Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Unfurl sóf i kr . 109 .900 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegfarendur um miðborgina hafa tekið eftir því að á ljósastur á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis hef- ur verið komið fyrir LED-skiltum með orðunum pylsa og pulsa. Skiltin eru við hlið Bæjartorgs, þar sem er að finna hinn heimsfræga pylsuvagn Bæjarins bestu. Pulsu/pylsuskiltið er hluti af hönn- un torgsins og er ætlað að gleðja og skapa stemningu á torginu. Edda Ív- arsdóttir, borgarhönnuður og starfs- maður hjá umhverfis- og skipulags- sviði, er hugmyndasmiðurinn og hönnuðurinn. „Það er mikilvægt í hönnun svæða að tengja við það sem gerir þau sér- stök og draga fram sérkenni svæða á einhvern hátt og er skiltið hluti af því. Þetta svæði hefur alltaf verið ein- hverskonar baksvæði, en á því hefur þó alltaf komið saman mikill fjöldi fólks. Ástæða þess er pylsustandur sem staðið hefur á horninu í 80 ár. Það er því hægt að segja að flestir Reykvíkingar og gestir borgarinnar tengi staðinn beint eða óbeint við pylsur/pulsur,“ segir Edda. Skemmtilegur orðaleikur „Við höfum alltaf notað orðið pylsa, aldrei pulsa,“ segir Baldur Ingi Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Bæjar- ins bestu, en fyrirtækið hefur starfað síðan 1937. „En þessi orðaleikur er skemmtilegur og ef kúnninn vill kalla þetta pulsu í stað pylsu þá ræður hann því alveg,“ segir Baldur. Hann bætir því að hugmyndin að skiltunum sé alfarið frá borginni komin. „Ég í raun náði bara að stýra því að litur- inn væri okkar litur.“ Sem sagt rauð- ur. Um það hefur lengi verið deilt meðal Íslendinga hvort réttara sé að segja pylsa eða pulsa. Á vísinda- vefnum er að finna svar Guðrúnar Kvaran prófessors frá árinu 2003. Guðrún ritar: „Orðið pylsa er tökuorð í íslensku, líklegast úr dönsku pølse. Í nýnorsku og færeysku þekkist myndin pylsa, í sænsku pölsa og í sænskum mállýskum pylsa. Það þekkist í málinu frá því á 17. öld. Mið- að við uppruna er rétt að skrifa pylsa með -y- en orðmyndin pulsa er fram- burðarmynd, hugsanlega fyrir áhrif frá dönsku.“ Í könnun sem Maskína fram- kvæmdi sumarið 2018 kom í ljós að 56% þjóðarinnar notuðu orðið pylsa en 44% orðið pulsa. Sunnlendingar reyndust flestir vera „pulsufólk“ en Norðlendingar „pylsufólk.“ Tómatsósa reyndist uppáhalds pylsuálegg Íslendinga, en á bilinu 90-91% fá sér hana. Næst á eftir koma steiktur laukur og sinnep með um 87%. 70% fengu sér remúlaði en aðeins 58% hráan lauk. Í Frjálsa alfræðiritinu er þessu fyrirbæri þannig lýst: Pylsa (stund- um borið fram sem pulsa í óformlegu máli) er langur og mjór himnubelgur sem er fylltur af elduðu, söltuðu og/ eða reyktu kjötfarsi. Pylsan er oft reidd fram í aflöngu brauði (‚pylsu- brauði‘) sem er af svipaðri lengd og pylsan sjálf. Oft er bragðmeti haft með pylsunni, t.d. steiktur laukur, hrár laukur, sinnep, remúlaði, tóm- atsósa o.s.frv. Er það pylsa eða pulsa?  Ljósaskilti sett upp á staur við Bæjarins bestu  Flestir tengja staðinn beint við pylsur/pulsur  56% þjóðarinnar nota orðið pylsa  Tómatsósa vinsælust Morgunblaðið/sisi Pylsa/pulsa? Viðskiptavinir Bæjarins bestu geta valið hvort orðið þeir nota. Edda Ívarsdóttir átti hugmyndina. Bifvélaverkstæðið Smur og dekk hefur flutt starfsemi sína í nýtt stálgrindarhús sem fyrirtækið byggði við Mikladalsveg á Patreks- firði. Öll vinnuaðstaða og aðstaða starfsmanna fyrirtækisins breyttist mjög til hins betra við flutninga í nýtt og betra húsnæði. Sem dæmi má nefna að þrjár bílalyftur eru í nýja húsnæðinu, en einungis var hægt að koma fyrir einni lyftu í gamla bílaverkstæðinu. Eigandi verkstæðisins, Páll Heið- ar Hauksson, nefndi einnig til gam- ans, að mesti munurinn á þessum flutningum sé sá að núna þurfi hann að ganga til að ná í verkfærin en áður hafi hann getað teygt sig í þau. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Verkstæði Rúmt er um starfsemina í nýja húsnæðinu á Patreksfirði. Þarf að ganga til að sækja verkfærin  Smur og dekk í stærra húsnæði Varðberg stend- ur fyrir fundi í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Ræðumaður er James Gray, þingmaður breska Íhalds- flokksins frá árinu 1997. Um- ræðuefnið er Bretland, Brexit, NATO og N-Atlantshaf, segir í til- kynningu Varðbergs. Gray er m.a. formaður nefndar allra flokka um málefni breska heraflans og var um tíma skugga-varnarmálaráðherra. Fundað um Brexit hjá Varðbergi í dag James Grey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.