Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 33
Hrönn Óskarsdóttir er eigandi og fram-kvæmdastjóri aug-lýsingastofunnar Árnasona en hún keypti stofuna um áramótin. Undanfarið hefur hún ásamt samstarfsfólki sínu komið að undirbúningi þjónustuskólans Ritz-Carlton sem verður haldinn á fimmtudaginn. Hrönn segir að það séu breyttar aðstæður í auglýsinga- geiranum en í þeim felist einnig tækifæri. Hver eru þín helstu áhugamál? Ferðalög eru ofarlega á lista hjá mér. Mér finnst mikilvægt að fara með fjölskylduna reglulega til útlanda í frí, það styrkir fjöl- skylduböndin. Það er jafn mikil- vægt að fara í frí bara með maka og reynum við að gera það reglulega. Ég er mikil félagsvera og á mikið af skemmtilegum vinum sem ég reyni að hitta mjög reglulega. Það er fátt sem jafnast á við gott kvöld með góðum vinum. Hvernig er morgunrútínan þín? Snúsa einu sinni eftir að vekjara- klukkan hringir en kemst ekki upp með annað en að fara á fætur eftir næstu hringingu þar sem ég sé um að vekja alla á heimilinu. En þessar aukamínútur í svefni verða til þess að ég þarf að hafa mig til á methraða og hleyp út með örverpið á eftir mér. Skutla drengnum í leikskólann og svo tekur morguntraffíkin við. Að komast úr Kópavoginum niður í miðbæ á morgnana er ákveðinn skóli í þolinmæði, en fyrsti kaffi- bolli dagsins niðri á stofu með sam- starfsfólki mínu bætir upp fyrir það. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Þær bækur sem hafa mest áhrif á mig eru ævisögur og frásagnir fólks sem hefur á einhvern hátt verið beitt óréttlæti og/eða of beldi. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað mannskepnan getur verið Krefjandi að kaupa auglýsingastofuna Nám: BSc. í viðskiptafræði frá HÍ og er að leggja lokahönd á mastersnám í viðskiptafræði við HÍ. Störf: Eigandi og framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar Árnasona. Fjölskylduhagir: Mjög góðir. Er gift Júlíusi Hafstein, viðskiptastjóra hjá CCEP, og eigum við þrjá drengi: Júlían 18 ára, Lúkas 14 ára og Patrik 5 ára. Svipmynd Hrönn Óskarsdóttir Hrönn segir að kaupin á auglýingastofunni Árnasynir um áramótin hafi verið mest krefjandi verkefni síðustu missera. LJÓSMYND/ÁRNASYNIR Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigenda-stefnu ríkisins fyrir fjármála- fyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum. Telur undirritaður það hljóma skynsamlega, en veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til þess að fylgja þeirri vinnu eftir með því að útbúa einnig skýra og gagnsæja eigenda- stefnu fyrir eignarhlut ríkisins í öðrum fyrirtækjum. Það er óþarfi að finna upp hjólið í slíkri vinnu og ekki langt að sækja fordæmin. Norska ríkið hefur, sem dæmi, lagt mikið upp úr því að vera með skýra eigendastefnu og birtir reglulega mjög ítarlega skýrslu um stefnuna til þess að stuðla að gagnsæi og skapa traust um eignar- hald ríkisins í fyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um sjálfa stefnuna, en að mati undirritaðs er erfitt að finna vankanta á útfærslunni og aðferðafræðinni. Norska ríkið hefur ákveðnar rök- semdir og tilgreind markmið með eignarhlut sínum í fyrirtækjum og birtir þau fyrir hvert og eitt fyrirtæki í eignasafni sínu, sem og hversu stóran hlut það telur nauð- synlegt að eiga til þess að geta upp- fyllt viðkomandi markmið. Markmiðin eru flokkuð í fernt. Í fyrsta lagi getur ríkið verið með við- skiptaleg markmið (e. commercial objectives), þar sem eina markmið- ið er að hámarka verðmæti eignar- hlutar ríkisins. Ríkið er þá í reynd eins og hver annar fjárfestir, er reiðubúið til þess að selja hlut sinn ef fullnægjandi verð fæst fyrir hann en vinnur annars að því að stuðla að traustri uppbyggingu viðkomandi fyrirtækis í samstarfi við aðra fjár- festa. Dæmi um slíkt fyrirtæki er SAS-f lugfélagið, sem norska ríkið er hluthafi í. Í öðru lagi eru tilgreind viðskipta- leg markmið og markmið um að halda höfuðstöðvum fyrirtækis í Noregi (e. commercial objectives and objective of maintaining head office in Norway). Eins og nafnið gefur til kynna er þar hugmyndin að hámarka verðmæti eignarhluta ríkisins, auk þess að stuðla að því að höfuðstöðvar viðkomandi fyrir- tækja haldist í Noregi. Er almennt talið nægja að norska ríkið eigi þriðjung í fyrirtækjum til þess að hægt sé að ná því markmiði. Dæmi um slík fyrirtæki eru DNB-bank- inn, Norsk Hydro, Statoil og Telenor. Í þriðja lagi eru tilgreind við- skiptaleg markmið og önnur sér- tilgreind markmið (e. commercial objectives and other specifically defined objectives). Þar má, sem dæmi, nefna Posten Norge, þar sem um er að ræða viðskiptalegt eignar- hald auk þess sem eignaraðild rík- isins er réttlætt með vísan til nauð- synjar þess að tryggja póstþjónustu um land allt. Þá er eignaraðild ríkis- ins í Statkraft rökstudd með því að stuðla eigi að arðbærri og ábyrgri nýtingu auðlinda í Noregi og byggja upp þekkingu sem hægt er að flytja út með arðbærum hætti. Í fjórða og síðasta lagi eru til- greind markmið vegna sértækrar stefnu stjórnvalda í tilteknum atvinnugreinum (e. sectoral policy objectives). Í þeim tilfellum eru ekki viðskiptalegar ástæður fyrir eignaraðildinni og engin krafa gerð um arðsemi, heldur einungis að við- komandi fyrirtæki séu rekin með skilvirkum hætti og að þau sinni til- greindum hlutverkum sínum. Á það til að mynda við um eign ríkisins á fyrirtækjum sem sinna heilbrigðis- þjónustu. Í stuttu máli er alltaf tilgreint og rökstutt hvers vegna ríkið á hlut í viðkomandi fyrirtæki, eignarhald ekki notað til þess að ná mark- miðum sem hægt væri að ná með lagasetningu, sértækum mark- miðum með eignarhaldi í ein- hverjum tilfellum náð án þess að ríkið haldi 100% hlut og viðurkennt að aðkoma annarra fjárfesta geti í mörgum tilfellum hjálpað til við að bæta reksturinn og auka verðmæti eignarhlutarins. Þetta þarf ekki að vera f lókið en vinnan við útfærslu heildstæðrar eigendastefnu, sem og niðurstað- an, gætu reynst mjög gagnlegar og hjálpað til við að skapa traust um eignarhald eða sölu ríkisins í fyrir- tækjum. Eigendastefna ríkisins grimm. Sama hvað mér finnst erfitt að lesa svona bækur þá sæki ég samt í það. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin undanfarin misseri? Að kaupa auglýsingastofuna Árnasyni um síðustu áramót og takast á við ábyrgðina sem fylgir því að vera eigandi, en áður hafði ég verið framkvæmdastjóri stofunnar og vissi því út í hvað ég var að fara. Hvað áskoranir og tækifæri eru fram undan í auglýsingageiranum? Það eru breyttar aðstæður í auglýsingageiranum. Auglýsinga- stofur eru yfirleitt f ljótar að finna fyrir niðursveiflu í þjóðfélaginu og við fundum fyrir því þegar hjólin fóru að snúast hægar fyrrihluta árs og fyrirtæki fóru að halda að sér höndum. Það er alltaf áskorun að fara í gegnum niðursveif lutíma- bil en á sama tíma er það hollt því það þvingar fyrirtæki til þess að fara í sjálfsskoðun og fara yfir allan reksturinn, hagræða og finna nýjar lausnir og nálganir. Þetta heldur manni á tánum sem er mikilvægt því það kemur alltaf eitthvað gott út úr því. Okkar viðskiptavinir hafa flestir haldið sínu striki. Við höfum til að mynda hannað allar umbúðir fyrir Nóa Síríus síðasta áratuginn og súkkulaði á alltaf við, hvort sem það er kreppa eða góðæri þannig að það er engin breyting þar á. Við erum því búin að vera heppin og siglum vonandi út úr þessu án mikilla erfiðleika. Við hjá Árnasonum horfum á þessar aðstæður sem tækifæri. Við erum mjög hentug stærð á stofu fyrir svona árferði en hjá okkur starfa 12 starfsmenn sem allir eru sérfræðingar á sínu sviði með ára- tuga langa reynslu. Við erum nógu lítil til þess að geta veitt persónu- lega þjónustu og sinnt vel hverjum viðskiptavini fyrir sig en á sama tíma nógu stór til þess að sinna öllu því sem stórar stofur hafa upp á að bjóða. Við ætlum að halda okkar striki, halda vel utan um fyrirtækið, starfsfólkið og okkar frábæru við- skiptavini. Við höldum áfram að fylgjast með því hvað er að gerast á markaðinum og reynum að þróast í takt við það. Ef þú þyrftir velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Mig langaði alltaf að verða barna- sálfræðingur en ég veit að ég hefði aldrei lært að takast á við erfið mál þar sem börn eru beitt of beldi og misrétti. Ég myndi frekar gera ógagn en gagn. En ég dáist að fólki sem leggur þetta fyrir sig og getur veitt börnum faglega aðstoð. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig fyrir mér í auglýsinga- geiranum hvernig sem hann á eftir að þróast á þessum tíu árum. En til þess að það geti orðið þá er mikil- vægt að fylgjast með hvert mark- aðurinn er að fara og taka nýrri tækni og tækifærum með opnum hug. Annars ætlar örverpið mitt sér að verða atvinnumaður í fótbolta, ef hans draumur rætist þá verð ég kannski bara fótboltamamma í útlöndum eftir tíu ár. Hver veit! Auglýsingastofur eru yfirleitt fljótar að finna fyrir niðursveiflu í þjóðfélaginu og við fundum fyrir því þegar hjólin fóru að snúast hægar fyrri hluta árs. Norska ríkið hefur ákveðnar rök- semdir og tilgreind mark- mið með eignarhlut sínum í fyrirtækjum og birtir þau fyrir hvert og eitt fyrirtæki í eignasafni sínu. Baldur Thorlacius viðskiptastjóri hjá Nasdaq á Íslandi 9M I Ð V I K U D A G U R 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 MARKAÐURINN 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B F -7 4 2 8 2 3 B F -7 2 E C 2 3 B F -7 1 B 0 2 3 B F -7 0 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.