Morgunblaðið - 07.05.2019, Qupperneq 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
R
eykingar hjá börnum og
unglingum hafa á und-
anförnum áratugum
minnkað stöðugt og
heyrir til undantekn-
inga að börn í grunnskóla noti reyk-
tóbak. Árið 1997 reykti fimmta hvert
barn í 10. bekk grunnskóla en ein-
ungis 1,7% árið 2018 . Þessa þróun
má líklega þakka mjög markvissu
tóbaksvarnarstarfi hérlendis und-
anfarna áratugi.
Noktun íslenskra barna
og unglinga á rafrettum
Notkun rafrettna hefur hins vegar
aukist verulega hjá börnum og ung-
lingum á Íslandi síðastliðin ár. Sam-
kvæmt skýrslu Rannsókna og grein-
ingar frá árinu 2015 höfðu rúmlega
17 prósent 10. bekkinga notað raf-
rettur en árið 2018 var hlutfallið orð-
ið rúmlega 40 prósent. Þá notaði tí-
undi hver 10. bekkingur rafrettur
daglega. Tæplega fjórðungur fram-
haldsskólanema notar rafrettur dag-
lega samkvæmt sömu rannsókn en
tíundi hver gerði það árið 2016.
Nikótín, virka efnið í rafrettum er
mjög ávanabindandi. Það er talið
álíka ávanabindandi og heróín. Því
er umtalsverð hætta fyrir þann sem
verður háður nikótíni að verða not-
andi þess í einhverju formi til langs
tíma.
Þróun rafrettunotkunar barna og
unglinga er mikið áhyggjuefni og ef
hún heldur áfram munu myndast
hópar barna og unglinga sem verða
háðir nikótíni til langs tíma og not-
endur þess í einhverju formi, reyk-
tóbaks, munn- eða nef- tóbaks, og/
eða rafrettna.
Hættulegt bragð
Framleiðendur rafrettna hafa
glætt vöruna bragðefnum sem geta
höfðað til notenda ekki síst ungra
notenda, barna og unglinga og hafa
sölumenn bragðgóðra rafrettna náð
miklum árangri í markaðssetningu
vörunnar til barna og unglinga á
undanförnum árum.
Samkvæmt tóbakskönnun Gallup
2018 sögðust 18 prósent í aldurs-
hópnum 10-24 ára hafa notað raf-
rettur. Samkvæmt könnuninni nota
langflestir rafrettunotendur bragð-
bættan vökva í tækin, eða 91 af
hundraði og í aldurshópnum 18-24
ára, nánast allir eða 98 af hundraði.
Langflestir sem nota rafrettur nota
vökva með nikótíni eða 89 af hundr-
aði.
Áðurnefnd könnun sýnir að 71
prósent þeirra, sem hafa notað raf-
rettur, byrjaði að reykja og fjórð-
ungur byrjaði að nota tóbak í vör eft-
ir að hafa hætt rafrettunotkun.
Nýlega voru birtar áhugaverðar
niðurstöður rannsóknar um raf-
rettur í hinu virta tímariti The New
England Journal of Medicin
(NEJM). En í leiðara blaðsins sem
bar yfirskriftina: The Dangerous
Flavors of E-Cigarettes, hvöttu höf-
undar bandarísku matvæla- og lyfja-
stofnunina (Food and Drug Admin-
istration) til að banna sölu á
bragðbættum rafrettum.
Krókur á móti bragði
Sala rafrettna og notkun þeirra er
lögleg á Íslandi frá og með 1. mars
síðastliðnum. Skiptar skoðanir eru
um hvort rafrettur séu virk meðferð
við reykingum og ekki er tekin af-
staða til þess hér, en hins vegar er
mikilvægt að horfast í augu við að
markaðssetning rafrettna gagnvart
börnum er hættulegt bragð.
Það blasir því við öllum sem vilja
standa vörð um heilsu og velferð
barna og unglinga að tilkoma raf-
rettna á markaðinn á Íslandi kallar á
markviss viðbrögð margra aðila þar
á meðal löggjafans og ráðuneyta
heilbrigðismála og barnamála.
Reynsla okkar Íslendinga af mark-
vissu tóbaksvarnarstarfi áratugum
saman ætti að vera leiðarljós í þeim
viðbrögðum. Þar þarf m.a. að koma
til fræðsla til barna, unglinga og for-
eldra þeirra ásamt breytingum á
hinni nýju löggjöf um rafrettur
þannig að hún verndi börn og ung-
linga t.d. með banni á vörutegundum
sem höfða til barna, þar með bragð-
bættum rafrettum. Einnig þarf að
tryggja að eftirlit með sölu rafrettna
sé öflugt og tryggi – eins og hægt er
– að börn geti ekki keypt slíkar vörur
og að viðurlög við brotum á þeim lög-
um séu ekki léttvæg.
Við tökum því undir með leið-
arahöfundum NEJM og hvetjum
stjórnvöld til að horfast strax í augu
við viðfangsefnið, skipuleggja og
hrinda í framkvæmd viðeigandi að-
gerðum. Það þarf krók á móti bragði.
Rafrettur –
Bragð hættu-
legt börnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veipað Notkun rafrettna hefur aukist verulega hjá börnum og unglingum á
Íslandi síðastliðin ár sem er áhyggjuefni lækna og fólks í heilbrigðisþjónustu.
Læknaráð
Ása Sjöfn Lórensdóttir
fagstjóri heilsuverndar skólabarna
á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
Jón Steinar Jónsson
yfirlæknir á Þróunarmiðstöð
íslenskrar heilsugæslu
Ása Sjöfn
Lórensdóttir
Jón Steinar
Jónsson
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Grænkar foldin frjó
er yfirskrift vor-
tónleika Vox fem-
inae þetta árið, en
þeir verða næst-
komandi laug-
ardag, 11. maí kl.
16, í Háteigskirkju í
Reykjavík. Á tón-
leikunum verður ís-
lenskum tón-
skáldum og þjóðlögum gert hátt
undir höfði og sum lögin sungin í
nýjum útsetningum. Í bland eru svo
tekin þjóðlög frá öðrum löndum með
íslenskum textum.
„Lögin eiga það sammerkt að
vera afar melódísk og ljóðræn, text-
arnir fjalla um flest sem skiptir máli,
það er sumar og sólskin og ástin
blómstrar, það haustar, vindurinn
gnauðar og útburðir væla, það eru
vögguvísur og vorvísur og vísur fyr-
ir guð og menn,“ segir í tilkynningu.
Vox feminae syngur nú með nýj-
um kórstjóra, Hrafnhildi Árnadótt-
ur Hafstað, sem stýrir nú sínum
fyrstu tónleikum með okkur. Fram-
undan er svo að kórinn syngur á
Reykholtshátíð, þar sem Hrafnhild-
ur kórstjóri er einn af söngvurum
ársins. Hún hefur verið virk í kóra-
starfi frá unga aldri og í janúar síð-
astliðnum tók hún við sem kórstýra
Vox Feminae.
Vox feminae syngur íslensk þjóðlög
Vox feminae Tónleikar í Háteigskirkju á laugardag.
Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH)
ætlar að bjóða upp á rafíþróttir inn-
an félagsins og undir hatti knatt-
spyrnudeildar, að minnsta kosti til
að byrja með. FH sendi sitt fyrsta
rafíþróttalið til leiks í undankeppni
Lenovo Deildarinnar í tölvu-
leiknum Counter-Strike: Global Of-
fensive, sem fór fram um helgina
12.-14. apríl. Þar náði lið félagsins
5.-6. sæti af 23 liðum sem tóku þátt.
Haldinn verður kynningarfundur
um rafíþróttir í Kaplakrika á morg-
un, miðvikudaginn 8. maí kl. 17, og
eru tölvuleikjaspilarar og foreldrar
þeirra hvattir til að mæta á fund-
inn. „Þarna ætlum við að fara yfir
hvernig börn og unglingar geta æft
og keppt í spilun tölvuleikja hjá fé-
laginu í hópi og á ábyrgan, heilsu-
samlegan, markvissan og skipu-
lagðan hátt – m.a. undir eftirliti og
leiðsögn þjálfara,“ segir Hallsteinn
Arnarson.
Í byrjun ætlar félagið að einbeita
sér að rafíþróttastarfi fyrir börn og
unglinga á aldursbilinu 11-16 ára,
en einnig halda úti góðu keppnisliði
eða keppnisliðum eldri tölvu-
leikjaspilara
Rafíþróttir ný grein í starfi FH-inga
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Gallabuxur
Kr. 13.900
Str. 36-48/50 • Háar í mittið
Gott stretch • 2 litir
Kæru landsmenn,
við úthlutum yfir 900 matargjöfum
í hverjum mánuði.
Reykjavíkurborg styrkir starfið
um eina milljón króna árið 2019
Félagsmálaráðuneytið styrkir
starfið um eina milljón árið 2019
Hjálpið okkur að hjálpa fátæku
fólki á Íslandi.
Margt smátt gerir eitt stórt.
0546-26-6609 kt. 660903-2590
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn