Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 SUMAR & SÓL CANNES garðstóll. Svartur, grár, hvítur eða rauður. 16.900 kr. Sönghópurinn Við Tjörnina kemur fram á hádegistónleikum raðar- innar Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12 og syngur lög eftir djasspíanóleikarana Gerorge Shearing og Jan Lundgren, djass- bassaleikarann Ike Sturm og Inga T. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og tekið fram að ekki er tekið við greiðslu- kortum. Við Tjörnina á ljúfum nótum í Fríkirkjunni FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 129. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. KR setti met í körfuboltanum á Ís- landi þegar liðið náði sjötta titl- inum í röð. KR-ingar eru þó ekki búnir að setja met í íslensku íþróttalífi hvað þetta varðar en eiga möguleika á því. Kvennalið Fram í handknattleik sigraði sjö sinnum í röð 1984-1990. Er það sem sagt metið sem KR-ingar reyna að jafna á næsta keppnistímabili. »59 KR vantar einn sigur til að ná kvennaliði Fram ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Margrét Jónsdóttir listmálari opnar sýn- inguna Myndbirt- ing þján- ingarinnar í SÍM- Salnum, Hafnarstræti 16, í dag kl. 14. Á sýn- ingunni má sjá málverk á pappír, unn- in út frá upplifun við að eldast og slitna sem kona í íslensku menning- arumhverfi, eins og því er lýst í til- kynningu, en Margrét hefur unnið að listsköpun í tæp 50 ár og stundað kennslu í 27 ár bæði við framhalds- skóla, grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu. Myndbirting þjáning- arinnar í sal SÍM ytra. Þeir setja upp aðgerðaáætlun og áætla kostnað. Hægt er að kom- ast að hjá þeim eftir um það bil mán- uð, aðgerðin tekur einn til tvo daga og gisting er innifalin í pakkanum.“ Eiríkur segir að sem betur fer þurfi menn ekki að skammast sín lengur fyrir að vera með þunnt hár eða skalla, þótt hárlos hafi alltaf ein- hver áhrif á sálarlífið. „Ég er með yfir 200 fasta viðskiptavini í hártopp- um og hárígræðsla er í eðli sínu af sama meiði, bara önnur lausn.“ Verðið fer eftir því hvað aðgerðin er mikil, fjölda hársekkja. „Pakkinn ytra getur kostað frá um 300.000 krónum upp í eina og hálfa milljón. En þetta er spurning um val og útlit. Fólk vill gjarnan viðhalda æskuljóm- anum og það er það sem ég reyni að aðstoða það við, enda hef ég alltaf haft gaman af útliti og tísku.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hárskerinn Eiríkur Ingi Lárusson hefur unnið við iðnina í tæplega ald- arfjórðung og er með traustan við- skiptamannahóp. Hann keypti hár- snyrtistofuna Greifann á Hring- braut 119, vestast í Vesturbæ Reykjavíkur, fyrir nokkrum árum, hefur síðan leiðbeint og aðstoðað fólk í sambandi við hártoppa og er nú kominn í samstarf við ungversku hárígræðslustöðina La Porta-Hair í Búdapest. „Ég sérsníð hártoppa á þunnhært fólk og sérpanta þá svo að utan,“ segir Eiríkur og bendir á að sam- starfið við Ungverjana sé eðlileg við- bót við þjónustuna. Hann útskýrir að hártoppar séu fyrir einstaklinga sem hafa misst allt hárið en hár- ígræðsla sé góð lausn fyrir þá sem eru með há kollvik og þunnt hár í hvirflinum. Stundum sé báðum að- ferðum beitt; hártoppur á einum stað og hárígræðsla á öðrum. Enn- fremur veiti hann aðstoð við skegg- ígræðslu. „Ég met stöðu hvers ein- staklings, hvernig hárið þynnist og hvað sé hægt að gera. Í stuttu máli er ég með alhliða lausnir vegna hár- loss.“ Sérfræðingar og staðlar Eiríkur segir að svokallað FUE2- hárígræðslukerfi sé það nýjasta í þessum fræðum. Það sé upprunnið í Bandaríkjunum og ungverska stöðin sé í samstarfi við frumkvöðlana vestra. Hársekkir séu teknir úr hnakkanum eða hliðunum, þar sem hárið sé þykkast, og græddir í hár- svörðinn, þar sem hárið vantar. Vegna sérstakrar meðferðar aðlagi þeir sig nýja svæðinu, verði þar eðli- legir og vaxi sem fyrr. „Sérfræðingar í læknastétt, skurðlæknar og fleiri, vinna á stöð- inni í Búdapest og fylgja evrópskum stöðlum,“ segir Eiríkur. „Eftir að ég hef fengið upplýsingar um hárlos í ætt viðkomandi einstaklings og met- ið hárlos hans sendi ég myndir af hársverði hans til sérfræðinganna Viðheldur æsku- ljóma viðskiptavina  Eiríkur hárskeri í samstarf við ungverska hárígræðslustöð Greifinn Eiríkur Ingi Lárusson er kominn í samstarf við Ungverja. Hárígræðsla Efri myndin sýnir hár- ið fyrir aðgerð og hin eftir aðgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.