Morgunblaðið - 07.05.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.05.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019 Útför Harðar Sigurgestssonar, fyrrverandi for- stjóra, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng, organisti var Kári Þormar. Örnólfur Kristjánsson lék ein- leik á selló, Viðar Gunnarsson söng einsöng og Kammerkór Dómkirkjunnar söng. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði. Líkmenn voru Björn Bjarnason, Þórður Sverr- isson, Garðar Halldórsson, Grétar Br. Krist- jánsson, Vigdís Þórarinsdóttir, Sigurgestur Guð- laugsson, Brynjólfur Bjarnason og Þórður Magnússon. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útför Harðar Sigurgestssonar Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nærri 6.500 farþegar og tæplega 1.500 bílar fóru með Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja á fjórum dögum, þ.e. 2.-5. maí, að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Til samanburðar má nefna að íbúar Vestmannaeyjakaupstaðar eru um 4.300 talsins. „Þetta er allt önnur veröld þegar hægt er að sigla í Landeyjahöfn,“ sagði Guðbjartur. „Hér iðar allt af ferðamönnum og mikið líf.“ Hann sagði að biðlistar hefðu myndast í fjórar síðustu ferðir Herjólfs í fyrra- dag, en skipið siglir sjö ferðir á dag. Mikið er pantað og orðið þétt bókað í margar ferðir í sumar. „Það er mjög mikilvægt að Land- eyjahöfn haldist opin. Fólk er farið að bóka ferðir og það verða mikil vandræði ef ekki verður hægt að sigla í höfnina,“ sagði Guðbjartur. Grynningar á rifinu Hádegisferð Herjólfs var felld nið- ur í gær vegna grynninga á rifinu sem er utan við Landeyjahöfn. Fjara var og dýpi of lítið á rifinu fyrir Vest- mannaeyjaferjuna við þær aðstæð- ur. Dýpkunarskipið Sóley var þá sent á vettvang frá Reykjavík og var reiknað með að það gæti byrjað dýpkun upp úr miðnætti í nótt, að því er fram kom á vefnum Eyjar.net. Dýpkunarskipið Dísa hefur unnið að dýpkun í höfninni og í hafnarmynn- inu. Guðbjartur sagði mikilvægt að Herjólfur gæti haldið áætlun vegna mikillar ásóknar í ferðirnar. Vilja fá óháða úttekt Þingmenn Suðurkjördæmis, að undanskildum Sigurði Inga Jó- hannssyni samgönguráðherra, eru flutningsmenn þingsályktunar- tillögu um óháða úttekt á Landeyja- höfn. Þar segir: „Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra að láta hefja nú þegar óháða úttekt á Landeyjahöfn í sam- ræmi við samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 og fimm ára samgöngu- áætlun fyrir árin 2019-2023 og að henni verði lokið eigi síðar en 31. desember 2019.“ Í greinargerð segir að ástandið í Landeyjahöfn sé „hvorki boðlegt íbúum Vestmannaeyja né öðrum sem treysta þurfa á greiðar sam- göngur milli lands og Eyja“. Óskað er m.a. eftir að því verði svarað hvort hægt sé að gera þær úr- bætur á höfninni að dýpkunarþörf minnki verulega eða hverfi. Einnig í hverju slíkar úrbætur felist og hver sé áætlaður kostnaður við þær. Ann- ars hvað þurfi til að halda höfninni opinni allan ársins hring. Biðlistar mynduðust í ferðir  Fella þurfti niður eina ferð Herjólfs í gær vegna grynninga á rifi utan við höfnina  Dýpkunarskip hóf dýpkun í nótt  Þingmenn Suðurkjördæmis hafa óskað eftir óháðri úttekt á Landeyjahöfn Landeyjahöfn Herjólfur siglir nú sjö ferðir á dag í Landeyjahöfn. Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson „Við vorum ekki sáttir við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins á sínum tíma og sendum því erindi til yfir- deildar og nú liggur fyrir að hún mun taka málið til efnislegrar skoðunar,“ segir Gestur Jónsson lögmaður í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi hefur nú ákveðið að taka fyrir mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall í tengslum við Al Thani-málið svonefnda. Hafði mann- réttindadómstóllinn áður hafnað því að íslenska ríkið hefði brotið á þeim Gesti og Ragnari þegar þeim var gert að greiða eina milljón króna hvorum í sekt fyrir að segja sig frá málsvörn í Al Thani-málinu 2013. Þeir Gestur og Ragnar voru skip- aðir verjendur Sigurðar Einars- sonar og Ólafs Ólafssonar í málinu en áður en aðalmeðferð málsins átti að fara fram rituðu þeir héraðsdóm- ara bréf þar sem þeir lýstu því yfir að þeir myndu ekki sinna frekari verjendastörfum í málinu þar sem þeir teldu að brotið hefði verið gegn rétti skjólstæðinga þeirra til rétt- látrar málsmeðferðar. Óskuðu þeir eftir því að vera leystir undan starf- anum, en þeirri beiðni synjaði hér- aðsdómari. Er aðalmeðferð átti að fara fram mættu Gestur og Ragnar ekki til þinghalds og voru þeir því leystir frá störfum í málinu og skjólstæðingum þeirra skipaðir nýir verjendur. Aðspurður segist Gestur ekki vita til þess að yfirdeild hafi áður tekið fyrir mál frá Íslandi. „Ég veit ekki betur en að þetta sé afar fáheyrt.“ Mál Gests og Ragnars verður tekið fyrir í yfirdeildinni  Dómstóllinn áður úrskurðað íslenska ríkinu í hag Morgunblaðið/Ómar Lögmenn Gestur Jónsson (t.v.) og Ragnar Hall sögðu sig frá Al Thani. Bandaríska flug- vélaleigan ALC greiddi í gær Isavia skuld upp á 87 milljónir króna vegna far- þegaþotunnar sem kyrrsett hef- ur verið á Kefla- víkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air 28. mars. Samkvæmt kvittunum sem mbl.is hefur undir höndum voru annars vegar greiddar rúmar 55 milljónir í íslenskum krónum og hins vegar tæplega 230 þúsund evrur, sem jafngilda rúmlega 31 milljón króna. Heildargreiðslan nam um 87 millj- ónum króna en samkvæmt útreikn- ingum lögmanna ALC var það upp- hæð skuldar við Isavia vegna þessarar tilteknu flugvélar. Isavia var gefinn frestur til klukkan 14 í gær til þess að láta vél- ina af hendi. „Nú er næsti leikur þeirra. Annars leitum við atbeina dómstóla á ný,“ sagði Oddur Ást- ráðsson, lögmaður ALC. Héraðsdómur Reykjaness úr- skurðaði á fimmtudag að Isavia mætti aftra brottför vélarinnar vegna gjalda sem henni tengdust. Isavia tilkynnti á föstudag að það hefði kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og hefur ekki orðið við kröfu ALC um að afhenda vélina. ALC borgaði 87 milljónir vegna kyrr- settu þotunnar WOW Þota var kyrr- sett vegna skulda. Vegagerðin kveðst hafa freistað þess að ná samkomulagi við pólsku skipasmíðastöðina Crist S.A. um lokagreiðslu vegna smíði nýs Herjólfs og afhend- ingar skipsins. Á síðustu metr- um smíðinnar hafi skipasmíða- stöðin skyndilega krafist viðbótargreiðslu sem nemur um þriðjungi af smíðaverðinu. Að mati Vegagerðarinnar er engin stoð í samningi aðila varðandi þessa kröfu. Krafan á sér enga stoð NÝI HERJÓLFUR Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.