Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Klerkastjórnin í Íran kvaðst í gær ætla að hætta að virða sum ákvæði kjarnorkusamn- ings landsins við Bandaríkin og fimm önnur lönd frá árinu 2015 þar til Evrópulönd fyndu leið til að sneiða hjá viðskiptabanni Banda- ríkjastjórnar á Íran. Klerkastjórnin hótaði einnig að hefja auðgun úrans, sem hægt væri að nota í kjarnavopn, ef viðsemjendurnir virtu ekki ákvæði samningsins um að aflétta refsiaðgerðum gegn landinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað fyrir ári að draga landið út úr kjarnorku- samningnum og setti viðskiptabann sem varð til þess að olíuútflutningur Írans snarminnk- aði. Með samningnum við Bandaríkin, Bret- land, Frakkland, Kína, Rússland og Þýska- land skuldbatt klerkastjórnin í Íran sig til að takmarka verulega kjarnorkuáform sín gegn því að viðskiptaþvingunum gegn landinu yrði aflétt. Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Kína, Rússlandi og Þýskalandi sögðust ætla að standa við samninginn og töldu að Íranar hefðu staðið að fullu við skilmála hans. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í gær að landið myndi ekki selja umframbirgðir sín- ar af lítt auðguðu úrani og þungavatni ef þær færu yfir þau mörk sem kveðið væri á um í samningnum. Forsetinn gaf síðan Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi tveggja mánaða frest til að finna leið til að sneiða hjá við- skiptabanni Bandaríkjastjórnar. Hann hótaði því að Íranar hæfu auðgun Írans umfram þau mörk, sem sett voru í samningnum, og hæfu að nýju framkvæmdir við þungavatns- kjarnakljúf í Arak í samræmi við kjarn- orkuáætlun sem klerkastjórnin hafði ákveðið áður en samningurinn náðist. Samningurinn kvað á um að Íranar breyttu kjarnakljúfnum í Arak til að koma í veg fyrir framleiðslu plútons sem hægt væri að nota í kjarnavopn. Grípur ESB til refsiaðgerða? Rouhani lagði þó áherslu á að markmiðið með því að setja viðsemjendunum úrslita- kosti væri að bjarga kjarnorkusamningnum. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, sagði að Rússar og Kínverjar hefðu virt samning- inn en ekki Evrópulöndin þrjú. Þýska stjórnin hvatti í gær klerkastjórnina til að virða öll ákvæði samningsins að fullu og breska stjórnin sagði að ef Íranar virtu ekki samninginn gæti það leitt til nýrra refsiað- gerða gegn þeim. Fréttaskýrandi The Wall Street Journal segir að markmiðið með ákvörðun Írana um að hætta að virða sum ákvæði samningsins virðist vera að auka þrýstinginn á Evrópuríkin, án þess að segja samningnum upp eða gerast algerlega brot- legir við hann. Standi klerkastjórnin hins vegar við hótun sína um að hefja auðgun úr- ans geti það orðið til þess að Evrópuríkin samþykki refsiaðgerðir gegn Íran. Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands, sagði í gær að það versta sem gæti gerst væri að Íranar segðu upp kjarn- orkusamningnum. Bretar, Frakkar og Þjóð- verjar hygðust því gera allt sem þeir gætu til að bjarga honum. Ef Íranar brytu gegn samningnum kynni Evrópusambandið að grípa til refsiaðgerða gegn þeim. Öll aðildar- löndin 28 myndu þurfa að samþykkja refsiað- gerðirnar og talið er að erfitt yrði að ná sam- stöðu um þær, að sögn The Wall Street Journal. Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að klerkastjórnin í Íran reyni að fara vandrataðan meðalveg með því að hætta að virða sum ákvæði kjarnorkusamningsins án þess að brjóta algerlega gegn honum. Evr- ópuríkin lendi í mjög erfiðri stöðu ef klerka- stjórnin brýtur gegn samningnum. „Þau eru klemmd á milli Írana og Trump-stjórn- arinnar. Geta þau haldið áfram að styðja samninginn ef Íranar virða hann ekki að fullu?“ Íranar hóta að hefja auðgun úrans  Segjast hætta að virða sum ákvæði kjarnorkusamningsins frá 2015 vegna viðskiptabanns Banda- ríkjastjórnar  Evrópuríki hvetja klerkastjórnina í Íran til að virða skilmála samningsins að fullu Heimildir: IAEA/NTI/ISIS/USNRC/World-nuclear.org Fækka á skilvindum úr um 19.000 í 5.060 á 10 árum Minnka á birgðir Írana af lítt auðguðu úrani úr 10.000 kg í 300 kg. Þær mega ekki vera meiri í 15 ár Markmiðið með samningnum er að koma í veg fyrir að Íranar geti framleitt kjarnavopn Samningurinn kveður á um aukið eftirlit, m.a. mögulega með herstöðvum Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin (IAEA) getur sett upp eftirlitsbúnað í námum og kjarnorku- stöðvum Á að vera eina stöðin þar sem hægt er að auðga úran Kjarnorkusamningurinn við Íran frá árinu 2015 Gashin FORDO Þar mega vera 1.044 skilvindur sem ekki má nota til að auðga úran Anarak Karaj Bushehr Isfahan Breyta á kjarnakljúfi til að koma í veg fyrir framleiðslu plútons sem hægt væri að nota í kjarnavopn ARAK Parchin- TEHERAN KASPÍHAF NATANZ Ardakan Saghand Kjarnorku- úrgangur geymdur Verksmiðja þar sem úrangrýti er unnið Þar er búnaður til að auðga úran herstöðin Helsta kjarnorku- rannsóknastöðin Rannsókna- kjarnakljúfur, úranvinnsla Kjarnorku- ver SÁDI- ARABÍA ÍRAK AFGANISTAN TÚRKMENISTAN PAKISTAN Hlutfall kjarnkleyfu samsætunnar 235U er aukið í skilvindum með því að skilja hana frá samsætunni 238U Auðgun úrans Samningsákvæði Kjarnorkustöð Kjarnakljúfur ÚrannámaHelstu stöðvar Talið er að Íranar eigi um 4.400 tonn af úrani Í kjarnavopn: Hlutfallið þarf að vera a.m.k. 90% til að hægt sé að nota úranið í vopn Til orkuframleiðslu: hlutfall 235U er aukið í 4-5% til að framleiða eldsneyti í kjarnaofna Varahlutir í allar Cummins vélar Fljót og áreiðanleg þjónusta Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan, sýndu nýfæddan son sinn opinberlega í fyrsta skipti í Windsor-kastala í gær, tveimur dögum eftir að hann fæddist. „Hann er mjög ljúfur í lund, mjög rólegur. Hann hefur verið draum- ur,“ sagði Meghan og brosti með sofandi soninn í fanginu. „Ég veit ekki frá hverjum hann fær það,“ sagði þá Harry hlæjandi. Seinna um daginn fóru þau til El- ísabetar II Bretadrottningar, lang- ömmu barnsins, til að sýna henni nýja erfingjann. Hjónin greindu ennfremur frá því að sonurinn fengi nafnið Archie Harrison Mountbatten-Windsor. Margir Bretar höfðu veðjað um hvaða nafn hann fengi og flestir töldu að hann yrði skírður Alexand- er eða Spencer. Flestir fjölmiðlar í Bretlandi höfðu sagt að barnið hefði fæðst á heimili Harry og Meghan við Frog- more Cottage, sem er á landareign Windsor-kastala, en blaðið Daily Mail sagði að Meghan hefði verið flutt með leynd á sjúkrahús fyrir fæðinguna. AFP Sonurinn sýndur og greint frá nafni hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.