Morgunblaðið - 07.05.2019, Síða 27
Eitt
ogannað
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
Knattspyrnumaðurinn Árni Vil-
hjálmsson var valinn besti leikmaður
27. umferðar í úkraínsku úrvalsdeild-
inni af valnefnd deildarinnar. Árni
skoraði tvö mörk fyrir Chornomorets í
4:2-útisigri á Desna. Chornomorets er
sem fyrr í neðsta sæti, nú með 21 stig,
þegar fimm umferðir eru eftir. Liðið er
þremur stigum á eftir Arsenal Kiev en
þessi lið mætast næsta sunnudag.
Liðin sem enda í næstneðsta og þriðja
neðsta sæti fara í umspil við tvö lið úr
1. deild um tvö laus sæti í úrvalsdeild.
Óskar Bjarni Óskarsson verður Ax-
el Stefánssyni tímabundið til hjálpar
sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs-
ins í handbolta eftir að Elías Már Hall-
dórsson lét af störfum. Næsta verk-
efni liðsins felst í leikjunum mikilvægu
við Spán í kringum næstu mánaða-
mót, umspili um laust sæti á HM í des-
ember, og hefur Axel valið 22 leik-
menn í æfingahóp. Hópinn má sjá á
mbl.is.
Framherjinn Viktor Jónsson verður
væntanlega ekki lengi frá
keppni með ÍA þrátt fyrir
að hafa kinnbeinsbrotnað
í jafnteflinu við Fylki í
úrvalsdeildinni í
fótbolta í fyrra-
kvöld. Jóhannes
Karl Guð-
jónsson, þjálfari
ÍA, sagði við
mbl.is í gær að
Viktor myndi
líklega
missa af
næsta leik en
spila svo með sér-
útbúna andlitsgrímu.
Á SELFOSSI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Það er sumar á Selfossi,“ sungu
stuðningsmenn handknattleiksliðs
Selfoss við raust í leikslok í gærkvöldi
í Hleðsluhöllinni á Selfossi eftir að lið
þeira sópaði Valsmönnum úr keppni í
undanúrslitum Íslandsmótsins í
handknattleik karla með sigri í þriðja
undanúrslitaleiknum, 29:26. Sigur
Selfoss kom ekki á óvart í þessari
rimmu, hins vegar er óvíst að nema
þeir allra bjartsýnustu hafi reiknað
með að Valur næði ekki að svara fyrir
sig með sigri í að minnsta kosti einum
leik. Valsmenn verða hins vegar að
sætta sig við að tapa fyrir betra liði
eins og sakir standa.
Selfoss er þar með komið í úrslit
Íslandsmótsins í fyrsta sinn síðan
1992. Fæstir leikmenn liðsins voru þá
komnir í heiminn.
Eins og hinir tveir leikir þessara
liða í undanúrslitunum var viður-
eignin í gær fjörug og skemmtileg og
báðum liðum til sóma.
Fyrri hálfleikur var jafn allt þar til
á síðustu mínútunni að heimamenn
náðu þriggja marka forskoti á
skömmum tíma. Forskotið var þrjú
mörk í hálfleik, 17:13.
Heimamenn héldu sínu striki í síð-
ari hálfleik. Þeir náðu mest fimm
marka forystu í tvígang þegar sex og
sjö mínútur voru til leiksloka. Vals-
menn reyndu hvað þeir gátu en höfðu
ekki erindi sem erfiði. Þeim lánaðist
að minnka muninn í tvö mörk í nokk-
ur skipti.
Varnarleikur Selfossliðsins var af-
ar góður í gær, sennilega sá besti sem
liðið sýndi í leikjunum þremur. Sókn-
arleikurinn var magnaður. Mér er til
efs að skemmtilegra sóknarlið hafi
verið í íslenskum handknattleik um
talsvert skeið. Elvar Örn Jónsson var
og er hreinlega óstöðvandi. Um Hauk
Þrastarson á ég vart nógu sterk lýs-
ingarorð. Hann var hreinlega magn-
aður, algjörlega óstöðvandi. Ótrúlegt
hreint að hann sé aðeins 18 ára gam-
all. Varnarmenn Vals, Alexander Örn
Júlíusson, Orri Freyr Gíslason og
Ýmir Örn Gíslason, eru engin lömb að
leika við. Haukur kúskaði þá hvað eft-
ir annað í þessu einvígi.
Ekki má gleyma öðrum leik-
mönnum Selfoss sem leika einnig af-
ar vel. Línumennirnir Atli Ævar Ing-
ólfsson og Guðni Ingvarsson.
Hornamaðurinn Grímur Hergeirsson
með hraða sinn og snerpu. Árni
Steinn Steinþórsson sem er að nálg-
ast sitt gamla form. Nökkvi Dan Ell-
iðason var síðan liðinu góð búbót í
byrjun árs. Hann hefur vaxið með
hverri raun.
Handknattleiksáhugamenn mega
bíða spenntir eftir fleiri leikjum með
Selfossliðinu hans Patreks Jóhann-
essonar. Það er til alls líklegt.
„Það er sumar á Selfossi“
Sópurinn var á lofti Valsmönnum sópað úr keppni Lið Selfoss komið í
úrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í 27 ár Eru með óviðráðanlega sóknarmenn
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Langþráð Selfyssingar fögnuðu því vel og innilega í gærkvöld að slá út Val og komast í úrslitin í fyrsta sinn í 27 ár.
Hleðsluhöllin, undanúrslit karla,
þriðji leikur, mánudag 6. maí 2019.
Gangur leiksins: 2:3, 4:5, 7:8, 10:10,
13:13, 17:14, 20:17, 22:19, 24:21,
25:22, 28:24, 29:26.
Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson
6/2, Hergeir Grímsson 5, Árni Steinn
Steinþórsson 4, Haukur Þrastarson
4, Nökkvi Dan Elliðason 3, Guðni
Ingvarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2,
Alexander Már Egan 1, Pawel Kiep-
ulski 1.
Varin skot: Pawel Kiepulski 10, Sölvi
Ólafsson 1.
Selfoss – Valur 29:26
Utan vallar: 8 mínútur
Mörk Vals: Anton Rúnarsson 8/2,
Ýmir Örn Gíslason 7, Róbert Aron
Hostert 4, Ásgeir Snær Vignisson 2,
Sveinn Aron Sveinsson 2, Orri Freyr
Gíslason 1, Vignir Stefánsson 1, Arn-
ór Snær Óskarsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson
14/1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Jónas Elíason og Svavar
Ólafur Pétursson.
Áhorfendur: 753.
Selfoss vann, 3:0.
Manchester City hefur aldrei tekist
að verja Englandsmeistaratitil í
knattspyrnu, en Vincent Kompany
hafði heldur aldrei skorað utan
teigs á ferli sínum í ensku úrvals-
deildinni þar til í gær. Stórbrotið
sigurmark fyrirliðans í 1:0-sigri á
Leicester í gær gerði að verkum að
City er „hænuskrefi“ frá því að
verja titil sinn og vinna ótrúlegt tit-
ilstríð sitt við Liverpool.
City dugar nú að vinna Brighton
í lokaumferðinni á sunnudag, eitt
neðsta lið deildarinnar sem þó er
sloppið við fall og hefur ekki að
neinu að keppa. Brighton gerði
reyndar jafntefli við Arsenal á úti-
velli um síðustu helgi en ætti ekki
að vera fyrirstaða fyrir City miðað
við spilamennsku meistaranna.
„Við vorum rétt stilltir frá upp-
hafi leiks. Kasper [Schmeichel]
varði nokkrum sinnum vel og það
var bara ég sem gat unnið hann á
svona degi! Ég reyni bara að leggja
mitt af mörkum og við erum komn-
ir skrefi nær,“ sagði Kompany létt-
ur í bragði. sindris@mbl.is
AFP
Fyrirliðinn Vincent Kompany á flugi eftir algjört draumamark sitt í gær.
Sjaldséður gullmoli
og City í dauðafæri