Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 AROUNDTHEWORLD.IS S. 564 2272 Á slóðir íslensku Vesturfaranna 1. – 11. ágúst 2019 Innifalið flug, gisting í 10 nætur með morgunmat, 1 hádegisverður, 2 kvöldverðir, allar skoðunarferðir í rútu, íslensk fararstjórn. Verð í tvíbýli kr. 323.500 á mann. Kíktu á www.aroundtheworld.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Heildarkostnaður við byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða í Garðabæ er áætlaður um 4,3 milljarðar og á þessu ári er gert ráð fyrir að verja 620 milljónum króna til verksins. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin sl. föstudag og gert er ráð fyrir að verklok verði í apríl 2021. Margvísleg nýting Í lok síðasta árs var undirrit- aður verksamningur milli Garða- bæjar og Íslenskra aðalverktaka um hönnun og byggingu hússins, en tilboð Íslenskra aðalverktaka skoraði hæst með tilliti til gæða og verðs að því er þá kom fram í frétt frá bæjarfélaginu. Hönnun hófst síðan í byrjun þessa árs og gert er ráð fyrir að verklok verði í apríl 2021. Fjölnota íþróttahúsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Í húsinu verður lyftingasalur, svalir í kringum allan fótboltavöllinn sem hægt er að nýta sem hlaupa- og/ eða göngubraut. Auk þess er gert ráð fyrir rými fyrir klifurvegg. Önnur rými eru einnig á 2. og 3. hæð viðbyggingar hússins sem á eftir að ráðstafa. Stærð íþróttasal- arins verður um 80x120 m, með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 18.200 fer- metrar. Markmið deiliskipulags lóðar- innar er að skapa umgjörð um raunhæfa og framsýna lausn á íþróttasvæði í góðum tengslum við byggð og samgöngur, segir á heimasíðu Garðabæjar. Nýtt af yngri og eldri íbúum Við athöfn er skóflustunga var tekin að byggingu hússins bauð Gunnar Einarsson bæjarstjóri gesti velkomna og þakkaði þeim sem hafa komið að undirbúningi málsins. Hann sagði jafnframt frá því hvernig hann vonaðist til að íþróttahúsið yrði nýtt í framtíðinni af yngri sem eldri íbúum Garða- bæjar. Hann sagði að tilkoma hússins myndi hafa mikil áhrif til eflingar líkams- og heilsuræktar í Garðabæ. ,,Árið 1910 reis Vífilsstaðaspítali, sem þá var eitt glæsilegasta og stærsta hús á Íslandi, og markaði nýja tíma í heilbrigðismálum Ís- lendinga. Með sama hætti vil ég horfa á nýja fjölnota íþróttahúsið að það marki nýja tíma í íþrótta-, líkams- og heilsurækt okkar Garðbæinga,“ sagði Gunnar. Börnin í heiðurshlutverki Björg Fenger, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, ávarpaði einnig viðstadda. Barna- kór leikskólans Hæðarbóls flutti nokkur vorlög við athöfnina og börnin fengu svo það heiðurs- hlutverk að taka skóflustungu að nýja íþróttahúsinu. Þeim til að- stoðar voru bæjarfulltrúar Garða- bæjar og fulltrúar félaga eldri borgara í Garðabæ og Álftanesi. Í notkun eftir tæp tvö ár  Skóflustunga tekin að fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri í Garðabæ  Markar nýja tíma í íþrótta-, líkams- og heilsurækt, sagði bæjarstjóri Tölvumynd/ASK arkitektar Vetrarmýri Fjölnota húsið rís á hluta þess svæðis þar sem nú er æfingasvæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Ljósmynd/Garðabær/Valdimar Kristófersson. Upphaf Bæjarfulltrúar, börn og eldri borgarar voru í aðalhlutverkum. Jóhannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra og Dagur B. Egg- ertsson, borgarstjóri. Hjólað í vinnuna 2019 stendur dagana 8. maí til 28. maí. „Verkefnið höfðar til starfsfólks á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan margfaldast á þeim 16 árum sem liðin eru frá því að verk- efnið fór af stað. Undanfarinn ára- Átakið Hjólað í vinnuna 2019 var sett í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í Laugardal í gærmorgun. Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands stendur fyrir Hjólað í vinn- una. Þetta var í 17. skiptið sem efnt var til átaksins. Hjólreiðafólki var boðið að renna við í Laugardalnum og þiggja bakk- elsi. Hvatningarávörp fluttu Haf- steinn Pálsson, formaður almenn- ingsíþróttasviðs ÍSÍ, Sigurður Ingi tug hefur orðið gríðarleg vakning á hjólreiðum sem heilsusamlegum samgönguvalkosti. Ætla má að margir þátttakendur hafi tekið hjólreiðar upp sem lífstíl í fram- haldi af þátttöku sinni í verkefninu. ÍSÍ er stolt af því að hafa stuðlað að bættri hjólamenningu á Íslandi og orðið til þess að vinnustaðir og sveitarfélög hafi bætt til muna að- stöðu fyrir hjólandi fólk,“ segir í til- kynningu. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjólað í vinnuna 2019 Ráðherrar og borgarstjóri brugðu sér á bak hjólhestunum í tilefni setningar átaksins. Fólk er hvatt til að hjóla  Verkefnið Hjólað í vinnuna 2019 hófst formlega í gær Reglugerð um bann við veiðum á öll- um tegundum áls hér á landi tók gildi í byrjun vikunnar. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiski- stofu til álaveiða til eigin neyslu, sem getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða. Ef áll veiðist í lax- eða silungsveiði er skylt að sleppa honum. Sala á íslensk- um ál og afurðum áls er bönnuð. Lög um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði voru samþykkt á Al- þingi fyrir rúmu ári síðan. Inn í eldri lög var bætt málsgrein þar sem segir að ráðherra geti með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það sé talið nauðsynlegt að mati Hafrann- sóknastofnunar. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um ál frá því í júní í fyrra kemur fram m.a. að álastofninn sé í hættu og þoli illa veiðar. Meðan svo er sé það ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar að bann verði sett á allar álaveiðar hér á landi. Markmið með setningu reglugerð- ar nú er að vernda álastofninn hér á landi gegn ofveiði en samkvæmt reglugerðinni er gert ráð fyrir að allar álaveiðar verði óheimilar hér á landi, með tilteknum undantekningum þar sem gert er ráð fyrir að hægt verði að veita leyfi til veiða á áli til eigin neyslu. Í þeim tilvikum verði afli og sókn nákvæmlega skráð, en með því móti fáist upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa stundað álaveiðar, afla á sóknareiningu, landsvæði og mögulega sýni af veiddum fiskum til rannsókna. aij@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Á veitingahúsi Margir kunna að meta reyktan, íslenskan ál sem hef- ur endrum og sinnum verið í boði. Allar ála- veiðar eru bannaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.