bygg- ingarframkvæmda PCC á Bakka er SMS group GmbH en það er með höfuðstöðvar í Düsseldorf í Þýska- landi. Eignir PCC BakkaSilicon námu um 360 milljónum dala í lok síðasta árs og var eigið fé félagsins um 40 milljónir dala. hordur@frettabladid.is PCC gæti þurft fimm milljarða innspýtingu Hluthafar kísilversins á Bakka kanna fjármögnunarleiðir til að bæta fjárhags- stöðuna. Leitað til íslenskra lífeyrissjóða um að leggja til frekara fjármagn ásamt þýska fyrirtækinu PCC SE. Hafa fjárfest í kísilverinu fyrir 10 milljarða. Miklar tafir og erfiðar aðstæður á hávörumörkuðum hafa einkennst starfsemi kísilversins á Bakka. 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B F -6 0 6 8 2 3 B F -5 F 2 C 2 3 B F -5 D F 0 2 3 B F -5 C B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.