Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-15
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
20% afsláttur
af öllum púðum, rúmteppum og yfirbreiðslum
TILBOÐSDAGAR
9. maí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.51 122.09 121.8
Sterlingspund 159.05 159.83 159.44
Kanadadalur 90.28 90.8 90.54
Dönsk króna 18.217 18.323 18.27
Norsk króna 13.953 14.035 13.994
Sænsk króna 12.708 12.782 12.745
Svissn. franki 119.17 119.83 119.5
Japanskt jen 1.098 1.1044 1.1012
SDR 168.32 169.32 168.82
Evra 136.02 136.78 136.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.3211
Hrávöruverð
Gull 1281.3 ($/únsa)
Ál 1783.0 ($/tonn) LME
Hráolía 71.15 ($/fatið) Brent
● Hagnaður fast-
eignafélagsins Eik-
ar dróst saman um
tæp 50% á fyrsta
árshelmingi miðað
við sama tímabil í
fyrra. Þannig nam
hagnaðurinn 560
milljónum króna
en ári fyrr nam
hann 1.103 millj-
ónum.
Rekstrartekjur félagsins námu 2.084
milljónum og jukust þær um 138 millj-
ónir milli ára. Rekstrarkostnaður nam
781 milljón og jókst um 70 milljónir
milli ára. Ástæðuna að baki minni
hagnaði má hins vegar rekja til þess að
félagið seldi engar fjárfestingareignir á
fjórðungnum en hagnaður af sölu slíkra
eigna nam 204 milljónum á fyrsta
fjórðungi 2018. Þá námu virðis-
breytingar fjárfestingareigna 352
milljónum að þessu sinni en þær höfðu
aukist um 884 milljónir á fyrsta fjórð-
ungi 2018. Fjárfestingareignir fyrir-
tækisins voru metnar á 92,9 milljarða í
lok fjórðungsins en í lok árs 2018 voru
þær metnar á 90,3 milljarða króna.
Heildareignir félagsins stóðu í 99,7
milljörðum í lok fjórðungsins. Eigið fé
þess var 30,4 milljarðar en skuldir
stóðu í 69,3 milljörðum króna.
Hagnaður Eikar dregst
saman um helming
Garðar Hannes
Friðjónsson
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Hálf öld er liðin frá því að álfram-
leiðsla hófst á Íslandi. Af því tilefni
verður rýnt í sögu álframleiðslu hér
á landi á ársfundi
Samáls, Samtaka
álframleiðenda á
Íslandi, sem hald-
inn verður í
Hörpu í dag en
einnig horft til
framtíðar þar
sem umhverfis-
og öryggismál
verða í brenni-
depli. Í samtali
við Morgunblaðið segir Pétur Blön-
dal, framkvæmdastjóri Samáls,
framlag áliðnaðarins til íslensks hag-
kerfis gríðarlegt.
140 milljarðar í laun á 10 árum
„Í samantekt sem Ingólfur Bend-
er, aðalhagfræðingur Samtaka iðn-
aðarins, teflir fram á ársfundinum
kemur m.a. fram að útflutningur á
iðnaðarvörum hefur vaxið úr 11
milljörðum í 321 milljarð á föstu
verðlagi, sem er aukning upp á
hvorki meira né minna en 2.660% og
munar þar mest um álið,“ segir Pét-
ur. Nefnir hann í þessu samhengi að
með óbeinu framlagi hafi heildar-
framlag áliðnaðar til innlendrar
verðmætasköpunar numið 1.150
milljörðum á þeirri hálfu öld sem lið-
in er frá því að álframleiðsla hófst.
Munar þar mest um framlagið síð-
asta áratuginn eða frá því að Fjarða-
ál hóf starfsemi árið 2008.
Sé horft til launakostnaðar kemur
í ljós að 140 milljarðar hafi fallið í
hlut starfsmanna í áliðnaði á tíma-
bilinu 2008 til 2017. Sú upphæð tvö-
faldast aftur á móti ef miðað er við
upphafspunkt árið 1973. „Ástæðan
er sú að áliðnaðurinn var auðvitað
mun smærri í sniðum fyrstu áratug-
ina. Það er gaman að rifja upp aug-
lýsingu sem birtist í tímariti árið
1969, þar sem lofað er 350 störfum
við 33 þúsund tonna álver í Straums-
vík. Í dag er framleiðslugetan komin
yfir 200 þúsund tonn,“ segir Pétur.
Sláandi skýrsla
Hann segir sláandi að lesa í nýrri
skýrslu OECD að álframleiðsla sé
niðurgreidd af stjórnvöldum í helstu
samkeppnislöndum Íslands í áliðn-
aði, m.a. í Kína, Mið-Austurlöndum
og jafnvel Kanada. „Og ef við horfum
til Noregs, þá greiða stjórnvöld nið-
ur það orkuverð sem uppgefið er til
stóriðju, og þannig er það líka í
Þýskalandi og Frakklandi,“ segir
Pétur. Undirstrikar hann mikilvægi
þess að stjórnvöld leggi raunsætt
mat á samkeppnisstöðu íslensks
orkuiðnaðar í ljósi þess að nú sé ver-
ið að vinna að mótun orkustefnu fyr-
ir Ísland.
En staða íslensks áliðnaðar er
sterk, sér í lagi þegar litið er til um-
hverfismála en Steinunn Dögg
Steinsen, framkvæmdastjóri um-
hverfis- og öryggismála hjá Norður-
áli, gerir þeim skil og nefnir að kol-
efnislosun álvera hafi dregist saman
um 75% frá árinu 1990.
„Það gleymist oft að loftslagsmál-
in eru hnattræn í eðli sínu,“ segir
Pétur. „Það gerir bara illt verra að
draga úr losun á einum stað, ef það
verður til þess eins að hún aukist á
öðrum. Stærsta framlag álfram-
leiðslu á Íslandi felst í að notuð er
endurnýjanleg orka til að knýja
framleiðsluna. Almennt er það nefni-
lega orkuvinnslan sem losar mest
þegar ál er framleitt,“ segir Pétur og
nefnir að álframleiðsla í Kína, sem
framleiðir um helming af öllu áli í
heiminum, sé að mestu knúin með
kolum og kolefnislosunin sé þar um
tífalt meiri.
Heildarframlag áliðnaðar
1.150 milljarðar á hálfri öld
Morgunblaðið/Ómar
Ál Álver á Íslandi eru knúin með endurnýjanlegri orku ólíkt því sem gerist í Kína þar sem kol eru að mestu notuð.
Ársfundur Samtaka álfyrirtækja fer fram í dag Litið til fortíðar og framtíðar
Pétur Blöndal
Viðskiptabankarnir þrír, Arion banki,
Íslandsbanki og Landsbankinn,
högnuðust um 10,4 milljarða á fyrsta
ársfjórðungi miðað við 12,1 milljarð á
sama tíma í fyrra. Mest munar um
samdrátt í afkomu Arion banka sem
versnar úr 1,9 milljörðum í 1 milljarð.
Íslandsbanki eykur hagnað sinn sem
fer úr 2,1 milljarði í 2,6 milljarða.
Landsbankinn skilar líkt og í fyrra
langmestum hagnaði eða 6,8 milljörð-
um, samanborið við 8,1 milljarð á
fyrsta fjórðungi 2018.
Arion banki og Íslandsbanki
kynntu uppgjör sín fyrir fjórðunginn í
gær en Landsbankinn hafði birt tölur
sínar í liðinni viku.
Wikileaks og WOW air
Í uppgjöri Arion banka kemur
fram að óreglulegir liðir hafi litað af-
komuna verulega. Þannig hafði nýleg-
ur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í
máli Wikileaks gegn Valitor, dóttur-
félagi bankans, mikil áhrif en þar var
það dæmt til að greiða Wikileaks 1,2
milljarða í skaðabætur. Þá kemur
einnig fram í uppgjörinu að það litist
af gjaldþroti WOW air. Þannig aukist
útlánatap bankans um 1,1 milljarð á
fjórðungnum vegna þess og sömuleið-
is hafi bankinn þurft að afskrifa 222
milljóna króna skuldabréfaeign sína á
hendur félaginu. Arðsemi eigin fjár
bankans reyndist 2,1% en hún hefði
reynst 6,2% að Valitor undanskildu.
Rekstrartekjur bankans jukust um
8% milli ára og námu 11,7 milljörðum
króna. Þá jókst rekstrarkostnaður
hans um tæpa 6,9 milljarða, um 2%.
Eigið fé bankans nam í lok fjórð-
ungsins 193 milljörðum og hafði
lækkað um 4% frá áramótum en
bankinn greiddi á tímabilinu út arð
sem nam 10 milljörðum króna. Eig-
infjárhlutfall bankans var 21,3 í lok
fjórðungsins.Rekstrartekjur Íslands-
banka námu 12,9 milljörðum á tíma-
bilinu og jukust um 26,3%. Rekstr-
arkostnaður jókst hins vegar um 4,5%
og nam 8,3 milljörðum. Neikvæð áhrif
af niðurfærslu lána námu 919 millj-
ónum á fjórðungnum en hún hafði
reynst jákvæð um 88 milljónir króna
á fjórðungnum árið 2018.
Eigið fé Íslandsbanka nam 173,6
milljörðum í lok fyrsta fjórðungs,
samanborið við 176,3 milljarða í lok
árs 2018. Á aðalfundi í mars var sam-
þykkt að greiða 5,3 milljarða í arð til
hluthafa.
Eiginfjárhlutfall bankans var
20,9% í lok fjórðungsins en var 22,2%
í lok árs 2018. ses@mbl.is
Högnuðust um
10,4 milljarða
Slakasta afkoman hjá Arion banka