Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 18

Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 18
Elsku hjartans afi. Það er enn erfitt að trúa því að þú sért farinn. Klettur- inn í fjölskyldunni. Þú og amma höfuð stórrar fjölskyldu og ykk- ar fjölskyldugildi gerðu það að verkum að fjölskyldan er eins náin og raun ber vitni. Við héld- um öll að þú yrðir manna elstur. Við upplifum djúpa sorg en á sama tíma mikið stolt og þakk- Björgvin Guðmundsson ✝ Björgvin Guð-mundsson fæddist 13. sept- ember 1932. Hann lést 9. apríl 2019. Útför Björgvins fór fram 24. apríl 2019. læti. Þú varst hug- sjónamaður af lífi og sál og smitaðir þessum eiginleika út í allan ættlegg- inn. Þú sást jafn- rétti sem eina góða valkostinn og barð- ist fyrir því sem rétt var og varst rödd þeirra sem minna mega sín. Þessar hugsjónir og gildi sem við erfðum frá þér eiga eftir að lifa með okkur út lífið. Þessi gildi að fjölskyldan sé raunveru- lega ríkidæmið og allir eigi jafn- an rétt óháð öllu. Við erum svo þakklátar þér og ömmu hvað þið lögðuð mikið upp úr nánum og góðum fjölskyldu- tengslum. Minningarnar sem við eigum úr jólaboðum, sumargrill- um fjölskyldunnar og öðrum fjöl- skylduviðburðum eru ómetanleg- ar. Að fá að sitja í fanginu á þér í svarta stólnum þegar þú komst úr vinnunni og amma bakaði pönnukökur. Þegar amma veikt- ist fékk Sandra pönnukökur í hverri viku þegar hún kom og þreif hjá ykkur nema nú varst það þú sem bakaðir. Stundin eft- ir þrifin var alltaf yndisleg. Góð- ur kaffitími og gæðastund með ykkur. Þú upplýstir okkur um málefni líðandi stundar. Þú fylgdist líka vel með og varst alltaf stoltur af því sem við tók- um okkur fyrir hendur og lést okkur vita af því. Að fylgjast með þér og ömmu í gegnum öll veik- indin hennar sýnir hversu gegn- heill maður þú varst. Þú hugs- aðir um hana fram á síðasta dag og þegar hún gat ekki lengur gert það sem þurfti lærðir þú það og tókst við. Ykkar hjóna- band var fyrirmynd. Þér þótti ótrúlega gaman að fagna með veisluhöldum og varst mættur fyrstur í hverja gleði og varst stoltur af fólkinu þínu. Í haust fyrir brúðkaupið hjá Lenu Björgu áttuð þið góða stund saman þegar við völdum í sam- einingu hálsmen frá ömmu Dag- rúnu sem hún gæti borið í brúð- kaupinu. Síðasta heimsóknin þín á Njálsgötuna var í kveðjuveisluna hjá Júlíu. Þú mættir hress og kipptir þér ekkert upp við fjörið sem fylgdi börnunum. Við erum enn að hlæja að því þegar öll Njálsgötukrílin voru að prakk- arast og ætluðu að „binda reim- arnar hjá langafa“ eins og eitt krílið komst að orði. Þú lést eins og ekkert væri og hélst áfram að ræða líðandi stund við pabba. Við erum þó fegnar að ekkert þeirra kunni að binda hnút þarna. Þú varst áberandi í þjóðmál- um og baráttumaður eldri borg- ara. Þegar nafn þitt bar á góma sögðum við stoltar að þetta væri afi okkar. Kominn á ellilífeyri þá lærðir þú á samfélagsmiðla og notaðir tæknina óspart í barátt- unni. Síðustu samskipti þín og Júlíu voru þegar amma átti afmæli. Þú baðst Júlíu um að senda þér minningargreinina hennar til að endurbirta á afmælinu hennar. Þó að hún væri farin hélst þú minningu hennar á lofti. Nú er það okkar að taka við. Amma tekur á móti þér með faðminn opinn og þið eruð sam- einuð á ný. Við kveðjum þig með djúpum söknuði. Takk fyrir allt, elsku afi. Þínar Lena Björg, Sandra Rún og Júlía. 18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019 ✝ Sigríður Hann-esdóttir fædd- ist í Reykjavík 24. ágúst 1928. Hún lést 23. apríl 2019 á hjúkrunarheim- ilinu Eir. Foreldrar henn- ar voru Helga Geir- þrúður Þorvalds- dóttir, f. 11. ágúst 1891 í Birtugerði í Glæsibæjarhreppi, d. 2. febrúar 1982, og Hannes Kristinsson, f. 8. apríl 1894 á Brjánsstöðum á Skeiðum, d. 25. október 1987. Sigríður var næstelst fjögurra systkina: Kristinn, f. 14. janúar 1927, d. 26. maí 2000, Þorvaldur, f. 27. september 1929, og Sigurlaug, f. 15. júlí 1934. Sigríður eignaðist fimm börn. 1) Sigrún Lind, f. 20. september 1950, búsett í Eng- landi. Faðir hennar er Jón Sig- valdason. Fyrri maður Sigrúnar var Heimir Alfred Salt, f. 26. mars 1948, d. 14. mars 2019. Þeirra sonur er Daníel. Seinni maður Sigrúnar er James Stans- field. Þeirra sonur er Harry. Fyrri eiginmaður Sigríðar var Sveinn Jónsson, f. 26. ágúst 1929, d. 12. júní 1988. Þeirra börn eru: 2) Helgi Ómar, f. 7. apríl 1955, kona hans er Maria Amabella Lazaga. Þau eiga fjögur börn: María Viktoría, son. Þeirra börn eru: María El- ísabet, Baltasar Bragi og Hauk- ur Arnar. Sigríður og Ólafur skildu 1990. Sigríður fæddist á Laugavegi 20 en bjó fyrstu árin á Lauga- vegi 153 þangað til fjölskyldan flutti upp á Háaleitisveg. Um 10 ára aldur fór hún í fóstur til Malínar Eiríksdóttur og Sig- urgeirs Friðrikssonar í Hafra- felli við Múlaveg. Svo fór Sigríð- ur á heimavistina í Laugarnes- skóla þar sem hún lauk barna- skólaprófi en gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla. Hún vann mest við barna- gæslu, fyrst á Silungapolli og svo sem gæslukona á róluvöll- um. Hún vann við skúringar, stofnaði og rak kvenfataversl- unina Melkorku árin 1971-1974, þá fór heilsan að gefa sig og varð hún húsmóðir auk þess að bera út Morgunblaðið í fjölda ára. Sigríður hóf búskap með Sveini á Laugavegi 53 og síðan byggðu þau hús á Tunguvegi 5 með bróður hennar. Eftir að þau skildu flutti hún í Sigtún 23 í þriggja herbergja risíbúð með þrjú börn og drýgði tekjurnar með því að leigja út eitt her- bergjanna. Tók hún saman við leigjandann og fluttu þau í Leirubakka 8. Bjó hún þar næstu 27 árin. Eftir skilnaðinn við Ólaf færði hún sig yfir í Leirubakka 4 þar til hún fór í Seljabraut 28 með yngstu dóttur sinni. Síðasta árið dvaldi Sigríð- ur á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför Sigríðar fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 7. maí 2019, klukkan 13. maki Stian Giert- sen og börn þeirra eru Johan Mauritz og Soley Georgine. Svein, maki Mav- irocel Buenaflor Avena (Rose). Marta Sofia, maki Mark Villegas, yngst er Anna Isa- bella. 3) Jóna Val- dís Sveinsdóttir, f. 22.12. 1959. Fyrr- verandi sambýlismaður hennar er Guðjón Stefán Kristinsson. Þeirra börn eru: Gunnar Óli Guðjónsson, maki Guðrún Björk Magnúsdóttir og synir þeirra eru Eyvindur Áki og Brimir Dagur. Anna Jakobína, maki Ægir Birgisson. Fyrir átti Guð- jón Kristjón Kormák. Seinni maður Sigríðar var Ólafur Magnússon, f. 6. desember 1939. Þeirra börn eru: 4) Magnús, f. 2. júní 1966, kona hans er Birgitte Pedersen. Dóttir hans er Katrín Marey. Móðir hennar var Krist- ín Marti Kasparsdóttir, f. 2. febrúar 1970, d. 21. september 2013. Fósturbörn Magnúsar eru Kristinn og Nanna. Þeirra móð- ir er Ágústa Pranom Thimto. 4) María Ólafsdóttir, f. 12. desem- ber 1971. Hún á fjögur börn: elstur er Ómar. Faðir hans er Farooq Ahmed. Seinni sambýlis- maður Maríu er Snorri Braga- Nú er elsku Sigga amma far- in frá okkur. Ég var svo heppin að fá að búa hjá Siggu ömmu þegar ég var í menntaskóla. Hún hugsaði vel um mig, enda var ég sveita- vargur og var ekki treystandi einni í strætó. En fimm ára gömul var ég reglulega send út í sjoppu að kaupa „ljótar“, einn- ig þekktar sem filterslausar Ca- mel-sígarettur. Það vissi auðvit- að afgreiðslufólkið í sjoppunni, enda fékk hún alltaf sérstaklega góða þjónustu hvar sem hún fór. Heillandi persónuleiki hennar fékk meira að segja strætóbíl- stjórann til að fara af leið sinni til að skutla henni heim. Hvar sem hún kom var hún fólki minnisstæð. Hún var glettin og heilmikil brandarakona með mikla út- geislun. Þegar ég var ennþá ung og einhleyp spurði amma reglulega hvort ég væri nú ekki komin með vin. Þegar ég svaraði neit- andi sagði hún alltaf að ég ætti sko ekkert að vera að flýta mér. En þegar vinurinn kom loksins þá var mikil gleði. Svo mikil að ég fékk titilinn „Ægiskona“ í stað nafns, enda er hann líka svo ægilega sætur eins og hann fékk oft að heyra. Þegar Sigga amma var 72 ára gömul vildi hún prófa netið, þá var besta lausnin að senda hana á yrkið. Hún lærði fljótt það sem flestir kunna nú til dags; að ljúga á netinu. Hún ruglaðist á röðinni og sagðist vera 27 ára og föst í leiðinlegu jólaboði. Drengurinn sem hún talaði við heillaðist að sjálfsögðu af Siggu ömmu, eins og allir sem fengu að kynnast henni, hvort sem var á yrkinu eða utan. Síðasta árið bjó hún á hjúkr- unarheimilinu Eir og árin þar á undan var hún fastagestur á dagdeild Eirar. Ég vil þakka starfsfólki dagdeildarinnar og deildar þriðju hæðar norður fyrir alla þá umönnun og um- hyggju sem þau veittu Siggu hóhó, eins og hún kallaði sig þar. Sigga amma hélt alltaf með þeim sem minna máttu sín. Hún gaf krummunum í hverfinu kjötsag úr matvöruverslunum af því henni fannst ósanngjarnt að bara smáfuglunum væri gefið á veturna. Svo hélt hún líka með Tottenham þegar þeir voru í neðsta sæti í deildinni. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman, að horfa á Glæstar vonir og Nágranna eða sitjandi við gluggann með kaffi og súkku- laðirúsínur að vinka nágrönn- unum. Takk fyrir allt elsku amma mín. Anna Jakobína Guðjónsdóttir. Sigga amma tók mig að sér þegar ég flutti til Reykjavíkur til að fara í menntaskóla og á þeim tíma kynntist ég henni vel og fljótlega komst ég í tæri við hennar einstaka og skemmti- lega húmor. Hún hafði nefnilega dálæti á því að stríða mér og hrekkja og það tók mig svolít- inn tíma að læra á skopskyn hennar. Þegar ég loksins náði því stríddum við hvort öðru til skiptis og skemmtum okkur oft vel saman. Það var gaman að koma heim úr skólanum og vita ekki hvað tæki á móti manni, eins og eitt skiptið þegar ég kom að henni þar sem hún sat ásamt systur sinni um miðjan dag í eldhúsinu að gera símaat. Hún var líka hafsjór af fróð- leik og sagði mér margar skemmtilegar sögur frá gömlu Reykjavík, en hún fæddist á efri hæðinni á Laugavegi 20, þar sem nú er Lebowski bar, og var því innfæddur Reykvíkingur. Sigga amma var einstaklega góðhjörtuð og vildi alltaf allt fyrir mann gera og ég verð henni ævinlega þakklátur fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig. Takk amma mín. Gunnar Óli Guðjónsson. Sigríður Hannesdóttir Nú kveðjum við okkar góða og gamla vin, Gunna, sem fengið hefur hvíldina. Það er huggun harmi gegn að Gunni hefur fengið hvíldina eftir þessi erfiðu veikindi. Við æskuvinirnir höfum verið sam- ferða svo lengi. Það er því ekki ofsögum sagt að nú sé skarð komið í vinahópinn það er víst óumflýjanlegt. En minningarnar lifa, þær ylja og við eigum þær, minn- ingar um góðan dreng sem setti svip sinn á vináttu okkar. Það var ýmislegt brallað á okkar yngri árum. Oft fór vina- hópurinn, sem var nokkuð stór hópur á þessum árum, saman í ferðalag á sumrin. Þá var grillað og leikið sér. Þessi hópur gat skemmt sér vel saman og var oft mikið fjör fram eftir allri nóttu. Ferðirnar upp í Þórsmörk eru mjög minnisstæðar. Þórs- mörk var eiginlega okkar stað- ur, þar gátum við gleymt okkur og verið í okkar heimi. Gunni var að sjálfsögðu með mynda- vélina með sér. Gunni hafði hið listræna auga ljósmyndarans og gat nýtt sér tæknina til að töfra fram heillandi myndir og form. Gunni var tæknigaurinn í hópnum. Öll tækni lá mjög vel fyrir honum og hin ýmsu forrit virt- ust leika í höndunum á honum. Gunni hafði skoðanir á flestu og hann hafði gaman af því að tala. Hann var mikill sögumað- ur og var gaman að sjá hve hann naut sín þegar hann sagði frá. Sögurnar voru alltaf betri þegar hann sagði frá og ekki spillti fyrir skemmtilegt og á stundum framandi orðfæri hans. Í okkar vinahópi voru tvær reglur sem Gunni mat mikils, það var ein sumarútilega á hverju sumri og svo jólaboð vinanna, sem var örugglega að frumkvæði Gunna og Ingu. Annars var þessi hópur lítið gefinn fyrir reglur endar reyndum við eins og við gátum að synda á móti straumnum, vera öðruvísi, vera uppreisnar- gjarnir og vera pönkarar. En inn við beinið vorum við bara mömmustrákar. Við vor- um bara ungir drengir leitandi að tilgangi lífsins. Við sem þetta skrifum tókum upp á því fyrir um átta eða níu árum að hittast reglulega heima hjá hver öðrum og spila brids. Þetta hafa verið okkar bestu stundir alla tíð síðan. Maður velti því stundum fyrir sér hvort bridsið hefði ekki verið yfirskin því það var svo gaman að hittast og koma saman. Við höfðum ekkert breyst. Þarna endurnýjuðum við vinskapinn með sérstökum hætti því við vorum eins og litlir strákar sem hlakka til að fara saman út að leika. En framfarir í spilamennsk- unni urðu litlar sem engar. Þetta hefur gefið okkur svo mikið. Eftir að Gunni veiktist gerðum við okkar besta til að hvetja hann áfram og við fórum til hans að spila. Við héldum áfram að hittast hjá Gunna á hjúkrunarheim- ilinu og spjalla. Við töluðum oft um að fara út með hjólastólinn, út að Gunnar Kristinn Hilmarsson ✝ Gunnar Krist-inn Hilmarsson fæddist 16. maí 1963. Hann lést 16. apríl 2019. Útför Gunnars fór fram 2. maí 2019. keyra, fara í ísbílt- úr, fara upp í sveit að sumarlagi, fara og gera allt vit- laust en af því gat ekki orðið en svakalega var gam- an að eiga þennan sameiginlega draum með Gunna okkar. Elsku Inga, Hilmar, Hrannar, Hrafnkell og Hildur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar sem og allrar fjölskyldu Gunna. Við eigum svo margar góðar minningar sem við getum hugg- að okkur við um ókomna tíð. Böðvar, Eyjólfur, Helgi. Góður vinur okkar er dáinn eftir erfið veikindi sem hann er búinn að eiga í síðustu ár. Við hjónin eigum margar skemmti- legar minningar um Gunna og Ingu. Má þar nefna fjölmargar sumarbústaðaferðir sem við höfum farið saman í þar sem við grilluðum, fórum í göngu- ferðir um íslenska náttúru og áttum langt spjall á björtum sumarkvöldum þar sem Gunni naut sín við að segja okkur langar og skemmtilegar sögur með sinni frábæru frásagnar- gáfu og skemmtilega orðfæri. Gunni lærði ljósmyndun og eigum við hjónin dýrmæta minningu um það þegar hann tók brúðarmyndirnar af okkur á brúðkaupsdaginn okkar. Þá er okkur minnisstætt þegar við fjölskyldurnar vorum í sumarfríi og mæltum okkur mót í sögulega Márabænum Mojacar á Suðaustur-Spáni og áttum við nokkra skemmtilega daga þar saman í fallegu um- hverfi, hita og sól. Við fjögur fórum einnig sam- an í leikhús og á tónleika bæði hér heima og erlendis. Sérstaklega minnisstæðir eru okkur tónleikarnir með U2 sem við fórum á á Wembley fyrir nokkrum árum, þar sem við áttum enn og aftur skemmtilega daga með þeim Gunna og Ingu og nú í London, en það hafði verið á dagskrá lengi að sjá U2 á stórum tón- leikum. Við fjögur áttum þeirri gæfu að fagna að vera hluti af stórum, góðum og skemmtileg- um vinahópi sem samanstendur af nokkrum æskuvinum og fjöl- skyldum þeirra. Hópurinn hittist oft og vel og má þar nefna matarklúbbinn okkar sem Gunni og Inga áttu frumkvæðið að og jólamatinn þar sem við, allur vinahópurinn, hittumst einn dag um hver jól þar sem allir koma með eitt- hvað jólagómsætt og við borð- um saman jólaveislumat og höf- um gaman saman. Einnig má sem dæmi telja brúðkaupin, afmælin, ferming- arnar, stúdentsveislurnar, ferð á tónleika með David Bowie, ekki má gleyma skemmtilegu ferðunum í Þórsmörk sem allur vinahópurinn fór í og síðast en ekki síst öll óteljandi skemmti- legu partíin þar sem Gunni naut sín sem sögumaður og var hrókur alls fagnaðar. Ekki má nú gleyma bridsklúbbnum sem æskuvinirnir voru í og héldu bridskvöld í klúbbnum í hverri viku sér til mikillar skemmt- unar. Takk fyrir skemmtilegu og góðu samleiðina elsku vinur okkar. Minningarnar lifa vel. Elsku Inga, Hilmar, Hrann- ar, Hrafnkell og Hildur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Victor og Ingibjörg. Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR, lést 16. apríl. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 10. maí klukkan 13. Ágúst Óskar Sigurðsson Anna María Úlfarsdóttir Anna Þórdís Sigurðardóttir Rainer Lischetzki Edda Björk Sigurðardóttir Jón Ármann Guðjónsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.