Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Fylgist með á facebook • Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 Sumarfrakkar í úrvali Verð frá kr. 29.900 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott sumarföt, fyrir flottar konur Str. 38-58 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Bolir Kr. 4.900 Str. 40/42 - 56/58 Margir litir Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Flutningaskipið HC Eva-Marie kom til Sundahafnar í Reykjavík um hádegisbilið í gær. Skipið var með dýrmætan farm, hinn nýja gámakrana Eimskips. Nýi krainn kemur í stað eldri krana, Jakans, sem verið hefur lykiltæki í losun og lestun gáma- skipa Eimskips í Sundahöfn allt frá árinu 1984, eða í nærri 35 ár. Með tilkomu hans varð bylting í lestun og losun kaupskipa. Slíkur krani hafði ekki verið í landinu frá því Hegri, þ.e. kolakraninn svo- kallaði, var rifinn árið 1968. Í hugum margra er það tákn- rænt að nýr Jaki komi til landsins á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Kraninn hefur frá upphafi verið tengdur nafni Guðmundar J. Guð- mundssonar, formanns Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, en hann var jafnan kallaður Guð- mundur Jaki, þó joðið stæði fyrir Jóhann. Hafnarverkamenn Eim- skips voru félagsmenn Dags- brúnar og Guðmundur var þeirra foringi. Nýi kraninn var framleiddur í verksmiðju Liebherr í Killarney á Írlandi. Hann kemur hingað ósamsettur og næstu vikurnar verður hann settur saman á nýj- um kranasporum á hafnarbakka utan Klepps. Vonir standa til að hann verði tilbúinn til notkunar í júlí. Hann mun ganga á spor- teinum sem verða alls 370 metra langir. Kraninn verður umhverfisvænn þar sem hann er rafknúinn eins og forveri hans. Hann verður með getu til að vinna út í 15. gámaröð í skipi, en gamli kraninn nær að- eins út í 10. gámaröð. Kraninn er einnig mun hraðvirkari og getur lyft allt að 40 gámum á klukku- stund. Jaki gat lyft 20-30 gámein- ingum á klukkustund. Hinum nýja krana verður gefið nafn þegar hann verður tilbúinn til notkunar. Jaki hefur verið talið nafn við hæfi enda um afar af- kastamikil tæki að ræða. Eimskip fær ný skip Verið er að smíða tvö gámaskip í Kína fyrir Eimskip og verða þau tekin í notkun seinni hluta þessa árs. Nýju skipin eru talsvert stærri en stærstu skip sem Eim- skip er með í rekstri í dag og þess vegna þarf félagið nú m.a. að fjár- festa í nýjum gámakrana sem ræður við stærri skip. Skipin hafa hlotið nöfnin Brúarfoss og Detti- foss og verða 26.500 brúttótonn. Þau geta borið 2.150 gámaein- ingar, en stærstu skipin í dag taka 1.457 gámaeiningar. Þetta verða stærstu skip íslenska flot- ans. Hinn nýi hafnarbakki utan Klepps verður í framtíðinni aðal- hafnarsvæði Eimskips og mun hann taka við hlutverki Klepps- bakka. Morgunblaðið/sisi Nýi kraninn Flutningaskipið HC Eva-Marie siglir inn Viðeyjarsund í hádeginu í gær. Jötunn fylgir fast á eftir. Nýi „Jakinn“ kom til landsins á verkalýðsdaginn  Verður settur upp á hinu nýja at- hafnasvæði Eimskips í Sundahöfn Guðmundur J. Guðmundsson verkalýðsleiðtogi fæddist í Reykjavík 22. janúar 1927. Hann lést 12. júní 1997. Guðmundur var stjórnarmaður og starfs- maður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1953-96, varafor- maður félagsins 1961-82 og for- maður þess 1982-96, formaður Verkamannasambands Íslands 1975-92 og sat í miðstjórn ASÍ. Hann var borgarfulltrúi fyrir Al- þýðubandalagið (forvera VG) ár- in 1958-62 og þingmaður Reyk- víkinga fyrir Alþýðubandalagið 1979-87. Honum var þannig lýst í þætt- inum Merkir Íslendingar í Morg- unblaðinu: „Guðmundur var þéttur á velli, breiðleitur, laglegur og svip- sterkur, hafði sterka bassa- rödd, talaði hægt og gat kveðið fast að, hleypt brúnum og haft í hót- unum ef mikið lá við. Hann brúkaði mikið neftóbak.“ Þegar Guðmundar var minnst á Alþingi sagði Ragnar Arnalds þingforseti m.a.: „Við andlát hans hverfur af sjónarsviðinu einn áhrifamesti verkalýðsforingi seinustu áratuga.“ Guðmundur J. gekkst fúslega við viðurnefninu Jakinn enda hét önnur tveggja æviminningabóka hans Jakinn í blíðu og stríðu. Jakinn í blíðu og stríðu ÁHRIFAMIKILL VERKALÝÐSFORINGI Guðmundur J. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.