Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 25

Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019 Það er hálfótrúlegt að fylgjast með einvígi Manchester City og Liverpool um enska meistaratitilinn. Reyndar minnir þetta frekar mikið á lokaseríuna af Game of Thrones. Það er mikil spenna undirliggjandi en hins vegar gerist ekkert óvænt. Liðin bara vinna alla sína leiki. Markalausa jafnteflið sem Gylfi Þór Sigurðsson og félagar náðu gegn Liverpool fyrir rúmum tveimur mánuðum markar síð- asta hikst þessara frábæru fót- boltaliða í deildinni – þá komst City fram úr Liverpool og hefur ekki litið um öxl. Það er full ástæða til þess að óska Selfyssingum til hamingju með að vera komnir í úrslit Ís- landsmótsins í handbolta. Þessi mikli handboltabær hefur þurft að bíða frá árinu 1992 með það að sjá sitt lið í úrslitarimmu. Það eru ekki nema þrjú ár síðan liðið vann sig upp úr 1. deild eftir um- spil, þar sem Elvar Örn Jónsson var þegar orðinn algjör lykil- maður. Það væri eiginlega hálfgerð synd ef Selfyssingar næðu ekki að landa sínum fyrsta titli frá upphafi, núna áður en Elvar held- ur út í atvinnumennsku. Eyja- menn og Haukar eru auðvitað ekki sammála, en þetta tækifæri þyrftu Selfyssingar að nýta. Þeir standa á tímamótum þegar leik- tíðinni lýkur, með brotthvarfi Elv- ars og Patreks þjálfara í kjölfarið á brotthvarfi Teits Arnar Einars- sonar í fyrra, og eflaust verður þess svo ekki langt að bíða að þriðji landsliðsmaðurinn, Haukur Þrastarson, haldi utan. Stór hindrun bíður hins veg- ar Selfyssinga í úrslitum, nema þá að andstæðingar þeirra verði meira og minna í leikbanni eins og þróunin hefur verið í rimmu Hauka og ÍBV. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is ÞÝSKALAND Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það var gott að geta innsiglað titil- inn fyrir lokaumferðina og létt þann- ig á pressunni,“ sagði knattspyrnu- konan Sara Björk Gunnarsdóttir við Morgunblaðið í gær degi eftir að hún fagnaði meistaratitli í þýsku knatt- spyrnunni með samherjum sínum í Wolfsburg. Skammt er stórra högga á milli hjá Söru Björk og félögum því í síðustu viku vann Wolfsburg þýska bikarinn. Liðið hafði svo mikla yfir- burði í bikarkeppninni að það fékk ekki á sig mark í leikjum keppn- innar. Um var að ræða fimmta árið í röð sem Wolfsburg vinnur bikarkeppn- ina og Sara er nú tvöfaldur meistari með liðinu þriðja árið í röð. „Við þurftum tvö stig í tveimur síðustu leikjunum til þess að vinna deildina. Það átti að vera öruggt en enn betra var að ljúka þessu með þremur stigum en eiga samt leik eft- ir,“ sagði Sara en Wolfsburg vann Hoffenheim á útivelli á sunnudaginn, 1:0, og hefur sjö stiga forskot á Bay- ern München sem situr í öðru sæti. Bayern á leik til góða á Wolfsburg. Tvískipt tímabil Sara segir keppnistímabilið hafi skipst í tvennt. Wolfsburg-liðið hafi leikið afar vel fyrri hluta tímabilsins og skorað mörg mörk. „Meðal ann- ars unnum við Bayern München 6:0. Á seinni helmingi tímbilsins fórum við aðeins að ströggla, tapa stigum sem varð þess valdandi að saman dró með okkur og Bayern en við náð- um að halda okkar stöðu í efsta sæti,“ sagði Sara og bætti við: „Yfirhöfuð var tímabilið gott hjá okkur og sigurinn í deildinni afar verðskuldaður. Og það að verða tvö- faldur meistari þriðja árið í röð er heldur ekki slæmt,“ sagði Sara Björk sem hefur átt einstaklega góðu gengi að fagna með Wolfsburg síðan hún kom til félagsins eftir nokkurra ára veru í sænsku úrvals- deildinni. „Mér finnst ég hafa átt mjög stöð- ugt og gott tímabil. Ég skoraði ekki mörg mörk en stend bæði líkamlega og andlega betur að vígi en til dæmis eftir síðasta keppnistímabil. Ég er ánægð með stöðuna á mér og vil meðal annars þakka það breyttum æfingum að einhverjum hluta,“ sagði Sara Björk. Deildin aðeins veikari Sara segir leikmannahóp Wolfs- burg hafa að uppistöðu til verið lítt breyttur síðustu tvö tímabil. Þar af leiðandi þekki leikmenn vel hver inn á annan. Liðsheildin sé öflug og full- komlega í takti í við þann mikla metnað sem ríki innan félagsins, ut- an vallar sem innan. Að mati Söru Bjarkar var þýska 1. deildin aðeins veikari á þessu keppnistímabili en hún var fyrir tveimur til þremur árum. Kemur það mest til af því að sterkir leik- menn hafa söðlað um og reynt fyrir sér á Englandi, í Frakklandi og á Spáni. „Af þessum ástæðum hafa nokkur af sterkari liðum þýsku deildarinnar séð á bak lykilmönnum. Samt sem áður er deildarkeppnin öflug þótt kannski sé hún ekki eins sterk og hún var. Þetta hefur hinsvegar ekki breytt því að keppnin er jöfn og það þarf að taka hvern leik alvarlega því lítill munur er á styrkleika þeirra flestra,“ sagði Sara Björk en 12 lið leika í deildinni. Alltaf horft til næsta árs Wolfsburg lék til úrslita í Meist- aradeild Evrópu fyrir ári síðan en beið lægri hlut í úrslitaleik við Lyon. Á þessu keppnistímabili féll Wolfs- burg út í átta liða úrslitum keppn- innar, gegn Lyon. Sara Björk segir það að sjálfsögðu vera markmið liðs- ins að komast í úrslitaleikinn á nýjan leik og vinna Meistaradeildina. Þá rós vanti í hnappagat hennar en Wolfsburg varð tvisvar Evr- ópumeistari áður en hún kom til fé- lagsins, árin 2013 og 2014. „Það er alltaf næsta ár sem horft er til.“ Metnaður og væntingar eru mikl- ar innan Wolfsburg. Kröfur eru gerðar um titil eða titla á hverju ein- asta keppnistímabili. „Það er ástæð- an fyrir að ég vildi ganga til liðs við þetta lið. Leika undir pressu og vinna stóra titla. Vonandi getum við gert það. Krafan er sú að liðið sé eitt það besta í heiminum. Eitt mark- miðið er að vinna Meistaradeild Evrópu, Með þann leikmannahóp sem liðið hefur úr að spila í dag þá eigum við að geta unnið Meist- aradeildina,“ sagði Sara Björk sem verður áfram í herbúðum Wolfs- burg enda samningsbundinn fram á mitt næsta ár. Landsleikur í sumarfríinu Eftir rúma viku hefst sumarfrí hjá Söru Björk eftir lokaumferð þýsku 1. deildarinnar. Formlegar æfingar hjá Wolfsburg hefjast síðan á ný 6. júlí. Ekki er þó alveg víst að hún fái frí frá leikjum í sumarleyfinu því kvenna- landsliðið leikur vináttuleik við Finna í júní. „Leikurinn við Finna kemur reyndar inn í mitt sumarfríið mitt. Ég verð að vinna það í samráði við Jón Þór Hauksson, landsliðs- þjálfara. Leikurinn verður tvímæla- laust kærkominn fyrir okkur sem framhald í undirbúningi fyrir und- ankeppni EM sem hefst í haust. Okkur gekk vel í vináttuleikjunum við Suður-Kóreu í apríl. Þeir juku sjálfstraustið hjá okkur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, þýskur meist- ari og bikarmeistari í Þýskalandi. Stöðugt og gott tímabil  Sara Björk tvöfaldur meistari með Wolfsburg þriðja árið í röð  Sterkari bæði líkamlega og andlega  Sigur í Meistaradeildinni áfram aðalmarkmiðið Ljósmynd/Wolfsburg Meistarar Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar Piu Wolter eftir sigurmarkið gegn Hoffenheim á útivelli á sunnudag- inn, 1:0, þar sem Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn í knattspyrnu 2019. „Ég vildi bara aðstoða uppeldis- félagið rétt á meðan þess þarf vegna meiðslavandræða,“ segir markvörðurinn Agnes Þóra Árna- dóttir, sem tekið hefur fram skóna og hanskana og er komin aftur í raðir uppeldisfélags síns KR. Eins og Agnes segir sjálf gera meiðslavandræði hjá KR það að verkum að hún hóf aftur æfingar með KR fyrir viku eftir að hafa síð- ast spilað með liðinu í efstu deild 2015. Eftir það lék hún tvö ár með Þrótti R. í 1. deild en tók sér svo hlé þegar hún eignaðist tvíbura í fyrra. „Ég ætlaði ekkert að fara í fót- bolta aftur. Það var búið að ráð- leggja mér að gefa hnjánum frí. En þegar uppeldisfélagið hringir og grasið er orðið grænt þá er erfitt að segja nei,“ segir Agnes sem segir þó ekki víst að hún verji mark KR gegn Val annað kvöld. Birna Krist- jánsdóttir sé að snúa til baka úr meiðslum. Þjálfarinn stóð í markinu Birna kom til liðs við KR frá Stjörnunni í vetur en KR hefur einnig verið án Ingibjargar Val- geirsdóttur, sem var aðalmark- vörður liðsins í fyrra, vegna meiðsla. Því kom Hrafnhildur Agn- arsdóttir, sem búsett er í Dan- mörku, til þess að verja mark liðs- ins í 1. umferð. Í síðasta leik KR í deildabikarnum nú í vor, 2:0-sigri á FH hinn 26. apríl, stóð sjálf Bojana Besic, þjálfari KR-inga, í markinu. sindris@mbl.is Erfitt að segja nei við uppeldisfélagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.