Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 6

Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir urinn og þunginn í okkar starfi. Mót- orhjól nýtast vel í öllum umferð- arverkefnum, til dæmis þegar þarf að komast hratt yfir og inn á svæði sem eru lokuð vegna álags. Við leit- araðgerðir reynast hjólin líka vel, til dæmis þegar þarf að fara inn á opin svæði,“ segir Árni Friðleifsson og heldur áfram: Fara á undan bílalestum og skrúðgöngum „Einnig kemur til svokölluð við- burðalöggæsla og þar eru hjólin mik- ið notuð. Við opinberar heimsóknir og stóra viðburði á höfuðborgar- svæðinu eins og oft er efnt til á sumr- in nýtast hjólin líka vel. Þar fer lög- reglan á undan bílalestum og skrúð- göngum á mótorhjólum – auk þess sem við sinnum með hjólunum verk- efnum sem tengjast ýmsum þunga- flutningum.“ lögreglustjóra en eins og önnur ökutæki leigð áfram til lög- regluembætt- anna. „Það er gott að hafa hjól af tveimur tegund- um í flotanum, það er BMW og Yamaha, enda má með því gera samanburð á því sem hentar best. Alls verðum við núna með 13 hjól í útgerð,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri í umferðardeild. Hann hef- ur verið í bifhjólasveitinni í áraraðir og er mörgum vegfarendum að góðu kunnur. Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur þvert á varðsvæðin og því er yfirferðin mikil. „Allt umferðareftirlit er rauði þráð- Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk í síðustu viku til notkunar þrjú mótorhjól af gerðinni BMW 1200 RT Police Special. Þetta er hluti af hefðbund- inni endurnýjun í flotanum. Lög- reglan verður einnig og áfram með í notkun hjól af gerðinni Yamaha FJR 1300. Þrettán hjól í útgerð Hjólin nýju koma frá framleiðanda með ýmsum aukabúnaði til löggæslu- starfa, svo sem forgangsljósum og sírenu. Þá voru settar í þau hér á landi talstöð og hraðamælingaratsjá. Vélin er með þverliggjandi strokka og 1,2 lítra rúmtak samanborið við 1,3 lítra í Yamaha-hjólunum. Mót- orhjólin eru í eigu embættis Ríkis- Morgunblaðið/Sigurður Bogi Glæsihjól Lögregluþjónar á BMW-hjólunum við umferðarstjórn á Laugaveginum fyrir nokkrum dögum. Lögreglan með 13 mótorhjól í notkun  Þrjú ný BMW hjól komin í gagnið  Nýtast vel í löggæslu Árni Friðleifsson „Þetta er ítarleg og á margan hátt gagnleg um- sögn,“ sagði Will- um Þór Þórsson, formaður fjár- laganefndar Al- þingis, um um- sögn Sambands íslenskra sveitar- félaga um fjár- málaáætlun sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. „Ég skil gagnrýni Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem snýr að greiðslum í Jöfnunarsjóð sveitar- félaga,“ sagði Willum Þór. Í umsögn sinni gagnrýna sveitarfélögin harð- lega þá ákvörðun fjármálaráðuneyt- isins að framlög ríkisins í jöfnunar- sjóðinn verði óbreytt að krónutölu árin 2019, 2020 og 2021. Þau segja að þetta valdi þeim tekjutapi upp á 3,3 milljarða á tveggja ára tímabili og krefjast þess að Alþingi dragi þessi áform til baka. Willum Þór kvaðst telja að fulltrú- ar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnvalda þyrftu að ræðast við um framlag ríkisins í jöfnunarsjóð- inn. „Rökstuðningurinn með þessari breytingu á greiðslum ríkisins í jöfn- unarsjóðinn var að þetta yrði fram- lag sveitarfélaganna til lífskjara- samningsins. Fjármálaráðherra, fjármálaráðuneytið og Samband ís- lenskra sveitarfélaga verða að fara yfir þetta mál og vega það og meta,“ sagði Willum Þór. Sveitarfélögin kveðast vera orðin langeyg eftir því að gistináttagjaldið fari að renna til þeirra, eins og kveð- ið er á um í stjórnarsáttmálanum. Willum Þór sagði að eftir væri að fara í gegnum það hvernig tilfærsla á gistináttagjaldinu frá ríkinu til sveit- arfélaganna yrði útfærð. gudni@mbl.is Góð og gagn- leg umsögn  Ríki og sveitarfélög þurfa að semja Willum Þór Þórsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Í fyrsta lagi er sorglegt að Sjúkra- tryggingar Íslands séu komnar í op- inbert deiluferli við sjálfstætt starf- andi lækna um biðlista og verð á aðgerðum sem er algjör óþarfi eftir 10 ára samstarf á þessu sviði, sam- starf sem hefur gengið mjög vel og verið til fyrirmyndar,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Laser- sjón, í athugasemdum sem hann sendi Morgunblaðinu vegna yfirlýsingar sem Sjúkratryggingar Íslands, SÍ, sendu frá sér á mbl.is í kjölfar um- fjöllunar blaðsins um augasteina- aðgerðir á laugardag. Í yfirlýsingu SÍ kemur fram að þær greiði Landspítala, LSH, 97.000 kr. fyrir hverja aðgerð en einkastofur fái 146.000 kr. Eiríkur bendir á að ein- hvers staðar í þessum samningum hafi myndast ósamræmi af einhverj- um ástæðum. Það myndi koma í ljós í réttu ferli og ósanngjarnt sé að reka umræðuna í fjölmiðlum. Eiríkur bendir einnig á að Lasersjón hafi tek- ið virkan þátt í að leysa biðlistavanda stjórnvalda á síðasta ári, gert 400 aukaaðgerðir og gefið stjórnvöldum u.þ.b. 25% afslátt af umsömdu verði. Í athugasemdum Eiríks kemur fram að biðlistar hafi þegar verið langir þegar fyrst var samið um augasteina- aðgerðir við sjálfstætt starfandi sér- fræðinga og LSH hafi ekki haft bol- magn nema til 800 til 900 aðgerða á ári. Á þeim tíma hafi fjöldi aðgerða næstum tvöfaldast með samningi sem gjörbreytti stöðunni. Að mati Eiríks tók LSH smám saman til sín alla aukningu augasteinaaðgerða. Í Morgunblaðinu í gær kallaði Jón- mundur Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónlags, eftir því að LSH sýndi fram á það hvernig spít- alinn fengi það út að augasteinaskipti kostuðu 97.000 kr. Jónmundur taldi líklegt að ekki væri tekið tillit til hús- næðiskostnaðar, yfirstjórnar o.fl. Einnig benti Jónmundur á að einka- reknar stofur greiddu virðisauka- skatt af lækningatækjum en LSH greiddi ekki af tækjum sem spítalinn fengi að gjöf. Biðlistaátak ákveðið „Tæki og tól sem notuð eru til þess að framkvæma augasteinaaðgerðir eru ekki hluti af tækjabúnaði sem okkur hefur verið gefinn,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala. Hún segir að í föstum fjárveitingum hafi verið gert ráð fyrir 1.200 aðgerðum. Stjórnvöld ákváðu að fara í biðlista- átak og tóku ákvörðun um 97.000 kr. greiðslu fyrir umframaugasteina- aðgerðir hjá LSH. Anna Sigrún segir að LSH verðmeti í DRG-reiknilíkani sem innifeli allan kostnað, stjórnunar- kostnað, húsnæði, tæki o.þ.h. „Það segir sig sjálft að hag- kvæmni stærðarinnar nýtist LSH vel þegar við bætast fleiri aðgerðir eins og t.d. augasteinaskipti,“ segir Anna Sigrún, sem ekki getur út- skýrt hvaða rök stjórnvöld hafi fyrir því að greiða einkareknum stofum hærra verð fyrir hverja aðgerð en LSH fær greitt. Segir framgöngu SÍ sorglega  Augnlæknir gagnrýnir deilur Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi lækna  1.200 augasteinaaðgerðir í fjárveitingum  Einkastofur fá meira frá ríkinu Morgunblaðið/Þorkell Lækning Augasteinaskipti eru algeng og margir á biðlista eftir þeim. „Við fengum örfárra vikna fyr- irvara árið 2017 til þess að taka við greiningu á brjósta- krabbameini. Það var allt of stuttur fyrirvari og ástæða þess að biðlisti eftir greiningu lengd- ist meira en góðu hófi gegndi,“ segir Anna Sigrún Baldurs- dóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala. Hún segir upp- byggingu brjóstamiðstöðvar LSH, sem fylgi konum eftir frá því að krabbamein greinist, í gegnum meðferð og eftirmeð- ferð, umfangsmikið og spenn- andi verkefni sem eigi vel heima á stóru sjúkrahúsi. „Þegar við sáum að verkefnið gekk ekki upp fengum við röntgenlækna frá Svíþjóð til að- stoðar. Við fáum oft innlenda og erlenda aðstoð við tíma- bundin verkefni sem við þurfum styrkingu í,“ segir Anna Sigrún, sem segir verkefnið ganga vel og vel hafi náðst utan um grein- ingu á brjósta- krabbameini. Aðstoð frá Svíþjóð BRJÓSTAKRABBAMEIN Anna Sigrún Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.