Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5652, Manu Bennett kom fyrst til Íslands fyrir sex árum. Hann er heillaður af landi og þjóð og segir margt við Ísland minna sig á heimalandið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Manu Bennett er mikill Íslandsvinur, vægt til orða tekið. Hann segist senni- lega hafa komið til landsins tólf sinnum frá fyrstu heimsókn. Þá hefur hann eignast góða vini hér á landi og nefnir hann þar sérstak- lega Sillu Berg, ungan rithöfund frá Vestmannaeyjum, og rithöf- undinn Andra Snæ Magnússon. Manu kom fyrst hingað til lands árið 2013. Hann var á leiðinni frá New York til Parísar þar sem hann átti að taka þátt í Comic Con. Örlögin gripu í taumana og fékk hann símtal frá umboðsmanni sínum sem sagði honum að verk- fall væri skollið á hjá starfsfólki Air France og því væri f luginu hans aflýst. Hálftíma seinna hringdi umboðsmaðurinn og stakk upp á að hann myndi fljúga í gegnum Ísland. „Ég spurði hann: Hvar er Ísland? og hann sagðist ekki vita það,“ segir Manu hlæjandi. Ógleymanlegt auglýsingaskilti Manu segist hafa orðið agndofa þegar hann sá Ísland birtast undan skýjunum. „Þetta minnti mig bara á eyjuna í King Kong,“ segir hann. „Ég hafði tvo tíma á flugvellinum og rak þá augun í auglýsingaskilti sem gjörsamlega dáleiddi mig,“ segir Manu. „Ég sá þar ákveðna frásögn sem ég hef aldrei séð áður á auglýsingaskilti,“ segir hann. Skiltið reyndist vera auglýsing fyrir Farmer’s Market. „Þarna voru skeggjaðir menn og konur með fléttur og ég horfði á þetta dolfallinn, maður sér svo sjaldan skeggjaða menn í banda- rísku sjónvarpi í dag,“ segir hann. „Fyrir mér var þessi ljósmynd eins og kvikmynd, hún talaði til mín og mig langaði til að kynnast per- sónunum.“ Manu sá tónleika hljómsveitar- innar Hjaltalín um síðustu helgi og var þá sagt, honum til mikillar gleði, að Högni hefði verið ein fyrirsætanna í umræddri auglýs- ingu. „Þetta tengist allt á einhvern hátt.“ Píanóleikur á söguslóðum „Þegar ég var að fara sagði ég við umboðsmanninn minn að ég yrði að fara til Íslands,“ segir hann. „Hann bókaði fyrir mig hótel á Laugavegi og vinur minn sem býr á Spáni hafði samband og sagðist eiga vin á Íslandi,“ segir Manu sem tók boðinu fagnandi. „Ég hitti hann fyrir utan Gamla bíó sem var víst elsta kvikmyndahúsið á Íslandi,“ segir hann. „Þarna hafa Íslendingar fyrst séð allar þessar sígildu myndir og ég hugsaði með mér: Vá! og leiddi hugann að ítölsku kvikmyndinni Cinema Paradiso sem segir sögu kvik- myndahúss, frá því að það er byggt og þangað til það eyðileggst, og mér leið einhverra hluta vegna eins og ég væri staddur í þeirri mynd.“ Manu er margt til lista lagt og má þar nefna píanóleik. Hann stóðst því ekki mátið og tyllti sér við píanó sem var á svæðinu þar sem nú er Petersen-svítan. „Ég settist við píanóið og spilaði þema- lagið úr Cinema Paradiso,“ segir hann dreyminn. „Ég upplifi alltaf svo áhrifamikil augnablik þegar ég heimsæki Ísland.“ „Það eru ekki margir staðir eftir á jörðinni sem hafa ekki umbreyst af manna- völdum,“ segir Manu. „Þetta er eins og finna mjög vandað vín sem enginn hefur snert.“ Aðdráttaraflið við Ísland er sterkt en hann segist þó meðvit- aður um að hann sé frábrugðinn hinum dæmigerða Íslendingi. „Ef þú horfir svo á mig sérðu að ég er utangarðsmaður, ég hefði getað verið tekinn í misgripum sem Tyrki,“ segir hann en hann er meðal annars afkomandi Māori- ættbálksins. „Ég fór samt í svona erfðapróf og er víst 10% Norðmað- ur, það kannski skýrir eitthvað,“ segir Manu hlæjandi. Vinátta í Vestmannaeyjum Manu hefur oft heimsótt Vest- mannaeyjar og á þar góða vini. Eitt skiptið þegar hann var nýlagður af stað var hann djúpt hugsi þegar sími hans titraði skyndilega. „Ég var í ferjunni á leið frá Vestmanna- eyjum þegar Silla Berg sendi mér skilaboð. Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem ég hugsaði með mér: Mun ég einhvern tímann koma hingað aftur? Af hverju er heimurinn fullur af svona stór- kostlegum stöðum sem maður sér svo kannski aldrei aftur?“ segir hann. „Ég var að upplifa svo mikla angurværð á nákvæmlega þessu andartaki og svo titrar síminn og það er stelpa frá eyjunum að segja mér að koma aftur,“ segir Manu og hlær. „Ég fór aftur seinna og hitti hana og hún sagði mér frá ást sinni á eyjunum en að allir væru að yfir- gefa þær og fara til Reykjavíkur, og að hana langaði til að verða rithöfundur og halda uppi heiðri eyjanna. Við settumst niður og ræddum um leiðir til þess að skrifa sögu sem myndi halda heiðri eyjanna á lofti,“ segir Manu. „Við ræddum meðal annars um Pelagus-sjóslysið þar sem allir þorpsbúarnir stóðu við klettana og fylgdust með björg- unarmönnunum og sáu lækninn, sem reyndi að bjarga einum skipverja, festast í trollinu og drukkna,“ segir hann. „Líf þessara manna var undir hafinu komið,“ segir Manu. Samstarf þeirra Manu og Sillu stendur enn yfir en hand- ritið sem þau skrifuðu ber heitið Over the Volcano. Ísköld áskorun „Ég var viðstaddur þegar gos- lokunum var fagnað og þá kom bæjarstjórinn, Elliði, upp að mér, en ég vissi þá ekki að hann væri bæjarstjórinn. Ég var í sinneps- gulri 66°Norður rúllukragapeysu og hann sagðist kunna að meta peysuna mína og vildi eignast hana,“ segir Manu. „Þá sagði hann: „Þú mátt eiga mína peysu ef ég má eiga þína,“ hann var klæddur í þessa hefðbundnu lopapeysu.“ Elliði skoraði Manu á hólm en áskorunin fólst í því að athuga hvor gæti verið lengur í köldum sjónum og sá sem hefði betur fengi peysuna frá hinum. „Ég hugsaði að þetta væri svo klikkuð áskorun að ég yrði að slá til og við fórum í sjóinn hjá hellinum,“ segir hann. Manu fór með sigur af hólmi. „Hann fór upp úr eftir 22 mínútur og ég eftir 24 mínútur, það var ískalt,“ segir hann hlæjandi. Heillaður af sögu Axlar-Bjarnar „Ég ætla ekki út í smáatriði en ég hitti Fjallið (Hafþór Júlíus Björnsson) fyrir stuttu en ég er að skrifa handrit um Axlar-Björn,“ segir Manu. Hann segir margt heilla sig við söguna af Axlar-Birni sem hann heyrði í fyrsta skipti sem hann kom til landsins. „Ef þú skoðar ástæðurnar að baki þá er þar þjáning og fátækt, sjálf móðir hans sagði hann vera illan á meðan hann var í móðurkviði,“ segir Manu hugsi. Hann vill þó ekki láta of mikið uppi. „Mín útgáfa gerist í samtímanum,“ útskýrir hann. Þá muni hann leitast við að koma inn á ferðaþjónustuna á Íslandi sem hann segir hafa sínar skugga- hliðar. „Það hefur margt breyst hérna frá því að ég kom fyrst.“ Manu hefur upplifað ansi stór augnablik með íslensku þjóðinni en hann var staddur á Arnarhóli þegar Ísland fór með sigur af hólmi í viðureign sinni við Englendinga. Hann segir viðbrögð Guðmundar Benediktssonar íþróttafrétta- manns hafa verið stórkostleg. „Ég hitti svo seinna fyrirliðann og tók með honum víkingaklappið,“ segir hann og líkir víkingaklappinu við Hula, vígsludans Māori-ætt- bálksins. Þá kynntist hann rithöfund- inum Andra Snæ Magnússyni í síðustu heimsókn sinni til landsins. Hann lofsamar Andra og nefnir þar bækurnar Tímakistuna og Bláa hnöttinn. „Hann sagði mér að gömul frænka hans hefði verið barnfóstra hjá Tolkien,“ segir hann. „Um síðustu helgi er ég svo staddur á Comic Con í Þýskalandi þar sem einhver kynnir mig fyrir barnabarni Tolkien, svo ég tek upp símann og hringi í Andra og set hann í símann og þannig tengjast loks þessar fjölskyldur,“ segir Manu. Þekktastur sem Crixus Manu segir f lesta þekkja hann sem Crixus en það er persónan sem hann lék í Spartacus-þátt- unum. „Ég var á leið vestur þegar ég stoppaði í litlum bæ, nálægt álveri, og spurði hvort það væri bar og var þá vísað á hálfgerðan skúr.“ Þegar Manu gekk inn voru þar fjórir stórir menn og stóð honum varla á sama. „Þetta leit ekki vel út fyrir mig, mér leið eins og ég væri staddur í vestra,“ segir hann. „Barþjónninn lét mig hafa bjór án þess að segja orð en svo snýr einn mannanna sér að mér og spyr mig hvort ég sé í sjónvarpsþætti sem ég svara játandi. Þá spennist hann allur upp og hrópar hátt: „Spart- acus, þú ert Crixus!“,“ segir hann. Áður en Manu vissi af voru þeir búnir að hringja í fjölda samstarfs- manna og fylltist barinn fljótlega af sterkbyggðum karlmönnum sem spurðu hann spjörunum úr. „Þeir hrópuðu hluti eins og: „Við héldum að þú værir hærri!“,“ segir Manu hlæjandi. „Ég held að þetta sé hlutverkið sem ég er helst þekktur fyrir,“ segir hann. „Hobbitinn er vafalaust vinsælasta myndin mín en það eru ekki margir sem þekkja mig þaðan, kannski vegna þess að þar er ég í hlutverki Orka,“ segir Manu og brosir. Staðalímyndir skaðlegar „Ég reyni að starfa af heilindum sem leikari, og forðast þannig helst að taka að mér hlutverk sem ýta undir staðalímyndir,“ segir Manu. „Mér er stundum boðið hlutverk eiturlyfjasalans eða vonda karlsins frá Mexíkó, en þær persónur sem ég hef leikið hef ég getað túlkað út frá mannlegum þáttum, þær eru oft eins konar andhetjur,“ segir hann. „Því meira sem við sköpum þessar staðalímyndir því meira ýtum við undir þessa fjarlægð á milli fólks,“ segir hann. „Eins og þegar Tyrkirnir komu hérna fyrir stuttu vegna fótboltaleiksins, þá var fljótt farið að minnast á Tyrkjaránið. Ég held að frásagnar- list samtímans geti mögulega hjálpað til við að létta á þessum staðalímyndum. Það var frábær mynd sem vann Óskarsverðlaunin fyrir nokkrum árum, Crash, en hún tengdi saman ólíka menningarheima á snilldar- legan hátt og sýndi það að við erum flest að fást við sömu hlut- ina, við vöknum á morgnana og leiðir okkar liggja kannski saman, en samt upplifum við hvert annað sem svo öðruvísi,“ segir Manu. „Ég kæri mig ekki um að hlaupa um sem einhvers konar táknmynd eða fígúra fyrir bandarísku stríðsvél- ina eða sem hryðjuverkamaður,“ segir hann. „Ég sat í gær og spilaði á píanó og minnti sjálfan mig á að ég væri líka þessi mjúki tónlistarmaður. Ég er ekki bara þessir harðjaxlar sem ég leik,“ segir hann. „Svo koma karlmenn upp að mér og tala um hvað Crixus er mikið hörkutól en ég held að það sem höfði svona til karlmanna sé einmitt það að ég var ekki einungis að kljást við það sem var erfitt og karlmannlegt heldur líka það sem sneri að tilfinninga- legu hliðinni,“ segir hann. Manu segir að kjarninn í við- burðum á borð við Midgard sé frásagnarlistin. „Eins og Andri Snær, einhver eins og hann ætti að vera viðstaddur, rithöfundarnir ykkar ættu að taka þátt vegna þess að það sem þið hafið er ekki síst þessi norræna goðafræði,“ segir hann. „Svona viðburðir byrjuðu á heimsvísu út frá hinu svokall- aða „nördasamfélagi“ og það er ákveðin depurð sem fylgir því,“ segir hann. „Eins og til dæmis í Cosplay, þar sem þátttakendur lifa í gegnum þessa persónusköpun, klæða sig upp sem ofurhetjur og verða þannig hugrakkari,“ segir hann. „Í gegnum þessa búninga ná þeir að tileinka sér eiginleika sem þeir vilja búa yfir í hversdags- lífinu.“ Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ Ég held að frá- sagnarlist sam- tímans geti mögulega hjálpað til við að létta á þessum staðalímyndum. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RNÖRDABLAÐIÐ 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B F -6 F 3 8 2 3 B F -6 D F C 2 3 B F -6 C C 0 2 3 B F -6 B 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.