Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Fylgist með á facebook • Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 Sumarfrakkar í úrvali Verð frá kr. 29.900 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott sumarföt, fyrir flottar konur Str. 38-58 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Bolir Kr. 4.900 Str. 40/42 - 56/58 Margir litir Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Flutningaskipið HC Eva-Marie kom til Sundahafnar í Reykjavík um hádegisbilið í gær. Skipið var með dýrmætan farm, hinn nýja gámakrana Eimskips. Nýi krainn kemur í stað eldri krana, Jakans, sem verið hefur lykiltæki í losun og lestun gáma- skipa Eimskips í Sundahöfn allt frá árinu 1984, eða í nærri 35 ár. Með tilkomu hans varð bylting í lestun og losun kaupskipa. Slíkur krani hafði ekki verið í landinu frá því Hegri, þ.e. kolakraninn svo- kallaði, var rifinn árið 1968. Í hugum margra er það tákn- rænt að nýr Jaki komi til landsins á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Kraninn hefur frá upphafi verið tengdur nafni Guðmundar J. Guð- mundssonar, formanns Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, en hann var jafnan kallaður Guð- mundur Jaki, þó joðið stæði fyrir Jóhann. Hafnarverkamenn Eim- skips voru félagsmenn Dags- brúnar og Guðmundur var þeirra foringi. Nýi kraninn var framleiddur í verksmiðju Liebherr í Killarney á Írlandi. Hann kemur hingað ósamsettur og næstu vikurnar verður hann settur saman á nýj- um kranasporum á hafnarbakka utan Klepps. Vonir standa til að hann verði tilbúinn til notkunar í júlí. Hann mun ganga á spor- teinum sem verða alls 370 metra langir. Kraninn verður umhverfisvænn þar sem hann er rafknúinn eins og forveri hans. Hann verður með getu til að vinna út í 15. gámaröð í skipi, en gamli kraninn nær að- eins út í 10. gámaröð. Kraninn er einnig mun hraðvirkari og getur lyft allt að 40 gámum á klukku- stund. Jaki gat lyft 20-30 gámein- ingum á klukkustund. Hinum nýja krana verður gefið nafn þegar hann verður tilbúinn til notkunar. Jaki hefur verið talið nafn við hæfi enda um afar af- kastamikil tæki að ræða. Eimskip fær ný skip Verið er að smíða tvö gámaskip í Kína fyrir Eimskip og verða þau tekin í notkun seinni hluta þessa árs. Nýju skipin eru talsvert stærri en stærstu skip sem Eim- skip er með í rekstri í dag og þess vegna þarf félagið nú m.a. að fjár- festa í nýjum gámakrana sem ræður við stærri skip. Skipin hafa hlotið nöfnin Brúarfoss og Detti- foss og verða 26.500 brúttótonn. Þau geta borið 2.150 gámaein- ingar, en stærstu skipin í dag taka 1.457 gámaeiningar. Þetta verða stærstu skip íslenska flot- ans. Hinn nýi hafnarbakki utan Klepps verður í framtíðinni aðal- hafnarsvæði Eimskips og mun hann taka við hlutverki Klepps- bakka. Morgunblaðið/sisi Nýi kraninn Flutningaskipið HC Eva-Marie siglir inn Viðeyjarsund í hádeginu í gær. Jötunn fylgir fast á eftir. Nýi „Jakinn“ kom til landsins á verkalýðsdaginn  Verður settur upp á hinu nýja at- hafnasvæði Eimskips í Sundahöfn Guðmundur J. Guðmundsson verkalýðsleiðtogi fæddist í Reykjavík 22. janúar 1927. Hann lést 12. júní 1997. Guðmundur var stjórnarmaður og starfs- maður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1953-96, varafor- maður félagsins 1961-82 og for- maður þess 1982-96, formaður Verkamannasambands Íslands 1975-92 og sat í miðstjórn ASÍ. Hann var borgarfulltrúi fyrir Al- þýðubandalagið (forvera VG) ár- in 1958-62 og þingmaður Reyk- víkinga fyrir Alþýðubandalagið 1979-87. Honum var þannig lýst í þætt- inum Merkir Íslendingar í Morg- unblaðinu: „Guðmundur var þéttur á velli, breiðleitur, laglegur og svip- sterkur, hafði sterka bassa- rödd, talaði hægt og gat kveðið fast að, hleypt brúnum og haft í hót- unum ef mikið lá við. Hann brúkaði mikið neftóbak.“ Þegar Guðmundar var minnst á Alþingi sagði Ragnar Arnalds þingforseti m.a.: „Við andlát hans hverfur af sjónarsviðinu einn áhrifamesti verkalýðsforingi seinustu áratuga.“ Guðmundur J. gekkst fúslega við viðurnefninu Jakinn enda hét önnur tveggja æviminningabóka hans Jakinn í blíðu og stríðu. Jakinn í blíðu og stríðu ÁHRIFAMIKILL VERKALÝÐSFORINGI Guðmundur J. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.