Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
Unfurl sóf i kr . 109 .900
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vegfarendur um miðborgina hafa
tekið eftir því að á ljósastur á horni
Tryggvagötu og Pósthússtrætis hef-
ur verið komið fyrir LED-skiltum
með orðunum pylsa og pulsa. Skiltin
eru við hlið Bæjartorgs, þar sem er
að finna hinn heimsfræga pylsuvagn
Bæjarins bestu.
Pulsu/pylsuskiltið er hluti af hönn-
un torgsins og er ætlað að gleðja og
skapa stemningu á torginu. Edda Ív-
arsdóttir, borgarhönnuður og starfs-
maður hjá umhverfis- og skipulags-
sviði, er hugmyndasmiðurinn og
hönnuðurinn.
„Það er mikilvægt í hönnun svæða
að tengja við það sem gerir þau sér-
stök og draga fram sérkenni svæða á
einhvern hátt og er skiltið hluti af
því. Þetta svæði hefur alltaf verið ein-
hverskonar baksvæði, en á því hefur
þó alltaf komið saman mikill fjöldi
fólks. Ástæða þess er pylsustandur
sem staðið hefur á horninu í 80 ár.
Það er því hægt að segja að flestir
Reykvíkingar og gestir borgarinnar
tengi staðinn beint eða óbeint við
pylsur/pulsur,“ segir Edda.
Skemmtilegur orðaleikur
„Við höfum alltaf notað orðið pylsa,
aldrei pulsa,“ segir Baldur Ingi Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri Bæjar-
ins bestu, en fyrirtækið hefur starfað
síðan 1937. „En þessi orðaleikur er
skemmtilegur og ef kúnninn vill kalla
þetta pulsu í stað pylsu þá ræður
hann því alveg,“ segir Baldur. Hann
bætir því að hugmyndin að skiltunum
sé alfarið frá borginni komin. „Ég í
raun náði bara að stýra því að litur-
inn væri okkar litur.“ Sem sagt rauð-
ur.
Um það hefur lengi verið deilt
meðal Íslendinga hvort réttara sé að
segja pylsa eða pulsa. Á vísinda-
vefnum er að finna svar Guðrúnar
Kvaran prófessors frá árinu 2003.
Guðrún ritar: „Orðið pylsa er tökuorð
í íslensku, líklegast úr dönsku pølse. Í
nýnorsku og færeysku þekkist
myndin pylsa, í sænsku pölsa og í
sænskum mállýskum pylsa. Það
þekkist í málinu frá því á 17. öld. Mið-
að við uppruna er rétt að skrifa pylsa
með -y- en orðmyndin pulsa er fram-
burðarmynd, hugsanlega fyrir áhrif
frá dönsku.“
Í könnun sem Maskína fram-
kvæmdi sumarið 2018 kom í ljós að
56% þjóðarinnar notuðu orðið pylsa
en 44% orðið pulsa. Sunnlendingar
reyndust flestir vera „pulsufólk“ en
Norðlendingar „pylsufólk.“
Tómatsósa reyndist uppáhalds
pylsuálegg Íslendinga, en á bilinu
90-91% fá sér hana. Næst á eftir
koma steiktur laukur og sinnep með
um 87%. 70% fengu sér remúlaði en
aðeins 58% hráan lauk.
Í Frjálsa alfræðiritinu er þessu
fyrirbæri þannig lýst: Pylsa (stund-
um borið fram sem pulsa í óformlegu
máli) er langur og mjór himnubelgur
sem er fylltur af elduðu, söltuðu og/
eða reyktu kjötfarsi. Pylsan er oft
reidd fram í aflöngu brauði (‚pylsu-
brauði‘) sem er af svipaðri lengd og
pylsan sjálf. Oft er bragðmeti haft
með pylsunni, t.d. steiktur laukur,
hrár laukur, sinnep, remúlaði, tóm-
atsósa o.s.frv.
Er það pylsa eða pulsa?
Ljósaskilti sett upp á staur við Bæjarins bestu Flestir tengja staðinn beint
við pylsur/pulsur 56% þjóðarinnar nota orðið pylsa Tómatsósa vinsælust
Morgunblaðið/sisi
Pylsa/pulsa? Viðskiptavinir Bæjarins bestu geta valið hvort orðið þeir nota. Edda Ívarsdóttir átti hugmyndina.
Bifvélaverkstæðið Smur og dekk
hefur flutt starfsemi sína í nýtt
stálgrindarhús sem fyrirtækið
byggði við Mikladalsveg á Patreks-
firði.
Öll vinnuaðstaða og aðstaða
starfsmanna fyrirtækisins breyttist
mjög til hins betra við flutninga í
nýtt og betra húsnæði. Sem dæmi
má nefna að þrjár bílalyftur eru í
nýja húsnæðinu, en einungis var
hægt að koma fyrir einni lyftu í
gamla bílaverkstæðinu.
Eigandi verkstæðisins, Páll Heið-
ar Hauksson, nefndi einnig til gam-
ans, að mesti munurinn á þessum
flutningum sé sá að núna þurfi
hann að ganga til að ná í verkfærin
en áður hafi hann getað teygt sig í
þau.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Verkstæði Rúmt er um starfsemina í nýja húsnæðinu á Patreksfirði.
Þarf að ganga til
að sækja verkfærin
Smur og dekk í stærra húsnæði
Varðberg stend-
ur fyrir fundi í
Norræna húsinu
í hádeginu í dag.
Ræðumaður er
James Gray,
þingmaður
breska Íhalds-
flokksins frá
árinu 1997. Um-
ræðuefnið er Bretland, Brexit,
NATO og N-Atlantshaf, segir í til-
kynningu Varðbergs. Gray er m.a.
formaður nefndar allra flokka um
málefni breska heraflans og var um
tíma skugga-varnarmálaráðherra.
Fundað um Brexit
hjá Varðbergi í dag
James Grey