Morgunblaðið - 07.05.2019, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
hæfileikaríkra söngvara sem til
boða standi.
Léttleikinn í fyrirrúmi
Innt nánar eftir dagskrá tónleika
dagsins segir Antonía um skvísu-
prógramm að ræða þar sem létt-
leikinn verði í fyrirrúmi. „Allar fjór-
ar persónurnar sem Björk syngur
eiga það sameiginlegt að vera skvís-
ur og skvettur. Þetta eru allt hress-
ar týpur sem eru sér meðvitandi
um eigin fegurð og fönguleika Það
fer því ekki mikið fyrir dramatík-
inni hjá okkur að þessu sinni. Flutt
verður síðasta aría Súsönnu úr
Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart
sem nefnist „Deh vieni“ og er frem-
ur erótísk. Björk bregður sér síðan
í hlutverk Despínu, sem er 15 ára
þjónustustúlka úr Così fan tutte,
líka eftir Mozart, og syngur aríuna
„In uomini“. Svo flytjum við
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Eitt af markmiðum tónleikaraðar-
innar er að gefa ungum söngvurum
sem búa og starfa erlendis tækifæri
á að koma fram hér heima. Sam-
tímis finnst mér mikilvægt að gefa
Hafnfirðingum tækifæri á að
spreyta sig í heimabæ sínum,“ segir
Antonía Hevesi, píanóleikari og list-
rænn stjórnandi hádegistónleika-
raðarinnar í Hafnarborg, sem í
hádeginu í dag kemur fram á tón-
leikum í Hafnarborg ásamt Björk
Níelsdóttur sópran. Á tónleikunum,
sem bera yfirskriftina „Skvísur og
skvettur“ flytja þær fjórar aríur
eftir Mozart, Puccini og Gounod.
Björk uppfyllir bæði framan-
greind skilyrði, því hún er Hafnfirð-
ingur sem býr og starfar í Amster-
dam í Hollandi. Að sögn Antoníu
stundaði Björk nám í klassískum
söng við Tónlistarskólann í Hafnar-
firði og við Tónlistarháskólann í
Amsterdam þaðan sem hún lauk
meistaranámi 2015 með hæstu ein-
kunn auk þess sem hún fékk sér-
staka viðurkenningu fyrir list-
sköpun.
Fær sífellt fleiri fyrirspurnir
„Björk hefur komið fram í frum-
flutningi á fjöldamörgum óperum,
leikuppfærslum og tónverkum.
Einnig hefur hún tekið þátt í tón-
leikaferðalögum með Björk og Flor-
ence and the Machine, sem söng-
kona og trompetleikari. Í júní
síðastliðnum söng Björk eitt aðal-
hlutverkið í frumflutningi á
óperunni Aarappelvreters eftir
David Dramm og Romain Bischoff.
Framundan hjá Björk er tónleika-
hald á hinum ýmsu djasshátíðum
um Evrópu í sumar með Kaja
Draksler Oktett og í haust upp-
færsla á nýrri óperu með Holland
Opera og Het Houten Huis sem
mun bera nafnið Ruimtevluchte.
Björk var valin bjartasta vonin á Ís-
lensku tónlistarverðlaununum 2018.
Björk er fastur meðlimur í Kaja
Draksler Oktett, Dúplum dúó, Ga-
dus Morhua og Stirni Ensemble,“
segir í tilkynningu frá Hafnarborg.
„Hún hringdi í mig og ég tók
henni fagnandi,“ segir Antonía þeg-
ar hún er innt eftir samstarfi þeirra
Bjarkar. Á þeim 15 árum sem Ant-
onía hefur stýrt hádegistónleikaröð-
inni hefur hún gætt þess að bjóða
til samstarfs við sig ýmist ungum
og efnilegum söngvurum eða
reynsluboltum sem þegar hafa gert
það gott á tónlistarsviðinu til að
gefa áheyrendum færi á að heyra í
stórstjörnum. „Engin undantekning
var gerð í ár þar sem ýmsir af
frægustu söngvurum landsins komu
fram í bland við yngri flytjendur,“
segir Antonía, en tónleikar dagsins
eru þeir síðustu þetta starfsárið.
„Ég fæ sífellt fleiri fyrirspurnir frá
ungum söngvurum sem er mikið
gleðiefni,“ segir Antonía og við-
urkennir fúslega að oft sé vanda-
samt að velja úr þeim mikla fjölda
„Quando Men Vo“, sem er aría Mu-
settu í La Boheme eftir Puccini. Sú
ópera er auðvitað mjög dramatísk
þar sem Mímí deyr, en hlutverk
Musettu er ætlað að létta stemn-
inguna,“ segir Antonía, en síðasta
aría dagsins er „Ah, je ris de me vo-
ir“ eða svonefnd skartgripaaría
Marguerite úr Faust eftir Gounod.
„Faust er auðvitað mjög drama-
tísk saga, en titilpersónan nýtur að-
stoðar djöfulsins við að draga
Marguerite á tálar með hörmuleg-
um afleiðingum fyrir hana. Þegar
Marguerite syngur skartgripa-
aríuna er hún enn hamingjusöm og
veit ekki hvaða hörmungar bíða
hennar,“ segir Antonía og rifjar upp
að skartgripirnir séu liður í því að
draga Marguerite á tálar. Tónleik-
arnir hefjast kl. 12 og standa yfir í
um hálfa klukkustund. Húsið opnar
kl. 11.30 og er aðgangur ókeypis.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Listrænar Antonía Hevesi píanóleikari og Björk Níelsdóttur sópran á æfingu í Hafnarborg í gær.
Skvísurnar hafa orðið
Björk Níelsdóttur sópran og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á síðustu
hádegistónleikum starfsársins í Hafnarborg í dag Lítil dramatík á dagskrá
Jóna Hlíf Hall-
dórsdóttir hefur
verið ráðin for-
stöðumaður
Gerðarsafns.
„Jóna Hlíf hefur
umfangsmikla
reynslu af stjórn-
un en hún var
formaður Sam-
bands íslenskra
myndlistar-
manna 2014-2018 og formaður
Myndhöggvarafélagsins í Reykja-
vík 2011-2013. Hún hefur setið í
stjórnum Skaftfells, Bandalags
íslenskra listamanna og Listahátíð-
ar í Reykjavík. Jóna Hlíf var rit-
stjóri tímaritsins Stara sem hefur
að markmiði að efla umræðu og
þekkingu á myndlist. Jóna Hlíf hef-
ur fest sig í sessi sem viðurkenndur
listamaður með staðgóða þekkingu
á myndlist, sýningarstjórnun og
listkennslu. Hún er virk á sínum
fagvettvangi á alþjóðavísu og hefur
haldið fjölda einkasýninga og sam-
sýninga á áhrifamiklum söfnum og
sýningarstöðum hérlendis. Verk
hennar eru í eigu helstu listasafna á
Íslandi og hefur hún fimm sinnum
hlotið starfslaun listamanna,“ segir
í tilkynningu frá Gerðarsafni. Jóna
Hlíf útskrifaðist frá fagurlistadeild
Myndlistaskólans á Akureyri 2005,
lauk MFA-gráðu frá Glasgow Scho-
ol of Art í Skotlandi 2007 og MA í
listkennslu frá LHÍ 2012.
Nýr forstöðumað-
ur Gerðarsafns
Jóna Hlíf
Halldórsdóttir
Kvartett söngkonunnar Rebekku
Blöndal kemur fram á Kex Hosteli í
kvöld kl. 20.30. Með Rebekku leika
Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar, Sig-
mar Þór Matthíasson á kontrabassa
og Matthías Hemstock á trommur.
„Á efnisskránni eru swing, blús, be-
bop og jafnvel scat ef söngkonan
verður í stuði,“ segir í tilkynningu.
Kvartett Rebekku
Blöndal á Kex
Hollenska kvikmyndin Vecht-
meisje, eða Bardagastelpa, hlaut
sérstök verðlaun ungra áhorfenda
um helgina, verðlaun á vegum Evr-
ópsku kvikmyndaakademíunnar.
Heita þau á ensku Young Audience
Award, skammstafað YAA.
Bíógestir í 34 löndum á aldrinum
12 til 14 ára greiddu atkvæði og var
kosið í 55 borgum Evrópu og þeirra
á meðal Reykjavík. Þrjár kvik-
myndir voru tilnefndar og greiddu
2.800 manns atkvæði.
Kvikmyndin fjallar um 12 ára
stúlku, Bo, sem þykir efnileg í
sparkboxi. Foreldrar hennar eru að
skilja og þarf Bo að læra að beisla
reiði sína og sætta sig við að faðir
hennar muni flytja að heiman.
Leikstjóri myndarinnar er Johan
Timmers og Aiko Beemsterboer fer
með hlutverk Bo.
Bardagastelpa hlaut YAA-verðlaunin
Sparkbox Bo berst við ónefnda stúlku í
kvikmyndinni Vechtmeisje.
Fyrstu sviðsettu
tónleikar Bjark-
ar Guðmunds-
dóttur og sam-
starfsmanna
hennar í hinu
nýja og umtalaða
menningarhúsi
The Shed í New
York voru í gær-
kvöldi. Þessi tón-
leikasýning Bjarkar nefnist Cornu-
copia og verða sýningar alls átta, sú
síðasta 1. júní næstkomandi.
Með Björk koma fram flautusep-
tettinn viibra og Hamrahlíðakór-
inn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur, Katie Buckley á hörpu og
Manu Delago á áslátt.
Mikið er lagt í framsetninguna í
The Shed, sem er stór fjölnota salur
í splunkunýjum háhýsakjarna vest-
ast á Manhattan þar sem settir
verða upp fjölbreytilegir viðburðir.
Hinn kunni argentíski leikstjóri
Lucrecia Martel annast sviðsetnina
á tónleikunum og er í sýningunni
mikið lagt upp úr áhrifamikilli víd-
eóvörpun og líflegri sviðsmynd en
sýningin er um 100 mínútna löng.
Tónleikar Bjarkar í The Shed hafnir
Björk